Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANUAR 1990
Atlagan að
Þj óðleikhusinu
eftir Hannes Kr.
Davíðsson
Mánudaginn 8. janúar síðastlið-
inn boðaði menntamálaráðherra hr.
Svavar Gestsson til umræðufundar
um endurbyggingu Þjóðleikhússins
og var fundurinn haldinn í húsinu
sjálfu. Ráðherra upplýsti, að í raun
væru ótímabær afskipti stjórnar
Bandalags ísl. listamanna og þó
sérílagi útvarpsviðtal á rás 2 við
forseta bandalagsins, kveikja fund-
arins. Greinilegt var að rökræður
um málið áttu ekki upp á pallborð-
ið hjá yfirvöldum fundarins. Enda
var veist að forseta bandalagsins
fyrir að vera með meiningar í mál-
inu og áttu þar samleið ráðherrann
og byggingarnefndarmaðurinn
Helga Hjörvar, sem ávítaði forset-
ann fyrir að tala ekki við sinn yfir-
mann, áður en hún færi að láta
álit sitt í ljósi.
Á fundinum var dreift upplýsing-
um frá byggingarnefndinni um
ástand hússins einkum hvað varðar
eldvarnir og fundarmenn voru var-
aðir við því að í raun sætu þeir á
eldsprengju og leikhúsmenn gætu
ekki lengur hvatt ahorfendur til að
koma og stofna sér í þá hættu sem
fyrir lægi.
Á fundinum vakti ég athygli á
því að öryggismál í byggingum
heyrðu undir sérstök yfirvöld, Eld-
varnaeftirlit Reykjavíkur og Bruna-
málastofnun íslands, en ekki væri
að sjá af þeim upplýsingum sem
fram hefðu verið lagðar, að þær
væru byggðar á úttektum þessara
stofnana og taldi að eðlileg vinnu-
brögð hefðu verið að óska úttektar
þeirra á öryggismálum hússins áður
en lengra væri haldið.
Ráðherra greip þá fram í fyrir
mér og sagði „dettur þér í hug að
við höfum ekki gert það? Þetta er
allt hérna“ og lagði hönd sína á
þykka bók græna sem lá á borði
hans. Maður rengir ekki töluð orð
ráðherra án þess að hafa kynnt sér
sérstaklega staðhæfinguna svo ég
spurði aðeins hvar ég fengi þessa
bók. Hjá nefndinni var svarið. Síðan
hafa nokkrir dagar liðið, því það
mál þurfti að athuga áður en ég
fengi bókina til skoðunar og hún
er víst ekki til í aukaeintökum.
Eftir að hafa farið yfir bókina
get ég upplýst ráðherra um að vott-
orð eða úttektir brunamálayfirvalda
eru þar ekki. Munnlegar fyrirspurn-
ir til þessara embætta leiddu í ljós
að úttekta hafði ekki verið óskað
en embættunum sagt frá því hvað
húsið væri hættulegt. Síðan hefur
verkefnisstjóri endurbyggingar far-
ið í sjónvarp á Stöð 2 með talsverða
hrollvekju um það sem er undir
salargólfi leikhússins. Ekki upplýsti
hann þó alþjóð um lokuf og eldgildr-
ur sem menn hafa í loftræstikerfum
húsa, né sjálfvirkar eldvamir við
mismunandi aðstæður. Hvemig
þessu er háttað í Þjóðleikhúsinu
veit ég ekki en slíkt kæmi að sjálf-
sögðu fram í opinberri úttekt réttra
aðila. Hitt held ég sé nokkuð ör-
uggt, að ef þeir sem fara höndum
um leikhúsið á hverjum tíma fara
að fyrirmælum eldvarnayfirvalda,
þá ætti húsið að vera hættulaust
fyrir áhorfendur. En hvað sem
framvindunni líður þá er ófræging
ieikhússins fram að og á umrædd-
um fundi ekki byggð á úttektum
eldvarnayfirvalda. En hinsvegar
rifjaði þessi herferð gegn leikhús-
byggingunni upp frétt í Þjóðviljan-
um fyrir nokkuð löngu, sem birtist
með mynd af skemmdum á múrhúð
hússins undir fyrirsögninni „Þjóð-
leikhúsið að hrynjá“ ef ég man rétt.
