Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990 17 KLIPIÐ AF Litlu virðist skipta hver heldur um stjórnvölinn, þegar litið er til markaðra tekna, sem hirtar eru í ríkissjóð, enda ber Alþingi ábyrgðina. Erfitt er að reikna út nákvæmar upphæðir í þessu viðfangi, en Ólafur Ragnar Grímsson hefur þó gengið nokkru lengra en forverar sínir og munar þar mestu um stóra liði eins og tekjur af benzíngjaldi, sem renna eiga óskiptar til vegagerðarinnar og fram- lög til Framkvæmdasjóðs fatlaðra. 1990 Bjargráðasjóður Framlag fellt niöur Fer eftir veltu Fríhafnar í Leifsstöð Ferðamálaráð 48.600.000 kr. Mr,. ... /%$&■ Aðflutningsgjold RUV Renna f ríkissjóð Kvikmyndasjoður 71.000.000 kr.eða 67,45% Fiskveiðasjoður Framlag fellt niður Hafnabótasjoður 47.500.000 kr. eða 66,43% naimvvŒiiiuaajuuui aldraðra 205.000.000 kr. eða 89,13% Þjóðarbokhlaðan 67.000.000 kr. eða 25,28% Húsfriðunarsjoður 3.700.000 kr. eða 14,8% Listskreytingasjóður 10.000.000 kr.eða 43,47% af söluskattstekjum í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa einatt verið mun minni en kveðið er á um í lögum, svo hundruðum milljóna króna skiptir. I mörgum tilfellum er reyndar ekki um háar fjárhæðir að ræða, en á móti kemur að tekjustofnar margra þessara stofnana eru ekki gildir fyrir, svo að hlutfallslega er iðulega enn meiri blóðtaka á ferð- inni, en ætla skyldi við fyrstu sýn. Menning með afslætti Á hátíðastundum færast valda- menn yfirleitt allir í vöxt og ræða fjálglega um að hlú beri að menn- ingunni o.s.frv. Eigi að síður er það yfirleitt helst hún, sem látin er finna til hnífsins. í þau 10 ár, sem Kvikmyndasjóður hefur verið mark- aður tekjustofn skv. núgildandi lög- um, hefur hann aðeins einu sinni — í fjármálaráðherratíð Þorsteins Pálssonar — fengið það sem honum bar á fjárlögum. Hin níu árin hafa tekjurnar yfirleitt verið skertar um 30-40% utan 1985, þegar sjóðnum ,var bætt upp tapið með sérstakri aukafjárveitingu. Nú í ár var gert ráð fyrir því að um 95 milljónir myndu hafa fengist í kassann vegna söluskatts af kvikmyndasýningum, sem renná áttu óskertar til sjóðs- ins, en hann fær einungis 71 milljón til ráðstöfunar. Tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti kvikmyndasýninga verða ekki minni en voru af sölu- skatti. Menningarsjóður er fastur liður á dagskrá þegar einstakar skatt- tekjur eru teknar til þarfa ríkis- sjóðs, þrátt fyrir að skýrt sé á um það kveðið í lögunum, að „tekjum menningarsjóðs og þeirra stofnana, sem reknar verða á vegum hans, [megi] eingöngu verja í þágu sjóðs- ins“. Samkvæmt lögunum á árlega að renna til menningarsjóðs sér- stakt gjald af aðgöngumiðum að kvikmyndasýningúm og dansleikj- um samkvæmt lögum um skemmt- anaskatt og auk þess sérstök fjár- veiting, sem veitt er í fjárlögum hveiju sinni. Nú hefðu 10.000.000 krónur átt að renna til sjóðsins fyr- ir utan hið sérstaka framlag ríkis- ins. Þessar tíu milljónir hafa þó greinilega þótt of rausnarlegar tekj- ur því samkvæmt fjárlögunum fær sjóðurinn aðeins átta og hálfa millj- ón! Fjjöldi opinberra stoffnana og sjóóa nýtur lögum sam- kvæmt sérstakra skatt- tekna, sem