Morgunblaðið - 13.02.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1990
15
■ NÆSTA myndakvöld Ferðafé-
lagsins verður miðvikudaginn 14.
febrúar í Sóknarsalnum, Skipholti
50a og hefst stundvíslega kl. 20.30.
Grétar Eiríksson hefur umsjón
með fyrri hluta sýningarfnnar.
Fyrst verða sýndar myndir sem
tengjast efni árbókar F.I. 1990 og
eru þær frá fjalllendinu út með
Eyjafirði og norðan Öxnadals-
heiðar. Bjarni Guðleifsson á
Möðruvöllum mun skýra þessar
myndir. Þar á eftir fer Grétar þjóð-
leiðina frá Siglufirði í suðurátt um
Skagafjörð, leggur lykkju á leið
sína og fer út á Snæfellsnes, síðan
aftur í suðurátt um Borgarfjörð
til Reykjavíkur. Á þessari löngu
leið vekur Grétar athygli á nokkrum
merkum stöðum í máli og myndum.
Eftir kaffihlé verða sýndar myndir
teknar í dagsferðum það sem af er
þessu ári. Fjölmenni hefur verið í
þessum ferðum og veður hagstætt
til myndatöku.
■ MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur sett reglugerð um landverði.
Byggist hún á breytingu sem Al-
þingi samþykkti síðastliðið vor á
lögum nr. 47/1971 um náttúru-
vernd. Reglugerðin snýr fyrst og
fremst að eftirliti og fræðslu land-
varða í þjóðgörðum og friðlýstum
svæðum sem eru í umsjá Náttúru-
verndarráðs. Hlutverk landvarð-
anna er að gæta þess að ákvæði
friðlýsingar og náttúruvemdarlaga
séu virt, auk þess sem þeir koma
á framfæri upplýsingum og fræðslu
til ferðafólks um náttúm og sögu
þeirra svæða sem þeir vinna á.
Kveðið er á um það í reglugerðinni
að Náttúruverndarráð skuli standa
fyrir opnum námsskeiðum fyrir alla
þá sem hafa í hyggju að vinna við
landvörslu. Þar er megináhersla
lögð á náttúmfar og þjóðlíf á ís-
landi, náttúmvernd og umhverfis-
rétt, umhverfisfræðslu og dagleg
störf við landvörslu. Náttúruvernd-
arráð hefur samþykkt að þessi nám-
skeið skuli haldin á tveggja ára
fresti, og verður væntanlega aug-
lýst eftir þátttöku í næsta nám-
skeiði í lok þessa árs. Landverðir
starfa nú á vegum Náttúruverndar-
ráðs í þjóðgörðunum í Skaftafelli
og Jökulsárgljúíri og í friðlöndum
að Fjallabaki og á Hornströndum.
Þá hefur Náttúruverndarráð sam-
starf við ferðafélög um landvörslu
í Herðubreiðarlindum, Hvanna-
lindum á Hveravöllum og í Land-
mannalaugum.
■ STÉTTARSAMBAND bænda
gengst fyrir kynningarfundum um
nýgert samkomulag Stéttarsam-
bandsins og aðila vinnumarkaðar-
ins um kjaramál dagana 14,—17.
febrúar næstkomandi. Haldnir
verða 15 fundir á Suðurlandi,
Vesturlandi og Norðurlandi þar
sem stjórnarmenn og starfsmenn
Stéttarsambandsins munu kynna
og skýra hið nýgerða samkomulag.
Á Austurlandi verða haldnir fundir
í lok febrúar og á Vestfjörðum svo
fljótt sem aðstæður leyfa. Fundirnir
verða sem hér segir: Miðvikudaginn
14. febrúar kl. 13.30. Að Fólk-
vangi á Kjalarnesi, í Dalabúð,
Búðardal, í Safnahúsinu á Sauð-
árkróki, á Hótel Selfossi og í
Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 21.
Fimmtudaginn 15. febrúar kl.
13.30. Á Hótel Borgarnesi, í Fé-
lagsheimilinu á Reykhólum, í
Ásbyrgi, Miðfirði, í Tunguseli,
V.-Skaftafellssýslu og á Hótel
KEA kl. 21. Föstudaginn 16. febrú-
ar kl. 13. í Breiðabliki, Snæfells-
nesi, í Sævangi, Strandasýslu, á
Hótel Blönduósi að ídölum, S.-
Þingeyjarsýslu. Laugardaginn 17.
febrúar kl. 13.30 Á Kópaskeri.
■ SAMNORRÆNT framhalds-
nám fyrir starfsmenntakennara í
framhaldsskólum hefst með nám-
skeiði í Svíþjóð í ágúst n.k. Um
er að ræða 30 eininga nám, sem
tekið er á tveimur árum. Gauta-
borgarháskóli veitir verkefninu
forstöðu, en Kennaraháskóli Is-
lands sér um framkvæmd námsins
hér á landi. Gert er ráð fyrir allt
að fimm þátttakendum frá hvetju
landi. Námið er ætlað starfsmenn-
takennurum í framhaldsskólum,
þeim er starfa við skipulagningu
eða stjórnun starfsmenntunar á
framhaldsskólastigi, eða þeim er
starfa við kennaramenntun fyrir
starfsmenntakennara á því skóla-
stigi. Kristrún ísaksdóttir í
menntamálaráðuneytinu og Gunn-
ar Finnbogason í KÍ veita nánari
upplýsingar um námið, en umsókn'-
ir skal senda menntamálaráðuneyt-
inu fyrir 1. mars n.k.
NÁMSKEIÐ
jynx nemendur
• grunnskóla • framhaldsskóla
• háskóla Nanaidafjónustansf.
Þangbakka 10. Mjódd.
BILL SEM BER AF ÖDRUM
VegnŒ íoxmíeguxöai
akstuxseiginleika
þœginda
spaxneytni
ZINKHUÐUÐ
YFIRBYGGING
Vöm gegn veðmn og ryði
1350 milljónir á lausu frá 1. febrúar 1990
LANDSBREF
veita einstaklingum og samtökum
holl ráð við innlausn/kaup
Spariskírteina ríkissjóðs
Hvers konar endurfjárfestingar fyrir alla sem hyggja
aó öruggri íramtíð í fjármálum.
9
LANDSBRÉF
LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR
SUÐURLANDSBRAUT 24, SÍMI 606080.