Morgunblaðið - 28.01.1990, Síða 2
2 FRÉTTIR/INIMLEIUT
Akureyri:
EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
Kvíknaði í íbúð
ELDUR kom upp í íbúð á jarð-
hæð í fjölbýlishúsi við
Smárahlíð á Akureyri í fyrri-
nótt og náði hann að læsa sig
upp eftir vegg hússins og inn
um glugga á íbúð á annarri
hæð. Töluverðar skemmdir
urðu á báðum íbúðunum af völd-
Grindavíkur-
málið upplýst
Igærmorgun upplýstist við yfir-
heyrslur hjá lögreglunni í
Grindavík að saga 11 ára stúlku
um líkamsárás, sem hún kærði til
iögreglu nú í vikunni og greint hef-
ur verið frá, átti ekki við rök að
styðjast.
um eldsins og einnig urðu
skemmdir af völdum reyks í
öðrum íbúðum hússins. Einn
maður var fluttur á sjúkrahús
vegna gruns um reykeitrun.
Að sögn lögreglunnar á Akur-
eyri.var slökkvilið kallað að
Smárahlíð 1 kl. 03.40. Greiðlega
gekk að ráða niðurlögum eldsins
og ná fólki út úr húsinu og var
slökkvistarfi lokið um einni og
hálfri klukkustund síðar. Einn
maður var fluttur á sjúkrahús
vegna gruns um reykeitrun, en
hann var í herbergi því sem talið
er að kviknað hafi í.
Að sögn lögreglunnar þurftu
allir íbúar hússins að flytjá úr
því, þar sem það var talið óíbúðar-
hæft um sinn. Eldsupptök voru
ókunn í gær.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Einar Jóhannsson, Mltrúi húsameistara Akureyrarbæjar, kannar
verksummerki af völdum eldsvoðans í gærmorgun.
Hætt við alþjóðlega óperu-
uppsetningu á Listahátíð
Heimsfrægir listamenn höfðu samþykkt að taka þátt í sýningunni
Mafían er líka hér
►Kristján Jóhannsson, óperu-
söngvari segir frá sigrum erlendis
og ósigrum heima fyrir/10
Konur fjárfesta
í konum
►Helga Thorberg ræðir um undir-
búning að stofnun kvennabanka á
íslandi og greint frá skiptum skoð-
unum á slíkri stofnun/12
Víxlararnir í helgi-
dómnum
►Um eyrnamerkta og lífseiga
skattheimtu/16
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-24
Smiójan
►Gömul húsgögn „antik” III/2
Fasteigna-
markaðurinn
►Uppbygging að hefjast á nýju
íbúðarsvæði í Garðabæ /10
Hýbýli/Garður
►Lýsing og lagnir/18
HÆTT var við alþjóðlega uppsetningu á óperunni Manon Lescaut
eftir Puccini á Listahátíð í vor. Heimsþekktir óperusöngvarar höfðu
samþykkt að taka þátt í sýningunni, fyrir milligöngu Kristjáns Jó-
hannssonar óperusöngvara sem einnig ætlaði að syngja í óperunni.
Kristján Jóhannsson segir í sam-
tali við Morgunblaðið að óskað
hafi verið eftir því við hann að finna
listamenn í þessa sýningu og hefði
hann haft samband við ýmsa sem
samþykktu að vera með. Þar á
meðal voru óperusöngkonumar
Renata Scotto og Natalia Rom og
stjórnandi Scala-óperunnar, Alfieri.
Kristján segir, að allir þessir
listamenn hefðu verið búnir að fá
staðfest frá Listahátíð að af þessu
yrði, en síðan hafi verið hætt við
allt saman. Hann segist ekki vita
nákvæmlega hvað hafi gerst, en
segist hafa lúmskan grun um að
verkið hafi verið stöðvað vegna
þess að ýmsir aðilar hafi hreinlega
ekki viljað að svona alþjóðleg sýn-
ing væri flutt á íslandi.
