Morgunblaðið - 27.01.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 27.01.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 17 okkur vandamálin og talandi um framtíðaráformin. Hve rík er gleði okkar, þegar við hugsum um, að erfiðustu dagar Öryrkjabandalags íslands voru liðnir og horft til bjart- ari tíma, þegar fjárhagsþröng bandalagsins leystist með tilkomu Lottósins. Oddur lifði það að sjá draumana rætast um meira fjármagn til þess að leysa húsnæðisvanda fjöimargra öryrkja í viðbót við það, sem búið var að leysa á tímum peningaleysis og erfiðleika. Að hann skyldi lifa það og vera enn í fullu starfi sem formaður hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins er ómetanlegt. Þannig reynir lífið að sætta mann við dauðann — með því að tína fram og raða saman öllu því góða, sem farsæl ævi góðs og gegns manns hefur áorkað í tímans rás. Við syrgjum og söknum en sól rís á ný eftir dimma nótt og dagarn- ir verða aftur bjartari — við höldum áfram í hans anda. Við kveðjum foringja okkar og ljúfan vin. Minn- ingarnar geymast í hjörtum okkar og andi hans mun áfram svífa yfir vötnunum. Ragnheiði, börnunum, aldur- hnignum systkinum og öllu öðru skylduliði vottum við okkar dýpstu samúð. Megi minningin um bjartan og gjöfulan æviferil göfugmennis- ins Odds Ólafssonar létta þeim söknuðinn. Blessuð sé minning hans. Asgerður og Anna Ég rita þessar línur til minningar um Odd Ólafsson, manninn og per- sónuna á bak við lækninn, fram- kvæmdamanninn, þingmanninn og svo_ mætti lengi telja. Ég kynntist Óddi, Ragnheiði og börnum þeirra fyrir allt að 40 árum. Ég var þá smástrákur í sumarbú- stað í Mosfellssveit. Ég gleymi því aldrei hversu vel mér var tekið á heimili þeirra, enda hef ég verið einn af mörgum nokkurs konar við íþrótt þessa og mundi öll þau skipti sem honum hafði tekist að sigra harðasta andstæðing sinn, enda mjög minnugur yfirleitt. Óli byggði skoðanir sínar á vel athuguðu máli og hreif menn af elju og krafti fyrir sínum málstað, og þá sérstaklega í pólitík. Hann barð- ist fyrir málstað annarra ef honum fannst vanta á réttláta meðhöndlun. Eins og svo oft var eitt sinn ósætti um launakjör á þessum árum og vantaði lágmarkskauptaxta fyrir yl- ræktarnema hjá félaginu, og erfitt að finna réttu lagakrókana sem vörnuðu því að atvinnurekandi gæti greitt hvaða kaup sem væri. Það voru skiptar skoðanir hjá árgangin- um, hvort lágmarkstaxtar ættu rétt á sér, því þeir gætu dregið þá sem duglegri væru niður í kaupi því þá hefðu þeir minni möguleika á að semja sjálfir. En Óli tók af skarið og gekk fram í þessu máli þó hann tilheyrði skrúðgarðyrkj ugreininni þar sem skýrt var kveðið á um laun og kjör iðnnema. Það er sárt að hafa ekki getað endurgoldið Óla það sem hann gaf okkur á sínum þrautastundum, þeg- ar lífið var honum erfitt. En með fráfalli hans er höggvið djúpt skarð í hópinn og vottum við aðstandend- um samúð okkar. Bekkjarsystkinin að Reykjum Kveðjuorð: * __________ Olafúr B. Barkarson heimilisköttum þar gegnum árin. Það var ekkert mál að fá í svanginn í læknisbústaðnum á Reykjalundi. Það þurfti aðeins að opna dyrnar eldhúsmegin (ef þær voru ekki þeg- ar opnar) og