Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 21
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990
21
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
StyrmirGunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Áfgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Markmið
kjarasamninga
Iþeim umræðum, sem að
undanförnu hafa farið
fram um nýja kjarasamninga
á vinnumarkaðnum, virðast
menn hafa verið sammála um
meginmarkmið slíkra samn-
inga, þ.e. að gera samninga,
sem stuðli að því að verð-
bólgan lækki verulega frá
því, sem nú er. Stundum hefur
verið talað um núlllausn í
þessu sambandi og er þá átt
við að samið verði um mjög
lágar Jiauphækkanir.
Nú er auðvitað öllum ljóst,
að það verður mjög erfitt fyr-
ir forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar að gera slíka
samninga. Ástæðan er ein-
faldlega sú, að kjaraskerðing-
in hjá launafólki er orðin mjög
mikil á síðustu 18 mánuðum
eða svo. Þess vegna verður
það ekki létt verk fyrir for-
menn verkalýðsfélaganna að
koma á félagsfundi með fé-
lagsmönnum sínum og sann-
færa þá um að skynsamlegt
sé að gera nú samninga á lág-
um_ nótum.
Á hinn bóginn er hægt að
færa sterk rök fyrir slíkri
samningagerð. í fyrsta lagi
vita launþegar af langri
reynslu, að kjarasamningar,
sem byggjast á kauphækkun-
um, sem ekki er til fyrir, valda
nýrri verðbólguöldu og að
verðlag hækkar samstundis,
þannig, að kauphækkunin er
horfin nánast strax. Þess
vegna m.a. er áreiðanlega
hljómgrunnur fyrir því hjá
launafólki að prófa nú annars'
konar samninga og sjá, hvort
þeir skila ekki betri árangri í
raun.
í annan stað mundi stórm-
innkandi verðbólga þýða stór-
lækkun vaxta og verðbóta af
húsnæðislánum launþega.
Veruleg lækkun nafnvaxta er
ígildi mikillar kauphækkunar
fyrir marga launamenn. í
þriðja lagi er atvinnuástand
ótryggt og augljóst, að veru-
leg minnkun verðbólgu stuðl-
ar að því, að atvinna aukist á
ný. Þessi rök og fjölmörg önn-
ur er hægt að færa fram fyr-
ir því, að það sé skynsamlegt
frá sjónarhóli verkalýðshreyf-
ingarinnar að gera kjara-
samning, sem byggir á núll-
lausn.
í ummælum talsmanna
verkalýðsfélaganna síðustu
daga hefur þess gætt nokkuð,
að þeir telji óhjákvæmilegt,
að ríkissjóður taki á sig um-
talsverð útgjöld til þess að
greiða fyrir kjarasamningum
af þessu tagi. Hefur jafnvel
verið talað um, að ríkissjóður
yrði að taka á sig útgjöld, sem
nemi allt að einum milljafði
króna í þessu skyni. Hér er
ástæða til að staldra við. Það
hefur auðvitað enga þýðingu
að gera kjarasamninga á lág-
um nótum, ef þeir kosta í raun
mun meira en samningurinn
sjálfur segir til um, vegna
kröfugerðar samningsaðila á
hendur ríkisvaldinú. Þeir, sem
samningana gera mega ekki
vinna gegn markmiðum
samninganna með óraunhæfri
kröfugerð á hendur ríkisvald-
inu.
Þrátt fyrir gifurlegar
skattahækkanir á undanförn-'
um árum hefur ríkissjóður
verið rekinn með miklum
halla. Ein helzta ástæða þess
er sú, að hveijum fjármála-
ráðherranum á fætur öðrum,
svo og Alþingi, hefur mis-
tekizt að ná tökum á útgjalda-
aukningunni frá ári til árs.
