Morgunblaðið - 26.01.1990, Síða 37
MÖRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 26. JANÚAR 1990
37
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
(lí tfmna-i
uvw 'U II
Póstur og sími:
ATHUGA-
SEMD
Vegna athugasemda um störf
bréfburðarfólks í Kópvogi, einkum
hvað varðar óveðursdagana 8.-9.
janúar sl, vill Póstur og sími minna
á eftirfarandi:
Þeir dagar geta komið að vegna
veðurs liggi póstútburður niðri.
Ekki er talið ráðlegt að láta bera
út póst nema aðstæður leyfi, hvorki
að stofna lífi bréfburðarfólks í
hættu né freista þess að koma pósti
til skila þegar ólíklegt er að það
takist. Dæmi eru um að bréf fjúki
úr höndum bréfburðarfólks og einn-
ig að þau verði svo gegnblaut að
þau séu nánast ónýt.
Enginn vill fá slíkan póst í hend-
ur.
Póstur var flokkaður í pósthús-
inu í Kópavogi fyrrnefnda daga eins
Ekki born^it
|Relga Guðmundsdóttir-J
hringdi:
„Póstur var ekki borinn út
IKópavogi óveðursdagana. Ég.
I'afði samband við pósthúsið ojí
■ákk þær upplýsingar að ekkl
fiætti rétt að iáta bera póstinn út'
tar sem bréfin gætu fokið úr<
föndum póstburðarfólksins. Égi
rkomst hins vegar að því að póstuil
Ivar borinn út í Reykjavík þessa'
|daga. Hvers vegna var ekki hægt j
I.i\ < tró’'.)....Iri ,J|’„„j.r7“
og venjulega og gátu þeir sem vildu
sótt póstinn.
í Reykjavík var póstur borinn út
þessa daga þar sem því var komið
við, en sums staðar varð að fresta
útburði. Þar sem aðstæður eru svip-
aðar og víða í Kópavogi reyndist
erfitt að koma póstinum til skila
og voru dæmi um að bréfburðarfólk
sneri aftur í pósthúsið án þess að
ná áfangastað og jafnvel með
skaddaðar póstsendingar.
Jóhann Hjálmarsson,
blaðafulltrúi Pósts og síma
ÚTIGANGSMENN
Til Velvakanda.
Mig langar til að vita hvort nokk-
ur lifandi maður geti svarað þessu
bréfi? Ég á ættingja sem er á átt-
ræðisaldri og er mikill alkóhólisti.
Vandamálið er líka að hann á hvergi
heima. Þessi maður á íbúð en vegna
drykkju er honum óheimilt að stíga
fæti þar inn. Ég hygg að það séu
lög fyrir því að svo sé. Hann hefur
verið ótal sinnum á drykkjumanna-
hælum sem eru nú ekki framtíðar-
heimili. En sama daginn sem hann
útskrifast þaðan þá á hann ekkert
heimili.
Hann byijar að fá sér flösku og
er fullur í hálfan mánuð. Þá verður
hann veikur í nokkra daga en byijar
svo aftur að drekka. Oft fær hann
að leggja sig hjá lögreglunni en
vandamálin eru mörg. Hann kemur
á öllum tímum sólarhringsins til
ættingja, sem er orðið gamalt fólk,
til að fá að borða og sofa. Svona
gengur þetta ár eftir ár.
Það er heit ósk mín að þessir
gömlu útigangsmenn, sem eru oft
lasnir, svangir og iskaldir, ættu sér
samastað. Hlýjan bragga eða hús
með dýnum til að sofa á og hrein-
lætisaðstöðu. Einnig þyrfti þar að
vera maður til að hugsa um stað-
inn.
Hvað á að gera í þessu vanda-
máli? Þessi maður getur greitt fyrir
húsaskjólið. Gömlu mennirnir
þyrftu að vera sér saman. Þessi
maður er Reykvíkingur, útigangs-
maður á gangi i hvaða veðri sem
er. Hann hefur ekki vit fyrir sér
sjálfur en er hjálparþurfi.
H.B.
Þarft kynningarstarf
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu var fjölmiðlarýnir
Morgunblaðsins að senda sjón-
varpsfréttamönnum tóninn vegna
þess, að þeir höfðu skýrt frá fundi,
er utanríkisráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, hafði haldið í Vest-
mannaeyjum. Sá fundur var haldinn
til kynningar á EFTA-Efnahags-
bandalagsmálum og hugsanlegum
samningum þar að lútandi.
