Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR/YFIRLIT
MOROONBLAÐIÐ' SONNUDAGUR 28. JANÚAK 1990
ERLEIMT
INNLENT
Samningar
sagðir geta
strandað á
ríkinu
Guðmundur J. Guðmunds-
son, formaður Verkamannasam-
bandsins, segir að kjarasamning-
ar geti strandað ef ríkið er ekki
tilbúið að leggja sitt af mörkum
til þeirra. í viðræðum ASÍ og VSÍ
hefur verið hart deilt um kaup-
tryggingu og endurskoðunará-
kvæði.
Fiskveiðiárinu breytt
Samstarfsnefnd um stjómun
fiskveiða hefur náð samkomulagi
um að leggja beri niður veiðar
eftir sóknarmarki og að fiskveið-
iárið verði frá 1. september og til
loka ágúst. Með þessu á að draga
úr árstíðabundnu atvinnuleysi er
líða fer að jólum og draga úr líkum
á mikilli veiði yfir sumarmánuð-
ina.
Bretinn fannst látinn
Stephen Reader, brezki fjall-
göngumaðurinn, sem leitað hafði
verið í marga daga, fannst látinn
um 400 metra frá bænum Hof-
garði. Hann hafði orðið úti á leið
til bæjarins, en hafði ætlað sér
að ganga á Hvannadalshnúk.
Skárra atvinnuástand
Útlit er fyrir að atvinnuástand
sé skárra það sem af er janúar-
mánuði en spáð hafði verið. Þjóð-
hagsstofnun hafði spáð 4-5% at-
vinnuleysi, en það virðist talsvert
minna.
Sal Þjóðleikhússins
verður breytt
Ákveðið hefur verið að breyta
ERLENT
Vopnahlé í
Kákasus-
löndunum
Armenar og Azerar sem borist
hafa á banaspjót að undanfömu
sömdu um vopnahlé á fimmtudag
en óvíst er hversu lengi það end-
ist. Einn af forystumönnum Þjóð-
fylkingar Azera hótaði Míkhaíl
Gorbatsjov ástandi eins og í Afg-
anistan yrði sovéski herinn ekki
á brott.
Valdaeinokun kommúnista
afinumin
Flokksþing júgóslavneska komm-
únistaflokksins samþykkti á
mánudag að breyta landslögum á
þann veg að numið yrði úr gildi
ákvæði um valdaeinokun flokks-
ins. Slóvenskir kommúnistar vildu
ganga enn lengra og leggja f lokk-
inn niður í núverandi mynd. Þegar
tillaga þeirra fékkst ekki sam-
þykkt gengu þeir af fundi og mfu
síðan formleg tengsl við skoðana-
Baráttan gegn hungri í Þriðja heiminum:
Fjárhagsstuðningur oft
áhrifaríkari en matvæli
UNDANFARNA tvo áratugi hefur hungursneyð orðið 2 — 3 millj-
ónum manna að fjörtjóni í heiminum og nú eru blikur á lofti í
Eþíópíu og Súdan. Árið 1973 týndu nær 200 þúsund manns lífi í
Wollo-héraði í Eþíópíu og hálf milljón dó úr hungri á Sahel-
svæðinu við suðurjaðar Sahara-eyðimerkurinnar í nokkrum
ríkjum Norður-Afi-íku. 1974 féll 'ein milljón í hungursneyð í
Bangladesh og 1985 hálf til ein milljón í Eþíópiu og Súdan. Ríkis-
sljórnir og alþjóðlegar hjálparstofiianir reyndu að koma í veg
fyrir mannfall með matarsendingum. Því er nú haldið firam að í
mörgum tilvikum hefði verið hægt að bjarga fleiri mannslífum
með því að senda nauðstöddum peninga í stað matar.
Ljóst er að matvæli koma yfir-
leitt of seint á staðinn til að
komið verði alveg í veg fyrir
dauðsföll. Matvælagjafimar
skaða oft þá bændur í viðkomandi
löndum sem eru aflögufærir; þeir
geta ekkert selt af afurðum sínum
því að markað-
urinn er mett-
aður. Sumir
þeirra fara á
vonarvöl og
landið verður
enn háðara
vestrænni aðstoð en fyrr.
Amartya Sen við Harvard-
háskólann bandaríska og Jean
Dreze við London School of Ec-
onomics leggja til í nýrri bók,
„Hunger and Public Action,“ að
meiri áhersla verði lögð á að gefa
hungruðu fólki reiðufé. Það myndi
hækka verð á matvælum í
landinu, hvetja til meiri innflutn-
ings á þeim og aukinnar innan-
landsframleiðslu. Mun auðveldara
sé að dreifa fjármunum en mat
og slíkur stuðningur valdi minni
röskun á efnahag þjóðarinnar en
matvælasendingar. Fjárstuðning-
ur komi þó aðeins að notum þeg-
ar til sé nóg af mat í umræddu
landi, utan sjálfra hungursvæð-
anna, og hægt sé að kaupa hann
og selja á sæmilega fijálsum
markaði. Markaðsviðskipti séu
heppilegasta leiðin til að dreifa
matnum.
