Morgunblaðið - 26.01.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990
2&
Utandagskrárumræða um Andramálið:
Bótaábyrgð íslenskra
stjómvalda hugsanleg
Andri BA varð tilefiii
utandagskrárumræðna í
sameinuðu þingi í gær.
Var þar haldið fram að
heimild til kaupa skips-
ins hefði verið samþykkt
á Alþingi með blekking-
um.
- segir Guðmundur H. Garðarsson
GUÐMUNDUR H. Garðarsson lét svo ummælt í utandagskrárumræðu
í sameinuðu þingi í gær, að mistök íslenskra stjórnvalda varðandi veiði-
og vinnsluheimildir Andra BA gætu hugsanlega leitt til bótaábyrgðar
íslenskra stjórnvalda. Skúli Alexandersson sagði í sömu umræðu að ríkis-
stjórnin hefði blekkt Alþingi til þess að samþykkja kaupin á skipinu.
Það kom og fram hjá utanríkisráðherra, að samningur Islands og Banda-
ríkjanna frá 1984 veiti Islendingum aðeins heimild til að sækja um kvóta
í bandarískri landhelgi.
Það var Skúli Alexandersson
(Ab/Vl) sem hóf máls utandagskrár
um málið. Kvað hann forsögu þessa
máls mjög sérkennilega. Alþingi
hefði veitt heimild til kaupa á skipi
til úthafsveiða við Bandaríkjastrend-
ur á grundvelli samnings íslands og
Bandaríkjanna, en Bandaríkjamenn
veittu skipinu hvorki heimild til veiða
né vinnslu, enda væri hvorki ákvæði
um slíkt í samningum ríkjanna né
annars staðar.
Skúli benti á að það hefði komið
fram í þingræðu samgönguráðherra
á sínum tíma, að skipinu væri ætlað
að nýta veiðiheimildir samkvæmt
samningi við Bandaríkin. „Það gekk
mikið á á Alþingi svo að útgerðin
gæti fengið skip; málið afgreitt með
mjög miklu hraði.“ Skúli beindi þeirri
fyrirspurn til samgönguráðherra á
hvaða grundvelli hann hefði veitt
heimild til kaupa á þessu skipi. Hann
innti og utanríkisráðherra eftir skýr-
ingu á samningnum við Bandaríkin
og báða ráðherrana spurði hann
hvort og þá hvaða ábyrgð stjómvöld
bæru á þessu máli.
Ráðuneytin mæltu með
kaupunum
leyti, styður eindregið að stuðlað
verði að því að íslendingar nýti sér
samningsbundin réttindi til að veiða
í bandarískri fiskveiðilögsögu.
Við teljum mikilvægt að úr því
fáist skorið hvort hagkvæmt reynist
að nýta þær heimildir sem samið var
um og að áhugi íslendinga verði stað-
festur.
Því leggjum við til að skráning
verði heimiluð enda sé tryggt að
skipið verði notað eingöngu til
vinnslu afla sem veiddur er utan
íslenskrar lögsögu og verði ekki til
aukningar á f iskiskipaf lota sem sæk-
ir á okkar mið.“
Leyfið var veitt á grundvelli þess-
ara umsókna og þar með lýkur af-
skiptum samgönguráðuneytisins af
þessu máli,“ sagði Steingrímur J.
sí fistSl
Einhliða gagnkvæmur
samningur
Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, sagði í ræðu sinni
að samningur hefði verið gerður
1984 á milli Bandaríkjanna og ís-
lands um gagnkvæmar veiðiheimildir
landanna. „Samningurinn var þó
ekki gagnkvæmur varðandi ísland.“
Jón sagði að utanríkisráðuneytið
bæri ábyrgð á samningnum og um-
sóknir í samræmi við efni hans yrðu
að fara í gegnum utanríkisráðuneyt-
ið. Sagði Jón að sem handhafi samn-
ingsins bæri ráðuneytinu skylda til
þess að aðstoða íslenska aðila í við-
leitni þeirra gagnvart erlendum
stjórnvöldum, þannig að samningn-
um sé framfylgt.
