Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990
KONUR
MUNU
stöðvar eru í New York, en útibú
eru nú starfrækt í 41 landi, og
margir hópar víðsvegar um heiminn
vinna nú að undirbúningi að stofnun
útibús í heimalandi sínu.
Alþjóðabanki kvenna starfar eftir
þeim lögum og reglum sem gilda
um banka í yiðkomandi landi, en
starfsaðferðir hans eru aðrar en
þær sem menn eiga að venjast. Til-
gangurinn er ekki sá að þjóna sjálf-
um sér með því að eignast t.d. stórt
og dýrt húsnæði heldur er tekjum
aðallega varið í ráðgjöf; ekki það
að lána sem til flestra, heldur að
lánið nýtist bæði fyrir lántakann
og bankann. Hér er um hagsmuni
beggja að ræða. Það gilda ekki
sömu reglur og hér, þar sem það
skiptir bankann engu máli hvort
lánin framlengi aðeins skuldaólina
og gjaldþrot verði stærri.
Hjá þeim kvennabönkum sem nú
þegar eru starfandi hafa skil á lán-
um verið mjög góð, því konur vita
að standi þær ekki í skilum eru þær
að rýra sjóðinn sem aðrar konur
hafa aðgang að.“
IKONUM
Markmið bankans er að gera
konur efnaðri," segir Helga.
„Því má skjóta hér inn í, að
konur inna af hendi 65% af þeirri
vinnu sem unnin er í heiminum, þær
fá 10% af þeim launum sem greidd
eftir Kristínu Marju Boldursdóttur og Svein Guðjónsson/Mynd Árni Sæberg
KONA ÚTI á landi kom til bankastjóra og bað um lán, því hún
hafði í hyggju að kaupa hárgreiðslustofú af starfsfélaga sínum
sem var að hætta rekstri. En bankastjórinn bað hana í öllum
bænum að ráðast ekki í slíka vitleysu, hún yrði bara hrukkótt
og fengi bauga undir augun. Var málið þar með afgreitt.
„Þetta var örugglega ekki illa meint,“ segir Helga Thorberg, „en
hún hefði fengið aðra afgreiðslu í Alþjóðabanka kvenna, eða
„Women’s World Banking“, sem byggir lánaviðskipti sín á öðrum
grundvelli en þeim sem almennt tíðkast.“
I tvo mánuði hafa Helga Thorberg og hópur kvenna kannað
möguleika á að gerast aðilar að þessari alþjóðlegu bankastarf-
semi kvenna, sem einkum mundi þjóna þeim konum sem hygðust
heQa atvinnurekstur eða stunda hann nú þegar.
H
„KONUR HAFA EKKERT
VAL LENGUR, ÞJER
VERDA AO TAKA EFNA-
HAGSMÁLIN í SÍNAR
HENDUR," SEGIR HEL6A
THORBERG SEM HEFUR
ÁSAMT HÓPIKVEHNA
KANNAB MÖGULEIKA Á
AD GERAST AOILAR AB
ALÞJÓÐLEGRIBANKA-
STARFSEMIKVENNA
elgu Thorberg hefur aldrei skort
hugmyndir þegar baráttumál
kvenna eru annars vegar. Frá því
hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla
íslands árið 1978 hefur hún skrifað
leikþætti, bæði fyrir útvarp og sjón-
varp, leikstýrt, gert sjónvarpsþætti,
skrifað bækur, tekið þátt í kosn-
ingabaráttu — allt með það fyrir
augum að skapa umræðu og beij-
ast fyrir málum kvenna. Hún hefur
aldrei gefist upp þrátt fyrir mót-
spymu, og eru störf hennar hjá
Hlaðvarpanum, félags- og menn-
ingarmiðstöð kvenna á Vesturgötu
3, gott dæmi um það. Þar er hún
nú stjórnarformaður og vill ekki
hætta fyrr en vel er farið að ganga.
Hún tekur á móti mér ária morg-
uns með morgunmatinn sinn í hend-
inni, hálfan banana, og ég rétt gef
henni kost á að koma honum niður
áður en bankaumræður hefjast.
Eg hafði lengi hugsað um kvenna-
banka, en það var fyrir stuttu
sem ég komst að því að slíkar
bankastofnanir væru reknar erlend-
is,“ segir Helga.
Hún segir mér, að fyrir sextíu
árum þégar óalgengt var að konur
störfuðu utan heimilis, var stofnað-
ur félagsskapur í Bandaríkjunum
sem heitir „Business and Profess-
ional Women“. Tilgangur hans var
að styrkja stöðu kvenna sem fóru
út á atvinnumarkaðinn. Hér á landi
starfa nú 60 konur í þessum félags-
skap og hefur Helga verið formaður
hans síðustu tvö árin.
Á aðalfundi sem haldinn er á
tveggja ára fresti með konum frá
76 Iöndum, sá Helga auglýstan fund
með Michaelu Walsh, forseta
„Women’s Werld Banking", eða
Alþjóðabanka kvenna, sem er með
höfuðstöðvar sínar í New York.
„Ég flaug til Bahamaeyja í októ-
ber sl. og sótti fundinn til að kynna
mér starfsemi bankans og ræddi
við forseta hans,“ segir Helga.
„Women’s World Banking" var
stofnaður fyrir tíu árum, í kjölfar
kvennaáratugarins, og naut fjár-
hagslegrar aðstoðar bandarísku
ríkisstjómarinnar í þijú ár. Höfuð-