Ef nú yrðu gerðir kjarasamn-
ingar, sem byggðust á stór-
felldum framlögum úr ríkis-
sjóði, sem ekki er til fyrir,
mundu slíkir samningar vinna
gegn þeim markmiðum, sem
að er stefnt. Þess vegna er
það rétt afstaða hjá ríkis-
stjórninni að hafna slíkum
útgjöldum.
Fari samningar út um þúf-
ur af þessum ástæðum mun
^það skapa mikla óánægju
meðal almennings. Nú er jarð-
vegur fyrir kjarasamninga á
lágum nótum. Fólk bindur nú
þegar ákveðnar vonir við slíka
samninga og þann árangur í
efnahags- og atvinnumálum,
sem fylgja mundi í kjölfar
þeirra. Vonbrigðin yrðu gífur-
leg, ef þær samningaviðræð-
ur, sem nú standa yfir, rynnu
út í sandinn. Þess vegna er
sú' ábyrgð, sem á samninga-
mönnum hvílir, mikil. Þeir
mega ekki freistast til þess
að hvika frá márkmiðum
sínum með því að Ieggja út-
gjöld á ríkissjóð, sem mundu
stuðla að nýrri verðbólguöldu.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON
Mengun vegna úrgangsolíu:
Allri úrgangsolíu úr skip
um ber að skila á land
Ný endurvinnslustöð að taka til starfa
SAMKVÆMT reglugerðum um mengunarvarnir er stranglega bannað
að losa olíu í sjó við ísland. Þau ákvæði eru hvorki háð stærð skipa
né gerð. Af því leiðir að alla olíu, sem losa þarf úr skipunum, ber að setja
á land. Og þá þarf að vera aðstaða í landi til að koma olíunni fyrir.
Einhver misbrestur virðist vera á að olíuúrgangi sé komið fyrir á viðeig-
andi hátt, því að Siglingamálastofhun áætlar að allt að 1.600 tonn af
úrgangsolíu fari í sjóinn hér við land árlega frá skipum. Við athugun
Morgunblaðsins kom í ljós að yfirleitt er móttökuaðstaða í einhverri
mynd í höfnum landsins. Olíufélögin taka við úrgangsoliu og Skeljungur
hf. er I þann mund að taka í notkun endurvinnslustöð fyrir úrgangs-
olíu. Helsta mengunarhættan vegna úrgangsolíu virðast vera tvíþætt,
annars vegar vegna olíumengaðs kjölvatns minni skipa, hins vegar olíu-
síur, sem eru gegnsósa af olíu þegar þeim er fleygt.
Til eru reglur um sérstakan bún-
að skipa til að koma í veg
fyrir að úrgangsolía lendi í sjónum.
Skipin eiga að hafa geyma fyrir
olíuna, leiðslur og dælur til.að koma
henni frá sér og sérstakar skiljur
til að skilja olíu úr kjölvatninu. Sá
hængur er á, að reglugerðin með
þessum ákvæðum nær einungis til
skipa yfir 400 brúttórúmlestum að
stærð, 300 lestum ef um nýsmíði
er að ræða. Þegar skipin eru minni,
reynir því á að mennimir sjálfir
gæti að olíumenguninni.
Misjöfii aðstaða
Aðstaða manna til að koma kjöl-
vatni á land er misjöfn. í stærri
höfnum er aðstaðan fyrir hendi, á
höfuðborgarsvæðinu er hægt að fá
soranum dælt upp á tankbíl, annars
staðar verða menn að koma honum
frá sér með þeim búnaði sem er í
skipunum, ef hann er þá fyrir hendi.
Ekki dugir alltaf að hafa aðstöðu
í landi ef skipið er á sjó. Það getur
hæglega gerst, að beinlínis verði
að lensa, vegna þess að sjór er far-
inn að standa hátt í skipinu. Sé
ekki olíuskilja um borð, neyðast
menn til að láta þá olíu sem farið
hefur í kjölvatnið fara með, þegar
dælt er upp úr kilinum.
