Morgunblaðið - 26.01.1990, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 26. JANÚAR 1990
12
Minning:
Oddur Olafsson
fyrrv. yfírlæknir
Mig langar að kveðja fáeinum orð-
um Odd Olafsson lækni og fyrrver-
andi alþingismann, sem jarðsettur
verður í dag.
Þó kyr.ni okkar Odds yrðu ekki
ýkja löng og tæp hálf öld skildi á
milli í aldri og það bættist svo enn-
fremur við að í okkar pólitísku af-
skiptum rerum við yst á sitt hvort
borðið, breytti það engu um að .það
fór mætavel á með okkur þær stund-
ir sem við ræddumst við og áttum
saman.
Oddur var reyndar maður þeirrar
gerðar að ég hygg að fáum, ef nokkr-
um, sem hann mætti á lífsleiðinni,
hafi tekist annað en að láta sér líka
vel við hann. Frá honum geislaði
mannúð og hlýja, en um leið mikill
viljastyrkur. Þessir eiginleikar voru
hvarvetna að verki þegar litið er yfir
lífsferil Odds og þau Grettistök höfð
í huga sem hann lyfti í þágu sjúkra,
aldraðra og öryrkja með sínu mikla
ævistarfi.
Ég hygg að ferill Odds sé næsta
einstæður þrátt fyrir allt. Sjálfur var
hann sem ungur maður sjúklingur
og mun í raun hafa búið að því lengi
síðan, en því er erfitt að trúa þegar
ódrepandi dugnaður hans og þraut-
seigja er höfð í huga að þar hafí
farið maður öróttur af skæðum sjúk-
dómi.
Sögu Odds eru aðrir færari að
rekja en ég, en saga hans er í raun
um leið saga Vinnuheimilisins að
Reykjalundi, saga Sambands
íslenskra berklasjúklinga meirihlut-
ann af þessari öld, saga Öryrkja-
bandalags íslands frá stofnun þess
og fleira mætti telja þar sem Oddur
tók til hendinni. En yfirleitt voru
störf hans einu og sama markinu
brennd; þau voru helguð uppbygg-
ingu og aðhlynningu í þágu þeirra
sem sökum sjúkdóma, fötlunar eða
af öðrum ástæðum eiga á brattann
að sækja í lífinu. Þeir eru væntan-
lega fleiri en nokkum grunar og
miklu fleiri en gera sér þess grein
sjálfir sem eiga honum mikið að
þakka. Ófáir öryrkjar, sjúklingar og
aldraðir hafa komist inn í húsnæði
við hæfi, fengið þá umönnun sem
þeir njóta, ekki síst fyrir eljusemi
Odds.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Oddi og hafa samskipti við hann
um nókkurt skeið vegna fjöskyldu-
tengsla, þegar hann varð tengdafað-
ir Kristínar systur minnar. Eg átti
einnig við hann lítileg samskipti sem
alþingismaður og er mér þar minnis-
stæður sem endranær dugnaður hans
þegar til meðferðar voru á Alþingi
hagsmunamál þeirra sem hann var
að vinna fyrir. Sérstaklega minnist
ég þess þegar Öryrkjabandalagið
sótti eftir að fá lögfesta heimild til
í dag er til moldar borin Fanney
Stefánsdóttir, ekkja Benedikts Sig-
uijónssonar hæstaréttardómara.
Fanney fæddist 9. desember 1905.
Hún var ein af fimmtán bömum
Guðbrands Þorsteinssonar, bónda á
Loftssölum í Mýrdalshreppi,
V.-Skaft., og konu hans, Elínar
Björnsdóttur. Stefán Gíslason, hér-
aðslæknir í Vík í Mýrdal, og seinni
kona hans ættleiddu Fanneyju í
bemsku. Hún ólst því upp sem emb-
ættismannsdóttir í fámennu plássi. í
þá daga fylgdu því bæði kostir og
kvaðir, sem Fanneyju voru án efa
ómeðvitaðir, en komu fram í fasi
hennar, sem var krafa um sjálfsvirð-
ingu og virðingu fyrir öðrum. Hún
hafði jafnan sterkar taugar til æsku-
stöðvanna, sem sýndi trygglyndi
hennar.