inni fyrir voru frú Ragnheiður og Evá frænka ávallt tilbúnar með matarborð. Hinn yfirvegaði Oddur virtist hafa tíma til alls, jafnvel ræða við strákpolla, sem áttu leið hjá. Hann virtist fylgjast með öllu og þegar rætt var við hann, var eins og hann hefði velt öllum mögulegum og ómögulegum hlutum fyrir sér, hann var eins og sagt er „inni í málun- um“. Hann var ákaflega skilningsríkur á tilveru unga fólksins og þegar á kynni okkar leið naut ég þess á ýmsan hátt með Þengli, syni hans. Ekki síst á.mörgum ferðum um bæ og ból á hástemmdum amerískum gæðabílum sem hann átti í þá daga. Þó svo ég hafi allt frá æsku haft nánast samband við Þengil, _hef ég alla tíð átt margar skemmtilegar stundir með fjölskyldu Odds. Það sem vakti oft furðu mína var hvað Oddur fylgdist grannt með öllu því sem brallað var, án þess nokkurn tíma að vera með aðfinnslur. Ég held að hann hafi í raun haft mikla ánægju af ýmsum uppátækjum okkar í æsku og sjálfsagt glott með sjálfum sér yfir öllu saman, þegar lítið bar á. Hann var einn af þessum mjúku mönnum sem leysa hlutina af einstakri lagni. í mínum huga er minningin um Odd Ólafsson byggð á virðingu fyr- ir einstökum persónuleika, mann- vini og einum þeirra manna sem gefa lífinu festu. Þegar ég kveð hugsjóna- og athafnamanninn Odd Ólafsson er mér efst í huga söknuð- ur og þakklæti til þessa vinar míns, sem mér þótti ákaflega vænt um. Frú Ragnheiði, börnum, tengda- börnum og barnabörnum svo og öðrum ástvinum, votta ég samúð mína. Kjartan Larusson Kveðja frá Lionsklúbb Mosfells- bæjar Góður félagi og vinur er nú horf- inn. Með Oddi Ólafssyni er nú geng- inn sá maður sem átti mestan þátt í stofnun Lionsklúbbs Kjalarnes- þings, en það nafn bar' khíbburinn okkar til ársins 1988. Á heimili Odds og Ragnheiðar eiginkonu hans var á sínum tíma haldinn undirbún- ingsfundur að stofnun klúbbsins og fyrsta stjórn hans kosin. Oddur átti sæti í fjölda nefnda innan klúbbsins og var einn af aðal hvatamönnúm byggingar íbúðarhúss fyrir aldraða sem klúbburinn byggði og gaf bæj- arfélaginu. Þá lét Oddur sitt heldur ekki eftir liggja þegar kom að blómarækt, pökkun og sölu, til efl- ingar styrktarsjóði klúbbsins. Eru honum færðar þakkir fyrir öll störf í þágu klúbbsins. Við sendum eftir- lifandi eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Odds okkar dýpstu sam- úðarkveðjur. í Nangiala eru tignarleg fjöll, dal- ir grösugir, víðir vellir og gnótt góðra hesta. Þar trúum við að Óli Börkur sé nú, S góðum félagsskap þeirra sem á undan eru gepgnir. Leiðir okkar Ólafs Barkar Barkar- sonar lágu fyrst saman haustið ’83 en þá kom Öli að Torfastöðum þar sem við störfuðum og varð eitt af „börnunum" okkar. Ungur drengur með litríka skaphöfn. Með barnið í sér blíðlynda og góða sem naut leiks- ins og gat gefið sig allan í hann — hver sem leikfélaginn var. Kapps- fulli unglingurinn sem hvergi vildi vera eftirbátur, hvort sem um var að ræða að hendast um á hestbaki eða drífa hey í hlöðu. Drengurinn með fullorðinsþrána sem svo oft vildi svo mikið en lenti á stundum í árekstri við eigin getu og þurfti að heyja marga innri baráttu. — Já, það var litafjöldi í tilfinningalitrófi Óla