Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990 27 Minning: Sigrún H. Lange Fædd 3. apríl 1958 Dáin 19. janúar 1990 í dag verður jarðsett frá Kópa- vogskirkju Sigrún Helga Lange. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hennar. Ég kynntist Sigrúnu og Svenna árið 1981 er þau fluttust til Akra- ness, ásamt syni þeirra Jóhanni Ólafí. Við bjuggum í fyrstu í sama ijölbýlishúsi og Svenni og maðurinn minn unnu á sama vinnustað. Seinna unnum við Sigrún á sama vinnustað og okkar kynni urðu góð og ljúf. í byijun árs 1986 kom í ljós að Sigrún átti við veikindi að stríða sem síðar áttu eftir að leggja hana að velli. Sigrún barðist eins og hetja í sínum erfiðleikum og minnist ég þess hversu dugleg hún var og horfði ætíð björtum augum á fram- tíðina. Sigrún starfaði, síðustu árin sem hún vann, sem dagmamma. Hún var mjög barngóð. Það sá ég hjá syni mínum sem er 6 ára í dag. Sigrún tók hann í fóstur fyrir mig fyrir einu og hálfu ári þegar við hjónin fórum til Noregs og Svíþjóð- ar í 2 vikur. Tilhlökkunin hjá syni mínum var mikil að komast til Sig- rúnar og taldi hann síðustu dagana þar til stundin rann upp. Það var svo gaman að hann mátti varla vera að því að kveðja okkur. Ég vissi að ég skildi barnið mitt eftir í góðum höndum hennar, Svenna og Jóhanns Ólafs. Sonur minn minnist oft þeirra tíma þegar hann var hjá þeim meðan mamma og pabbi voru í útlöndum eins og hann segir sjálfur. Fljótt skipast veður í lofti. Fljót- lega eftir þetta fluttu Sigrún og Svenni til Hafnarfjarðar því Sigrún þurfti að vera undir læknishöndum í Reykjavík. Hver hefði trúað því fyrir einu og hálfu ári að nú í dag væri Sigrún öll. Mér fínnst alltaf óréttlátt þegar ung líf eru tekin frá okkur, eins og líf Sigrúnar sem mér fannst eiga allt lífið framundan. En Sigrún var sterk og dugleg og virtist eiga ótæmandi skammt af þeim eiginleika. I bjartsýni Sigrúnar var ekki hægt annað en vera bjart- sýn líka og reyna að gleyma veik- indum hennar. Rétt fyrir jólin kom sú harma- fregn að veikindi Sigrúnar væru orðin mikil og þurfti hún að vera á sjúkrahúsi meira og minna sl. haust. En Sigrún átti því láni að fagna að eyða síðustu jólunum í faðmi fjölskyldtmnar, með Svenna og Jóhanni Ólafi sem varð 10 ára gamall 16. jan. sl. Ég átti samtal við Sigrúnu rétt fyrir jólin og þá gat ég heyrt á henni að hún væri þjáð og þreytt en ekki gleymdi hún bjartsýninni. Sigrún, Svenni og Jóhann Ólafur komu á Akranes viku fyrir andlát Sigrúnar. Við hjónin áttum saman yndislega kvöldstund með þeim. Þá var auðvelt að sjá að Sigrún væri þjáð og þreytt þótt hún léti lítið á því bera. Fljótlega eftir heimsókn þeirra barst sú fregn að Sigrún væri orðin mjög veik og væri kom- in á sjúkrahús. Föstudaginn 19. janúar var Sigrún öll. Ég vil með þessum fátæklegu orðum kveðja Sigrúnu og biðja Guð að blessa hana. Elsku Svenni og Jóhann Ólafur, sorgin ykkar er mikil og söknuðurinn sár, en það er sagt að öll sár grói um síðir. Vonandi er það rétt. Ég bið Guð að styrkja ykkur og hugga á erf- iðri stund, svo og foreldra, tengda- foreldra, systkini og vandamenn. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ásdís Gunnarsdóttir í dag verður mamma lögð til hinstu hvílu. Það er varla hægt að hugsa sér að fá ekki hlýja brosið og umhyggjuna á móti sér þegar ég kem heim. Það virtist alveg sama í hveiju mamma lenti, alltaf átti hún orku og umhyggju handa öðr- um. í fjögur ár barðist hún við krabbamein af þvílíkum krafti og bjartsýni að allir sem til þekktu fylltust aðdáun. Mamma sá aldrei tilgang í því að vorkenna sér eða fyllast svartsýni, hún sagðist ekki nenna því, bjartsýni og þol ein- kenndu hennar löngu baráttu. Hún vann svo margar orrustu, en að endingu dugði hinn sterki vilji og bjartsýni ekki lengur. Nú hefur mamma fengið hvíld og ég veit að hún mun vera með okkur í framtíð- inni, því að hún á pláss í svo mörg- um hjörtum. Ég og pabbi verðum alltaf þakklátir Kjartani Magnús- syni og öðrum læknum og starfs- fólki krabbameinsdeildar Landspít- alans fyrir frábæra umhyggju og vel unnin störf við erfðar og við- kvæmar aðstæður. Ég veit að Guð hefur tekið vel á móti mömmu og nú líður henni vel. Jóhann Ólafur Þó að fomu björgin brotni bili himinn og þorni mar, allar sortni sólimar, aldrei deyr þó allt um þrotni endurminning, þess sem var. (Grímur Thomsen.) Þegar okkur barst sú harma- fregn föstudaginn 19. janúar að elskuleg mágkona okkar væri dáin var erfitt að trúa því. Þó vissum við að hún barðist við illvígan sjúk- dóm, en erfitt var að trúa því að hún sem hélt upp á 10 ára afmæli sonar síns þrem dögum áður með mikilli reisn hefði beðið lægri hlut í baráttunni. Frá þvi Sigrún kom fyrst á heimili foreldra okkar ávann hún sér æ meiri virðingu okkar og aðdáun eftir því sem árin liðu. Við sem eftir lifum munum ylja okkur við minninguna um ánægjulegar samverustundir á liðnum árum. Við höfum þroskast við kynnin. Hennar er sárt saknað. Svenni minn og Jóhann Ólafur, söknuður ykkar er mikill. Megi al- góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Lausnarinn blíði lífs um ár lini sorg og pínu, heims í stríði ef svöðusár svella í hjarta þínu. (Káinn.) Blessuð sé minning hennar. Kolbrún, Jóhann, Helga og Qölskyldur. Kveðja frá vinum Okkur langar að minnast vin- konu okkar með nokkrum fátækleg- um orðum. Sigrúnu kynntumst við árið 1981, er hún flutti til Akraness með eftirlifandi eiginmanni sínum, Sveini Jónssyni, og syni þeirra, Jó- hanni Ólafi, rúmlega ársgömlum. Sigrún var myndarleg húsmóðir, handlagin og bar heimili þeirra merki þess. Alltaf var hún boðin og búin að rétta hjálparhönd. Við áttum saman margar göðar stundir, vorum t.d. saman í sumar- leyfum og ferðuðumst til Hollands eitt sumarið, sem var alveg frá- bært. Við vorum að ræða um að gaman væri að endurtaka þessa ferð, nú síðast þegar við hittumst, viku fyrir andlát hennar. Sigrún var vinur vina sinna og eftir að fjölskyldan flutti til Hafnar- fjarðar, var hún dugleg að koma í heimsóknir. Fyrir um fjórum árum veiktist Sigrún af sjúkdómi sem leiddi hana síðar til dauða. En hún barðist hetjulega ákveðin og bjartsýn, allt til síðustu stundar. Að leiðarlokum kveðjum við Sig- Uppeldisfulltrúi - hálf staða Sérdeild fyrir einhverfa nemendur Digranes- skóla í Kópavogi óskar að ráða uppeldisfull- trúa í hálfa stöðu nú þegar. Starfið hefst kl. 12.00 á hádegi. Upplýsingar í síma 82528. Iðjuþjálfar Hjúkrunarheimilið Skjól auglýsir eftir iðju- þjálfa til starfa. Vinnutími eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 688500. rúnu vinkonu okkar hinstu kveðju, og