Móttökuaðstaða í landi virðist
alls staðar vera einhver, þótt með
misjöfnu 'lagi sé. Við athugun á
nokkmm smærri höfnum kom í ljós,
að væri ekki sérstök aðstaða, var
alls staðar hægt að losa sig við
úrgangsolíu í tunnur, sem umboðs-
menn olíufélaganna sjá um.
Tunnur og brúsar
Hér skal tekið dæmi frá fimm
sjávarplássum. J Ólafsvík eru tunn-
ur á bryggjunum og hafa verið í
nokkur ár. Stærri bátamir losa olí-
una venjulega beint í tunnurnar.
Trillukarlarnir koma með olíuna í
plastbrúsum og setja venjulega í
sorpkassa, þaðan fer sorpið og olían
með á bæjarbálið svokallaða, eða
sorpbrennsluna. „Það er góður andi
í mönnum varðandi þetta mál. Sjái
þeir olíubrák í höfninni eru þeir
óðara famir að þefa uppi hvaðan
mengunin kemur,“ segir fréttaritari
Morgunblaðsins á staðnum.
Á Tálknafirði er höfnin ákaflega
viðkvæm fyrir allri mengun, segir
fréttaritari. Höfnin er mjög lokuð
og þar eru laxeldiskvíar. Svo vill
til að eigendur laxeldisins eru jafn-
framt eigendur báta á staðnum og
því ákaflega varkárir með alla
meðferð olíu, þar sem mengun
stofnar laxeldinu í hættu.
Á Skagaströnd er tankur á
bryggjunni og mikið notaður. Hafn-
arvörður sér um tankinn og losun
hans. Aðstaðan er notuð jafnt af
heimabátum sem aðkomubátum, og
fréttaritari veit til að þegar rækju-
bátar frá Skagaströnd fara í aðrar
hafnir nota þeir tanka sem þar em.
Á Siglufirði em skipunum færðar
tunnur þegar losa þarf olíuúrgang
og þær síðan f luttar suður.
A Raufarhöfn er sama aðferð
notuð, en olían yfirleitt sett í sorp-
brennsluofninn og brennd þar.
„Þetta er oft mikið umstang, menn
eru að koma með þetta til olíuaf-
greiðslumannsins í smábrúsum
margir hveijir,“ segir fréttaritari.
Opinbert eftirlit
Reglugerðirnar segja að olíufé-
lögin skuli taka við úrgangsolíu,
einnig að þar sem gert er við skip,
til dæmis í slipp, skuli vera aðstaða
til að taka við olíunni. Þá eru til
reglur í samræmi við alþjóðlegar
reglur um mengunarvarnir í höfun-
um sem Alþjóða siglingamálastofn-
unin setur, um að í stærri skipum
skuli haldnar svokallaðar olíudag-
bækur. Öll skip sem sigla til er-
lendra hafna verða að hafa slíkar
bækur. í þær er fært daglega hvaða
olía er tekin um.borð, hvernig hún
er notuð og hvað verður um úr-
gangsolíu. I höfnum skoða eftirlits-
menn bækurnar og geta séð, hvort
á vantar að gerð sé grein fyrir ein-
hveijum hluta olíunnar. Þegar úr-
gangsolía er tekin á land, kvittar
móttakandinn fyrir og þannig er
vottað að þeirri olíu hafi ekki verið
dælt í sjóinn. Menn frá Siglinga-
málastofnun kanna dagbækur er-
lendra skipa sem hingað koma.