Þetta hefur svo ágerst. Eftir því
sem fram miðaði með Borgarleik-
húsið elnaði Þjóðleikhúsinu sóttin
og virðist nú að dauða komið og
eins og ráðherra upplýsti á fundin-
um, siðustu forvöð að bjarga því.
En bjargráð ráðherrans var eitt og
aðeins eitt, að brjóta niður svalirn-
ar.- Allur hefur þessi málflutningur
á sér yfirbragð hópsefjunar og
æsingar og virðist þurfa að færa
miklu gildari rök fyrir nauðsyn
breytinga en fram hafa komið.
Ráðherrann og tillaga E
Varðandi tillögu E sem svo er
kölluð og ráðherra heimtaði sam-
þykkta án möglunar væri fróðlegt
að vita hver er raunverulegur höf-
undur hennar. Að vísu er tillaga E
víst orðin til í fleiri myndum, en
grundvallarlega og með grófri
eigi að síður, boðskapur ráðherrans
á fundinum var, annaðhvort sam-
þykkið þið þessa tillögu E eða öll
mín mikla barátta fyrir fjárveitingu
til endurbóta á húsinu verður án
árangurs. Einingu um tillöguna eða
ekki neitt. Það var og. Maður freist-
ast til að spyrja ríkisstjórnina í heild
hvort þetta sé hennar afstaða.
Að sjálfsögðu hljóta vandamál
Þjóðleikhússins að vekja víðtæka
umræðu og umhugsun, en þau eru
trúi ég ekki bara byggingartækni-
leg og ef til vill að minnstu leyti.
Til þess að sú umræða geti farið
fram verða yfirvöld að leyfa hana
og ætla henni rúm í tímanum en
ekki bara að snupra forvígismann
Hannes Kr. Davíðsson
„Þá vil ég að lokum
beina því til ríkisstjórn-
arinnar í heild að tapa
ekki áttum í þessu máli.
Nái það fram að ganga
hvert snúa Vandalir sér
þá næst?“
mim
tin
rnjim'm-ttii
LJIJJJ
□ZHML
1,J„1 J,1 T
Teikning Guðjóns Samúelssonar frá 1929.
Er gert ráð fyrir að sem flestir horfi fram á sviðið.
..........
í
anj
^JIIIIil
n
3
1-ANlijK..
sæta upp undir neðri svalir og boga-
dregna brekku þaðan og fram und-
ir svið, sem á að byggja lengra inní
salinn. Ég held að rétt væri að skoða
upp á hvaða lofthæð er verið að
bjóða því fólki sem á að sitja á aft-
asta bekk í sal, að minnsta kosti
mjög hávöxnum mönnum sem
kannski reisa sig úr sætum án að-
gæslu. Þá virðist eiga að fækka
salardyrum úr sex í fjórar sem ég
held nú hljóti að koma niður á ör-
yggi á rýmingarleiðum. Fiutningur
á fatageymslu úr hliðarsölum og inn
undir sálargólf að aftan minnir
óneitanlega svolítið á það þegar
fólk var að böggla klósettum undir
stiga í vandræðum sínum og trúlega
verður fataafgreiðsla að loknum
sýningum ekki eins lipur og nú er.
Lengd afgreiðsluborða styttist trú-
lega um tvo þriðju eða vel það. En
ing fyrir áætluðum aðgerðum.
Höfundarréttur, varðveisla
og umhverfi
Ekki verður fram hjá því gengið
að víkja nokkuð að þeim fleti mála
sem einn af fremstu leikurum húss-
ins, Herdís Þorvaldsdóttir, hefur
lagt mikla áherslu á, bæði á áður
umræddum fundi og eins í viðtali
við DV laugardaginn 20. þ.m. und-
ir fyrirsögninni „Hús eiga ekki að
vera minnismerki um arkitekta".