Valgarður Egilsson, formaður
framkvæmdastjómar Listahátíðar,
sagði við Morgunblaðið að sl. sumar
hafi verið gengið frá því að Kristján
Jóhannsson flytti 4. þátt Manon
Lescaut á lokatónleikum Listahátíð-
ar. Upp úr því hefði sprottið sú
hugmynd að færa þessa ópera upp
í heild og í október hefðu ýmsar
menningarstofnanir tekið þátt í að
skoða þá hugmynd að þær tækju
höndum saman um verkefnið.
Valgarður sagði að menn hefðu
verið orðnir vongóðir um að þetta
tækist. Kannað hefði verið hjá erl-
endum umboðsmönnum hvort
ákveðnir listamenn væm tiltækir,
og Listahátíð hefði verið búin að
senda umboðsmönnum þriggja
skeyti til til staðfestingar á því að
óperan yrði sett upp. Það hefðu þó
ekki liðið nema 3-4 dagar þar til
sömu aðilum var tilkynnt að af
f lutningi óperunnar gæti ekki orðið.
Valgarður sagði að ástæðan hefði
verið sú að þegar á átti að herða
sáu nokkrar stofnanir sér ekki fært
að taka þátt. Þá hafi verið fyrirsjá-
anlegt að mikil hleðsla yrði á sviði
Borgarleikhússins á þessum tíma
og ljóst að óperuuppfærslan hefði
orðið mjög erfjð.
Kristján Jóhannsson segist vera
bæði sár og reiður vegna þessa.
Þetta mál hafi gert honum mikinn
óleik gagnvart þeim listamönnum
sem hann hafi verið búinn að út-
vega, og þetta sé í síðasta skipti
sem hann taki svona verkefni að
sér fyrir íslendinga.
Valgarður Egilsson sagði að hafi
þetta valdið Kristjáni óþægindum
erlendis sé það auðvitað mjög leitt.
En eftir standi upphaflega áætlunin
um að Kristján syngi lokatónleika
Listahátíðar.
Sjá viðtal við Kristján Jóhanns-
son óperusöngvara bls. 10-11.
Hafiiarfjarðarkirkja
í messutilkynningum í gær féll
niður nafn Hafnaríjarðarjcirkju. Þar
verður sunnudagaskóli kl. 11 og
messa og altarisganga kl. 14. Prest-
ur er sr. Gunnþór Ingason.
Það kostar 2.350 til 3.650 kr.
að láta skoða fjölskyldubílinn
74 verkstæði g-eta séð um endurskoðun
ÞEGAR farið er með bíla undir fimm tonna eigin þunga í skoðun
þarf að greiða 2.350 króna skoðunargjald samkvæmt gjaldskrá
Bifreiðaskoðunar íslands hf. fyrir þetta ár. Reykvíkingar og
aðrir sem láta skoða bílinn í skoðunarstöðinni við Hestháls greiða
að auki 350 króna gjald fyrir mengunarmælingu. Standist bíllinn
ekki skoðun, er gefínn frestur til að lagfæra það sem aflaga fer
og koma innan þess tima með hann í endurskoðun, hún kostar
950 krónur. Oftar á ekki að þurfa að skoða hvern bíl að öllu
jöftiu og getur gjaldið fyrir skoðunina því verið á bilinu 2.350
króíiur til 3.650 að meðtöldu mengunargjaldi og endurskoðunar-
gjaldi.
Endurskoðunin þarf ekki að
_fara fram hjá Bifreiðaskoð
un íslands. 74 verkstæði víðs
vegar um landið hafa heimild til
að endurskoða bíla. Bíl, sem ekki
fær skoðun í skoðunarstöð, getur
eigandinn því
farið með á eitt-
hvert þessara
verkstæða, látið
þar gera við,
fengið endur-
skoðun á sama
stað og er þá um leið með lögleg-
an og skoðaðan bíl, laus allra
mála þar til að ári liðnu, komi
ekkert fyrir bílinn.
Verkstæðin eiga ef til vill eftir
að verða fleiri, en þau þurfa að
hafa ákveðinn lágmarks tækja-
búnað og mannskapurinn þarf að
uppfylla kröfur um hæfni, til að
verkstæðið fái viðurkenningu.
