Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 13
f"
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990
eru, og eru skráðar fyrir 1% af eign-
um. Þetta eru dapurlegar tölur.
Konur sem vilja stofna fyrirtæki
og vantar lán, verða fyrst að sann-
færa bankann um að hér geti verið
um arðvænlegt fyrirtæki að ræða.
Bankinn veitir konunni ráðgjöf, og
aðstoðar hana og undirbýr jarðveg-
inn ef hugmyndir konunnar eru
góðar.
Lánasamningur er síðan þríþætt-
ur, aðalbankinn í New York tekur
50% áhættu, staðarbankinn 25% og
iánþegi 25%. Stundum tekur bank-
inn alfarið áhættuna, því unnið er
út frá þeirri staðreynd að konur eru
eignalausar.“
— Koma karlmenn hvergi ná-
lægt?
„í aðalbankanum sitja karlmenn
í sjóðsstjóm, en það eru konurnar
í staðarbönkunum sem taka ákvörð-
un um lán.“
— Hvað um almenn viðskipti,
gæti ég t.d. ekki lagt inn á bók og
fengið síðan lán hjá kvennabankan-
um þótt ég hefði ekki stofnun fyrir-
tækis í huga?
„Þannig hefur það ekki verið, en
við stofnun nýs banka er alltaf tek-
ið mið af aðstæðum í hveiju landi
fyrir sig. Undirbúningur að stofnun
hvers banka getur tekið tvö ár. Hér
á landi hefur nú tólf manna áhuga-
hópur unnið að undirbúningi og
öflun upplýsinga í tvo mánuði.
að búast frá körlum. Eflaust sitja
margar konur og bíða þess að ein-
hverjum karlmanni detti í hug að
fá lán til að endurlífga þessi fyrir-
tæki. En því gera þær það ekki
sjálfar? Þær hljóta að geta fram-
leitt seljanlega vöru. Konur þurfa
að geta stjórnað atvinnu sinni og
ekki síst eignast ágóðann af vinnu
sinni.
Þær hafa reynt margar leiðir til
að bæta kjör sin, hafa alltaf verið
jákvæðar og reiðubúnar til að auka
menntun sína. Ágætt dæmi um það
er Fósturskólinn sem lengdi námið
í 4 ár að loknu stúdentsprófi, og
konur tóku því sem sjálfsögðum
hlut, meðan Lögregluskólinn sem
hefur nú lengi verið dæmigerður
„karlaskóli“ hefur lítið lengt náms-
tímann, og heldur ekki gert meiri
námskröfur.
Aukin menntun hefur ekki skilað
konum hærri launum. Bættur efna-
hagur þjóða hefur ekki gert konur
auðugri. Þá bendir ekkert til þess
að konur muni hagnast á samein-
ingu hinna stóru efnahagssvæða
EFTA og Evrópubandalagsins.
Ég held að konur hafi ekkert val
lengur. Þær verða að taka efna-
hagsmálin í sínar hendur. í öllum
löndum var sagt, að það væri ekki
hægt að stofna kvennabanka, en
alls staðar gekk það og ætti að
verða enn auðveldara í framtíðinni,
Helga Thorberg á ráðstefnu hjá „Women’s World Banking“ sem
haldin var á Bahamaeyjum í október sl.
þar sem nú er að losna um allar
hömlur á sviði efnahagsmála.“
Ég spyr Helgu nánar út í það
hvernig undirbúningi að stofnun
kvennabanka sé háttað og hver
staðan sé um þessar mundir.
„í fyrsta lagi þurfum við að
kanna hvers konar bankastarfsemi
hentar okkur best, og síðan að safna
lágmarkshlutafé, sem er ekki stór
upphæð. Það er ekki neitt stórmál
að tengjast aðalbankanum og miklu
fjármagni. Til dæmis upplýsti for-
seti „Womens’s World Banking",
að þær væru að leita að konum sem
gætu þegið fjárhagslegan styrk.
Hér var um 10 milljónir dala að
ræða sem átti að skipta á 5 staði.
Þær voru komnar með tvo lánþega,
og auglýstu eftir þremur sem gætu
þegið 2 milljónir dala, eða 120 millj
ónir íslenskar.
Bankakerfið á íslandi er dýrt og
fólk er ekki ánægt með starfsemi
bankanna. En það er nú svo undar
legt að f lestir starfsmenn bankanna
eru konur, eða 80 til 90 prósent.
Það hefur orðið hljóðlát bylting í
bönkunum eins og í skólunum, kon-
ur eiga bara eftir að taka efri hæð-
ina.“
Michaela Walsh forseti „Women’s
World Banking“.
Þetta eru allt konur úr hinum ýmsu
atvinnustéttum, m.a. er ein ráðgjafi
um stofnun fyrirtækja, önnur lög-
fræðingur, káupkonur, konur í inn-
flutningi, og'svo mætti lengi telja.
Þessa stundina er verið að vinna
úr upplýsingum og gögnum frá
Svíþjóð, en þar mun sennilega fyrsti
kvennabankinn á Norðurlöndum
taka til starfa.