Skúli Alexandersson sagði að af
umræðunni mætti ljóst vera að ráð-
herrar hefðu haldið því fram að
samningur landanna fæli í sér veiði-
heimildir; a.m.k. vinnsluheimildir.
„Það virðist því vera að íslensk
stjórnvöld hafi misskilið samninginn,
eða var verið að blekkja Alþingi?
íslensk stjórnvöld eru fullkomlega
ábyrg í þessu máli og verða að koma
sér út úr þessari klípu.“
Hugsanleg bótaábyrgð
Guðmundur H. Garðarsson'
(S/Rvk) kvaðst vera sammála þeim
skilningi Skúla að í umræðu á Al-
þingi hefði verið út frá því gengið
að samningur landanna tryggði
veiðiheimildir. „Abyrgð ríkisstjómar-
innar er mikil í þessu máli og er það
krafa Alþingis að fá það upplýst á
hvaða heimildum ráðherrar hefðu
grundvallað sínar ákvarðanir." Taldi
Guðmundur hugsanlegt að viðkom-
andi fyrirtæki ætti bótakröfur á
hendur ríkinu vegna þessa. Að lokum
vakti Guðmundur sérstaka athygli á
þeirri fullyrðingu eins stjórnarþing-
manns að ríkisstjórnin hefði beitt
Alþingi blekkingum.
Jón Baldvin tók aftur til máls og
tók það fram að umræddur ramma-
samningur tryggði hvorki vinnslu-. r
né veiðikvóta, heldur fæli samningur-
inn í sér heimild til þess að sækja
um kvóta. Gat Jón þess að lögfræði-
legur ráðgjafi útgerðarfyrirtækisins
hefði' varað fyrirtækið við því að
tækist því ekki að nýta kvótann
1989, væri hætt við að ekki fengist
úthlutun fyrir 1990. Fyrirtækinu var
þetta allt ljóst og því er ekki hinn
minnsti fótur fyrir ábyrgð stjórn-
valda eða bótaábyrgð." Einnig gat
Jón þess að einn aðili fyrirtækisins
hefði sagt sig úr félaginu, vegna
þess að hann taldi samninginn ekki -
fela í sér neinar heimildir. „Þetta er
ekki til að auðvelda rekstur málsins,
heldur skaðar þetta hann.“
Brot ráðherra á jafiiréttislögum síðan 1976:
Svavar Gestsson sá brotlegi
í þremur tilvikum af fj órum
JAFNRÉTTISRÁÐ hefiir fjórum sinnum frá því að það var sett á lág-
girnar úrskurðað að ráðherrar hafi við stöðuveitingar brotið gegn
ákvæðum jafnréttislaga. í þremur af þessum tilvikum hefur verið um
að ræða stöðuveitingar í ráðuneyti Svavars Gestssonar. Þetta kom fram
í svari félagsmálaráðherra við fyrirspurn Geirs H. Haarde (S/Rvk).
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra greindi frá því að
hann hefði á sínum tíma óskað um-
sagna frá utanríkis- og sjávarútvegs-
ráðuneytinu vegna leyfisveitingar-
innar. Steingrímur las umsagnir
ráðuneytanna. Umsögn sjávarút-
vegsráðuneytisins var svohljóðandi:
„Á árunum 1983 og 1984 lagði
ráðuneytið í allverulegan kostnað til
þess að koma á samningi milli ríkis-
stjórna íslands og Bandaríkjanna um
nýtingu fiskveiði- og fiskvinnslu-
heimilda í bandarískri fiskveiðilög-
sögu. Samningar tókust en því miður
hafa íslensk skip ekki nýtt sér þá
möguleika sem þessi samningur opn-
aði eins og menn hafa gert sér vonir
um.
