Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.01.1990, Qupperneq 34
^QfiGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 27:, JANUAR 1990 H Reuter David Bowie tekur lagið fyrir blaðamenn með tilheyrandi sveiflum í Rainbow- leikhúsinu í Lundúnum. TÓNLIST Bowie í hljóm- leikaferð ÍÞROTTIR/STJORNMAL Tennisleikarinn Jeltsín í Japan Sovéski umbótasinninn Borís Jeltsín hefur verið í ellefu daga heimsókn í Japan. Japanir komust fljótlega að því að Jeltsín er ýmis- legt til lista lagt, til að mynda þykir hann bráðefnilegur tennisleik- ari. A myndinni má sjá þennan 58 ára gamla íþróttamann ræða við Shozo Harada, sem fer með bygg- ingarmál í japönsku stjórninni, er þeir gerðu hlé á tennisleiknum. Jeltsín heimsótti meðal annars borgina Hírósíma og lýsti því yfir að hann vildi að öli Asía yrði kjarn- orkulaust svæði. Hvassnefjaða bítilmennið David Bowie boðaði blaðamenn og aðra þá sem við fjölmiðlun fást á fund sinn í Rainbow-leikhúsinu í Lundúnum á dögunum. Tilgangur- inn var sá að skýra frá mikilli tón- leikaferð sem hefst í marsmánuði. Bowie hyggst víða drepa niður fæti en fyrstu tónleikarnir verða í Kanada. Bowie hefur sem kunnugt er verið mikill áhrifavaldur í rokk- sögunni og þannig hafa margir hald- ið því fram að hann hafi verið guð- faðir pönk-tónlistarinnar sem reið yfir vestræn menningarsamfélög á sínum tíma. Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá Bowie. Þær fréttir bárust á síðasta ári að hann hefði gengið til liðs við hljómsveit eina en fram til þess hafði hann ætíð starfað sjálfstætt. Elton John á Wembley með Wat- ford 1984, er félagið tapaði úr- slitaleik fyrir Ever- ton. KNATTSPYRNA Elton John selur Watford Popparinn Elton John er ekki einungis þekktur fyrir söng feril sinn, heldur einnig ákafan knattspyrnuáhuga og hefur hann árum saman verið stjórnarformaður og einn aðaleigandr enska knatt- spyrnufélagsins Watford. Afskipti hans af féiaginu hófust árið 1976 og fylgdi þeim mikil velgengni. Félagið ruddist upp úr fjórðu deild og í þá fyrstu og komst meira að segja í úrslitaleikinn um Knatt- spyrnusambandsbikarinn (FA cup) 1984, en tapaði að vísu 0-2 fyrir Everton frá Liverpool. En nú er komið að krossgötum, Elton John er að selja hiut sinn í Watford. Sagt er að söngvarinn fái 3 millj- ónir punda fyrir söluna á félaginu sem leikur sem stendur í 2. deild. Kaupandinn er félag auðugra áhugamanna undir forystu Nicholas Wrighton og Charles Lissaek. Það eru nokkur ár síðan John gerði heyrinkunnugt að hlutur hans í Watford væri til sölu. Það hefur gengið saman núna fyrst. Er hann hnýtti lausa enda saman í desem- ber, sagði hann að hann hefði átt 13 frábær ár sem stjóri hjá Wat- ford og er hann afsalaði sér félag- inu væri honum efst í huga gleði yfir að hafa tryggt fjárhagslega framtíð þess. ORÐUR Hulgaard fékk fálkaorðu Washington Frá Ivari Guðmundssyni, fréttaritara Morguublaðsins. Forseti íslands hefur sæmt Erling Hulgaard, ræðismann og fiskimálafulltrúa Danmerkur í New York, riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu. Benedikt Gröndal sendiherra afhenti Hulgaard orðuna í eftirmiðdags- boði á heimili sendiherrahjónanna nýlega. Sendiherrann minnti á, að Hulgaard, sem átti 25 ára starfsafmæli þennan sama dag sem fiskimálafulltrúi ræðisskrif- stofunnar í New York, hefði verið sérstaklega hjálpsamur íslenskum útgerðarmönnum og fiskkaup- mönnum í Bandaríkjunum og öruggur stuðningsmaður þeirra, t.d. við samningagerðir miili ís- lendinga og Færeyja og annarra norænna hagsmunahópa í fisk- verslunarmálum. Hulgaard hefur unnið m.a. ötullega að málefnum hagsmunasambands útgerðar- og fiskikaupmanna á Norður-Atl- antshafi, NASA. Á mýndinni er Hulgaard með íslensku sendi- herrahjónunum. Myndina tók Edda Borna Kjartanson sem vinn- ur á ræðismannsskrifstofunni í New York. 1 HÉí fcr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.