Yerðmætur úrgangur
Þótt hér hafi verið rætt um úr-
gangsolíu, er þó ekki að öllu leyti
Sem betur fer hafa íslendingar sloppið við oliumengunarslys eins og
það sem þessi mynd sýnir. En, margt smátt gerir eitt stórt og ef allri
úrgangsolíu, sem áætlað er að far i árlega í sjóinn hér við land,
væri safnað á einn stað yrði sá staður ekki ólíkur þessum.
um úrgang að ræða, Talsverðan
hluta má nota og það hefur verið
gert um langan aldur. Hjá olíufélög-
unum hefur úrgangsolía verið sett
á setgeyma og eftir að föst óhrein-
indi hafa sest á botninn og vatni
hleypt undan er olíunni brennt, til
dæmis í kyndistöðvum félaganna
sjálfra. í úrgaingsolíunni eru því
verðmæti. Einn aðili, Jón Ágústs-
son, hefur um nokkurra ára skeið
rekið eigið fyrirtæki til að safna
saman úrgangsolíu og selt hana
aftur. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið að hann tæki bæði
úr skipum og frá smurstöðvum og
fer um Suðurnes, höfuðborgar-
svæðið og allt til Borgarness. Til
þess hefur hann tankbíl. í sumum
tilvikum tekur hann gjald af þeim
sem þarf að losna við olíuna fyrir
þjónustuna sem hann veitir, en ekki
þegar auðvelt er að ná oh'unni eins
og þegar tekið er beint af vélum
skipanna. Hann hóf þennan rekstur
fyrir um fimm árum og seldi upp-
haflega til fiskimjölsverksmiðja,
sem notuðu olíuna til kyndingar.
Síðan seldi hann til olíufélaganna,
einkum OIís og Skeljungs. Hann
segir umsvifin duga til að halda
fyrirtækinu gangandi.
Endurvinnslustöð
Úrgangsolían er ágætt eldsneyti
fyrir þar til gerða brennara í kyndi-
stöðvum, eftir að vatn hefur verið
skilið frá henni og gróf óhreinindi.
Hún getur því skilað olíufélögunum
til baka einhveijum kostnaði sem
þau leggja út í við söfnun hennar.
Hjá Skeljungi fengust þær upplýs-
ingar, að fyrir nokkru hefði verið
settur á laggirnar starfshópur til
að leysa þann vanda sem úrgangs-
olían skapaði. Skipulagt var mót-
töku- og f lutningakerfi til að koma
olíunni utan af landi til Reykjavíkur
og síðan var ákveðið að koma á fót
endurvinnslustöð fyrir þennan úr-
gang.
„Það var orðið mikið og vaxandi
magn sem við þurftum að taka á
móti og af þeim sökum var farið út
í að setja upp skiljubúnað," segir
Bjarni Snæbjörn Jónsson markaðs-
stjóri Skeljungs. Hann segir að
væntanlega verði þessi búnaður
kominn í gagnið á næstu tveimur
til þremur vikum. Olían verður sett
á setgeymi og þaðan fer hún um
kerfi leiðslna og geyma um skilju,
sem skilur vatn, sjó og föst óhrein-
indi úr henni. Eftir það hentar olían
betur í kyndingar og verður að hluta
notuð hjá félaginu sjálfu, en af-
gangurinn seldur til brennslu í
kyndistöðvum.
í sumum stærri skipum er úr-
gangssmurolía af vélum einnig end-
umýtt. Þá er hún sett á sérstaka
geyma í skipunum og síðan notuð
sem eldsneyti á aðalvélina. Þetta
er hægt á þeim skipum sem eru
með vélar gerðar fyrir svartolíu-
brennslu og er gert til dæmis á
skipum Hraðffystistöðvarinnar í
Reykjavík, Engey og Viðey, að sögn
Birgis Berndsen yfirvélaeftirlits-
manns Hraðfrystistöðvarinnar.
„Við emm í mestum vandræðum
með að losna við það sem ekki er
olía, mold og drullu sem kemur úr
þessari svartolíu sem við brennum,"
segir Birgir. Sá úrgangur er olíu-
mengaður, en ekki hægt að brenna
honum. Sömu sögu er að segja
annars staðar, mestu vandkvæðin
koma í ljós þegar föst óhreinindi
eru eftir. Þau eru ávallt fyrir hendi
í óhreinni olíu, til dæmis botnfall í
tönkum, það sem skilst frá í skil-
vindum og það sem kemur með
kjölvatni úr skipum, svo að dæmi
séu tekin. Ekki er fyrir hendi sér-
stök aðstaða hér á landi til að taka
við slíkum úrgangi og hefur hann
meðal annars verið urðaður í sam-
ráði við sorpeyðingaryfirvöld á
Reykj avíkurs væðinu.