Síðastliðin tvö ár hafa nýir aðilar
tekið málið upp að nýju og reynt að
koma af stað útgerð verksmiðjuskips
undan ströndum Alaska. Á síðasta
ári fengu þessir aðilar úthlutað
40.000 tonna þorskkvóta af fiskveið-
iráði Alaska. Þessa úthlutun reyndist
ekki unnt að nýta þar eð áform um
viðeigandi vinnsluskip brugðust. Nú
hefur samsvarandi kvótaúthlutun
verið endurnýjuð fyrir árið 1989 sem
er síðasta gildisár fyrrgreinds
rammasamnings. Sjávarútvegsráðu-
neytið hefur veitt lítilsháttar styrk
til þessa verkefnis, auk þess sem
ráðuneytið hefur leitast við að að
greiða fyrir framgangi þess, m.a. í
samvinnu við sendiráð íslands í Was-
hington.
Ráðuneytið telur því mjög þýðing-
armikið að íslendingar reyni að nýta
sér þá möguleika sem þarna eru fyr-
ir hendi með samstarfi við banda-
ríska aðila og skapi sér þannig ein-
hveija reynslusögu áður en samning-
urinn gengur út og kemur til endur-
skoðunar. Ráðuneytið mælir því ein-
dregið með að flutt verði frumvarp
um að heimilt verði að taka „AR-
AMO“ á íslenska skipaskrá, enda
fullnægi það þeim reglum, sem gera
þarf til búnaðar skips.“
Ráðuneytið vill þó jafnframt leggja
áherslu á, að skip þetta mun aldrei
undir nokkrum kringumstæðum fá
leyfi til að veiða eða til vinnslu sjáv-
arafla í íslenskri fiskveiðilögsögu."
Umsögn utanríkisráðuneytisins
var svohljóðandi:
„Utanríkisráðuneytið, fyrir sitt
Fyrirspurn Geirs var svohljóðandi:
„Til hvaða ráðstafana hyggst félags-
málaráðherra, sem ráðherra jafnrétt-
ismála, grípa í framhaldi af því að
Jafnréttisráð hefur tvívegis á stutt-
um tíma kveðið upp þann úrskurð
að menntamálaráðherra hafi brotið
ákvæði laga um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla?“
Geir fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði
og sagði hann í upphafi ræðu sinnar
að núverandi félagsmálaráðherra
væri kunnur baráttumaður fyrir jafn-
rétti. Núverandi menntamálaráð-
herra væri hins vegar sá ráðamaður
sem oftast hefði brotið gegn jafnrétt-
islögum. „Er það sérlega athyglis-
vert í ljósi þess að þar er á ferð fyrr-
verandi formaður þess flokks sem
hvað hæst hefurtalað um jafnrétti."
Geir benti á að í tíð sinni sem
heilbrigðisráðherra hefði Svavar
Gestsson verið talinn af Jafnréttis-
ráði hafa brotið ákvæði jafnréttis-
laga, er hann úthlutaði lyfsöluleyfi
á Dalvík. „Þáverandi þingmaður Jó-
hanna Sigurðardóttir gekk þá vask-
lega fram og gagnrýndi ráðherrann
harkalega." Nú væri þáverandi heil-
brigðisráðherra menntamálaráð-
herra og hefði hann afrekað það á
stuttum ferli að fá á sig tvo úr-
skurði Jafnréttisráðs um brot á jafn-
réttislögum. Fyrri úrskurðurinn hefði
verið vegna veitingu embættis skóla-
stjóra við einn grunnskóla í
Reykjavík og sá síðari vegna veitingu
starfs yfirkennara við grunnskóla í
Hafnarfirði. „Hver eru viðbrögð
æðsta manns jafnréttismála við
síendurteknum brotum menntamála-
ráðherra?"
í svari Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra kom fram að
Jafnréttisráð væri sjálfstæð stofnun
og ekki væri um að ræða neina
málskotsheimild til ráðherra eða
heimild ráðherra til að grípa inn í
mál. Einu áhrif ráðherra fælust í
mótun framkvæmdaáætlunar jafn-
réttismála.