þeim eru „tryggóar". Undanfarin tólf ár haf a hverjum láns- ff járlögum hins vegar fylgt ákvæói um takmarkanir á tekjum þessum. Þetta er ekki gert til þess aó létta skattaáþjáninni, heldur til þess aó ffóóra rikiskassann frekar. Ýmis menningarstarfsemi f ær tekjur af sérstökum sköttum, en þegar á reynir komast þær sjaldnast óskertar á leióarenda Skemmtanaskattur var lagóur á til þess aó af la Félagsheimilasjóói tekna. Nú er búió aó leggja sjóó- inn nióur, en skatturinn er enn innheimtur Mörgum svióur aó þurfa aó tviborga nefskatt til Framkvæmdasjóós aldr- aóra þar sem rikió stakk fyrri greióslunni i eigin vasa, en til þess aó bæta gráu ofan á svart fær sjóó- urinn ekki einu sinni seinni greiósluna aó f ullu Listskreytinga- sjóður óskertur vegna mistaka? Listskreytingasjóður var settur á laggirnar til þess að fegra um- hverfi opinberra bygg- inga og styðja við bakið á íslenskri myndlist. Árlegt framlag ríkis- sjóðs skal vera 1% álag á samanlagðar fjárveit- ingar ríkissjóðs í A- hluta fjárlaga til þeirra bygginga, sem ríkis- sjóður stendur einn að eða með öðrum. Erfitt er reyndar að henda reiður á hversu miklum fjárhæðum er varið til bygginga ríkisins á ári hverju og lögin reyndar furðuleg að því leyti að ógjörningur er að standa við þau, nema Listskreytingasjóðslið- ur frumvarpsins sé tek- inn á dagskrá eftir að búið er að afgreiða öll framlög til bygginga ríkisins og leggja þau saman! Hvað sem því líður hefði framlagið samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu átt að nema um 23 milljónum króna. Alls er framlagið tíu milljónir í ár. Burt- séð frá öllu þessu verð- ur ekki betur séð en starfsmönnum fjár- málaráðuneytisins hafi orðið á í messunni við samningu frumvarps- ins, því í vísað er í vit- lausa grein laganna um Listskreytingasjóð þeg- ar verið er að skerða framlag ríkissjóðs við hann og þannig voru lánsfjárlög afgreidd frá Alþingi! Það, sem að ofan er talið, kann mörgum þó að finnast tittlingaskít- ur. Eðlilegt sé að tilfær- ingar eigi sér stað ár frá ári, auk þess að í mörgum tilfellum séu hin upphaflegu lög svo glórulaus hvað tekju- stofna varði, að ekki sé annað en sjálfsagt að þingheimur geri þar árlegar breytingar á. En hvað um það þegar nýir skattar eru lagðir á í nafni þjóðarátaks í þágu einhvers sérlega góðs málefnis, en síðan ekki staðið við stóru orðin? Fundið fé og glötuð forsenda Félagsheimilasjóði var ætlað að styrkja byggingu hvers konar fé- lagsheimila annarra aðila en stjórn- málafélaga. Til hans átti að renna 88% skemmtanaskatts (Sinfóníu- hljómsveitin fær 10% og lögreglu- stjórar 2% í innheimtulaun), en af lögunum má helst skilja að rök- semdir fyrir innheimtu skemmtana- skatts hafi verið nauðsyn þess að styrkja félagslíf landsbyggðarinnar, sérstaklega í minni plássum, en einnig var gert upp á milli skemmt- ana eftir því hvort þær töldust vínlausar eður ei, æðri skemmtan (s.s. klassískir tónleikar og sýningar á þjóðdönsum) eða óæðri, eða hvort stiginn var dans á skemmtuninni eða ekki. Síðastliðin ár hefur ríkið yfirleitt haldið um 60-70% eftir af tekjunum. Nú bregður hins vegar svo