Barkar. Leiðir skildust er við fluttum utan á árinu 1986 en aftur hittumst við á 10 ára afmæli Torfastaðaheimilis- ins í september síðastliðnum. Þá var „barnið“ okkar orðinn ungur maður — nýbúinn að taka bílpróf, stoltur og glaður bauð hann gömlu félögun- um í ökuferð á bílnum hans pabba. Gleðin geislaði af honum — hann „átti heiminn". Óli Börkur átti sinn sess í hjörtum okkar allra og skilur nú eftir þar skarð. Það er sárt að kveðja „börnin" sín úr þessum heimi en þó huggun að geta sagt og trúað — Við hitt- umst aftur í Nangiala. Þá fáum við svar við öllum erfiðu spurningunum sem engin svör fást við í dag. Dauð- inn hlífir engum og spor hans í líf okkar sem elskum eru erfíð og ströng. Við eigum ósköp fá orð á stundum sem þessum. Þjáningin er óhjákvæmileg og óafturkallanleg. Við viljum votta öllum þeim sem nú þjást okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að hjálpa ykkur í sorg ykkar. Siggi, Inga og börn. mmrn Nei, ekki lengur, en á Reykjavíkurvegi 64 geta Hafnfirðingar nú nálgast yfir tvöþúsund kvikmyndir sem nægja til að gera annað hvert heimili í Hafnarfirði að kvikmyndahúsi. Þar hefur nú verið opnuð ein af mörgum glæsilegum myndbandaleigum Steina hf., sem njóta mikilla vinsældavegna greinargóðra merkinga mynda og fjölda verðflokka. Starfsfólkið sér einnig til þess, að þú fáir myndirnar þegar þér hentar. Þar fyrir utan getur þú skilað þeim þar sem hentar þér best: í Hafnarfirði, Mjódd, Skipholti eða Austurstræti. Vanhagi þig um myndbandstæki þá er það auðsótt mál. Sjálfsögð þægindi fyrir þig! CROSSING DELANCEY Hún veit hvað hún vill þar til hún verður óstfangin. Myndin var samfleytt 5 vikur ein af best sóttu myndunum i Bandaríkjunum ó síðasta ðri. Mynd sem heldur gleðibrosinu limdu við andlitið ftð byrjun til enda. DROIDS R2D2 og C-P30 þekkja allir úr stjörnustríðsmyndum George Luc- as. Hér er ó ferðinni fyrsta af fjórum myndum um vélmennin og ævintýri þeirra. Teiknimyndir fyrir bdrn ð öllum aldri. o BETRAYED Debra Winger og lom Berenger i magnþrungínni spennumynd sem varpar Ijósi ó hulinn heim þar sem hatur og ofsatrú rdða rikjum. Væntanleg 29. janúar. THROW AWAY WIVES Það er ekki fé og fromi sem kryddar tilveruna, heldur dst og umhyggja. Frdbær leikur toppleik- aranna Stephanie Powers og David Birney gera þessa mynd ógleymanlega. Væntanleg 29. jonúot. am nrmcvjji innuwiMun BEJSSED® ILi ■<» W tiwdw lai dt ú nptwi IA- Þar sem myndirnar fást $ T E t N A R MYNDIR myndbandaleigur Álfabakka14 Austurstræti 22 Reykjavíkurvegi 64 Skipholti 9 sími 79050 sími28319 sími 651425 sími 626171 FEBRÚAR- ÚTGÁFA POLICE ACADEYMY 6 TWIN PEAKS FEDS KISSOF THE SPIDER WOMAN APPRENTICE TO MURÐER RIKKY AND PETE LETHAL WEAPONII EWOKSI 1909 THE MAN WHO BROKE 1000 CHAINS T0PP TUTTUGU 1. WORKING GIRL 2. HER ALIBI 3. MY STEPMOTHER IS AN ALIEN 4. NAKED GUN 5. 6UNRUNNER 6. WITHOUT A CLUE 7. FRIGHT NIGHT II 8. BLOOD SPORT 9. SPELLBINOER 10. CRY IN THE DARK 11. HOWLING IV 12. TUCKER 13. SECRET PASSION 14. THREE FUDGETIVES 15. RAIN MAN 1G. DANGEROUS LIASIONS 17. BARON MUNCHAUSEN 18. HALLOWEEN 4 19. WHO FRAMED R06ER RABBIT 20. QUACKBUSTERS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.