Morgunblaðið - 27.01.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990
29
Skákmótið í Wijk aan Zee:
Margeir skammt frá hópi efstu manna
Skák
Karl Þorsteins
Hið árlega skákmót í Wijk aan
Zee í Hollandi hefur fyrir löngu
skapað sér fastan sess í skákmóta-
haldi. Nær allir sterkustu skákmenn
heims hafa þar einhverju sinni ver-
ið á meðal keppenda. IViðrik Ólafs-
son átti mikilli velgengni að fagna
á skákmótum í Wijk aan Zee og
sigraði m.a. á mótinu árið 1976.
Það er hollenska fyrirtækið Hoog-
ovens, sem er styrktaraðili mótsins.
Á íslandi er fyrirtækið líklega betur
þekkt sökum viðræðna um bygg-
ingu álvers hér á landi.
Mótið er mjög sterkt einsog
keppendalistinn ber með sér. Tólf
stórmeistarar eru á meðal keppenda
ásamt tveimur holienskum alþjóð-
legum meisturum. Á undanförnum
árum hafa mótshaldarar í Wijk aan
Zee lagt ríka áherslu að fá tii leiks
baráttuglaða skákmenn sem sól-
unda ekki tímanum við hvimleið
jafnteflisboð og uppskorið ríkulega
með skemmtilegum mótum.
Mótið er mjög jafnt. Engum
keppenda hefur tekist að ná afger-
andi forystu þegar þetta er ritað.
Nigel Short hóf mótið af miklum
krafti og lagði af velli Gurevich og
Andersson í fyrstu umferðunum.
Um miðbik mótsins kom óvænt
bakslag og þijár tapskákir í röð
bókuðust hjá Short. Kortsjnoj náði
þá forystu á mótinu en skammt á
hæla hans fylgja Nunn, Dlugy og
Andersson.
Margeir Pétursson er á meðal
þátttakenda og hefur staðið sig
prýðilega. Öryg;gið hefur að þessu
sinni ráðið ríkjum í viðureignum
hans. Margeir vann neðsta mann
mótsins en hefur gert jafntefli í
öðrum skákum. Engin lognmolla
hefur þó ríkt í skákunum þrátt fyr-
ir jafnteflin. Margeir tefldi eins og
kunnugt er á skákmóti í Reggio
Emilia skömmu fyrir mótið í Wijk
aan Zee. Þá sigraði hann og tapaði
í skákum sínum nokkurn veginn á
víxl, öfugt við það sem nú gerist.
Kannski á skákþreyta sök á fjöl-
mörgum jafnteflum núna, sem eru
harla óvenjuleg þegar Margeir á í
hlut.
Hér sjáum við sýnishorn af taf 1-
mennskunni á mótinu. Með hvatvís-
um peðsleikjum leggur Kortsjnoj til
atlögu á miðborðinu gegn hollensk-
um andstæðingi sínum. Kuijf metur
stöðuna rangt, sólundar tíma við
að staðsetja riddara sinn á e6 reitn-
um, þaðan sem hann hröklast frá
örfáum leikjum síðar. Með snjallri
skiptamunsfórn nær Kortsjnoj yfir-
höndinni og með kröftugri tafl-
mennsku í áframhaldinu þvingar
Kortsjnoj Kuijf til uppgjafar eftir
32 leiki.
Hvítt: Kuijf
Svart: Viktor Kortsjnoj
Spánskur leikur
1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, Bb5 -
a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7.
Það eru ekki einungis íslenskir
stjórnmálamenn sem kvarta undan
slæmu minni. Kortsjnoj segist aldr-
ei geta munað leikjaraðirnar sem
byijunarsérfræðingar mæla með þó
í sumum tilfella sé hann sjálfur
höfundur þeirra! Kannski hefur
hann einungis „gleymt" að tefla
opna afbrigðið svokallaða með 5. —
Rxe4 eins og hann er vanur.
6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3
- 0-0, 9. h3 - Ra5, 10. Bc2 -
c5, 11. d4 - Dc7, 12. Rbd2 -
cxd4, 13. cxd4 — Bb7, 14. d5 —
Hac8, 15. Bd3 - Rd7, 16. Rfl -
f5?!
Eðlilegra var að leika 18. — Rc5.
Með peðsleiknum leggur svartur til
atlögu gegn miðborðspeðum hvíts
en veikir um leið eigin kóngsstöðu.
Það hefði hvítur getað hagnýtt sér
með því að leika 17. exf5!. Eftir
17. — Bxd5, 8. Rg5 hefur hvítur
greinilega betra tafl. En hvítum
bregst bogalistin. Leikur hans er
máttlaus og brátt nær svartur
frumkvæðinu.