við að samkvæmt lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga frá síðasta ári var Félags- heimilasjóður einfaldlega lagður niður, enda félagsheimili nú alfarið á vegum sveitarfélaga. Þrátt fyrir það var skatturinn ekki aflagður, heldur rennur hann nú til ríkis- sjóðs, utan þeirra 5,75 milljóna, sem Menningarsjóður félagsheimila fær, en sá sjóður lifði stóra bróður, Fé- lagsheimilasjóð, af. Þannig verður ríkissjóður 51.750.000 krónum ríkari og skemmtanaglaðir skatt- greiðendur sömu aurum fátækari. Þjóðarbókhlaðan Auk þess, sem menn greiða eign- arskatt árlega (og kaupa þannig sömu eignina tvisvar endist þeim líf og heilsa til) greiða þeir jafn- framt sérstakan eignaskattsauka, sem nemur 0,25%, en hann skal renna óskiptur til Þjóðarbókhlöð- unnar. Þetta mál fór greiðlega í _gegn um þingið á sínum tíma, enda ‘flestir sammála um að drátturinn á byggingu bókhlöðunnar væri orðinn fráleitur. Adam var þó ekki lengi í Paradís, því þegar var hafist handa við að sneiða af þessu sérstaka framlagi þjóðarinnar til menningar- arfsins. 1987 voru tekjurnar um 150 milljónir, en aðeins 45 milljónir runnu til byggingarframkvæmd- anna. 1988 voru um 170 milljónir í tekjur af eignarskattsaukanum, en aðeins 50 milljónir fóru til bygg- ingarinnar. 1989 voru tekjurnar um 240 milljónir, en framlag til bygg- ingarinnar nam 90 milljónum króna. Á þessu ári er gert ráð fyrir að 265 milljónir innheimtist með eignarskattsaukanum, en nú rennur hann í sérstakan sjóð, sem veita skal fé til byggingar Þjóðarbók- hlöðunnar og endurbóta menning- arbygginga. í fjárlagafrumvarpi lagði fjármálaráðherra til að 60 milljónir kæmu úr sjóði þessum til byggingaframkvæmda við Þjóðar- bókhlöðuna, en Happdrætti Há- skóla íslands legði til aðrar 60. Ástæða þessa var sögð sú að veita þyrfti af þjóðarframlaginu til við- gerða á ýmsum menningarmann- virkjum, sem enga bið þyldu, en -ekki voru til fjármunir til. For- mælendur og velunnarar háskólans brugðust hinir verstu við þessari uppástungu ráðherra, eins og fáum þurfti reyndar að koma á óvart. Eftir mikið japl, jaml og fuður var afráðið að Happdrættið héldi fé sínu gegn því að það fjármagnaði kaup á tölvubúnaði í bókhlaðuna þegar þar að kæmi, en heimiirværi að veita fé úr byggingarsjóðnum til menningarmannvirkjanna. Alls er reiknað með að 265 milljónir króna komi í kassann vegna skattheimt- unnar, en af þeim fara aðeins 67 milljónir til Bókhlöðunnar. Enn svindlað á nefskatti vegna Framkvæmdasjóðs aldraðra Eitt furðulegasta málið í skatt- heimtu vegna markaðra tekjustofna snertir Framkvæmdasjóð aldraðra. Þegar staðgreiðsla tekjuskatts var tekin upp var helsta markmið breyt- ingarinnar að einfalda skattheimtu — bæði til þess að gera skattborgur- um lífið léttara og minnka líkur á skattsvindli. Meðal annars voru ýmsir sérskattar af lagðir, en tekju- skattshlutfallið aukið sem því nam. Vörpuðu margir öndinni léttar yfir einfaldara skattkerfi ög því, að nú væri betur hægt að átta sig á því hversu mikið ríkið tæki í sinn hlut frá þegnunum. Dýrðin stóð ekki SJÁ SÍÐU 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.