Við viljum fá til liðs við okkur
konur sem áhuga hafa á að efla
efnahag og atvinnulíf kvenna.“
Ifyrstu fannst mér ekki þörf á
kvennabanka hér, allar konur
geta fengið lán, hugsaði ég. En
í ljósi alvarlegs atvinnuleysis sem
hér ríkir meðal kvenna, og má í því
sambandi t.d. nefna konur á sauma-
og pijónastofum, sem hafa verið
atvinnulausar mánuðum saman, fór
ég að endurskoða afstöðu mína.
Atvinnuástand kvenna hér á landi
er mjög alvarlegt og það er við litlu
Mestum tíma sínum hefur Helga
varið í að beijast fyrir málefn
um kvenna, og ég spyr hana
hvernig standi á þessum brennandi
áhuga?
„I forsetakosningunum þegar
Vigdís var kosin vorum við konur
brýndar til hins ýtrasta. Þegar hin
nýja kvennahreyfing kom fram:
sem sagði að við konur værum
góðar eins og við værum, þá var
það eins og orðað fýrir mig. Við
þyrftum ekki að vera múrarar eða
trésmiðir til að vera gjaldgengar.
Við höfðum rekið heimili og þurft
að huga að öllum mannlegum sam
skiptum í gegnum tíðina. Ég féll
VISSULEGA ÞORF FYRIR
SVOHA SIOFNUH
- segir Guðný Guðmundsdóttir kaupkona
„ÉG ER mjög fylgjandi hug-
myndinni og myndi að sjálf-
sögðu skipta við kvennabanka,
eða hvern þann banka þar sem
kona væri bankastjóri," sagði
Guðný Guðmundsdóttir kaup-
kona.
Það er vissulega þörf fyrir svona
stofnun hér á landi, ekki vegna
þess að konur geti ekki fengið lán
í bankakerfinu eins og það er,
heldur fyrst og fremst til að efla
áhrif þeirra í viðskiptalífinu. Áhrif
kvenna á fjármögnun og fjár-
magnsstreymi eru hverfandi og ég
vil leggja mitt að mörkum til að
konur hafi meira að segja um
hreyfingu fjármagns og notkun á
fjármagni og hvemig það er skipu-
lagt. Það hafa þær ekki eins og
málin standa í dag, hvergi í heimin-
um. Hugmyndafræðin á bak við
þennan banka virðist vera allt önn:
ur en í hefðböndnum bönkum. í
kvennabankanum dreifist ábyrgð-
in
en lántaki verður að sýna fram á
að hugmyndin hafi hagnýtt gildi.
Eins og bankakerfið hjá okkur er
nú er eina skilyrðið fyrir láni að
menn leggi fram veð. Samkvæmt
opinberum skýrslum eiga konur
aðeins 1% af skráðum eignum í
heiminum þannig að þeim em aug-
ljóslega skorður settar hvað veðin
varðar. Þær þurfa því líklega að
fá veð í eignum karla til að taka
lán og fara síðan til karlbanka-
stjóra til að fá lánið. Þetta er auð-
vitað óeðlilegt því konur em nú
þegar orðnar virkir þátttakendur
í viðskiptalífinu og þar af leiðandi
ættu þær að hafa meiri áhrif á
notkun peninga. Þetta em meðal
annars rökin fyrir þvf að ég er
ákaf lega spennt fyrir hugmyndinni
um sérstakan kvennabanka. Eins
og málin standa í dag verða konur
hreinlega að gerast karlar til að
komast áfram í viðskiptalífinu og
ég vil stuðla að því að forða þeim
frá því, enda hafa karlar gert svo
margar -vitleysur í stjómun pen-
ingamála. Konumar þurfa hins
vegar að hafa áhrif sem víðast á
eigin forsendum,“ sagði Guðný
Guðmundsdóttir.
SVONA HUGMYNDIR ERII
NIDRANDi FYRIR KONUR
- segir Hjördís Gissurardóttir kaupmaður
„ÉG ER hlynnt jafiirétti kynj-
anna og er því andvíg slikum
huginyndum um sérstakan
banka fyrir konur. Það væri
kannski þörf að setja upp sér-
stakar deildir fyrir þroskahefta
í bönkunum, en ég held að kon-
ur almennt séu fullfærar um að
bjarga sér í bankakerfinu eins
og það er nú,“ sagði Hjördís
Gissurardóttir, kaupmaður í
Benetton.
Eg flutti eitt sinn fyrirlestur á
ráðstefnu hjá Atvinnumála-
nefnd Reykjavíkurborgar þar sem
bankastarfsmaður sat fyrir svömm
og þar bar ein konan fram þá fyrir-
spurn hvort ekki væri hægt að
setja á stofn deildir í bönkunum
sem sérhæfðu sig í þjónustu við
konur. Mér fannst þetta og finnst
enn alveg út í hött. Svona hug-
myndir eru bara niðrandi fyrir
konur. Hvort sem konur ætla sér
út í pólitík eða viðskipti þá verða
þær að geta staðið sig til jafns við
karlmenn án þess að njóta ein-
hverrar sérstakrar fyrirgreiðslu
eða aðstoðar fram yfir þá. Ég
myndi ekki skipta við svona
kvennabanka enda hef ég ekkert
út á bankann minn að setja. Ég
skipti við Sparisjóð Reykjavíkur
og nágrennis og hef aldrei orðið
að gjalda þess þar að ég er kona,“
sagði Hjördís Gissurardóttir.
einnig fyrir þeirri hugmynd að kon-
ur byðu fram sjálfar.“
- Hvað er það sem rekur þig
áfram?
