Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 40

Morgunblaðið - 26.01.1990, Side 40
EINKAREIKNINGUR ÞINN í LANDSBANKANUM _________________Mk .Wl sjóváoPalmennar FOSTUDAGUR 26. JANUAR 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Tekjuskattur á orkuíyrirtæki: Iðnaðarráðherra vill yfírfara fimmvarpið Forsvarsmenn orkufyrirtækja telja firumvarp Q ármálaráðherra meingallað JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að ekki sé einhlítt að frum- varp fjármálaráðherra, um að orkufyrirtæki greiði tekjuskatt, sé ann- markalaust. Hann vill láta endurskoða frumvarpið og yfirfara ræki- lega í meðfórum Alþingis og segist hafa sett af stað athugun á áhrif- um frumvarpsins á orkufyrirtækin. Forsvarsmenn orkufyrirtækja telja frumvarpið meingallað, að það taki alls ekki tillit til sérstöðu fyrirtækj- anna og að verði það óbreytt að lögum muni það skila sér í hærra orkuverði til almennings. „Það er með öllu ljóst að hér er margslungið og vandasamt mál á ferðinni. Það eru augljósir ann- markar á því að taka upp álagningu tekjuskatts á orkufyrirtækin og margt í skattalögum, sem erfitt er að framkvæma hvað orkufyrirtækin varðar," sagði iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að mikilvægt væri að menn könnuðu hvaða leiðir væru færar til að skattleggja hagnað orkufyrirtækja á réttlátan hátt og án þess að það gengi nærri orkufyr- irtækjunum. „A mínum vegum fer nú fram •Jílkthugun á áhrifum skattsins á orku- fyrirtæki en ég hef ekki séð niður- stöður í rnálinu," sagði iðnaðarráð- Islensku bók- menntaverðlaunin; Stefan Hörður verðlaunaður ÍSLENSKU bókmennta- verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti í gær á Kjarv- alsstöðum. Verðlaunin hlaut Stefán Hörður Grímsson fyrir Ijóðabók sína Yfír heið- an morgun. Verðlaunin afhenti forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ír. Sjá frétt á miðopnu. herra. Hann sagðist ekki búast við að niðurstöður yrðu komnar fyrir þriðjudag, en þá verður frumvarp fjármálaráðherra væntanlega rætt áfram í þinginu. Jón sagðist leggja áherzlu á að það væri verkefni þing- nefnda að kanna málið sem rækileg- ast og finna viðunandi leið. Fjármálaráðuneytið vinnur einnig að því að athuga greinargerð Lands- virkjunar um áhrif væntanlegs tekjuskatts á fyrirtækið, en hann hefur verið áætlaður tveir milljarðar króna fyrir þetta ár. Mörður Ámason upplýsingafulltrúi ráðuneytisins seg- ir að ekki hafi staðið til að blóð- mjólka fyrirtækin, og ef nær þeim sé gengið en til hafi staðið, verði það leiðrétt. Sjá Af innlendum vettvangi á bls. 16. Rútubifreiðin fór á hliðina fyrir utan veginn. Morgunblaðið/Sig. Jónsson Suðurlandsvegrir; Rútubifi*eið útaf efitir árekstur Selfossi. RÚTUBIFREIÐ frá Guðmundi Jónassyni hf. og fólksbifreið lentu í árekstri við Biskups- tungnabraut ofan við Selfoss. Rútan fór útaf veginum og valt. Enginn farþegi var í rútunni en tíu ára telpa í fólksbílnum varð fyrir meiðslum og einnig móðir hennar. Mikil hálka var við Biskups- tungnabrautina þegar óhappið varð um ellefuleytið í gærmorgun. Rútubifreiðin rann inn á Suður- landsveg, lenti þar á fólksbflnum og fór útaf án þess að bílstjóri hennar gæti rönd við reist. — Sig. Jóns. Viðræður Alþýðusambandsins og vinnuveitenda um kjarasamninga: Hart deilt um kauptrygging- ar og endurskoðunarákvæði HART var deilt um kauptrygg- ingar og endurskoðunarákvæði kjarasamninga á fúndi Alþýðu- sambands ísiands og vinnuveit- enda í gær í húsnæði ríkissátta- semjara og var umræðu þar um framhaldið í gærkvöldi eltir að matarhlé var gert til lægja öld- urnar og gefa mönnum tækifæri til að endurmeta stöðuna í ljósi þeirra umræðna sem farið höfðu fram. Mikið bar á milli aðila, en framvinda viðræðnanna ræðst af þeirri niðurstöðu sem fæst varð- Meðalskiptaverð minni tog- ara er hæst á Austfjörðum Sala afla erlendis hæst hlutfall aflaverðmætis á Austfjörðum AUSTFIRÐINGAR fá hærra skiptaverð á hvert kíló togarafisks en aðrir landsfjórðungar. Austfjarðatogararnir fengu að meðaltali á síðasta ári tæpar 34 krónur á hvert kíló, nær 10% hærra en landsmeð- altalið fyrir minni togara sem er 30,72 krónur. Lægst er skiptaverðið hjá stærri togurum frá Akureyri, 22,79 kr., og 28,71 kr. hjá minni togurum á svæðinu frá Snæfellsnesi austur um til Eyja. Austfirðingar afla líka hlutfallslega mestra tekna með sölu afla erlendis. Landssamband íslenzkra útgerð- armanna er að ljúka gerð skýrslu yfir aflaverðmæti og úthaldsdaga togara á síðasta ári. Þar eru togar- amir flokkaðir eftir stærð, heima- höfn og hvort þeir frysta um borð eða