Morgunblaðið - 28.01.1990, Qupperneq 36
FLUGLEIDIR
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVÍK
-------17,PÓS-------- -------------
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811,
)LF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 28. JANUAR 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
SKÓLABÍLL
Morgunblaðið/RAX
A leið heim íhelgarfrí
ÞAU brugðu á leik, krakkarnir í Mosfellsbæ, á föstudaginn enda ástæða til. Þau voru á leið heim í helgarfrí með skólabílnum.
Snjóflóð féll á snjóruðningsbíl á Hnífsdalsvegi í gærmorgun:
Vissi ekki fyrr en bíllinn
valt og stöðvaðist úti í sjó
- segir ökumaðurinn, Jakob Þorsteinsson
ÖKUMAÐUR snjóruðningsbíls bjargaðist við
illan leik þegar snjóflóð féll á Hnífsdalsveg á
Eyrarhlíð í gærmorgun og hreif bílinn með sér
út í sjó, Bíllinn lenti á hliðinni á kafi í krapa
og sjó. Ökumaðurinn, Jakob Þorsteinsson,
braut hliðarrúðu með höfðinu og komst upp
úr bílnum, skreið eftir hlið hans og dekkjum
og þurfti að sæta lagi við að stökkva upp í fjör-
una. Hann sökk upp undir hendur í krapa og
gekk á sokkaleistunum og skyrtunni til
Hnífsdals, rúmlega tveggja kilómetra leið, og
var að niðurlotum kominn þegar hann komst
í frystihúsið í Hnífsdal.
Jakob Þorstcinsson
Jakob Þorsteinsson er starfsmað-
ur Vegagerðarinnar og var á
dráttarbíl með snjótönn að skafa
veginn á milli Hnífsdals og ísafjarð-
ar. Hann var í þriðju ferðinni rétt
fyrir klukkan níu þegar um 200
metra breitt snjóflóð féll á bílinn á
Eyrarhlið, skammt frá svokallaðri
Kvíabryggju. „Ég vissi ekki af neinu
fyrr en bíllinn fór að velta og stöðv-
aðist síðan eftir tvær veltur á hlið-
inni úti í sjó,“ sagði Jakob í sam-
tali við Morgunblaðið í gærmorgun.
„Bíllinn fylltist strax af krapi. Hann
liggur á vinstri hliðinni með aftur-
hlutann nær landi. Ég gat strax
losað mig og komst upp undir hlið-
arrúðuna farþegamegin og fékk þar
tíma til að jafna mig. Ég braut
rúðuna með því að stanga í gegn
um hana með höfðinu og komst upp
á bílinn. Ég skreið eftir hliðinni og
dekkjunum aftur á bílinn og þurfti
að sæta lagi til að stökkva^ í land
því sjórinn gekk yfir bílinn. í fjöru-
borðinu sökk ég í krapa upp undir
hendur en náði að krafla mig upp
og komast af stað til Hnífsdals,"
sagði Jakob.
Jakob sagði að hann hefði ekki
verið með bílbeltið spennt vegna
þess að hann hefði nýlega verið
búinn að klæða sig til hálfs úr sam-
festingi og ekki verið búinn að setja
beltið á sig aftur. Telur hann líklegt
að það hafi bjargað lífi sínu að
hafa ekki verið með beltið. Bílhúsið
fylltist strax og það hefði tekið of
langan tíma að losa beltin. Jakob
losaði sig úr samfestingnum þegar
hann lenti í flóðinu og missti líka
skóna af sér.
Hann gekk síðan til Hnífsdals
rennblautur í þunnri skyrtu og á
sokkaleistunum. Hann hafði rok og
snjókomu á móti sér alla leiðina og
var orðinn aðframkominn af kulda
þegar hann kom að fyrsta húsinu
í Hnífsdal, sem er hraðfrystihúsið.
Hann hafði séð mann fara þangað
inn fyrr um morguninn og hann
bankaði þar uppá. „Þegar ég nálg-
aðist Hnífsdal var ég illa haldinn,
hættur að sjá nokkuð og fannst ég
raunar v'era farinn að hitna aftur
sem þýðir að maður hefur verið
orðinn helkaldur. Þegar frystihúsið
var opnað hneig ég niður í dyrun-
um,“ sagði Jakob. I frystihúsinu var
hann strax klæddur í þurr föt, gef-
ið sjóðandi kakó og nuddaður þang-
að til snjóbíll kom frá ísafirði með
lækni. Jakob er lítið meiddur, aðeins
marinn og ekki var talin ástæða til
að leggja hann inn á sjúkrahúsið.