Hugsanlega verður ráðin bót á
þessu á næstunni, Morgunblaðinu
er kunnugt um einn aðila sem kann-
ar möguleika á að afla búnaðar til
að taka við þessum fasta olíuúr-
gangi, pakka honum og senda utan
til eyðingar. Þessi aðili sagði í sam-
tali að engin niðurstaða væri enn
fengin, en meðal annars þarfnast
hann samstarfs við öll olíufélögin
til að þessi starfsemi geti orðið að
veruleika.
Olíusíur til vandræða
Enn er ein mengunarleið sem
olían getur farið eftir út í umhverf-
ið og er til vandræða í sumum tilvik-
um. Birgir Berndsen benti á, að
einnota olíusíur eigi sér hvergi far-
veg í því mengunarvarnakerfi sem
komið hefur verið upp vegna skipa.
Nokkrum sinnum á ári er skipt um
síumar, þær eru gegnvættar olíu-
og innihalda í sumum tilvikum ein-
hvem olíudreitil að auki. Á skipavél-
um tekur hver sía nokkra lítra og
því getur verið um nokkur hundmð
eða þúsund lítra að ræða á ári, sem
fara eftir þessum farvegi út í um-
hverfið, á landi eða sjó. Þá eru
ótaldar olíusíurnar sem koma úr
bílum og vinnuvélum og innihalda
venjulega um hálfan lítra hver eða
meira. Miðað við að í hveijum bíl
sé skipt um síu tvisvar á ári, fer
því talsvert magn af olíu út í um-
hverfið eftir þessari leið, bílar á
landinu eru um 140 þúsund.
Tvær brotalamir
Hér hefur athyglinni verið beint
að þeim þáttum mengunarvarna,
sem í flestum tilvikum er á valdi
manna að fylgja fram. Mengunar-
slys era annars eðlis og verða ekki
rædd í þessari grein. Niðurstaða
þeirra athugana sem gerðar voru
vegna þessara skrifa er sú, að
brotalamir mengunarvarna, hvað
varðar mengun vegna úrgangsolíu;
eru einkum tvær. Reglur vantar um
búnað skipa undir 400 lestum til
að halda til haga allri úrgangsolíu
sem til fellur um borð, en þær
munu vera í smíðum. Þetta þýðir
að stærsti hluti bátaflotans er að
þessu leyti seldur undir hirðusemi
þeirra manna, sem umgangast skip-
in og stjórna þeim. Þá á olían sér
farveg út í umhverfið með olíusíum,
sem falla til í tugþúsundatali á
hveiju ári.
ítarlegar reglur um búnað eru
um stærri fiskiskip, öll farskip og
olíuskip yfir 155 lesta stærð. Olíu-
dagbækur gefa yfirvöldum mögu-
leika á að fylgjast með innlendum
sem erlendum skipum. Olíufélögin
taka við úrgangsolíu og endurnýta.
Enginn veit með vissu hve mikil
úrgangsolía fer í sjóinn hér við land,
Siglingamálastofnun giskar á um
1.600 tonn. Erfitt er að henda reið-
ur á hve mikið ætti að falla til og
hve mikið skilar sér af olíunni.
Ástæðurnar eru meðal annars að
mikill hluti þess sem safnað er sam-
an er vatnsblandað, misjafnlega
langur tími er milli endumýjunar
vélaolíu í bátum, einhveiju er brennt
um borð og fleira mætti telja.
