Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.1990, Side 21
fHwjpmlii&Mto ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Störf hjá Iðntækni- stofiiun Iðntæknistofnun auglýsir í dag þrjár stöður lausar til umsóknar. í fyrsta lagi er auglýst eftir verkefnisstjóra í vöruþróun á rekstrartæknisviði, og þurfa umskækjendur eftir því starfi að hafa góða reynslu úr Islensku atvinn- ulífi, sem fengist hefur við skipulagningu og stjórnun verkefna. Þá er auglýst eftir verkfræðingi með þekkingu á ferlisfræði eða process teknik, en honum er ætlað að aðstoða iðnfyrirtæki við greiningu á framleiðsluferli þeirra. Um er að ræða nýtt starf hjá stofnuninni. Loks auglýsir plasttæknideild eftir efnaverkfræðing eða starfs- manni með hliðstæða menntun til starfa við rannsóknir, vöruþróun og starfsmenntun við verkefni sem tengjast plast-, málningar og gúmmíiðnaði. Unnið er í nánum tengslum við fyrirtæki á þessum sviðum. Gamlar virkjunar- myndir Rafmagnssveita Reykjavíkur er á höttum eftir myndum af virkjunarframkvæmdum við Elliðaárnar 1920-21 vegna minjasafns rafmagnsveitunnar sem verið er að koma upp. Óskað er eftir myndum frá byggingu stöðvarhúss, lagningu á vatnsþrýstipípu, gerð stíflugarðs, flutningi á rafvélum og frá vígslu stöðvarinnar 27. júní 1921. Þorrablót í Þórs- mörk Ferðafélagið ætlar að efna til þorrablóts í Þórsmörk um um næstu helgj. Þarna gefst tilvalið tækifæri til að kynn- ast Þórsmörkinni í vetrarbúningi. Skipulagðar verða gönguferðir á daginri en þorrablót og kvöldvaka verður á laugardagskvöldinu, þar sem Árni Björnsson, þjóð- háttarfræðingur, verður siðamaður. Bankastarfsmönnum fækkaði verulega vegna sameiningar banka. afgreiðaslusal íslandsbanka hions nýja á Akuréyri Bankastofhanir: Myndin er +ur Starfsmönnum hefur fækkað um 200frá íhaust FÉLAGSMÖNNUM í Sambandi íslenskra bankamanna fækkaði um 300 manns frá 1. október til 1. desember á síðasta ári, en í lok þess timabils voru 3.590 manns á skrá. Má ætla að um 200 manna fækkun hafi orðið vegna sparnaðaraðgerða hjá bankastofnunum og stoíhunar íslandsbanka, en um 100 sumar- starfsmenn voru enn á skrá 1. október. Enn er ekki vitað nákvæmlega hversu margir til viðbótar hafa hætt störfum fram til dagsins í dag, að sögn Einars Arnar Stefánssonar fram- kvæmdastjóra SÍB. Að undanförnu hefur stefna stærstu bankanna verið sú að segja ekki upp fólki, en ráða aftur á móti ekki í þær stöður sem losna. Um 20 bankamenn eru á at- vinnuleysisskrá um þessar mundir. Bankastofnanir greiða ekki í Atvinnuleysistryggingasjóð heldur greiða sjálfar út bætur samkvæmt sömu reglum og gilda hjá sjóðnum. Samningar bankamanna hafa verið lausir frá 1. janúar og hefur SÍB lagt fram kröfur sínar. Reiknað er með að samningafundir hefjist í næstu viku. Við sameiningu bankanna fjög- urra sem standa að íslandsbanka, voru þrjú starfsmannafélög lögð niður og nafni Starfsmannafélags Útvegsbanka breytt I Starfsmanna- félag íslandsbanka. Jafnframt voru samþykkt ný lög fyrir það félag og kosin átta manna bráðabirgðastjórn með tveimur fulltrúum frá hveijum banka. Hún undirbýr fyrsta aðal- fund félagsins sem haldinn verður um miðjan febrúar. Hjá íslands- banka hf.,starfa nú um 900 manns. Gottástandí atvinnumálum Hvammstanga ATVINNA virðist vera næg á Hvsmmstanga nú í