Um þetta vil ég segja það, að
mér finnst að þakka beri ráðherran-
um þetta kynningarstarf. Þetta mál
er nefnilega mjög mikilvægt, og því
er nauðsyn, að fólk sé vel upplýst
um helztu þætti þess.
Þótt ég sé ekki í sama flokki og
Jón Baldvin, finnst mér ástæða til
þess að þakka honum það, sem
hann hefur unnið vel. Úr mörgum
áttum hefur nefnilega komið fram,
að á þessu sviði hefur ráðherrann
unnið mjög gott starf, einkum við
að kynna málstað okkar. — Köpur-
yrði fyrrnefnds fjölmiðlarýnis voru
því vægast sagt óverðskulduð og
óviðeigandi. Fréttamenn ættu því
hiklaust að halda áfram að skýra
frá þessu kynningarstarfi og öðru
því, er að þessum málum lýtur.
Anna Sigurðardóttir
Vilji Guðs
Kæri Velvakandi.
Þau eru mörg gullkornin sem
maður fær í hendur frá mörgu góðu
fólki þegar eitthvað bjátar á og
þörf er á góðum ráðleggingum.
Þannig var, að einn daginn fyrir
skömmu, stóð ég frammi fyrir
erfiðri ákvörðun sem snerti óþyrmi-
lega samvisku mína. Þess vegna
leitaði ég ráða hjá góðum presti,
eins og sannur kaþóliki. Eins og
við mátti búast opnaði hann augu
mín og sýndi mér það sem mér
áður var hulið.
Við spyijum oft spurninga eins
og, hvað á ég að gjöra og hvað er
rétt?
Við þessum spurningum sagði
prestur: „Þetta er einfalt. Horfðu
ekki fyrst á vandamálin, en athugðu
hvað Guð vill. Það sem Guð vill er
ekki alltaf auðvelt, en það er rétt.“
Vilja Guðs getum við séð í Biblí-
unni og því hvað kirkja hans kenn-
ir. Það er því mikilvægt að fara
fyrst og fremst eftir Guðs vilja, því
hann er réttur og ber ávöxt gæfu
og gleði eftir sáningu erfiðisins.
Það er því eitt og annað sem á sig
er leggjandi þó erfitt sé. Ef það er
samkvælmt Guðs vilja, þá er það
rétt og gott, þó ávöxturinn komi
síðar í ljós.
Einar Ingvi Magnússon
Artalá
lambakjötið
Til Velvakanda.
Lastaðu ekkert
en lofaðu fátt
en sé eitthvað fullkomið
segðu það hátt.
Ég minnist þess að hafa heyrt
ofanritað haft eftir Jóhannesi
Kjarval.
Nú ætla ég að segja það hátt,
hvers ég varð vísari nýlega. Ég
keypti fyrir jólin í Kjötstöðinni í
Glæsibæ frysta gæsalifur í boxi.
Er ég opnaði boxið lá ofan á vott-
orð frá héraðsdýralækni um að var-
an væri heilbrigðisskoðuð.
Í mínum áratuga búskap hef ég
aidrei fundið slíkt og gladdi það
mig mjög. Vonandi fá húsmæður
að sjá fleiri slík vottorð.
Hvernig væri að setja ártal á
lambakjötið?
Þuríður Gísladóttir
Of mikið
af rotvarn-
arefiium
Kæri velvakandi.
Mig langar að vekja athygli fólks
á því, hvað bakarar eru farnir að
nota mikið af rotvarnarefnum í
vörur sínar.
Ég keypti vínarbrauð á sunnu-
degi. Til þess að forvitnast um inni-
haldið geymdi ég það dögum sam-
an, og viti menn, eftir rúma viku
var vínarbrauðið alveg eins og nýtt.
Er þetta eðlilegt?
Er ekki kominn tími til að hafa
betra eftirlit með þessu. Og þó það
séu settar reglur um þessi atriði,
þá verður heilbrigðiseftirlitið að
gera athuganir á vörum frá bökur-
um reglulega, svo að reglunum sé
fylgt.
H.P.
Athugasemd við ummæli
Hver er tilgangurinn, Þorsteinn Már?
eftirStefán
Guðmundsson
í blaðinu Frjáls verslun er viðtal
við Þorstein Má Baldvinsson, fram-
kvæmdastjóra Samheija hf. Akur-
eyri, sem gefur mér tilefni til at-
hugasemda. í nefndri grein ræðir
Þorsteinn Már um togarakaup til
Sauðárkróks og segir m.a. „Auðvit-
að getur maður ekkert ýtt frá sér
þeirri hugsun að svona aðilar ætli
sér ekki að borga reikningana að
lokum og treysta á áframhaldandi
forsjá hins opinbera."