Tekið er dæmi af neyðinni í
Eþíópíu 1973. Matvælaframleiðsl-
an í landinu í heild var nokkurn
veginn hin sama og næstu ár á
undan. í Wollo-héraði snarminnk-
aði hún á hinn bóginn og þar var
neyðin langmest. Flest fóm-
arlömbin voru smábændur og
skyldulið þeirra. Þeir gátu yfir-
leitt rétt hjarað á eigin fram-
leiðslu en þegar framleiðslan
minnkaði skyndilega áttu þeir
enga peninga til að kaupa sér
mat. Það var nóg til af komi í
öðrum hémðum og vegir til og
frá Wollo vom opnir. Nokkrir
bændur í Wollo vom meira að
segja aflögufærir og seldu dálítið
til annarra héraða.
1974 var matvælaframleiðslan
í Bangladesh meiri en hún var að
jafnaði næstu fjögur ár á undan.
MikiL flóð að
loknum upp-
skemtímanum
ollu hins vegar
atvinnuleysi og
tekjur dag-
launamanna á
búgörðum Iækkuðu. Hræðslan við
lélega uppskeru næsta ár varð til
þess að hækka verð á hrísgrjón-
um. Hungursneyð reið yfir vegna
þess að fjöldi fólks hafði einfald-
lega ekki efni á að kaupa sér mat.
Höfundar viðurkenna að borg-
arastyijöld, spilling embættis-
manna o. fl. geti að sjálfsögðu
hindrað viðskipti milli héraða og
þá geti fjárstuðningur orðið til
einskis. Þar sem spilling er alls
ráðandi hefur aðferðin einnig
ákveðinn galla; það er enn auð-
veldara fyrir gráðuga embættis-
menn að stela fé en matarsending-
um.
Á Indlandi hefur að mestu tek-
ist að komast hjá stórfelldri hung-
ursneyð frá því ríkið varð sjálf-
stætt fyrir fjómm áratugum. Þar
er þurfandi fólki mjög oft rétt
hjálparhönd með því að greiða því
laun fyrir störf við opinberar
framkvæmdir þegar matarskortur
er yfirvofandi. Komuppskera
minnkaði um 60% eitt árið í sam-
bandsríkinu Maharashtra, mun
meira en á Sahel-svæðinu 1973.
Fimm milljónum manna í ríkinu
var útveguð vinna og fólkið gat
þá keypt matvæli frá nærliggjandi
ríkjum; matvælaneysla í
Maharashtra minnkaði aðeins um
10% og lítið var um hungur. Svip-
uðum aðferðum var beitt með
góðum árangri er þurrkar heijuðu
í Afríkuríkinu Botswana 1983 —
1984 og framleiðsla minnkaði um
Kát móðir í Eþíópíu með soninn
á handleggnum. Myndu fleiri
halda lífl og heilsu í Þriðja
heiminum ef ríkar þjóðir sendu
þurfandi fólki fremur reiðufé
en mat?
17%, einnig á Grænhöfðaeyjum
við vesturströnd Afríku síðustu
15 árin. I síðarnefnda landinu
féll fimmtungur þjóðarinnar úr
hungri árið 1948.
Hannes Hauksson, fram-
kvæmdastjóri Rauða krossins á
íslandi, segir að menn hjá hjálpar-
stofnunum séu meðvitaðir um
þann vanda, sem Dreze og Sen
benda á, þegar skipulögð sé neyð-
araðstoð. „Reynt er að koma í veg
fyrir að birgðir hrúgist upp í lönd-
unum þar sem neyðin ríkir, reynt
að kaupa allt sem hægt er að fá
í viðkomandi landi til að eyði-
leggja ekki heimamarkaðinn. Hins
vegar er töluverður munur á því
hvemig stofnanir eins og Rauði
krossinn starfa annars vegar og
hins vegar ýmsar ríkisstjórnir
þegar þær aðstoða yfirvöld í þurf-
andi löndum. Það er allt annar
handleggur, við höfum auðvitað
engin áhrif á slíkt,“ sagði Hann-
es. Sigríður Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, segir ljóst að oft
séu samgöngutæki og vegir í þró-
unarlöndunum í svo lélegu ástandi
að verslun milli landshluta verði
naumast komið við. Peníngaað-
stoð geti haft þær slæmu auka-
verkanir að verðbólga vaxi í
landinu og því megi ekki gleyma
að víða séu peningaviðskipti lítt
tíðkuð; vöruskipti séu reglan.
(Heimild: The Economist).
BAKSVIÐ
eftir Kristján Jónssott
Evrópubandalagið:
Nemendaskipti og þjálfun
fyrir Pólverja og Ungverja
Miðstöð starfsþjálfunarnámskeiða verður í Berlín
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópubandalagsins (EB) samþykkti á
flmmtudag tillögur um að setja á fót stofnanir til að skipuleggja
ánnars vegar þátttöku háskólanema og kennara frá Ungverjalandi
og Póllandi í háskólastarfi aðildarríkja EB og hins vegar starfs-
þjálfun í bandalagsríkjunum.
sal Þjóðleikhússins eins og tillaga
byggingamefndar gerði ráð fyrir
og verða efri svalimar fjarlægðar.