17. Bg5? - Rc5,18. Bxe7 - Dxe7,
19. exf5 — Rc4! 20. Bxc4 — bxc4,
21. Re3 - Rd3, 22. He2 - e4,
23. Rd4 - De5, 24. Re6
Einhver kynni að álíta að e6 reit-
urinn væri griðarstaður riddarans
sem eftir væri skákarinnar. Slíkt
er hinn mesti misskilningur, eins
og Kortsjnoj sýnir skemmtilega
fram á. Hinn framsækni riddari
hrökklast til baka á meðan svartur
leggur til atlögu gegn hvíta kóngn-
um.
25. Rxf5 — Dxf5, 26. Da4 — Bxd5,
27. Rd4 - Df6, 28. Dxa6 - Hf8,
29. Rc2 - Rf4, 30. Hd2
30. He3 — Dxh2 var engu skárra.
30. - Rxh3+! 31. Khl - Rxf2+,
32. Hxf2 — Dh4+ og hvítur gafst
upp.
SJÁLF5TÆDISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
Mosfellingar
Almennur félagsfundur Sjálfstæðisfélags Mosfellinga verður haldinn
30. janúar kl. 20.30 í félagsheimilinu, Urðarholti 4.
Fundarefni:
Lagður fram framboðslisti til næstkomandi bæjarstjórnarkosninga.
Önnur mál.
Félags- og stuðningsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin.
Sjálfstæðisfólk á Höfn
Almennur félagsfundur verður í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 30.
janúar kl. 20.30.
Fundarefni:
Sveitarstjórnakosningar að vori.
Ákvörðun tekin um aðferð við röðun á framboðslista flokksins.
Stjórnin.
Prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi
Opið prófkjör sjálfstæðismanna vegna væntanlegra bæjarstjórna-
kosninga vorið 1990 verður haldið laugardaginn 3. febrúar nk. og
hefst kl. 10.00 árdegis í Hamraborg 1, 3. hæð. Kjörfundi lýkur kl.
22.00 sama kvöld.
Þátttaka i prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálfstæð-
isflokksins sem eiga munu kosningarétt i Kópavogi á kördegi, svo
og öllum fullgildum félagsmönnum sjálfstæðisfélaganna í Kópa-
vogi, sem búsettir eru í Kópavogi og náð hafa 16 ára aldri á kjördegi.
Kosning fer þannig fram, að kjósandi merkir við nöfn hvorki fleiri
né færri en 6 manna, með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn
framþjóðenda á prófkjörsseðlinum og tölusetja þá í þeirri röð, sem
óskað er að þeir skipi framboðslistann.
Þessir frambjóðendur eru í kjöri:
Hannes Sampsted, bifreiðasmiður, Löngubrekku 9,
Sigurjón Sigurðsson, læknir, Þinghólsbraut 6,
Dr. Gunnar Birgisson, verkfræðingur, Austurgerði 9,
Birna Friðriksdóttir, skrifstofumaður, Viðihvammi 22,
Steinunn H. Sigurðardóttir, verslunarmaður, Hvannhólma 30,
Richard Björgvinsson, viðskiptafræðingur, Grænatúni 16,
Helgi Helgason, nemi, Lyngheiði 16,
Bragi Michaelsson, framkvæmdastjóri, Birkigrund 46,
Jón Kristinn Snæhólm, nemi, Sunnubraut 12,
Halla Halldórsdóttir, Ijósmóðir, Austurgerði 5,
Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri, Hlaðbrekku 2,
Guðni Stefánsson, járnsmfðameistari, Hrauntungu 79,
Jóhanna Thorsteinsson, forstöðukona, Ástúni 2,
Hjörleifur Hringsson, sölumaður, Skólagerði 39,
Guðrún Stella Gissurardóttir, nemi, Hamraborg 36,
Kristín Líndal, kennari, Sunnubraut 50,
Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri, Lundarbrekku 6,
Haraldur Kristjánsson, útvarpsmaður, Kársnesbraut 45,
Kristinn Kristinsson, húsasmíðameistari, Reynihvammi 22,
Sigurður Helgason, lögfræðingur, Þinghólsbraut 53.
Þeir kjósendur, sem verða fjarverandi á kjördegi geta kosið á skrif-
stofu Sjálfstæðisflokksins, Hamraborg 1, 3. hæð, eftirtalda daga:
23. janúar kl. 18.00-19.00, 27. janúar kl. 13.00-15.00, 30. janúar
kl. 18.00-19.00 og 2. febrúar kl. 18.00-19.00.
Kjörstjórn fuiltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi.
Sauðárkrókur -
bæjarmálaráð
Fundur í bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins verður mánudaginn 29.
janúar í Sæborg kl. 20.30. Bæjarfulltrúarnir ræða gerð fjárhagsáætl-
unar. Sjálfstæðisfólk fjölmennum og ræðum málin yfir kaffibolla.
Stjórnin.