Hún horfir íhugul á mig og basl-
ar við að koma kambi í ljósa hárið:
„Sennilega það að ég fæ ekki áhuga
á neinu öðru.“
— Þú notar oft sterkasta vopnið?
„Hláturinn? Þú nærð betur til
fólks ef þú ert skemmtileg. Senni-
lega skrifa ekki allir karlay undir
það að ég sé skemmtileg. Ég man
eftir ágætu dæmi úr.fyrstu kosn-
ingabaráttu Kvennaframboðsins.
Þá stóð ég nálægt Hlemmi og
var að selja kosningablað fyrir smá-
pening, ætlaði að vera_ ákaflega
settleg og pen eins og eg hélt að
konur í framboði ættu að vera.
Gengur þá karl framhjá mér og ég
býð honum glaðlega blaðið, en hann
hreytir í mig: Þið þessar kerlingar!
Mikið er ég orðinn þreyttur á þessu
kerlingakjaftæði!
Við þessar móttökur gleymdi
frambjóðandinn fyrri ásetningi, elti
karlinn yfir götuna og hrópaði á
eftir honum: Þú orðinn þreyttur!
Hvað mættum við þá segja, búnar
að hlusta á þetta karlaraus stilltar
og prúðar öldum saman, búnar að
lesa eftir þá heilu veggjasamstæð-
urnar, og svo væri hann þreyttur!
Við værum rétt að byija að tala!
Hann forðaði sér upp í næsta
strætó. Þú sérð að ég get ekki ver-
ið í framboði.“
Helga skráir sig sem nema í
símaskránni og ég spyr hana hvern-
ig standi á því?
„Jú. Ég hef oft spurt sjálfa mig,
ertu nú ekki orðin stór, Helga mín?
Hvað ætlarðu að verða? Ætlarðu
að skrifa bækur, leikstýra, eða læra
að vinna fyrir sjónvarp?
En ég hef látið markaðinn ráða
því, og er alltaf komin á kaf í verk-
efni áður en ég er búin að gera
þetta upp við mig. Sem dæmi, þá
var ég eitt sinn beðin um að gera
útvarpsþætti um konur á breytinga-
aldri. Ég ætlaði fyrst að hafna
þessu, fánnst ég ekki vita nóg um
efnið. En þegar fram kom að konur
á miðjum aldri ættu erfitt með að
fá vinnu, þá gaus upp reiðin og ég
ákvað að gera þættina.
Ég fresta alltaf þessari spurn-
ingu um það hvað ég ætla að
verða.“
Svo hlær hún hátt og mikið:
„Nú, svo gæti ég orðið bankastjóri!“
Helga segist oft hafa lent í há-
værum deilum út af kvennabar-
áttu og það hafi komið sér á
óvart hversu málstaður kvenna
mætti mikilli mótspyrnu. Ég hefði
haldið að karlamir myndu slá sér
á lær og segja: Dugnaðurinn í þessu
kvenfólki!
Oft hef ég spurt sjálfa mig hvort
ég ætti ekki að fara að skipta yfir,
hætta þessu „kerlingakjaftæði“,
þetta væri nú orðið ágætt hjá mér.
Eitt sinn sátum við Sigurður Páls-
son, góðvinur minn sem starfar hjá
sjónvarpinu, yfir kaffibolla og ég
skellti þessu fram bæði í gríni og
alvöru. Þá sagði hann: Nei, Helga
mín, allir þessir stóru listamenn
hafa verið að glíma við sama efnið
í verkum sínum, haltu þessu bara
áfram!
Og ég fór að hugsa. Hvað eru
þeir að fást við? Er það ekki lífið
og tilgangur þess, ástin, — því ekki
konur? Ekki er það verra þema.“
Þar sem við sitjum í stofunni
sjáum við inn í hið fræga eldhús
sælkerans Sigmars B. Haukssonar,
eiginmanns Helgu, og ég hef nú
svona orð á því að varla mæti hún
mótspyrnu hér heima hjá sér, mér
skiljist að það sé alltaf eldað ofan
í hana?
Helga hristir bara höfuðið:
„Eldamennska hefur ekkert með
kvennabaráttu að gera og ekki
heldur það hver strýkur yfir gólfin.
Fólk heldur að ég hafi Sigmar bara
í kvenveskinu mínu, en ég get full-
vissað þig um það að hann er hin
„besta karlremba" og ekki er ég
með hann í snyrtibuddunni minni,
svo mikið er víst. Enda væri hann
afbrigðilegur, maður af hans kyn-
slóð, ef hann væri öðruvísi.
En auðvitað blæs oft skemmti-