Morgunblaðið - 26.01.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 1990
29
Að feta nýjar slóðir
Danson og Rossellini i gamanmyndinni Innan Qölskyldunnar.
Teygt á flöl-
skylduböndunum
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Innan fjölskyldunnar („Cous-
ins“). Sýnd í Háskólabíói. Leik-
sljóri: Joel Schumacher. Aðal-
hlutverk: Ted Danson, Isabella
Rossellini, Sean Young og Will-
iam PetersenP
Árið 1975 gerði franski leik-
stjórinn Jean-Charles Tacchella
eina vinsælustu mynd sem komið
hefur frá Frakklandi, „Cousin,
cousine", sýnd hér undir heitinu
Frænka, frændi. Hún var tilnefnd
til Óskarsverðlauna. Fjórtán
árum seinna endurgerði Holly-
wood myndina og afraksturinn
er opnunarmyndin í nýjum og
rúmgóðum sal Háskólabíós, fal-
Iega sjarmerandi og hugljúf róm-
antísk gamanmynd.
Hollywood leitar gjarnan til
Frakka eftir hugmyndum að ást-
arsögum og Innan fjölskyldunnar
er ein sem tekist hefur ágætlega
að yfirfæra á sólríka kalíforníska
vísu af leikstjóranum Joel
Schumacher. Hún er mjög í gam-
ansömum, mildum tón þótt þú
rekir sjaldan upp hláturrokur, en
það má vera að þú glottir með
sjálfum þér mestallan tímann að
ástarsamböndunum tveimur í
myndinni og fólkinu í kringum
þau. Annað er byggt á losta og
er fulikomlega innihaldslaust en
hitt er öllu alvarlegra, þrungið
ást og djúpum tilfinningum en
eins og tískan er í dag á vorum
eyðnitímum („sex, lies and video-
tape“, „When Harry Met Sally“)
er kynlíf meira rætt en sýnt.
í bakgrunni eru stórar fjöl-
skyldur en myndin hefur upphaf
og endi í giftingum. í einni gift-
. ingunni hittast Larry (Ted Dan-
son) og Maria (Isabella Rossell-
ini) og kynnast þegar þau eru
orðin ein eftir í veislunni af því
að konan hans, Tish (Sean Yo-
ung), og maðurinn hennar, Tom
(William Petersen), skruppu frá
að gamna sér dálítið saman. í
hefndarskyni taka Larry og Mar-
ia að hittast á laun en úr því
verður innilegra vináttu- og ást-
arsamband en þau reiknuðu með.
Eitt það besta við myndina er
leikarahópurinn, sérstaklega hin-
ar gullfallegu Young og Rossell-
ini, sem báðar fara á kostum,
Young sem kynbomban Tish og
Rossellini sem hin viðkvæma og
innilega Maria. Danson hefur
ekki áður verið betri í hlutverki
danskénnarans Larrys, ró-
mantískur og ljúfur og hinn ofsa-
fengni Petersen er glimrandi sem
hörkutól með samviskubit útaf
kvennamálunum. Aukaleikara-
hópurinn er einnig með mestum
ágætum með hinum hressilega
Lloyd Bridges í fararbroddi.
15 manns skipaðir
í íslenska málnefiid
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefiir skipað íslenska málnefhd,
formann hennar og varaformann, til næstu fjögurra ára. Eftir-
taldir eiga sæti í henni:
eftir Jens í Kaldalóni
Það geislar svo himinhvelfingin
öll í byijun nýrra hljóma í þeirri
kenningu Guðmundar J. Guð-
mundssonar dagsbrúnarráðherra,
að ef þið fallið fram og tilbiðjið
mig, og þann eina og sanna boð-
skap, að snúa nú allt í einu öllum
kröfum launþega að því háleita
hugsjónamarki „að næsta skref
þarf síðan að verða það að ganga
miklu lengra í niðurfærzluátt ef
þetta á ekki allt að fara til andskot-
ans, og fjöldi fólks sjái ekki útúr
myrkviði skelfingarinnar".
Ég segi bara ekkert annað, en
mæltu heilastur Guðmundur minn
og mætti betur fyrr hafa gert, en
betra er seint en aldrei. Þessi mark-
verði pistill Guðmundar birtist í
dagblðinu Tímanum 16. des. sl. og
tek ég heilshugar undir hvert orð
er þar stendur, svo sem ég oft hér
áður fyrr, margoft, hef fjallað um
í blaðagreinum.
Ég vildi bara benda sérfræðing-
unum okkar, sem svo sig kalla, á
að Iesa þessa grein og tileinka sér
innihald hennar og innsæi í öllum
þeim gerðum sem óumflýjanlegt er
útí að fara til bjargar þeim hrelldu
sálum sem í dag sjá fyrir engan
endir á allri þeirri margslúngnu
fábjánagerð í öllu formi, sem hér
hefur þróast og viðgengist látin
ganga beint og krókalaust útí opinn
dauðann.