Þessi ummæli þín um Fiskiðju
Sauðárkróks hf. eru atvinnurógur,
settur fram af óskiljanlegum hvöt-
um og af ótrúlega lítilli þekkingu á
sjávarútvegi nágranna þinna. Fisk-
iðja Sauðárkróks hf. var stofnuð
árið 1955 og hefur alla tíð staðið
í skilum við viðskiptaaðila sína.
Vegna orða þinna er rétt að það
komi skýrt fram að Fiskiðja Sauðár-
króks hf. er ekki og hefur ekki
verið í vanskilum hjá Byggðastofn-
un. Af þeimn sökum er augljóst að
Byggðastofnun hefur aldrei tapað
fjármunum vegna viðskipta við
Fiskiðju Sauðárkróks hf.
Fiskiðja Sauðárkróks hf. og sjáv-
arútvegsfyrirtæki í meirihlutaeigu
hennar vega mjög þungt í atvinnu-
málum á Sauðárkróki og eru reynd-
ar einn aðalburðarás'atvinnulífs við
Skagafjörð með um 140 starfs-
menn.
Það er rétt sem kemur fram í
grein þinni að Fiskiðja Sauðárkróks
hf. fékk lán hjá Byggðastofnun
„Fiskiðja Sauðárkróks
hf. er ekki og hefur
ekki verið í vanskilum
hjá Byggðastofiiun. Af
þeim sökum er augljóst
að Byggðastofhun hef-
ur aldrei tapað fjár-
munum vegna viðskipta
við Fiskiðju Sauðár-
króks hf.“
þegar hún keypti togara á sl. ári,
m.a. til að treysta rekstrarstöðu
fyrirtækisins og efla atvinnulíf við
Skagafjörð. Það eru engar fréttir
að Byggðastofnun láni útgerðarað-
ilum vegna kaupa á skipum, m.a.
hvíla lán frá þeirri stofnun á skipum
í umsján Samheija hf. og á síðasta
fundi Byggðastofnunar, sem hald-
inn var á Akureyri, var samþykkt
lán til útgerðaraðila á Norðurlandi
eystra til kaupa á skipi sem Sam-
herji hf. var að selja.
Ég gæti haft þetta lengra en læt
þetta nægja, Þorsteinn Már. Ég
harma ummæli þín, dylgjur og at-
vinnuróg um atvinnufyrirtæki á
Sauðárkróki, ummæli sem eru þér
ekki sæmandi og á þeim ættir þú
að biðjast afsökunar.
Ég óska ykkur hjá Samheija hf.
áframhaldandi velgengni.
Höfiindur er alþingismaður í
Norðurlandskjördæmi vestra.
Aðalfundur
Tennisklúbbs Víkings
verður haldinn í félagsmiðstöðinni Bústöðum
miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 18.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Hraðlestramámskeið
Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn?
Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum?
Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum?
Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrar-
hraða og bættri námstækni?
Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á næsta hraðlestr-
arnámskeið. t
Næsta námskeið, sem laust er á, hefst miðvikudaginn
7. febrúar nk.
Skráning öll kvöld frá kl. 20-22 í síma 641091.
HR A OLESTR ARSKfiLINII m
frnÚCXJL
1.77560
HÚSGAGNAMIÐLUN H.F. - SMIÐJUVEGUR 6C - 200 KÓPAVOGUR
MIKIÐ URVAL AF HUSGOGNUM O.FL.
Á HREINT ÓTRÚLEGU VERÐI
KOMIÐ SJÁIÐ OG SANNFÆRIST
IBOÐIERU 3 MÖGULEIKAR:
I.Umboðssala 2.Staðgreiðsla 3.Vöruskipti
VIÐ KOMUM OG VERÐMETUM Á
STAÐNUM
Hljómflutningstæki, videoupp-
tökuvélar, sjónvörp, videotæki,
tölvur, farsímar, þvottavélar,
þurrkarar, ísskápar, frystikistur,
eldavélar, örbylgjuofnar, sófa-
sett, hillusamstæður, rúm, hljóð-
færi ofl. ofl.
Verslunln ei opin virka daga
frá kl. 10.00 - 19.00
Laugard. frá kl. 10.00 - 14.00.
Magnús Jóhannsson,
forstjóri.
Guðlaugur Laufdal,
verslunarstjóri.