Það var sumarið 1935 að fundum
okkar Fanneyjar Stefánsdóttur bar
fyrst saman. Hún vann á skrifstofu
reksturs á bókstafalottói og ég,
ásamt fleiri mönnum, átti þátt í að
stuðla að því samkomulagi sem síðar
tókst milli íþróttahreyfingarinnar og
Öryrkjabandalagsins um rekstur ís-
lenskrar getspár. Þá var ekki að sjá
að færi maður hátt á áttræðisaldri
þar sem var Oddur Ólafsson sem lét
hvorki ófærð né næturfundi aftra sér
frá því að fylgjast með framgangi
málsins og leggja sitt af mörkum.
Mér var það ómæld ánægja að geta
þá lítillega lagt honum lið og fann
fyrir því síðan að Oddur mundi þá
sem studdu hann í baráttunni fyrir
þessum málum.
Ég var á ferð í Grindavík fyrir
nokkrum dögum og kom þá m.a. að
Oddsbúð, sem svo er nefnd í virðing-
arskyni við Odd V. Gislason og hans
mikla framlag til sjóslysavama. Mér
varð hugsað til þess, er ég frétti
andlát Odds Ólafssonar, að hann
átti fleira sameiginlegt með afa
sínum en nafnið. Báðir hafa reist sér
minnisvarða, sumpart huglæga,
sumpart efnislega, með störfum
sínum. Beggja orðstír af góðum verk-
um mun lengi lifa þá sjálfa.
Ég kveð þennan látna sæmdar-
mann með virðingu og þakklæti og
flyt fyrir hönd allra frá Gunnarsstöð-
um samúðarkveðjur til Ragnheiðar,
barna hennar og Odds og annarra
aðstandenda.
Steingrímur J. Sigfússon
Hann Oddur okkar dó í morgun,
var sagt við mig í símann, snemma
fimmtudagsins 18. janúar. Mér varð
svarafátt við þessa óvæntu helfrétt
þar sem ég hafði haft samband við
Reykjalund þar sem hann lá daginn
áður, og þar var sagt að líðan Odds
vinar mins, félaga og foringja
Ólafssonar, væri batnandi, en þarna
blasti við mér á andartaki tómarúm,
stærra en mig hafði órað fyrir.
Samstarf okkar Odds Ólafssonar
hófst fyrir tæpum 40 árum þegar
ég var valinn til trúnaðarstarfa hjá
SIBS með landsfrægum afreks- og
kraftaverkamönnum, þeim Oddi Ól-
afssyni, Áma Einarssyni og Þórði
Benediktssyni, í fylkingarbtjósti fyrir
málefnum berklasjúklinga.
Samtök berklasjúklinga höfðu ver-
ið stofnuð á Vífilsstaðahæli í október
1938 af hópi berklasjúklinga, sem
safnast höfðu saman til þessa stofn-
fundar sem fulltrúar frá ýfirfullum
berklahælunum, alls 27 sjúklingar
með vafasamar batahorfur, en mikl-
ar vonir um bjartari framtíð og trú
á lífíð.
Á þessum fundi var Oddur þá
starfandi læknir og berklasjúklingur
á Vífilsstöðum.
Frá stofnfundi SÍBS hefst einnig
glæsileg starfssaga Odds Ólafssonar
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem þá
var til húsa í gömlu slökkvistöðinni
við Tjamargötu, en ég vann á sömu
skrifstofu við að loka fyrir rafmagn
eða réttara sagt að rjúfa rafmagns-
straum til heimilisnota hjá vanskila-
fólki nokkra sumarmánuði. Ég var
16 ára, en Fanney rúmlega þrítug.
Ég man hve mér fannst hún tiguleg
og mikil reisn yfir henni, svo að í
fyrstu þorði ég tæpast að ávarpa
hana. Engum manni var ætlandi að
vaða upp á dekk hjá henni.
Auðvitað kom að því, að við tókum
tal saman og þá komst ég að því hve
ljúf og vel gefin kona hún var og
gat verið spaugsöm. Tókst með okk-
ur góður kunningsskapur, sem hald-
ist hefur og jókst við að yngsti sonur
hennar varð tengdasonur minn.
Fanney Stefánsdóttir var mikil
gæfukona. Árið 1946 giftist hún
ágætum dreng, Benedikt Siguijóns-
syni, dómsfulltrúa og síðar hæsta-
þannig að sögur beggja eru svo ná-
tengdar að þær verða eigi sagðar
hvor í sínu lagi svo mark sé á takandi.