Mér ofbauð, eftir að hafa lesið
heila opnu í Morgunblaðinu eftir
viðskiptaráðherrann okkar, þar sem
haldið er fram að vextir séu ekki
verðbólguhvetjandi, og fyrst þurfi
verðbólgan að lækka áður en vextir
geti lækkað, en raunar voru öll
skrifin svo þvoglukennd, að ömur-
legt var yfir að fara. En mér of-
bauð þó ennþá meira þegar ég sá
í blaðagrein eftir seðlabankastjór-
ann okkar, þar sem hann heldur
Jens í Kaldalóni
því fram að afkoma fyrirtækjanna
okkar á íslandi sé ekki of háum
vöxtum að kenna, heldur því að þau
eigi svo lítið af eigin fé í rekstrin-
um. Og þarna var hann kominn lif-
andi á lægið, eins og gamalt orð-
tæki hljóðar. En eigum við þá að
láta úr eigin vasa fjármuni í fyrir-
tæki, sem fyrirtækið getur enga
vexti borgað af. Er þá ekki fýsi-
legra fyrir þá sem peninga ættu
að leggja þá inná bankareikning
og taka þaðan af þeim vextina sem
tekjur, fyrir svo utan hitt, að slíkur
maður sem seðlabankastjórinn ætti
að hafa hugboð um það, að á Is-
landi búa ekki margir slíkir auðkýf-
ingar að geti snarað út einu togara-
verði, hvað þá verkunarstöð og öðru
tilheyrandi, og ekki síður hitt að
fyrirtækið sem átti 100 milljónir í
eiginfjárstöðu tapaði af því 75 millj-
ónum á einu ári, þurfti aumingja
kallinn að fá eitthvað að láni í stað-
inn.
En það ætti ekki að þurfa nánd-
ar nærri jafn greindan mann og
seðlabankastjórinn er, til að vita
það, að vextir eru einn sá dýrasti
þáttur til gjalda í öllum atvinnu-
rekstri hér á landi og þar að auki
ætti enginn maður á landinu að
vera svo vitlaus, að vita það ekki,
að það nær engri átt að þurfa að
borga allt uppí hálfa milljón í vexti
og verðbætur af aðeins einni lítilli
milljón, eða 50 milljónir af 100
milljónum, og þaðan af betur í
dráttarvexti, eða ekki langt síðan
var 600 þúsund. Verðbætur eru
heldur ekkert annað en vaxtakostn-
aður, það er sama hvað það heitir,
sem reksturinn verður að borga og
á hann er lagt til frádráttar tekjum
hans.
Það eru ekki heldur síður snarvit-
lausir menn, sem halda sig geta
látið nokkurn mann trúa því, að það
þurfi 4.000 manna hóp í ekki stærra
landi en hér er, til þess að með-
höndla peningamál þjóðarinnar, og
þar af 200 manna hóp, eða allt að
því í seðlabankanum einum saman,
sem ekki átti að þurfa nema 5
menn í því starfi þá er til hans var
stofnað, að talið var. En væru þrír
hóparnir réttaðir í þremur réttum,
bankamenn í einni, sjómenn í ann-
arri, og svo bændur í hinni þriðju,
þá mætti, þá er út væri talið, ná-
kvæmlega jafnstór hópur vera í
hverri rétt. En hver er þjóðarfram-
leiðslan í bankamannahópnum sam-
anborið við síðartöldu hópana tvo,
þótt ekki þyki mikið til þeirra koma.
Nei, mínir kæru: þarna er þjóðarvit-
leysan og plágan í öllu sínu veldi
uppmáluð á svo stóra mynd, að
ekki nokkur lifandi maður sér nánd-
ar nærri út fyrir hana.
Hitt er svo líka annað mál, að
ekki nokkur maður eða fyrirtæki
hafa nokkru sinni gert umbjóðend-
um sínum meiri bölvun en verka-
lýðsforingjarnir, með því sýknt og
heilagt að beijast fyrir eilífum
kauphækkunum í verðlausri krónu-
tölu, sem ekki síður sýknt og heil-
agt hefur svo verið af þeim stolið
í öllu formi, og pressast við að gera
að engu, í stað þess að pressa á
um stöðugleika á verðlagi, vöxtum
og öðru því er til nauðþurftar kref-
ur. Ekki bara á einum hlut, eins
og bílnum forðum, sem deilt var
sem meðaltali sem kaupauka á þjóð-
ina alla, en þó vitandi vits, að miklu
meira en helmingur landsmanna
naut engrar hagsældar á bílainn-
flutningnum öllum.