ekki. Minni togurum er skipt eftir landshlutum í fjóra flokka, Vesturland-Suðurland, Vestfirði, Norðurland og Austfirði. Stórir tog- arar eru aðeins gerðir út frá Reykjavík og Hafnarfirði annars vegar og Akureyri hins vegar. Loks eru svo frystitogarar. Minni togarar frá Vestur- og Suð- urlandi öfluðu alls fyrir um 3,3 millj- arða í fyrra. Selt var fyrir rúma 2 milljarða innanlands en 1,2 erlendis. Meðalskiptaverð var 28,71 kr. Vest- fjarðatogararnir öfluðu fyrir 2,1 milljarð, 1,3 milljarðar fengust fyrir sölu innanlands, 860 milljónir fyrir sölu erlendis. Meðalskiptaverð var 30,16 kr. Norðlendingar öfluðu fyrir 2,1 milljarð, selt var fyrir 1,5 miilj- arða heima, 600 milljónir erlendis. Austfjarðatogararnir öfluðu fyrir 1,8 milljarða, seldu fyrir 963 milljón- ir heima en 873 erlendis. Tekjur vegna sölu aflans erlendis eru hæst hlutfall heildartekna á Austfjörðum, en lægst á Norðurlandi, þegar miðað er við minni togara. Meðalafli minni togara og afla- verðmæti eru mest á Vestfjörðum. Meðalafli var 3.500 tonn og meðal- verðmæti rúmar 150 milljónir. Vest- ur- og Suðurland er næst með 3.250 tonn og verðmæti rúmar 130 milljón- ir. Austfirðingar eru með meðalafla 2.500 tonn og meðalverðmæti á skip 122,4 milljónir. Á Norðurlandi er meðaltalið 2.600 tonn og verðmæti 114 milljónir. Stóru togararnir fjórir frá Akur- eyri landa engum afla erlendis. Þeir fiskuðu alls fyrir 440 milljónir, með- alskiptaverð var 22,79 kr. Stórir togarar frá Reykjavík og Hafnar- firði eru fimm og leggja mikla áherzlu á sölu aflans erlendis og á innlendu fiskmörkuðunum. Þeir öfluðu alls fyrir einn milljarð í fyrra. Þar af komu 880 milljónir vegna sölu erlendis. Frystiskipin fiskuðu alls fyrir rúma 6 milljarða og varð meðal- skiptaverð 53,69 krónur. andi þessi atriði. Fundur stóð enn um miðnættið í nótt og óvíst hve- nær honum lyki. Vinnuveitendur komu til fundar klukkan 21 í gærkveldi og samn- ingamenn Alþýðusambandsins klukkutíma seinna og hófst þá fundur þeirra með formanni Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja sem mættur var á staðinn. Samninga- nefndirnar voru ekki farnir að funda saman á miðnætti. Segja má að tekist sé á um allt í senn, fyrirkomulag, viðmið og tímasetningar kauptrygginga og endurskoðunarákvæða. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins telja Alþýðusambandsmenn nauðsynlegt að tryggingar séu traustar ef eitt- hvað fer úrskeiðis, þar sem um sé að ræða litlar kauphækkanir og megi því lítið út af bera til þess að kaupmáttur fari rýrnandi og tals- verð óvissa um hversu hratt dregur úr verðbólgunni. Vinnuveitendur segja aftur á móti að sjálfvirk hækkun launa ef markmið samn- ingsins um hjöðnun verðbólgu standast ekki geri aðeins illt verra og kyndi undir frekari verðbólgu, en það sé einmitt höfuðmarkmiðið að sigrast á henni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er meðal annars rætt um að launanefnd aðila meti þróun verðlags og launa og viðskiptakjara og taki bæði mið af _því hvort þau versna eða batna. ASI vill að nefnd- in taki afstöðu til þróunarinnar í vor og það hafi oddaatkvæði verði ekki samkomulag, en vinnuveitend- ur eru á því að samningar eigi að vera lausir takist ekki samkomulag. Talað er um að samningstími geti jafnvel verið til haustsins 1991, en þá er gert ráð fyrir að samningar verði uppsegjanlegir á samnings- tímanum. Vinnuveitendur ræða um desember en launþegar hafa áhuga á október. í einu vinnudæmi sem sett hefur verið upp í viðræðunum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er með- al annars rætt um 1,5% hækkun við undirskrift og sömu hækkun í vor eða sumar. Þá er rætt um 2% hækkun í desember og 2,5% hækk- un í mars. Slík dæmi eru skilyrt af að samkomulag takist um kaup- tryggingar og við aðra aðila um þá þætti málsins sem að þeim snúa, svo sem um að verði á opinberri þjónustu verði haldið í skefjum, vextir lækki og fleira. Samningsaðilar telja að það vanti 700 milljónir upp á áætlanir fjár- lagafrumvarps til þess að ríkisvald- ið standi við samninga við bændur um búvöruverð vegna ársins 1989, en gert er ráð fyrir að þess verði farið á leit við bændur að þeir axli byrðar vegna óbreytts búvöruverðs á þessu ári nái samningar á lágum nótum fram að ganga. Vaxtamál hafa ennþá lítið verið rædd miili aðila, en nefnd á vegum ASÍ hefur fjallað talsvert um þau og gert er ráð fýrir umtalsverðri lækkun nafnvaxta þegar samningar eru í höfn. Vaxtamálin átti að ræða í gær, en það dróst vegna ágrein- ingsins um tryggingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.