Ólafiir Ragmar líkir
sjálfstæðismönnum við
stjórn Ceaucescus
Ólafur
Ragnar
Grímsson
fjármálaráð-
herra líkti
Davíð Odds-
syni við aust-
ur-evrópskan
kommúnista-
foringja og meirihluta sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík kallaði hann
„ceaucescuískt valdakerfi Sjálf-
stæðisflokksins". Davíð Oddsson
borgarstjóri segir að tungan í fjár-
málaráðherra hlaupi mflur á und-
an heilabúinu.
Orkuskattur myndi hækka
orkuverð um 30%
Forráðamenn orkufyrirtækja
segja að frumvarp fjármálaráð-
herra um tekjuskatt á fyrirtækin
geti valdið allt að 30% hækkun á
raforkuverði til almennings, verði
það að lögum óbreytt. Bæði fjár-
málaráðherra og viðskiptaráð-
herra telja eðlilegt að fmmvarpið
verði endurskoðað.
AJdrei meiri mengun
Um miðjan desember mældist
meiri mengun en nokkru sinni
fyrr við Miklatorg í Reykjavík.
Andri fær engan kvóta
Andri I, skip ÍSÚF, fær ekki
þorskvinnslukvóta undan strönd-
um Alaska á þessu ári. Útgerð
skipsins hyggst reyna að vinna
kola í staðinn.
bræður í öðrum lýðveldum Júgó-
slavíu.
Þjóðarráðið býður fram
Þjóðarráðið í Rúmeníu sem far-
ið hefur með völd síðan Nicolae
Ceausescu var steypt tilkynnti á
þriðjudag að því yrði breytt í f lokk
sem býður fram í kosningunum í
maí. Stjómarandstæðingar
brugðust ókvæða við þessari yfir-
lýsingu og sögðust efast um að
kosningamar yrðu fijálsar. Þegar
Þjóðarráðið tók við völdum var
því lýst yfir að það starfaði ein-
ungis til bráðabirgða og yrði leyst
upp eftir kosningamar. Einn
kunnasti andófsmaður landsins,
Doina Cornea, sagði sig úr ráð-
inu og sakaði kommúnista um að
reyna að ná völdum þar á ný.
Neitunarvaldi Bush
ekki hnekkt
Við atkvæðagreiðslu í öldunga-
deild Bandaríkjaþings á fimmtu-
dag vantaði fjögur atkvæði til að
hnekkja neitunarvaldi George
Bush Bandaríkjaforseta er hann
beitti gegn fmmvarpi um land-
vistarleyfi kínverskra náms-
manna. Daginn áður hafði full-
trúadeildin samþykkt að ómerkja
neitunarvaldið. Bush hefur beitt
sér fyrir bættum samskiptum
Kína og Bandaríkjanna og hann
óttaðist að sú viðleitni væri gagns-
laus yrði frumvarpið samþykkt.
Niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni
í öldungadeildinni þykir vemlegur
sigur fyrir Bush.
Samkvæmt samþykktunum á að
veija sem svarar einum og
hálfum milljarði íslenskra króna í
þessu skyni á þessu ári. Samþykkt-
in gerir ráð fyrir því að þeim 24
ríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD) sem tekið
hafa þátt í matvælaaðstoð við Pól-
veija og Ungveija verði boðin aðild
að verkefnunum en íslendingar telj-
ast á meðal þeirra.
Nemendaskiptaáætlunin (TEMP-
(US) verður rekin í tengslum við
sams konar áætlanir innan EB s.s.
BRASMUS og COMMETT. Höfuð-
stöðvar TEMPUS verða í Brussel
en reiknað er með því að stofnunin
taki til starfa í haust þannig að
verkefnið verði hafið strax á næsta
skólaári. Gert er ráð fyrir að á því
skólaári geti rúmlega 3.000 nem-
endur og kennarar notið góðs af
áætluninni um lengri eða skemmri
tíma.
Hlutverk Evrópsku þjálfunarmið-
stöðvarinnar verður fyrst og fremst
að koma á samskiptum á milli fyrir-
tækja og einstaklinga sem hafa hug
á starfsþjálfun innan EB og þeirra
ríkja annarra sem taka þátt í áætl-
uninni. Samtök atvinnu- og iðnrek-
enda í Evrópu, UNICB, sem íslend-
ingar eiga aðild að (VSÍ og FÍI)
hafa fyrir hönd aðildarsambanda
sinna lýst sig reiðubúin til sam-
starfs um starfsþjálfunina. Miðstöð-
in mun hafa aðsetur í Berlín og
starfa í nánum tengslum við sam-
bærilegar stofnanir þar. Reiknað
er með því að ráðherraráð EB og
Evrópuþingið afgreiði tillögurnar-
fyrir vorið.