Hvort sem reglur gilda eða ekki
um sérstakan búnað skipa eða
mannvirkja í landi, stendur þó sú
regla óhögguð, að stranglega er
‘bannað að losa olíu í sjó hér við
land. Af þeim sökum getur í reynd
enginn skotið sér undan ábyrgð í
þeim efnum, með því að vitna í að
reglur vanti um dælur og skiljur.
Thatcher býð-
ur til viðræðna
eftir EyjólfKonráð
Jónsson
Forsætisráðherra Breta hefur nú
í fyrsta skipti boðið íslendingum til
viðræðna um Hatton-Rockall-svæð-
ið en fram að þessu höfum við allt-
af þurft að sækja á um þær. Margr-
et Thatcher segir í lok svarbréfs
síns til Steingríms Hermannssonar:
„ ... við eram mjög fús (very will-
ing) að halda áfram viðræðum milli
Bretlands og íslenskra sérfræðinga
í lögum, sem byijuðu fyrir nokkram
árum. Ef þér erað því sammála að
þetta gæti verið gagnlegt til að
færast nær viðfangsefninu mundi
sendiherra yðar ef til vill setja sig
í samband við breska utanríkisráðu-
neytið. Yðar einlæg, Margret
Thatcher.“ Vinsamlegra gat boð
þetta varla verið.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra getur verið ánægður
með þennan árangur af bréfaskipt-
um sínum við forsætisráðherra
Breta og orðsendingum sem hann
hefur sent, enda er málið nú komið
í æskilegan farveg eftir langa og
stranga baráttu.
Að sjálfsögðu halda Bretar enn
við kröfur sínar um eignarrétt í
svæðinu nákvæmlega á sama hátt
og við og Danir fyrir hönd Færey-
inga. Það er fyrst með viðræðum á
borð við þær sem nú er boðið upp
á sem vænta má að menn geti ver-
ið um það „sammála að þetta gæti
verið gagnlegt til að færast nær
viðfangsefninu (agree that this
would be a useful approach)."
Hitt er líka skiljanlegt að Bretar
telji óþægilegan tíma nú til að hefja
fjögurra ríkja viðræður þar sem
írar hafa alltaf verið tregir til að
ræða við okkur, enda réttur þeirra
til svæðisins hæpnastur, en Bretar
sömdu við þá í fyrra um að fram-
lengja skiptilínu, svokallaða jafn-
lengdarlínu, milli landanna út á
svæðið, við kátlegar yfirlýsingar
breska utanríkisráðherrans sem
áhugamenn minnast. En fyrir um
það bil hálfum öðram áratug höfðu
Irar og Bretar samið um að gerðar-
dómur skyldi fjalla um þau mál.
Frá því var sem sagt horfið góðu
heilli og þessum þröskuldi rutt úr
vegi, enda bentum við í sendinefnd
íslands á hafréttarráðstefnunni á
að hæg væra okkur heimatökin að
semja við Færeyinga um gerðardóm
um sama svæðið!
Hins er líka að geta að ótal ótal
úrræði eru til önnur en fjögurra
ríkja viðræður. En a þær bentum
við vegna þess að merkur breskur
fræðimaður, dr. Clive Symmons
prófessor, hafði lokið athyglisverðri
grein sinni um málið með því að
leggja til að efnt yrði til fjórhliða
viðræðna.
Besta úrræðið er sjálfsagt það
sem Bretar stinga upp á, enda ljóst
að íslendingar og Færeyingar hafa
fulla samstöðu, og írar velja þá
síðar hvort þeir koma til viðræðna.
Önnur úrræði era m.a. gerðardóm-
ur, meðferð fyrir einhveijum al-
Eyjólfur Konráð Jónsson
„Er málið nú komið í
æskilegan farveg eftir
langa og stranga bar-
áttu.“
þjóðadómi, dómstólnum í Haag,
dómi á vegum SÞ eða eftir reglum
hafréttarsáttmálans — eða það sem
æskilegast og skemmtilegast væri,
að semja á síðara stigi um sátta-
nefnd eins og við seinni lausn Jan
Mayen-málsins 1981 um sameign
að hafsbotninum. Það úrræði vakti
t.d. mikla athygli á merkri ráð-
stefnu í London í júlímánuði í fyrra
þar sem Islendingar kynntu þá
lausn og málið allt fyrir fræðimönn-
um víða aðjír veröldinni.
