Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 17

Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 17 Stjórnmálaályktun flokksráðsfundar Sjálfstæðisflokksins: Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir stuðningi við kjarasamningana FUNDUR flokksráðs og formanna flokkssamtaka og sveitarstjórnar- manna Sjálfstæðisflokksins var haldinn á föstudag og laugardag. Hér á eftir fer stjórnmálaályktun fundarins: I. „Síðan sjálfstæðismenn komu saman til landsfundar í október- mánuði sl. hafa miklar hræringar orðið á sviði stjórnmála innan lands og utan. Söguleg tímamót eru að eiga sér stað í Evrópu. Þjóðir Aust- ur-Evrópu hafa hver af annarri varpað af sér oki kommúnismans og virðast stefna í átt til frelsis og mannréttinda, lýðræðislegra stjórn- arhátta og markaðsbúskapar að vestrænni fyrirmynd. Þessari þróun fagna allir fijálshuga ménn. I Vestur-Evrópu stefna lýðræð- isríkin markvisst að aukinni efna- hagslegri og pólitískri samvinnu á grundveili viðskiptafrelsis. Vegna frumkvæðis og staðfestu Atlants- hafsbandalagsríkjanna og nýrra viðhorfa í Austur-Evrópu eru fram- undan víðtækir samningar um sam- drátt herafla í álfunni sem gera kleift að beina kröftunum að brýnni verkefnum. Um Evrópu alla berast nú nýir straumar bjartsýni og fram- fara sem vart eiga sinn líka á þess- ari öld. Stokkseyri: Bjartari tím- ar framundan Stokkseyri. ATVINNUÁSTAND á Stokkseyri hefur verið í. öldudal frá áramót- um og má þar aðallega um kenna megnustu ótíð til sjávarins og fjárhagsörðugleikum Hraðfrysti- hússins, sem nú er þó að leysast fyrir miliigöngu Hlutafjársjóðs og Atvinnutryggingasjóðs, svo að bjartari tímar virðast nú fram- undan. Nú hafa þrír bátar af fjórum, sem eru í eigu Hraðfrystihússins, hafið róðra. Afli hefur verið heldur rýr, þetta frá þremur upp í átta tonn í róðri. Uppistaða afians er ufsi sem unninn er í flök og þau söltuð. Eins og er eru hér 46 manns á atvinnuleysisskrá og mest af þeim konur. Tekist hefur að tryggja fé í end- urbyggingu sjóvarnargarðanna og þeirra vegaskemmda sem urðu vegna hins mikla sjávarflóðs sem varð hér 9. janúar síðastliðinn og verður verkið boðið út núna í mán- uðinum og ætlað er að hefja fram- kvæmdir við verkið um mánaðamót- in febrúar, mars. Stgr. II. Á meðan þessi sögulega fram- vinda í nálægum löndum er í deigl- unni situr við völd á íslandi aftur- haldssöm vinstri stjóm. Að henni standa m.a. þau stjórnmálaöfl sem helst hafa fundið til skyldleika með því kerfí sem nú er að hrynja í Austur-Evrópu. Innan stjórnmála- flokkanna eru einnig öfl sem vilja koma í veg fyrir að íslendingar taki fullan þátt í fijálsræðisþróun- inni í Vestur-Evrópu og gera fyrir- vara á alþjóðavettvangi við sérhvert skref sem stigið er í þá átt. Reynslan sýnir að ríkisstjórnin megnar ekki að veita þá forystu sem þjóðin þarfnast. Atvinnuvegunum hafa ekki verið búin eðlileg Og al- menn starfsskilyrði heldur hefur ríkisstjórnin beitt miðstýringu og mismunun. Slíkir stjórnarhættir skapa jarðveg fyrir þjóðnýtingu. Æ dýpra er seilst í vasa einstaklinga og fyrirtækja með því að leggja skatt á skatt ofan í þeim tilgangi að fjármagna sífellda útþenslu ríkiskerfisins. Ríkissjóður er engu að síður rekinn með hrikalegum halla. Raunvextir hafa á undanförn- um mánuðum hækkað þrátt fyrir yfirlýsingar ráðherra um hið gagn- stæða. Allt eykur þetta á samdrátt- inn í efnahagskerfinu. Afleiðingarnar blasa við með ör- yggisleysi í atvinnumálum, vaxandi atvinnuleysi, byggðaröskun og versnandi lífskjörum. Allt er í óvissu varðandi nýja samninga um stóriðju og uppbyggingu virkjana. Ekkert bólar á ákvörðunm um forkönnun á nýjum alþjóðlegum varaflugvelli. Hrossakaup stjórnarflokkanna með hina mikilvægu löggjöf um Stjórn- arráð íslands hafa enn rýrt það litla traust sem þeir njóta. Launþegar, vinnuveitendur og bændur hafa nú með afgerandi og ábyrgum hætti tekið fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar með sögulegum kjarasamningum. Þeir eru hugsaðir sem vörn gegn frekari kjararýrnun og atvinnuleysi. Sjálf- stæðisflokkurinn lýsir stuðningi við þessa samninga. Þeir sýna að verkalýðshreyfingin og forystu- menn í atvinnulífi skilja betur en ríkisstjórnin nauðsyn þess að gera þjóðarbúskapinn samkeppnishæfan og laga íslenskt efnahagslíf að breytingum í viðskiptalöndum okk- ar. Það er nú ekki síst á valdi ríkis- stjórnarinnar hvort markmið samn- inganna nást. Það mun verða próf- steinn á vilja og getu stjórnarinnar hvort henni tekst að draga úr ríkisútgjöldum í samræmi við for- sendur samninganna. III. Sjálfstæðisflokkurinn leggur enn sem fyrr áherslu á að standa vörð um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar, tungu hennar og menningu. Flokk- urinn telur að virða beri rétt ein- staklingsins til athafna og tryggja svigrúm fyrir framtak og atorku, en um leið að gætt verði þeirra mannlegu sjónarmiða að leggja þeim lið sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni. Hið' sígilda kjörorð flokksins „stétt með stétt“ er enn í fullu gildi. Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar andstöðu sína við ríkisstjórnina og hvetur til þess að gengið verði til alþingiskosninga hið fyrsta. Flokk- urinn telur að brýnustu verkefni nýrrar ríkisstjórnar verði: Að búa atvinnuvegunum skilyrði til að blómgast að nýju. Að stöðva útþenslu ríkiskerfisins og ná tökum á ríkisbúskapnum sem farið hefur gjörsamlega úr böndun- um í tíð núverandi valdhafa. Þetta eru frumskilyrði þess að hægt verði að hverfa frá samdrætti til nýrrar hagsældar en jafnframt að snúa frá forsjárhyggju, skatta- áþján og miðstýringu núverandi ríkisstjórnar. IV. Framundan eru mikilvægar kosningar til sveitarstjórna. Sveit- arfélögin og stjórnir þeirra standa íbúum sínum nær en önnur stjórn- völd. Hlutverk þeirra er að þjóna íbúunum og standa vörð um hags- muni þeirra. Nauðsynlegt er að tryggja sjálfstæði sveitarfélaga og að þau þurfi ekki að keppa við ríkis- valdið í skattlagningu. Grunntónn- inn í stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi þjóðar og einstaklinga á hvergi betur við. Sjálfstæði sveitar- félaganna dregur úr miðstýringu í landinu og stuðlar þannig að far- sæld heimilanna. Sjálfstæðisflokk- urinn mótmælir áformum ríkis- stjórnarinnar um nýja skattlagn- ingu á sveitarfélögin og fyrirtæki þeirra. í Reykjavík og fleiri sveitarfélög- um stendur val kjósenda á milli styrks meirihluta sjálfstæðismanna og sundurleitra vinstri flokka. Framboðsbrölt þeirra og misheppn- aðar tilraunir til sameiningar sýna að þeim er ekki treystandi. Reynsl- an sýnir að þeim sveitarfélögum sem sjálfstæðimenn ráða er betur stjórnað. Sjálfstæðismenn ganga bjartsýn- ir til komandi sveitarstjórnarkosn- NORDMENDE ■ Nú er engin ástæöa fyrir þig a& missa af skemmtiiegu sjónvarpsefni. Nordmende V-1005 myndbandstækið kemur í‘veg fyrir það. Þú getur tekiö upp 8 mismunandi þætti allt aö ár fram í tímann. Tækið er með þráblausri fjarstýringu, barnaiæsingu og 'msu fieira. llboðsverb frá aöeins 44.950,- eba ým Tilfc 39.980,- stgr. E Æ7 EURQCARD HHHHi Samkort Við tökum vel á móti þér! greiðslukjör til allt að 12 mán. eða 3 ára greiðslukjör inga á traustum grunni sjálfstæðis- stefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn hvetur kjósendur til þess að fylkja sér um framboðslista flokksins um land allt. Þannig tryggja kjósendur sér trausta stjórn á málefnum sveit- arfélaga sinna og veita jafnframt ríkisstjórnarflokkunum verðuga ráðningu. Góður árangur Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum í vor mun gefa þjóðinni nýja von um bjartari framtíð." B JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sækir upphaf Ráðstefnunnar um opnun lofthelgi, sem fram fer í Ottawa í Kanada í boði þaríendra stjórnvalda dagana 12.—28. febrúar. Til ráðstefnunnar er boðið aðildarríkjum Atlantshafs- bandalagsins og Varsjárbanda- lagsins og munu utanríkisráðherrar fyrrgreindra ríkja sækja ráðstefn- una. Tilgangur hennar er að hefja samningaviðræður um samkomulag um opnun lofthelgi (Opsen Skies Regime), en fyrirhugað er að ljúka samningaviðræðum á framhaldsr- áðstefnu síðar á yfírstandandi ári hog hefur ríkisstjórn Ungverja- lands boðist til að halda ráðstefn- una. Samkomulagið un opnun loft- helgi á meðal annars að miða að því, að þau ríki, sem undirrita sam- komulagið, leyfi á gagnkvæman hátt eftirlit úr lofti með heijum og hernaðarmannvirkjum í því skyni að auka öryggi og traust milli ríkja. SKIPHOLT119 SÍMI29800 Vinningstölur laugardaginn 10. feb. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 6.485.342 O PU6|SfiíHÍ £. 4af5^pUÁ 12 104.352 3. 4af 5 289 7.474 4. 3af 5 10.168 495 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 21.416.054 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 08/2 Muniö sýningu IBM á hugbúnaði fyrir OS/2 stýrikerfið. Þverskurður af hugbúnaði sem nýtir sér yfirburði OS/2 stýrikerfisins. Sýningin er opin miðvikudaginn 14.2. og fimmtudaginn 15.2. kl. 13-18. FYRST OG FREMST SKAFTAHLlÐ 24 105 REVKJAVlK SlMI 697700

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.