Jakob býr í Hnífsdal en hann
þurfti að yfirgefa íbúðarhús sitt í
fyrradag vegna hættu á snjóflóð-
um. í gærmorgun þurfti hann einn-
ig að yfirgefa það hús vegna snjó-
flóðahættu og býr nú hjá kunn-
ingjafólki fjær í bænum.
Snjóruðningsmenn á ísafirði eru
einir við störf sín og sagði Jakob
að það væri skelfilegt að hafa ekki
fylgdarmann í sér bíl sem gæti
kallað eftir aðstoð og komið til
hjálpar þegar svona óhöpp yrðu.
Vestfirðir:
Varðskip
flytur fólk
• •
og vorur
VEGNA ófærðar á landi og í lofti
á Vestfjörðum var varðskipið
Óðinn fengið í gær til að flytja
fólk og vörur, meðal annars
injólk, frá Isafirði og Bolung-
arvík til Suðureyrar, Flateyrar
og Þingeyrar.
Stöðug norðan- og norðaustanátt
og snjókoma hefur verið á norð-
anverðum Vestfjörðum undanfarna
daga. Allir vegir út úr bæjunum eru
ófærir og þæfingur á götum innan-
bæjar. Síðast var flogið til ísafjarð-
ar og Þingeyrar síðastliðinn þriðju-
dag og bíða nú yfir 300 manns
eftirjflugi með Fiugleiðum til eða
frá ísafirði. Utlit er fyrir skárra
veður í dag, en eftir helgi er aftur
spáð norðaustanátt og snjókomu á
þessum slóðum.
Guðmundur H.
Garðarsson:
Lífeyrissjóðir
elti ekki há-
vaxtasteftiuna
„LÍFEYRISSJÓÐIRNIR eiga
ekki að elta hávaxtasteftiu við-
skiptabankanna, sem byggist á
skammtímaviðskiptum og verð-
bólguaðstæðum," segir Guð-
mundur H. Garðarsson, stjórnar-
formaður Lífeyrissjóðs verslun-
armanna.
Vextir hjá lífeyrissjóðum, sem
fylgja meðalvöxtum Seðla-
bankans hveiju sinni, verða 7,9%
1. febrúar nk. og hafa hækkað um
0,5% á síðustu fjórum mánuðum.
Guðmundur sagði að lífeyrissjóð-
irnir ættu að hafa lengri tíma sjón-
armið, þegar þeir ávöxtuðu fé sitt.
„Eins og nú er háttað virðist mér
eðlileg viðmiðun vera svokallaðir
kjöivextir, sem nú munu vera í
kringum sex og hálft prósent.“
Örn Friðriksson, formaður vaxta-
nefndar ASÍ segir að krafan væri
að lækka alla vexti þar með talda
vexti af verðtryggðum skuldabréf-
um, og að því væri stefnt í yfir-
standandi samningaviðræðum. „Við
munum fara í gegn um þetta með
vinnunefnd frá samstarfsnefnd
bankanna og hafa tal af forsvars-
mönnum Sambands almennra
lífeyrissjóða og hugsanlega fleir-
um.“
Góður gangur í samningaviðræðunum:
Fundir með ríkisstjórninni
SVO VEL miðaði í viðræðum
Alþýðusambandsins og vinnu-
veitenda um nýja kjarasamninga
í fyrrinótt að ákveðinn var ftind-
ur með ríkissljórninni á hádegi
í gær til að kynna henni stöðu
mála. Segja má að aðiiar hafi í
höndunum útlínur varðandi
kauptryggingar og launatölur
uppsegjanlegs kjarasamnings til
haustsins 1991 að því tilskildu
að aðrir aðilar sem málið snert-
ir, ríkisstjórn, bankar og fleiri,
séu tilbúnir til að leggja sitt af
mörkum. Samningsaðilar munu
meta stöðuna í ljósi viðbragða
ríkisstjórnarinnar og gera má
ráð fyrir öðrum fundi með henni
um helgina.
Vaxtanefnd samningsaðila hitti
hagfræðinga bankanna klukki
an 13 í gær, en samningafundur
átti að hefjast klukkan 16 hjá ríkis-
sáttasemjara. Síðdegis átti að ræða
við fulltrúa bænda.
Bandalag starfsmanna ríkis og
bæja var með formannafund í gær-
morgun. Hlé var gert á honum á
meðan farið var á fund með samn-
inganefnd ríkisins. Þá fundaði
Launanefnd sveitarfélaga með for-
svarsmönnum bæjarstarfsmanna-
félaga í BSRB í Hafnarfirði í gær.