Það er heldur ekki í kot vísað
hjá verkalýðsforingjunum, að ráð-
ast á garðinn þar sem hann var,
að þeirra mati — hæstur, eða hvað
— sem sé bændurna í vor í mjólkur-
verkfallinu og svo með haustinu,
að bændurnir gætu svosem misst
agnarlítinn spón úr askinum sínum,
þótt fóðurbætistonnið hafi hækkað
úr 17 þúsund kr. tonnið 1987 í 40
þús. kr. tonnið á sl. ári. Áburðurinn
um 30%, eða áburðurinn sem fékkst
fyrir 200 þúsund kr. 1987 kostaði
260 þúsund 1989. Varahlutir í vél-
arnar í þeim dúr, að einn öxull í
sláttuþyrlu, sem keypt var sumarið
1987 spánný af nálinni á 65 þúsund
kostaði 43 þúsund núna í sumar,
eða rétt um '7saf öllu vélarverðinu
1987. Já, þarna fannst þessum bles-
suðum öðlingum bitastætt í að bera
niður, í baráttu sinni við að reyna
að seðja svangan maga þeirra sem
lítið höfðu, og þar væri að finna
sterkasta bandið til að toga í sér
til liðveizlu í erfiðum þrautum bar-
áttunnar fyrir betra lífi. En hver
skyldi borga 33 milljónir í vextina
af 90 milljón króna verzlunarhúsinu
í höfuðborginni, ætli að leggjast
ekki eitthvað af því á vöruna sem
aumingja kaupmaðurinn er að
reyna að basla við að selja sér til
lífsframfæris, ha, eða hvað?
En mínir elskulegu verkalýðs-
foringjar, ég veit þið viljið öllum
vel, en haf ið stundum tekið skakkan
pól í hæðina, en það er mannsefni
í þeim sem kunna að rétta áttavit-
ann og síðan sigla hið rétta strik
að ljómandi landi.
Höfundur er bóndi á Bæjum í
Snæfjullahreppi.
Formaður Kristján Árnason,
dósent, tilnefndur af Heimspeki-
deild Háskóla Islands, varaform-
aður Gunnlaugur Ingólfsson, orða-
bókarritstjóri, tilnefndur af Orða-
bók Háskólans, Jónas Kristjáns-
son, forstöðumaður, tilnefndur af
Háskólaráði, Þórhallur Vilmund-
arson, prófessor, tilnefndur af
Örnefnanefnd, Indriði Gíslason,
prófessor, tilnefndur af Kennara-
háskóla íslands, Árni Böðvarsson,
málfarsráðunautur, tilnefndur af
Ríkisútvarpinu, Árni Ibsen, leik-
listarráðunautur, tilnefndur af
Þjóðleikhúsinu, Arnhildur Arn-
aldsdóttir, verkefnisstjóri, tilnefnd
af Staðlaráði íslands, Guðrún Egil-
son, kennari, tilnefnd af Samtök-
um móðurmálskennara, Eyvindur
Eiríksson, rithöfundur, tilnefndur
af Rithöfundasambandi íslands,
Gísli J. Ástþórsson, blaðamaður,
tilnefndur af Blaðamannafélagi
Islands, Guðrún Kvaran, orða-
bókarritstjóri, tilnefnd af Hag-
þenki, Álfheiður Kjartansdóttir,
þýðandi, skipuð af menntamála-
ráðherra án tilnefningar, Heimir
Pálsson, útgáfustjóri, skipaður af
menntamálaráðherra án tilnefn-
ingar, og Sigrún Helgadóttir, rei-
knifræðingur, skipuð af mennta-
málaráðherra án tilnefningar.
Nefndarmönnum fjölgar nú úr
5 í 15. Markmiðið með fjölgun í
nefndinni er að efla tengsl milli
nefndarinnar og ýmissa stofnana
sem hafa mikil áhrif á daglegt
mál og tengjast málrækt og mál-
vernd.
Einnig starfar nú 5 manna
stjóm innan málnefndarinnar og
hefur forustu fyrir starfsemi henn-
ar. Stjórnin beitir sér fyrir einstök-
um málræktarverkefnum og ann-
ast í umboði nefndarinnar og í
samvinnu við málstöðina af-
greiðslu þeirra mála sem nefndinni
berast, segir í frétt frá mennta-
málaráðuneytinu.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
MARGRÉT ÞORLÁKSDÓTTIR,
Selsvöllum 3,
Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 27. janúar
kl. 14.00.
Jóhannes Jónsson,
Þorlákur Guðmundsson, Álfhildur Jónsdóttir,
Kristjana Jóhannesdóttir, Sigvaldi Jónsson,
Valgerður Jóhannesdóttir, Pétur Sverrisson,
Jón Ingi Jóhannesson Sigurveig Steinþórsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
FJÓLMUNDAR KARLSSONAR
Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Helga Traustadóttir,
Trausti Bergland, Ásdís Sveinbjörnsdóttir,
Fjólmundur Bergland, Sigrún Kristjánsdóttir,
Kristín Rut Bergland, Sigurður Kristjánsson,
Valbjörg Bergland, Gunnlaugur Steingrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
LOVÍSU JÚLÍUSDÓTTUR.
Þórarinn Sigurgeirsson,
Júlíus Þórarinsson,
María Þórarinsdóttir, Örn Þorsteinsson,
Sigurgeir Þórarinsson, Charlotta Ingadóttir
og barnabörn.