Þessi viðurkenndu verkstæði
dreifast misjafn-
lega um landið og
í þessum efnum
búa íbúar Suð-
vesturhomsins
ekki betur en
landsbyggðar-
menn. Akureyringar eru reyndar
best settir allra, með tólf viður-
kennd verkstæði, eða eitt af hverj-
um_ sex.
Á höfuðborgarsvæðinu, að
Mosfellsbæ meðtöldum, em tólf
verkstæði. Vestlendingar geta leit-
að á sjö staði, alla á Akranesi eða
í Borgamesi og Borgarfirði. Á
Vestfjörðum eru fimm, eitt á Pat-
reksfirði, tvö á ísafirði og Bolung-
arvík. Húnvetningar og Stranda-
menn geta leitað til verkstæða á
Borðeyri, Hvammstanga og tvö
eru á Blönduósi. Skagfirðingar
hafa um að velja Sauðárkrók eða
Hofsós, tvö verkstæði á hvorum
stað, tvö eru á Siglufirði og eitt á
Ölafsfirði.
Sem fyn- segir hafa tólf verk-
stæði á Akureyri heimild til endur-
skoðunar og að auki eru við Eyja-
fjörðinn þijú til viðbótar á Ar-
skógsströnd og Dalvík. í Þingeyj-
arsýslum eru fimm, þar af tvö á
Húsavík, á Austurlandi suður að
Höfn í Hornafirði eru síðan sjö,
þar af tvö á Egilsstöðum og eitt á
Höfn.
Sjö viðurkennd verkstæði em
einnig á Suðurlandi og þijú eru í
Vestmannaeyjum. Loks eru tvö á
Suðurnesjum, bæði í Keflavík.
Af þessari upptalningu má sjá,
að víðast hvar á landinu geta
menn átt þess kost að fara með
bíla sína á viðurkennd verkstæði
til endurskoðunar, ef þörf krefur,
og ættu því að vera lausir mála
að því loknu. Hins vegar getur átt
sér stað, ef leitað er til verkstæða
sem ekki hafa heimild til endur-
skoðunar, að í ljós komi við endur-
skoðun í skoðunarstöð að verkið
hafi ekki verið unnið sem skyldi
og þá getur farið að kárna gama-
nið. Sárreiður bíleigandi hafði
samband við Morgunblaðið og
sagðist hvað eftir annað hafa farið
á milli verkstæðis og skoðun-
arstöðvar. Skoðunarmenn dæmdu
ávallt að viðgerð væri ábótavant,
en verkstæðismenn stóðu á því
fastar en fótunum að ekki væri
hægt að gera betur og neituðu á
endanum að gera meira. Kostnað-
urinn var orðinn himinhár, að
bíleigandanum fannst, og skapið
komið í dýpstu lægð. Þegar Karl
Ragnars framkvæmdastjóri Bif-
reiðaskoðunar var spurður hvort
svona gæti átt sér .stað, svaraði
hann því til, að í öllu falli ætti
slíkt ekki að þurfa, því að ef menn
leita endurskoðunar á viðurkenndu
verkstæði er viðgerðin þar, og
skoðunin, endanleg.
BflKSVIP
eftir Þórhall Jósepsson
í byltingu gleðinnar
►Vilborg Harðardóttir skrifar um
jól og áramót í Prag, þar sem
Tékkar fögnuðu nýfengnu frelsi
og nýjum forseta/1
íslensk leikfímidrottn-
ing í Ameríku
►Rætt við Hönnu Ólafsdóttur
Porrest/14
Útlönd
► Umdeilt morðmál veldur upp-
námil Boston í Bandaríkjunum/16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Fjölmiðlar 18c
Dagbók 8 Minningar 20
Hugvekja 9 Kvikmyndir 22c
Leiðari 18 Dægurtónlist 23c
Helgispjall 18 Myndasögur 24c
Reykjavíkurbréf 18 Brids 24c
Fólk í fréttum 30 Skák 24c
Karlar 31 Stjömuspá 24c
Útvarp/sjónvarp 32 Menningarstr. 25c
Gárur 35 Bió/dans 26c
Leiklist 7c Velvakandi 28c
Mannlífsstr. 8c Samsafnið 30c
Minningar 12c Bakþankar 32c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2—6—BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4