Það er í raun umhugsunarvert hve
listamönnum augnabliksins virðist
stundum vera ósárt um rétt og
heiður þeirra listamanna sem vinna
og lifa í lengri tímaviðmiðun, ef
þeir halda að með því verði augna-
blikið þeim bjartara og hagstæðara.
Nú er það ekki svo, að leikarar séu
undanlátssamari en aðrir listamenn
með höfundarrétt sinn, sennilega
er því öfugt farið og að eðlileg-
heitum, því verulegur hluti afkomu
þeirra á rætur í höfundarrétti
þeirra. Á ég þar við endurflutning
verka eða sýninga af hljóðsnældum
og myndböndum. Arkitektarnir eru
hinsvegar hörundsárir á grundvelli
sæmdarréttar hvað meðferð verka
þeirra áhrærir. Auk þess eru þeir
uppteknir af umhverfinu og bygg-
ingunum sem hluta af umhverfi og
menningarsögu þjóðarinnar og vilja
oft koma þessum þáttum til vemdar
þegar á bjátar og einhverjir notend-
ur sjást ekki fyrir vegna meints
stundarhagræðis. Islendingum
verður tíðrætt um gamlar og fornar
byggingar í borgum erlendis sem
við sjáum þar vel haldnar. Við njót-
um umhverfisins sem þær mynda,
en gerir fólk sér ljóst, að það sem
mætir okkur þar er menning og
viðhorf þeirra þjóða, sem lét bygg-
ingarnar í friði, en þvingaði ekki
upp á þær ýmsum breytingum sem
þörfin virtist kalla eftir þá stund-
ina. Þeim þörfum var mætt með
öðrum og nýrri byggingum að hætti
síns tíma, þannig mótast og þróast
samfélagið hjá siðuðu fólki. Hjá
íslendingum gegnir öðru máli. En
vissulega er sárt að sjá þar í farar-
broddi fólk sem fært hefur þjóð
sinni mikil leiklistarleg afrek en
eirir nú ekki þeim aðstæðum þar
sem þau náðu sínum árangri. Já,
það hefur verið afskaplega erfitt
að leika í þessum sal, sagði Róbert
Arnfinnsson á fyrrnefndum fundi.
Hvað er svona merkilegt við þennan
sal? sagði Herdís Þorvaldsdóttir.
Það er áberandi munur á við-
horfum Herdísar í umhverfismálum
á skógræktarvettvangi og umhverf-
ismálum hvað byggingum viðkem-
ur. Blóm eiga ekki að vera minnis-
varðar um gróðursetjarann hugsaði
beljan og át þau.
Samanburður við aðrar þjóðir
í öðrum löndum hafa menn einn-
ig rætt mál þjóðleikhúsa. í Ósló
breyttu menn ekki húsi sínu í
brekkusal. í Kaupmannahöfn tóku
menn þá ákvörðun að breyta sal
Konunglega leikhússins ekki, þrátt
fyrir ýmsar breytingar og endur-
bætur í vinnuaðstöðu sem gerðar
hafa verið baksviðs. Þetta fór víst
eitthvað fyrir bijóstið á byggingar-
nefnd Þjóðleikhússins hérna, því
þeir hafa upplýst okkur um, að
sviðsleik sé nú hætt á sviði Konung-
lega leikhússins og verði þar aðeins
fengist við ballett og óperur fram-
vegis, vegna þess að Danir vildu
ekki breyta yfir í brekkusal eins
og þeir hérna telja að sé hið eina
sem getur bjargað leiklistinni. Mig
minnir nú samt að Poul Reumert
hafi þótt komast nokkuð langt í
leiklistinni í þessum brekkulausa sal
og raunar fleiri leikarar Dana.