þökkum samfylgdina. Elsku Svenni og Joi, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Við sendum ykkur og öllum ástvinum hennar dýpstu samúðarkveðjur. Magga, Bjössi og Gréta Björg, Akranesi. Þann 19. janúar lést í Landspítal- anum Sigrún Lange, vinkona mín, aðeins 31 árs gömul. Þó að hún hafí átt við veikindi að stríða sein- ustu 4 árin fannst mér það fjarlæg hugsun að hún væri neitt á förum á næstunni, kjarkur hennar og lífskraftur var svo miklir. Sigrún ólst upp í Kópavogi og var dóttir hjónanna Auðar Ágústs- dóttur og Jóhannesar Lange. Ég þekkti hana ekki á hennar upp- vaxtarárum, en veit að hún lauk gagnfræðaprófi og fór eftir það að vinna hjá kjötvinnslu Búrfells. Árið 1977 kynnist hún ungum manni úr Hafnarfirði, Sveini Jórissyni, og átti hann eftir að verða lifsförunautur hennar. Þau giftu sig 16. júní 1979 og 16. janúar 1980 eignuðust þau son, Jóhann Ólaf. í janúar 1981 flytja þau frá Reykjavík uppá Akranes, en Svenni hafði ‘þá nokkrum mánuðum áður hafíð störf hjá íslenska járnblendi- félaginu á Grundartanga. Ég kynn- ist þeim hrjónum árið 1984, þegar ég og mín ijölskylda fluttum til Akraness og maðurinn minn fer að vinna með Svenna á Grundartanga. Á meðan þau bjuggu á Akranesi hittumst við Sigrún nær daglega en um haustið 1988 fluttu þau til Hafnarfjarðar og var samband okk- . ar þá meira símleiðis. Ékki fór mikið fyrir Sigrúnu, en fljótlega eftir að ég kynntist henni fann ég að hún var einstök persóna og eftir því sem ég kynntist henni meira dáðist ég meira að henni. Hún var fyrirmyndar heimavinn- andi húsmóðir og lagði sig fram við að hugsa vel um heimili sitt með hagsýni og dugnaði. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur alltaf var sami krafturinn í henni og hressileikinn og góða skapið var ætíð til staðar. í þessi 6 ár sem ég þekkti hana man ég aldrei eftir að hafa hitt hana öðruvísi en hressa og káta, þó að á ýmsu gengi í veikindum hennar og oft hafi komið upp sú staða að margur hefði gefíst upp. Nei ekki Sigrún. „Ég skil það ekki, ég hef aldrei verið að stressa mig neitt yfír þessum veikindum," sagði hún við mig fyrir rúmum mánuði þegar hún fékk að vita að hún hafði æxli í höfði. Það var eins og guð hefði gefíð henni einstakan kraft og reisn sem hún hélt þar til yfír lauk. Aldrei heyrði ég hana vor- kenna sjalfri sér og er viss um að það kunni hún ekki. Tveimur dögum áður en Sigrún kvaddi þennan heim hringdi ég í hana. Hún sagði mér að 20 manna afmælisveislan hans Jóa hefði gengið vel. Síðan nokkur orð um hvernig hún hefði það, en aðallega ræddi hún um samúð sína með vinahjónum sínum hér á Akra- nesi sem nokkrum dögum áður höfðu orðið fyrir mikilli sorg. Að lokum sagði ég að hún yrði að koma í afmæliskaffi til mín bráðlega, og að ég nálgaðist óðum toppinn, það segðu þær sem væru orðnar fertug- ar. „Ég er komin á toppinn þó mig vanti rúm 8 ár í fjörutíu árin, ég er á niðurleið," sagði hún og hló. í þessu símtali kvöddumst við og ekki datt mér í hug að það væru síðustu kveðjur okkar. Hún yfirgaf þennan heim í Landspítalanum 19. janúar með Svenna sér við hlið að vanda, líkaminn var uppgefinn en það var engan bilbug að fínna á sálinni og lífskraftinum. Ég get ekki látið hjá líða að minn- ast á hve miklar mætur og hve mikið traust Sigrún