Jóhanna greindi frá því að frá því
að lögin um Jafnréttisráð hefðu ver-
ið sett 1976 hefðu fjórir úrskurðir
gengið í Jafnréttisráði um brot ráð-
herra á jafnréttislögum við embætti-
sveitingu. Fyrsta tilvikið var við veit-
ingu lyfsöluleyfis á Daivík, en þá var
Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra.
Annað tilvikið var skipan í lektors-
stöðu í heimspekideild Háskóla ís-
lands, en þá var Sverrir Hermanns-
son menntamálaráðherra. Þriðja til-
vikið var setning í stöðu skólastjóra
við Ölduselsskóla og fjórða tilvikið
skipan í stöðu yfirkennara í Víði-
staðaskóla. í báðum tilvikum var um
að ræða embættisfærslur núverandi
menntamálaráðherra.
Jóhanna sagði að í síðarnefndum
tveimur málum hefðu engar óskir
komið fram frá Jafnréttisráði um
aðgerðir af hálfu ráðuneytisins, né
hefðu þeir sem kært hefðu embættis-
færslurnar viljað fylgja málum sínum
eftir fyrir dómstólum.
Ráðherra gerði grein fyrir því að
verið væri að vinna að frumvarpi til
nýrra jafnréttislaga. Þar væri gert
ráð fyrir sérstakri kærunefnd og
samkvæmt frumvarpinu yrði vinnu-
veitandi að sanna að hann hefði ekki
brotið gegn jafnréttislögum, teldi
aðili á sér brotið.
Geir H. Haarde taldi svar ráðherra
formlega og lagalega rétt og eðli-
legt; hér væri hins vegar meiri spum-
ing um pólitíska hlið málsins. Félags-
málaráðherra væri kunnur fyrir það
að gi’ípa til ýmissa úrræða til að ná
sínu fram eða þegar sér væri mis-
boðið. Sagðist Geir „harma það að
Jóhanna ætli að sitja þegjandi í ríkis-
stjórninni með manni sem marg-
brýtur jafnréttislög“.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði að Jafnréttisráð
hefði í úrskurðum sínum farið inn á
nýjar brautir, þar sem neitað hofð\_
verið að taka tillit til annarra að-
stæðna. „Ef maður les úrskurði Jafn-
réttisráðs sér maður að úrskurðirnir
eru ekki byggðir á sömu meginfor-
sendum og úrskurðir um aðra aðila.“
Svavar taldi og rétt að litið væri á
heildarstöðuna í viðkomandi stétt;
jafnræði væri með kynjum í yfir-
kennarastétt og konur væru í sífelldri
sókn í skólastjórastétt.
Birgir ísleifur Gunnarsson
(S/Rvk) taldi þessa lögskýringu
menntamálaráðherra mjög sérkenni-
lega; ef staða kvenna væri þokkaleg
í viðkomandi starfsstétt, þá mætti
brjóta lögin. Birgir kvaðst hafa orðið
fyrir vonbrigðum með svar félags-
málaráðherra, sem hefði ekkert verið
nema lestur úr lögum; annað héfði
verið upp á teningnum þegar hún
hafi verið óbreyttur þingmaður.
Sólveig Pétursdóttir (S/Rvk)
átaldi menntamálaráðherra fyrir að
gefa slæmt fordæmi, þar sem hann
ætti að heita æðsti maður jafnréttis-
fræðslu í grunnskólum landsins.
GEIR H.
HAARDE:
Jafnréttismálaráðheri a
situr þegjandi undir
lögbrotum mennta-
málaráðherra.
JÓHANNA SIGURÐ-
ARDÓITIR:
Get ekki beitt mér í ein-
stökum málum sem
stríða gegn jafnréttislög-
um.
SVAVAR
GESTSSON:
Úrskurðir Jafnréttis-
ráðs rangir.