Morgunblaðið - 28.01.1990, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.01.1990, Qupperneq 24
24 MORQUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 1990 ATVIN WMMMAUGL YSINGAR Bílstjóri og byggingaverkamenn Viljum ráða bílstjóra á lítinn vörubíl og bygg- ingaverkamenn á Reykjavíkursvæði. Upplýsingar gefa Haukur eða Júlíus í síma 689506. Loftorka, Borgarnesi hf. Menningarstofnun Bandaríkjanna óskar að ráða starfskraft í fjölbreytt skrif- stofustarf. Um fullt starf er að ræða. Góð ensku- og íslenskukunnátta áskilin. Reynsla í ritvinnslu og skjalavörslu nauðsynleg ásamt bókhaldsþekkingu. Umsóknareyðublöð fást í Bandaríska sendi- ráðinu, Laufásvegi 21. Umsóknarfrestur er til 15. februar. LANDSPITALINN Hjúkrunardeildar- stjóri Staða hjúkrunardeildarstjóra við handlækn- ingadeild 1 (12-A) er laus til umsóknar. Starf- ið býður upp á mikla fjölbreytni bæði hvað varðar þróun hjúkrunar og nýjungar í starfs- mannahaldi. Ákveðið hefur verið að deildin verði í 1. áfanga tölvuvæðingar vinnuskýrslu hjúkrunarfólks. Umsækjandi skal hafa að minnsta kosti þriggja ára starfsaldur við hjúkrun og reynslu í stjórnun. Umsókn fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar nk., en staðan verður veitt frá 18. mars nk. Upplýs- ingar veitir Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, símar 601366 og 601300. Reykjavík 28. janúar 1990. Innkaupastjóri erlendra bóka Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar vill ráða innkaupastjóra erlendra bóka. Starfið er laust samkvæmt nánara samkomulagi. Innkaupastjóri ber ábyrgð á öllum erlendum bókainnkaupum til allra verslana Eymunds- sonar og annarra útsölustaða. Meginverkefni innkaupastjóra eru eftirtalin: - Pöntun bóka erlendis frá í tölvuvæddu pantanakerfi. - Verðlagning. - Dreifing. - Endursendingar. - Eftirlit með lagerstöðu útibúa. Mikil tölvuvinnsla fylgir starfinu. Leitað er að aðila, sem hefur þekkingu og áhuga á bókum, reynslu af tölvuvinnslu og áræði til að takast á við mjög spennandi verkefni. Laun samningsatriði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar um starfið fást á skrifstofu okkar, Tjarnar- götu 14. Umsóknarfrestur er til 5. febrúar nk. Crl TÐNT ÍÓNSSON RÁÐCJÖF & RÁÐNI NCARhJÓNLlSTA TIARNARGÖTU 14, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Atvinna óskast strax 36 ára múrari, ósérhlífinn og stundvís, óskar eftir atvinnu strax. Margt kemur til greina. Áhugasamir hafi samband í síma 82409. Gag nf ræðaskól i n n í Mosfellsbæ óskar eftir skólasafnverði frá og með 1. febrúar 1990, 15 stundir á viku. Upplýsingar gefa Gylfi Pálsson, skólastjóri og Helgi Einarsson, yfirkennari, í símum 666186 og 666586. 1|l DAGVI8T BARIVA Fóstrur, þroska- þjálfar eða annað uppeldismenntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki f gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277: HEIMAR Sunnuborg, Sólheimum19, s. 36385. AUSTURBÆR Múlaborg Ármúla8a, s. 33617. BREIÐHOLT Arnarborg Maríubakka 1, s. 73090. RÍKISSPITALAR Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á barna- og unglingageðdeild er laus nú þegar. Starfs- hlutfall er samkomulagsatriði, morgun- og kvöldvaktir. Þroskaþjálfi Staða þroskaþjálfa á barna- og unglingageð- deild er laus nú þegar. Starfshlutfall er sam- komulagsatriði, vinnutími er dagvinna. Nánari upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 602550. Fulltrúi Fulltrúi óskast til starfa við skrifstofu hjúkr- unarframkvæmdastjóra geðdeilda. Um framtíðarstarf er að ræða. 100% dagvinna sem felst í starfsmannabókhaldi, ritvinnslu o.fl. Stúdentspróf eða sambærileg menntun æskileg, góð íslenskukunnátta. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður S. Jóns- dóttir, skrifstofustjóri, í síma 602641. Um- sóknir sendist skrifstofu hjúkrunarforstjóra að Kleppi. Reykjavík 28. janúar 1990. II! DAGV18T BARNA Forstaða leikskóla Dagvist barna auglýsir lausar stöður for- stöðumanna við tvo nýja leikskóla, Kletta- borg við Dyrhamra og Heiðarborg við Sel- ásbraut sem áætlað er að taki til starfa í apríl næstkomandi. Um er að ræða leikskóla þar sem byggt verður á nýbreytni í leikskóla- starfi bæði hvað varðar innra starf og hús- næði. Fóstrumenntun áskilin. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og deildarstjóri Dagvistar barna í síma 27277. Sjúkraþjálfarar Sjúkrahús Akraness óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara frá 15. febrúar. Gott húsnæði í boði og barnaheimili á staðnum. Hafið samband við yfirsjúkraþjálfara í síma 93-12311. Sjúkrahús Akraness. Heimahlynning Óskum eftir aðstoð seinni hluta dags við eldri hjón í Vesturbænum. Ef um meiri að- stoð er að ræða getur herbergi fylgt. Nánari upplýsingar í síma 78851 eða 38927. Starfskraftur óskast til innheimtu- og sendistarfa. Þarf að hafa bíl til umráða. Æskilegur aldur 35-50 ára. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Ármúli -13337“ fyrir 5. febrúar nk. Rafvirkjar Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi óska eftir að ráða nokkra rafvirkja til vinnu á Nesjavöllum. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fyrirtæk- isins í símum 93-11159 og 93-11160 frá kl. 9.30-12.00 og 13.00-16.30. Þorgeir & Ellert hf. Öryggisvörður vika unnin - vika frí Securitas, stærsta öryggisgæslufyrirtæki landsins, bætir stöðugt við sig verkefnum, sem kalla á fleiri starfsmenn. Ef þú ert á aldrinum 25-55 ára, hefur hreina sakaskrá og býrð yfir eiginleikum eins og heiðarleika, skyldurækni og þjónustuvilja, þá gæti starfið hentað þér. Algengasti vinnutími okkar eru vaktir frá kl. 20.00 á kvöldin til 08.00 næsta morgun og er vika unnin og vika frí. Störf þau, sem hér um ræðir, er staðbundin örygg- isvarslá í ákveðin fyrirtæki eða stofnanir. Starfið hefst með þjálfun: Almenn öryggis- gæsla, eldvarnir, tækninámskeið, skyndi- hjálp. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu fyrirtækisins í Síðumúla 23, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.