Morgunblaðið - 13.02.1990, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1990
- KYOLIC DAGLEGA -
ÞaO gerir gæfumuninn
KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja-
verslunum og víðar.
Heildsölubirgðir
KYOLIC
Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn.
2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán.
+ 4 mán.) sem á engan sinn líka í
veröldinni.
Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur.
Er gæðaprófaður 250 sinnum á
framleiðslutímanum.
Á að baki 35 ára stöðugar rann-
sóknirjapanskravísindamanna.
Lífrænt ræktaður í ómenguðum
jarövegi án tilbúins áburðar eða
skordýraeiturs.
Öll önnur hvítlauksframleiösla notar
hitameðferð.
Hiti eyðileggur hvata og virk efna-
sambönd í hvítlauk og ónýtir
heilsubætandi áhrif hans.
Ferðamálanám
er svarið
eftir Jón Baldvin
Hannibalsson
Það tókst. Samningar launafólks
og atvinnurekenda eru í réttri höfn.
Gárungarnir kalla þá „núllsamn-
inga“, en í raun er í fyrsta sinn
alls ekki verið að semja um núllið.
í áratugi hafa aðilar vinnumarkað-
arins boðið þjóðinni upp á samninga
um kaup og kjör, sem allir hafa
vitað að rykju út í veður og vind í
verðbólgubáli. í þetta sinn var
skynsemin látin ráða. Fyrir ári var
fúlsað yfir því, þegar Guðmundur
J, Karl Steinar, Pétur Sigurðsson á
Vestfjörðum og Snær á Húsavík
létu sér detta í hug að hægt væri
að komast að samkomulagi um að
koma verðlagi niður á mannsæm-
andi stig og renna stoðum undir
atvinnulíf, sem gæti bætt lífskjör í
framtíðinni. Þá hlógu vinnuveitend-
ur að bröltinu í verkalýðsforingjun-
um, og margir félaga þeirra í verka-
lýðshreyfingunni kölluðu þá svikara
við málstaðinn. Nú hefur bjargvætt-
urinn að vestan tekið við stjórn
atvinnurekenda og Ásmundur og
Ögmundur hafa bæst í hóp þeirra
skynsömu.
Með samningunum vinnst margt
í senn. Mestur er hagnaður þjóð-
félagsins af því að koma verðlagi
og vöxtum niður undir það stig
sem gerist meðal okkar helstu við-
skiptaþjóða. Venjulegt fólk getur í
fyrsta sinn gert áætlanir um
framtíð fjölskyldunnar til lengri
tíma. Launahækkanir á næstu 20
mánuðum ná ekki tveggja stafa
tölu og því verður alls ekki hægt
að kenna þeim um, ef verðlag
hækkar úr hófi. Gert er ráð fyrir
að verðbólga hlammist niður og
verði komin í tvö prósent um jólin.
Á pappírnum mun kaupmáttur rétt
standa í stað, en auðvitað er hann
enginn mælikvarði á gæði samning-
anna. Með stórfelldri vaxtalækkun
í kjölfarið vinnst margfalt meira en
nemur einhverri prósentu til eða
frá í kaupmætti. Fyrirtæki sem
skulda milljónatugi hafa á undanf-
örnum árum átt þann eina kost að
Ef þú hefur áhuga á störfum tengdum
ferðamannaþjónustu hér heima eða erlendis,
getur ferðamálanám opnað þér nýjar leiðir.
Nú lýkur þessum sjónleik von-
andi. Fólk og fyrirtæki eiga að geta
treyst því að grunnur efnahags og
mannlífs verði með allt öðrum
hætti. Þökk sé skynseminni við
samningaborðið. Það er vissulega
rétt sem haft er eftir Ásmundi
formanni í Þjóðviljanum fyrir helg-
ina að ekkert má bresta eigi samn-
ingar að standast. En þá verður líka
hver einasti aðili sem tengist sam-
komulaginu að axla sína ábyrgð:
* Fyrirtæki ættu að geta lækkað
verðlag í kjölfar stórkostlegrar
lækkunar á vöxtum.
„Nú lýkur þessum sjón-
leik vonandi. Fólk og
fyrirtæki eiga að geta
treyst því að grunnur
eftiahags og mannlífs
verði með allt öðrum
hætti. Þökk sé skyn-
seminni við samninga-
borðið.“
velta kostnaði út í verðlagið og
hafa spennt upp laun í kjölfarið.
Og ijölskyldur hafa lent í va-
xtavöxtum sem ekki sá fyrir endann
á.
* Laun á vinnumarkaði mega ekki
undir neinum kringumstæðum
fara upp fyrir það sem um hefur
verið samið. Brjóti einhver sig
út úr rammanum, er voðinn vís.
* Ríkisstjórnin tók á sig að greiða
niður landbúnaðai’vörur til þess
að verð þeirra hækkaði ekki. Til
þess að mæta þeim útgjöldum
verður að draga úr öðrum út-
gjöldum.
í fyrsta sinn var ekki samið um
að fjölga núllum. Það var samið um
raunveruleg verðmæti. Látum þau
verðmæti ekki verða að engu — að
núlli — i nýrri verðbólguskriðu.
Höfundur er utanrikisráðherra.
Ferðamálanám
gefur möguleika á
fjölbreyttum störf-
um, þar sem þú
færð svalað ævin-
týraþrá og kynnist
nýju fólki á hverj-
um degi.
Meðal námsgreina:
Starfsemi ferða-
skrifstofa, erlendir
og innlendir ferða-
mannastaðir,
tungumál, rekstur
fyrirtækja í ferða-
mannaþjónustu,
flugmálasvið og
heimsóknir í fyrirtæki.
Námið erl56klst.
og stendur yfir
í 13 vikur. Kenn-
arar á námskeiðinu hafa allir mikla reynslu á sviði ferða-
mála. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við okkur
hjá Málaskólanum og fáðu sendan bækling.
5',r! Málaskólinn
Jón Baldvin Hannibalsson
* Sveitarfélög gætu þegar í stað
lækkað útsvarsprósentu um t.d.
0,2%. Þau hafa gert ráð fyrir
20-22% hækkun launa miili ára,
en þar sem séð er að launahækk-
anir verða einungis 5-6% ættu
þau tafarlaust að lækka tekju-
stofna sína.
Peytirjóminn skiptir um ham, og heitir nú...
G-RJOMI
G-rjóminn geymist mánuðum saman utan kælis
en með því að kæla hann vel fyrir þeytingu nærðu
fram þeytihæfni og bragðgæðum ferska rjómans.
G-rjóminn er sannkallaður veislufélagi á
ferðalögum - auðvelt að kæl’ann, auðvelt að
þeyt’ann - hvar sem er.
Leggðu nýja útlitið á minnið.
nms~
G-riómi
14 litri
Innritun
stendur
yfir
Það var ekki
samið um núllið
AUK/SlA k3d74-768