Sjáfstæðisflokkurinn á ísafirði
Framboðsfrestur
til prófkjörs
Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs Sjálfstæðisflokksins
á ísafirði vegna bæjarstjórnakosningana í vor. Prófkjörið veröur hald-
ið helgina 24.-25. febrúar nk. Gögn varðandi framboðið fást hjá
formanni kjörstjórnar, Jens Kristmannssyni, vs. 3211, hs. 3098. Fram-
boðum ásamt tilskyldum meðmælum skal skilað til formanns kjör-
stjórnar í síðasta lagi laugardaginn 10. febrúar.
Kjörstjórn.
Baráttan við báknið
Landsmálafélgið Vörður mun halda málþing um ríkisumsvif laugar-
daginn 3. febrúar nk., kl. 10.00 til 13.00 í Valhöll v/Háaleitisbraut.
1. Málshefjendur:
Friðrik Sophusson, alþingismaður: Baráttan við báknið; hvað hefur
áunnist?
Geir H. Haarde, alþingismaður: Atvinnulífið og rikisbúskapurinn.
Hreinn Loftsson, lögmaður: Hvaða fyrirtæki er hægt að einkavæða?
Markús K. Möller, hagfr.: Hvert er hlutverk rikisins?
Dr. Vilhjálmur Egilsson, framkvstj.: Ríkissjóður: Af hverju ekki halli?
2. Opnar umræður:
Málshefjendur, ásamt Ólafi ísleifssyni, hagfr., Pálma Jónssyni, alþm.,
og Ólafi G. Einarssyni, alþm.
Ráðstefnustjóri: Guðmundur Magnússon, sagnfr.
Málþingið er öllu áhugafólki opið.
Landsmálafélagið Vörður.
Framtíð Atlantshafs-
bandalagsins
Stjórn. Heimdallar,
félags ungra sjálf-
stæðismanna í
Reykjavík, hvetur
sjálfstæöismenn til
að sækja fund á
Gauk á Stöng í dag,
laugardaginn 27.
janúar kl. 14.00, þar
sem rætt verður um
framtíð Atlantshafs-
bandalagsins í Ijósi atburðanna í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum.
Gunnar Jóhann Birgisson flytur inngangsorð.
Ræðumenn: Kjartan Gunnarsson og Magnús Þórðarson.
Stjórn Heimdallar.
Sma auglysingar
Wélagslíf
□ GIMLI 599029017 = 1
□ Ml'MIR 59901297 - 1
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Almenn bænasamkoma 20.30.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3
SÍMAR11798 og 19533.
Sunnudagsferðir
28. janúarkl. 13
A. Verferð 1
Hraun - Grindavík - Staðar-
hverfi
Létt og fróðleg ganga á milli
gömlu hverfana; Þórkötlustaða
- Járngerðarstaða og Staðar-
hverfis. Staðkunnugur heima-
maður slæst i hópinn. Áð við
Bláa lónið á heimleiö. Verð 1.000
kr., frítt f. börn m. fullorönum.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin (í Hafnarfirði
v/kirkjug.).
B. Skíðaganga
á Hellisheiði
Nú er um að gera að dusta ryk-
ið af gönguskiöunum og drifa
sig með. Hreyfing og útivera
með Ferðafélaginu er ein besta
heilsubótin. Verð 800 kr. Brott-
för frá Umferðarmiöstööinni,
austanmegin. Allir með!
Ferðafélag íslands,
félag fyrir þig.
Krossinn
Auðbrekku 2,200 Kópavogur
Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir
velkomnir.
# Útivist
Þórsmerkurgangan
Sunnud. 28. janúar.
önnur ferð raðgöngunnar Grófin
- Básar. Gengin gamla Selja-
dalsleiðin frá Arbæ að Miðdal.
Farið um fjölbreytilegt vatna-
svæði. Brottför kl. 13 frá BSl
bensínsölu. Verð kr. 600.-
Skíðagöngunámskeið
Sunnud. 28. janúar.
Einstakt tækifæri til að ná réttu
töktunum á gönguskiöum.
Vanur skíðakennari. Brottför kl.
13 frá BSl' bensínsölu. Verð kr.
600.-
I Útivistarferð eru allir velkomnir!
Unglingadeild Útivistar
Nú er tækifæriö! Mætum öll á
skíöagöngunámskeiðið á sunnu-
daginn. Munið, kl. 13 frá BSl.
Myndakvöld
Fimmtud. 1. febrúar
í Fóstbræðraheimilinu, Lang-
holtsvegi 109, hefst kl. 20.30.
Margrét Margeirsdóttir sýnir
myndir úr Hálendisferð 1989:
Snæfell - Kverkfjöll. Kaffi og
kökur að lyst innifalið i miða-
verði. Aðgangseyrir aðeins kr.
450.- Allir velkomnir.
Himalaya - Mepal
Kynningarfundur fyrir væntan-
lega ferð félagsins til Nepal
verður þriðjud. 6. febr. kl. 20.30
á skrifstofu Útivistar, Grófinni 1.
Sími/símsvari: 14606.
Sjáumst.
Útivist.