Á 50 ára afmæli sambandsins
hélt það sitt afmælisþing og af því
tilefni var gefin út vegleg afmælis-
bók sem fékk nafnið SÍBS-bókin með
undirtitli 50 ár. Sannnefni bókarinn-
ar hefði átt að vera „Óður til lífsins“
og verið nær sanni höfundum bókar-
innar, Samtökum berklasjúklinga og
Oddi Ólafssyni.
Hálfrar aldar starfsemi Odds Ól-
afssonar og SÍBS hefur verið óður
til lífsins þar sem barist hefur verið
fyrir að bæta dögum við líf þeirra
sjúku og vanmegnugu með þeim
glæsilega árangri sem við þekkjum
með Reykjalundinn okkar og annarri
starfsemi hliðstæðri.
Sambandið var stofnað á kreppu-
tímum þegar atvinnuleysi var land-
lægt og viðvarandi á áratugnum og
neyð blasti við á öllum sviðum. Auk
atvinnuleysis var húsnæðisskortur
þar sem fólk bjó í heilsuspillandi
húsnæði og við matarskort.
Við þessar aðstæður skyldi marg-
ur ætla að kröfur berklasjúklinganna
beindust að opinberum aðilum um
styrki og aðstöð en það var ekki al-
deilis hjá berklasjúklingunum, sem
voru að stofna landssambönd sín við
hinar erfiðustu aðstæður. Kröfur
þeirra voru fram settar að sjálfsögðu
á stefnuskránni, ekki til þess öpin-
bera heldur til sjálfra sín um að
styrkja hver annan til sjálfsbjargar
enda var það fest í legur á fána sam-
bandsins „að styrkja sjúka til sjálfs-
bjargar" og sú áritun stendur enn.
Það voru spakir menn sem að
þessari stefnumörkun stóðu_ og efa
ég ekki að Oddur okkar Ólafsson
læknir með setu á stofnfundinum
hafi þar átt hlut að máli.
Óskabyr fengu hin nýstofnuðu
samtök sjúklinganna með stuðning
þjóðarinnar allrar að baki.
Á fyrstu þingum SÍBS kom fljót-
lega fram hugmyndin um að byggja
brú frá hælunum til lífsins vegna
þeirrar bitru reynslu sem berklasjúkl-
ingamir fengu af ótímabærri útskrift
frá hælunum án þess að tryggur
bati væri fyrir hendi enda veiktust
réttardómara. Var hjónaband þeirra
báðum til mikillar blessunar enda
voru þau mjög samhent. Þau eignuð-
ust þrjá syni: Stefán kennari, f. 18.
ágúst 1946, giftur Svandísi Magnús-
dóttur, Guðmundur læknir, f. 4 apríl
1950, giftur Ingibjörgu Faaberg og
margir fljótlega aftur vegna þess
harðræðis sem beið þeirra með at-
vinnuleysi, heilsuspillandi húsnæði
og alhliða skorti í þeirri hörðu lífsbar-
áttu, sem við tók utan hælisins.
Stjórn SÍBS fór því fljótlega að
leita fyrir sér um að byggja þessa
brú frá hælunum til lífsins og fór
að leita fyrir sér um landrými til
byggingar endurhæfingarheimilis
eða vinnuheimilis fyrir berklasjúkl-
inga þar sem þeir gætu lært til starfa
á ný við þær breyttu aðstæður sem
sjúkdómurinn hafði valdið.
Landið fannst að Reykjum í Mos-
fellssveit en þar hafði verið sjúkrahús
á stríðsárunum með mörgum
braggabyggingum, sem töldust
henta til þessa verkefnis.
Aðeins 7 árum eftir stofnun SÍBS
kom fyrsti vistmaðurinn frá berkla-
hæli til Reykjalundar. Oddur Ölafs-
son var ekki aðeins fyrsti yfirlæknir-
inn heldur einnig framkvæmdastjóri
og húsbóndi heimilisins.
Ótaldir eru fundirnir í stjómum
SÍBS og Reykjalundar sem haldnir
voru á hinu stóra heimili húsbænd-
anna, þeirra Odds Ólafssonar og
Ragnheiðar Jóhannesdóttur, þar sem
áætlanir voru teknar um framtíð og
heill að takmarki samtakanna um
að byggja brú frá hælunum til lífsins,
sem að var stefnt frá upphafi.