Ég efast um upplýsingarnar frá
verkefnisstjóra og þjóðleikhússtjóra
og má þar einnig nefna til þá rang-
túlkun nefndarinnar og verkefnis-
stjóra að láta að því liggja að breyt-
ingar þessar séu réttlætanlegar
með því að Guðjón Samúelsson
hafi látið eftir sig teikningu með
einum svölum í sal. Sú teikning á
ekkert sameiginlegt með tillögu E
annað en fjölda svala og um sjón-
vinkla er hún í beinni mótsetningu
við brekkusalinn.
í öðrum löndum umgangast
menn bæði sali með opnum sviðum
og rammasviðum og þar sem vel
er búið svo sem í Þjóðleikhúsinu í
London eru fleiri salir af ýmsum
gerðum og með mismunandi sviðs-
fyrirkomulagi, hvað til síns brúks
eins og þar stendur. Þar sem hinu
fasta sviði hússins lýkur, tekur svo
leikstjóri og leiktjaldahönnuður .
hans við og byggja sviðsmyndina
til fullnustu að þeirra ákvörðun. Það
er mjög óheppilegt ef byggingar-
nefndin hefur heilaþvegið ráðherra
í þá veru að hann haldi að til sé
hið algilda rétta svið til allra hluta.
En það gæti skýrt einstrengings-
lega afstöðu hans.
Laurence Olivier sagði í viðtali
vegna Þjóðleikhússins í London
1977: „Now we see the open
stage as a great step forward —
it is and it isn’t.“ Það er málið,
herra ráðherra.
Hvað er til ráða?
Nú hefur komið í ljós að háttvirt-
ur menntamálaráðherra hefur talið
verk ráðgjafa sinna byggð á rökum
sem í raun voru ekki undir hendi
hans á borðinu á sviði Þjóðleik-
hússins á fundinum þann- 8. jan.
sl., þótt hann héldi annað og það
virðist liggja ljóst fyrir, að hann
hafi verið mataður af engu minni
ákefð og einstrengingshætti en al-
menningur hefur verið nú síðustu
daga, eftir að málið komst í há-
mæli, til þess að kæfa allar aðvör-
unarraddir. Þess vegna beini ég því
til hans, að hann endurskoði eigin
hendi allar frumheimildir og gangi
úr skugga um áreiðanleika þeirra
sagna sem honum eru sagðar úr
erlendu leikhúslífi og haldi að sér
höndum um breytingar á meðan.
Þá vil ég að lokum beina því til
ríkisstjórnarinnar í heild að tapa
ekki áttum í þessu máli. Nái það
fram að ganga hvert snúa Vandalir
sér þá næst?
Húsafriðunamefnd hefur ekki
misst átta í málinu og ber að þakka
það. Hún mátti því einnig þola
snuprur ráðherra á fundinum. Þótt
byggingarnefnd hússins hafi tengt
þetta mál eingöngu ákvörðun
menntamálaráðherra þá hlýtur hin
siðferðilega ábyrgð á meðferð Þjóð-
leikhússins að hvíla á ríkisstjórninni
allri. í raun vekur það furðu að einn
maður ætli að axla þá ábyrgð og á
jafnveikum grunni. Ef ráðherra vill
leikhúsinu vel sem ég efa ekki, þá
ætti hann að tryggja að lóðir aust-
an leikhússins og helst yfir að lóð
danska sendiráðsins yrðu lagðar til
leikhússins og að sú fjárveiting,
sem hann hefur ötullega barist fyr-
ir, verði notuð til að byggja leik-
húsinu annan sal og þá með opnu
sviði, sætabrekku og nægu vinnu-
svæði baksviðs, sem samnýttist
núverandi sal. En að aðeins yrði
unnið að nauðsynlegum viðgerðum
á núverandi húsi. Það er ekki hagur
Þjóðleikhússins né íslenskrar menn-
ingar að rugla þessum sal, sem við
nú höfum. Það er bara misskilning-
ur og umkomuleysi andans.
Höfundur er arkitekt.