byijun árs og skráð aðvinnuleysi í lágmarki. Mikil umsvif eru í útgerð og fisk- vinnslu en rólegra hjá saumastof- unni. Hjá Meleyri hf. er mikil vinna við rækjuveiðar og vinnslu. í gær landaði m/b Jöfur hér 50-60 tonnum af frosinni rækju. Hörpudiskvinnsla er hafin og munu 2 bátar stunda veiðarnar. Hjá saumstofunni Drífu hf. er ró- legra og vinna stopul frá áramótum. Eitthvað er þó að glaðna til að sögn framkvæmdastjóra, Þorsteins Gunn- laugssonar. Verkalýðsfélagið greiddi á árinu 1989 atvinnuleysisbætur að upphæð 10,8 millj. kr. og mest á fyrstu mán- uðum ársins. Að sögn skrifstofu- stjóra, Jóns Haukdals, er atvinnu- leysi nú óverulegt og allt annað ástand en í fyrra. Svo bíða menn bara eftir þorra- *blótinu,sem verður 10. febrúar. Karl Öll fiskvinnslu- hús eru í gangi Ólafsvík. EKKI veit ég til þess að nokkur sé á atvinnuleysisskrá í Ólafsvík núna. Nokkrir útlendingar eru hér við vinnu við beitningar og flökun og eru öll fiskvinnsluhús I gangi. Tíðin erfið þessa dagana, en ef ekki verða hindranir vegna verkfalla eða slíks horfa menn björtum augum á vertíðina. Lítið er annars um að vera í atvinnumálum-rng eru þjónustu- greinar í lágmarki. Helgi AUGLYSINGAR Borgarverkf ræðingurinn í Reykjavík Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, sími 91-18000 Laus staða hjá byggingarfull- trúanum f Reykjavík Staða byggingaverkfræðings eða bygginga- tæknifræðings hjá embætti í byggingafulltrú- ans í Reykavík er laus til umsóknar. Starfið felur í sér eftirlit með framleiðslu og niður- lögn steinsteypu í nýbyggingum í Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið gefur Hall- grímur Sandholt á skrifstofu byggingarfull- trúans í Reykjavík, Borgartúni 3. Umsóknum, á þar til gerðum eyðublöðum, skal skila til starfsmannastjóra borgarverk- fræðings, Skúlatúni 2, eigi síðar er þann 5. febrúar nk. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna- stjóra borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, og Starfsmannahaldi Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9. Skrifstofustarf Starfsmaður óskast í 60-70% skrifstofustarf. Vinnutími á bilinu frá kl. 8.00-14.00. Kunnátta í tölvubókhaldi nauðsynleg. Verður að geta hafið störf sem fyrst. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl merkt: „P - 8901“ fyrir 5. febrúar. Húsgagnasmiður! Vantar þig vinnu? Viltu breyta um umhverfi? Vegna fjölda nýrra verkefna og aukinna um- svifa vantar okkur ábyggilegan og úrræða- góðan húsgagnasmið sem getur unnið sjálf- stætt. Góð vinnuaðstaða og góð laun í boði. Upplýsingar veitir Tómas í síma 672110. 'oks m. ^ 2-4/ÐIWaböfða 18 110 Raykjavlk Slmi 91-672110/91-36500 Fax.: 91-671808 Kennitala: 691209-1339 Vaknr.: 18740 Lagermaður Óskum eftir að ráða lagermann til starfa á smávörulager sem fyrst. Viðkomandi þarf að vera samviskusamur, töluglöggur og ná- kvæmur í vinnubrögðum. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 1. febrúar merktar: „L - 6520“. Ritari - frönskukunnátta Fél^g vill ráða vanan ritara með góða íslenskukunnáttu. Góð tungumálakunnátta skilyrði, frönskukunnátta mjög æskileg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. GöPNT ÍÓNSSON RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARÞJÓN LlSTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.