Þegar starfsemi Reykjalundar
hófst í apríl 1945 var um algjöra
nýlundu að ræða í nágrannalöndum
okkar, m.a. á Norðurlöndum, og
barst hróður starfseminnar á Reykja-
lundi vítt um heim og til slíkrar fyrir-
myndar að skoðun Reykjalundar var
ofarlega á blaði á óskalista erlendra
ferðamanna, sem vildu skoða Gull-
foss, Geysi, Þingvelli og einnig Rey-
kjalund þannig að hróður landsins
var ekki síst fyrir tilverknað SÍBS
og Reykjalundar undir forystu og
stjóm Odds Ólafssonar enda hefur
hann hlotið margvíslegar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín, m.a. riddara-
kross Dannebrogsorðunnar, fálka-
krossa og gullmerki SÍBS sem sam-
bandið hefur verið mjör spart á að
veita en það fékk hann þegar hann
var kjörinn formaður SÍBS á síðasta
þingi í tilefni afmælisins.
Þetta er saga SÍBS og um leið
glæst saga Odds Ólafssonar, sem við
nú kveðjum í dag.
Landssamtök berklasjúklinga hafa
starfað á Norðurlöndunum öllum og
er danska sambandið þeirra elst eða
yfir 80 ára gamalt, en hin yngri.
T.d. hélt sænska sambandið veglegt
þing á síðasta ári þegar það fagnaði
50 ára afmæli sínu og litlu eldri eru
þau finnsku og norsku.
Hróður Reykjalundar barst að
sjálfsögðu til nágrannalandanna og
sendu þau fulltrúa sína til að heilsa
upp á bróðursambandið á íslandi og
til að kynnast þeirri merku starf-
semi, sem þar fór fram á Reykja-
lundi.
Að þeirri kynningu lokinni ákváðu
samböndin að heiðra það íslenska
með því að stofna samband Norður-
landanna á íslandi. Var sambandið
síðan stofnað með þátttöku allra
landanna á Reykjalundi íjúní 1948.
Ég átti því láni að fagna, að velj-
Sigurjón tannlæknir, f. 14. ágúst
1951, giftur Snædísi, dóttur undirrit-
aðs. Barnabömin eru 9. Siguijón
stundar nú framhaldsnám í fyrir-
byggjandi tannlækningum við há-
skóla í Birmingham, Alabama,
Bandaríkjunum. Veit ég að honum
og Snædísi fellur þungt að geta ekki
verið við útför Fanneyjar.
Benedikt Sigurjónsson var mikill
afkastamaður, sem aldrei féll verk
úr hendi, hvort heldur hann var full-
trúi í Borgardómi Reykjavíkur eða í
fyrirsvari einnar þekktustu lög-
mannsstofu landsins og þá í Hæsta-
rétti. Hann var hamhleypa til verka
og skeytti lítt um launin. Því varð
vinnudagur hans langur, iðulega
langt fram á kvöld.
I því sambandi dettur mér í hug
er ég hlustaði á útvarpsviðtal við
sjómannskonu á síðasta þorra, er sú
kona hélt því fram, að sjómannskon-
ur væru hamingjusamastar giftra
kvenna, m.a. af því þær hefðu mátu-
lega mikið af körlum sínum að segja.
Mér finnst Fanney að vissu leyti
hafa staðið í sömu sporum, nema
hvað karlinn kom þó heim, þó ekki
væri fyrr en undir miðnætti, en það
er þó mikill munur.
Heimilishaldið og uppeldi sonanna
þriggja hvíldi því mjög á herðum
ast sem fulltrúi SÍBS ásamt Oddi
Ólafssyni í stjóm Berklavarnasam-
bands Norðurlanda 1956, en fulltrúa-
fundir þeirra samtaka eru haldnir á
tveggja ára bili til skiptis á Norður-
löndunum.
Ég tel það lán okkar hjónanna að
hafa haft tækifæri til þess að ferð-
ast með þeim hjónum Oddi Ólafssyni
og Ragnheiði Jóhannesdóttur sl. 30
ár til funda á Norðurlöndunum því
ljúfari og tillitssamari ferðafélaga er
vart hægt að hugsa sér en þau sóma-
hjón, sem jafnframt fórnuðu sínum
þægindum fyrir okkur ferðafélag-
ana.