Höfundur er einn nfþingmönnum
Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík.
Stefáni Herði Grímssyni veitt
Islensku bókmenntaverðlaunin
ÍSLENSKU bókmennta-
verðlaunin, sem voru veitt
í fyrsta skipti í gær, komu
í hlut Steíans Harðar
Grímssonar skálds fyrir
ljóðabók hans Yfír heiðan
morgun. Stefán Hörður
sagði við blaðamann Morg-
unblaðsins skömmu eftir
úthlutunina á Kjarvalsstöð-
um í gær, að hann hefði
ekki mikið um þetta að
segja. Og þegar hann var
spurður hvort hann væri
ánægður með verðlaunin
sagði hann: „Mér fínnst
þetta ágætt, en ekki fyrir
hönd félaga minna.“
Það var forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir,
sem afhenti Stefáni Herði verð-
launin eftir að hafa Iesið upp
bréf frá dómnefndinni, þar sem
hún skýrði frá niðurstöðu sinni.
Fimm voru í dómnefnd: Snorri
Jónsson fulltrúi Alþýðusam-
bands Islands, Einar Bjarnason
tilnefndur af Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, Pétur
Gunnarsson frá Rithöfunda-
sambandi íslands, Ástráður
Eysteinsson, sem tilnefndur
var í dómnefnd af embætti for-
seta og Gylfi Þ. Gíslasson, for-
maður nefndarinnar, fyrir hönd
Morgunblaðið/RAX
Vigdís Finnbogadóttir aflienti Stefáni Herði Grímssyni rithöfundi Islensku bókmenntaverðlaunin. í bak-
sýn er Hamrahlíðarkórinn, en hann söng við afhendinguna.
Félags íslenskra bókaút-
gefnada. „Dómnefndin var
sammála um valið,“ var það
eina sem formaðurinn vildi láta
hafa eftir sér um niðurstöðu
nefndarinnar.
Jón Karlsson, formaður Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda,
sagði í ávarpi sínu til gesta
áður en verðlaunin voru afhent
að tilgangur íslensku bók-
menntaverðlaunanna væri
styrkja stöðu íslenskra bóka,
efla vandaða bókaútgáfu, auka
umfjöllun um bókmenntir í fjöl-
miðlum og hvetja almenna les-
endur til umræðna um bók-
menntir.
Tilkynnt var um að tíu bæk-
ur hefðu verið tilnefndar til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna á 100 ára afmælishátið
Félags íslenskra bókaútgef-
enda þann 5. desember síðast-
liðinn. Fyrir utan ljóðabók Stef-
áns Harðar Grímssonar, Yfir
heiðan morgun" sem hlaut
verðlaunin, voru tilnefndar
skáldsaga yigdísar Grímsdótt-
ur Ég heiti ísbjörg - ég ér ljón,
Fransí biskví eftir Elínu Pálma-
dóttur, Fyrirheitna landið eftir
Einar Kárason, Götuvísa gyð-
ingsins eftir Einar Heimisson,
íslensk orðsifjabók eftir Ásgeir
Blöndal Magnússon, Náttvíg
eftir Thor Vilhjálmsson, Nú eru
aðrir tímar eftir Ingibjörgu
Haraldsdóttir, Snorri á Húsa-
felli eftir Þórunni Valdimars-
dóttur og Undir eldfjalli eftir
Svövu Jakobsdóttur.
Til íslensku bókmenntaverð-
launanna var veitt fjárhæð að
upphæð einni milljón íslenskra
króna.