hafði á Kjart- ani Magnússyni lækni og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans, sem hún þurfti svo oft að leita til seinustu ljórum árum. Hún var því fólki mjög þakklát fyrir það sem það gerði fyrir hana og taldi það samvalið í erfiðum störfum. Elsku Svenni og Jói, þið eigið margar ljúfar minningar sem ekki gleymast og þið styðjið hvor annan. Sigrúnu þurfum við ekki að hafa áhyggur af, henni líður vel og ég er viss um að hún er ekki aðgerðar- laus í himnaríki og tekur á móti okkur þegar þar að kemur. Ég þakka henni alltof stutta en lær- dómsríka samfylgd. Ég og mitt fólk sendum aðstand- endum Sigrúnar hugheilar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Obba og fjölskyida í dag verður kvödd frá Kópavogs- kirkju Sigrún Helga Lange Jóhann- esdóttir, sem lést í Landspítalanum 19. þ.m. eftir að hafa barist við erfiðan sjúkdóm í 4 ár. Sigrún var fædd 3. apríl 1958 og var því 31 árs þegar hún lést. Sárt er og óskiljanlegt þegar svona kornung kona er kvödd burt frá ungum syni, Jóhanni Ólafí, sem er nýorðinn 10 ára og eiginmanni, Sveini Jónssyni, en þau gengu í hjónaband 16. júní 1979 og þarf vart að fara mörgum orðum um sorg þeirra feðga. Hófu þau búskap í Reykjavík en fiuttu til Akraness í ársbyijun 1981, þar sem Sveinn starfaði á Grundartanga. Til Hafn- aríjarðar fluttu þau haustið 1988. Sigrún var dóttir hjónanna Auðar Ágústsdóttur og Jóhannesar Lange, Víðihvammi 28, Kópavogi, og ólst hún þar upp öll sín æskuár á kær- leiksríku heimili ásamt 5 systkinum. Sigrúnu kynntumst við er hún bast syni okkar tryggðaböndum. Heil- steyptari og dagfarsprúðari stúlku er vart hægt að óska sér inn í fjöl- skylduna og eigum við fagrar og dýrmætar minningar að ylja okkur við. Sigrún barðist af miklum dugn- aði og hetjuskap við sinn sjúkdóm og alla þá meðferð sem honum fylgdi, sigra og ósigra. En aldrei heyrðist æðruorð af hennar munni og alltaf veitti hún okkur öllum styrk fram á síðustu stundu, með bjartsýni og léttri lund. Það er með sárum söknuði, þökk og virðingu sem við kveðjum tengdadóttur okkar og öllum henn- ar ástvinum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Sigurbjörg og Jón Okkur langar að minnast góðrar vinkonu okkar, sem lést 19. janúar í Landspítalanum. Kynni okkar hófust árið 1978 og hafa haldiet óslitin síðan. Sigrún giftist eftirlifandi manni sínum, Sveini Jónssyni, 16. júní 1979. Þau keyptu sína fyrstu íbúð á Sogavegi 148 og þær voru ófáar ánægju- stundirnar sem við áttum þar sam- an. Árið 1981 fluttu þau upp á Akranes og urðu ferðir okkar á milli ekki eins tíðar en þó alltaf haldið sambandi. Þar bjuggu þau í tæp 8 ár en fluttu síðan í Hafnar- fjörð. Þau eignuðust einn son, Jó- hann Ólaf, sem pú er 10 ára. Sig- rún var mjög barngóð og hafði gott lag á börnum. Hún vann sem dagmamma í nokkur ár en varð að hætta því vegna erfiðs sjúkdóms sem að lokum bar hana ofurliði. Það var sama á hveiju gekk, aldrei kvartaði Sigrún. Elsku Svenni og Jóhann Ólafur, orð mega sín lítils á svona stundu en minning um yndislega eiginkonu og móður lifir. Við sendum öllum” ástvinum hennar, dýpstu samúðar- kveðjur-. Óli og Sibba Lofta- plötur og lím Nýkomin sending Þ.ÞORGRfMSSON&CO Armula 29, Reykjavík, sími 38640

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.