Ósögð er saga Odds að hinum al-
mennu öiyrkjamálum og afreksverk-
um hans fyrir Öryrkjabandalag ís-
lands sem hann stofnaði og veitti
forystu í áraraðir, nú heiðursforseti
þeirra samtaka en væntanlega mun
annar tíunda þau afreksverk en und-
irritaður.
Og hér er komið að ferðalokum
þar sem þakka ber af heilum hug
samfylgdina og leiðsögnina þessa
löngu vegferð okkar sem aldrei bar
skugga á. Ragnheiði Jóhannesdóttur
og bömum þeirra og öllum afkom-
endum þeirra hjóna flytjum við hjón-
in innilegustu samúðarkveðjur við
fráfall vinar okkar allra, sem sárt
er saknað í samtökum okkar og þeim
stóra hópi skjólstæðinga Odds Ólafs-
sonar, sem nú hafa misst sinn góða
vin og velunnara.
Kjartan Guðnason,
formaður stjórnar
Reykjalundar.
Með Oddi Ólafssyni er horfinn sá
læknir, sem átt hefur mest frum-
kvæði að endurhæfingu sjúkra og
fatlaðra hér á landi. Tvö verkefni
sem hvort um sig eru ærið Iífsstarf
ber hæst í huga undirritaðs, annars
vegar stofnun Vinnuheimilisins að
Reykjalundi og hins vegar bygging
íbúða fyrir öryrkja. Frumkvæði til
slíkra verka og þróunar þeirra kem-
ur ekki nema frá þeim sem samein-
ar miklar hugsjónir, læknisfræðilega
reynslu, félagsþroska og viðskipta-
vit. Allt þetta hafði Oddur í ríkum
mæli ásamt víðsýni, sveigjanleika
og samningslipurð, sem gerði honum
mögulegt að breyta áherslum eftir
því sem sigrar unnust og tímar
breyttust.
Frá unga aldri hef ég alltaf litið
til Odds sem kraftaverkamanns í
íslenskum heilbrigðismálum, sem
ekkert var ómögulegt, aðeins mis-
erfitt. Með fordæmi sínu og þægileg-
um samtölum hefur hann vísað veg-
inn okkur, sem yngri erum og notið
höfum þeirra forréttinda að vinna
með honum.
Oddur var velunnari allra, sem á
einhvern hátt urðu undir í lífsbarátt-
unni. Fyrst beindi hann kröftum
sínum eðlilega að því að aðstoða
berklasjúklinga. Þegar þeirra þörf
minnkaði, beindi hann augum sínum
að öðrum, sem hann taldi hafa mesta
þörf. Þar á meðal voru geðsjúkling-
ar. Varð Oddur fyrstur íslenskra
lækna til þess að samhæfa þjónustu
við geðveika annarri heilbrigðis-
Fanneyjar og fórst henni það vel úr
hendi. Þá sómdi hún sér vel er hún
stóð við hlið eiginmanns síns, þegar
hann sem dómsforseti Hæstaréttar
Islands kom fram sem einn af hand-
höfum forsetavalds og alla tíð.
Fanney var hamingjusöm kona og
átti ekki hvað minnstan þátt í því
hve ljúf bönd voru á milli hennar og
sonanna þriggja og tengdadætranna,
þegar þær komu til, hún var stolt
af þeim.
Síðustu jól dvaldist ég hjá þeim
Siguijóni og Snædísi í Birmingham.
Skruppum við þá m.a. suður á
Flórídaskaga, sem er um 1000 km
akstur frá heimili þeirra. Þegar við
lögðum upp, sagði Siguijón við börn-
in þijú, Sylgju, Hörpu og Benedikt
Þorra, að það væri nú gaman að afi
skyldi vera með. Þá sagði Benedikt
Þorri, sem er sex ára, upp úr eins
manns hljóði: „Best væri ef ömmurn-
ar væru líka og Benedikt afi, þó
hann sé engill.“
Fanney og Benedikt voru hin dæ-
migerðu góðu íslensku' amma og afi
og Fanney ekki síst meðan hún hélt
heilsu sinni, en síðustu árin var heilsa
hennar þrotin og sú hvíld sem dauð-
inn er því kærkomin að loknu heilla-
dijúgum ævistarfi.
Gunnlaugur Þórðarson
Fanney Stefáns-
dóttir - Minning