Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 20

Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstrætl 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, Sími 83633. Askfift= argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Mandela fagnað Þegar Nelson Mandela ávarpaði mannfjöldann af svölum ráðhússins í Höfðaborg í Suður-Afríku á sunnudag sagðist hann ekki vera neinn spámaður en hlutverk sitt væri að berjast áfram fyrir því að misrétti blökkumanna yrði af- numið. Eftir 27 ára setu í fang- elsi fyrir skoðanir sínar og stefnu er Mandela óbugaður maður þegar hann fær loksins frelsi; hann gekk út um hlið fangabúðanna sem tákn þess að með þolgæði og þrautseigju gætu blökkumenn náð rétti sínum í Suður-Afríku. Hann ætlar nú að kanna hver sé staða sín innan Afríska þjóðarráðsins og síðan er á döfinni, að samn- ingaviðræður hefjist milli ráðs- ins og ríkisstjórnar hvíta minni- hlutans í landinu um framtíðar- skipan mála. F.W. de Klerk, forseti S- Afríku, hefur lagt grunninn að veigamiklum breytingum á stjórnarháttum í landinu og samskiptum kynþáttanna sem byggja það. Forsetinn hefur gert þetta með því að heimila samtökum blökkumanna að starfa að nýju og kynna sjónar- mið sín. Afríska þjóðarráðið sem var bannað meðal annars með þeim rökum, að það ætlaði að beita valdi til að bola stjóm landsins frá, má nú starfa í S- Afríku að nýju og sama er að segja um fleiri samstök stjómar- andstæðinga. Það var eðlilegt framhald af því að leyfa ráðinu að starfa að sleppa leiðtoga þess, Nelson Mandela, úr haldi. I fyrstu ræðu sinni eftir frelsun- ina taldi Mandela, að ekki mætti slaka á í baráttunni gegn stjórn- inni fyrr en ýmsum skilyrðum væri fullnægt. Taldi hann, að þjóðarráðið ætti áfram að vera búið undir að beita valdi til að ná markmiðum sínum og ótíma- bært væri á þessu stigi fyrir erlendar þjóðir að hætta efna- hagsþvingunum gagnvart S-Afríku. Til þess að breytingarnar sem de Klerk forseti hefur stofnað til skili varanlegum árangri í friðsamlegu andrúmslofti er nauðsynlegt, að sem fyrst hefjist viðræður milli ríkisstjórnarinnar og Afríska þjóðarráðsins um það, hvernig Suður-Afríku verði stjómað framvegis án hinna for- kastanlegu apartheid-\aga, þar sem hvítir menn eru settir skör hærra en aðrir kynþættir og þeim einum veitt raunverulegt vald til að stjórna þessu mikla og auðuga landi. Þessir stjórnar- hættir hafa sætt alþjóðlegri for- dæmingu og verið dæmdir miklu harðar en alræði kommúnis- mans á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, svo að dæmi sé tekið. Erum við íslendingar í hópi þeirra þjóða, sem hafa sett við- skiptabann á S-Afríku og hafa íslensk stjórnvöld meðal annars beitt sér gegn ferðalögum ís- lendinga til landsins. Einnig hér á landi þurfa stjórnmálamenn því að bregðast við frelsun Mandela og því sem gerist nú og meta, hvort bann á viðskipti skuli gilda áfram. Áður en samningaviðræður hefjast milli hvítra og blökku- manna í S-Afríku þarf að ryðja ýmsum hindrunum úr vegi. Blökkumenn gera kröfu um að öllum pólitískum föngum verði sleppt, þeir vilja að neyðarlögin verði afnumin og ákvæði í lögum um innra öryggi sem setja stjórnmálafrelsi skorður. Hvítir menn vilja hafa tryggingu fyrir því að viðmælendur þeirra hafi raunverulegt umboð til samn- ingaviðræðna og fallið verði frá hótunum um skæruhemað gegn stjórnvöldum. Blökkumenn mynda síður en svo eina heild. Innan raða þeirra hefur verið valdabarátta en frægð og styrk- ur Mandela kann að sameina blökkumenn og eitt er víst að næstu vikur og mánuði munu engir úr forystusveit þeirra ganga opinberlega gegn honum. Mikilvægt er að sá tími verði nýttur sem best. Eitt fyrsta verk Mandela á stjórnmálasviðinu hlýtur að vera það, að sameina Afríska þjóðarráðið og setja nið- ur deilur milli fylkinga innan þess. Sérfræðingum kemur sam- an um að skyndilegt frumkvæði de Klerks hafi komið ráðinu í opna skjöldu og forvígismenn þess, sem margir eru orðnir aldraðir, eigi erfitt með að átta sig á breytingunum, sem eru að verða. Nelson Mandela gengur út úr fangelsinu við alþjóðlegan fögnuð til mikilla og vanda- samra verkefna. Margir líta til hans sem spámanns, þrátt fyrir orð hans um hið gagnstæða. F.W. de Klerk hefur sýnt dirfsku í ákvörðunum sínum síðustu vik- ur en jafnframt skapað sér óvin- sældir meðal þeirra í hvíta minnihlutanum, sem helst vilja halda öllum blökkumönnum sem föngum. Nú reynir á, hvort þeir de Klerk og Mandela geta sam- eiginlega lagt grunn að nýju ríki í S-Afríku, þar sem menn eru metnir að verðleikum en ekki eftir því hvernig hörund þeirra er á litinn. MANDELA FÆR FRELSI Fyrsta ræða Mandela í 27 ár: Hafiiar ekki skæru- hemaði en krefst samningaviðræðna Höfðaborg. Reuter. NELSON Mandela bauð Suður-Afríkustjórn birginn er hann hélt sína fyrstu ræðu eftir 27 ára fangelsisvist i Höfðaborg á sunnudag. Hann kvaðst enn vera fylgjandi því að beitt yrði skæruhernaði til að knýja á stjórnvöld um að afnema kynþáttaaðskilnað í landinu. Hann hvatti allar þjóðir heims til þess að halda áfram að beita efnahagslegum refsiaðgerðum gegn sljórn hvíta minnihlutans. Hann krafðist þess að stjórnvöld efhdu til samningaviðræðna við leiðtoga biökkumanna til að binda enda á kynþáttaaðskilnaðinn og tryggja svarta meirihlutanum kosningarétt. Um 50.000 stuðningsmenn Mand- ela hlýddu á ræðu hans og sunginn var nýr baráttusöngur með viðlag- inu: „Mandela kemur, Mandela kem- ur“. Áður en hann birtist á svölum byggingar í miðborg Höfðaborgar brutust út átök er lögreglan reyndi að hafa stjórn á stærsta útifundi í borginni í 45 ár. Tveir menn biðu þá bana og 100 urðu fyrir meiðslum er lögreglan skaut fuglahöglum og gúmmíkúlum til að dreifa hópi manna eftir að ungmenni höfðu kastað flöskum, brotið rúður og lát- ið greipar sópa um verslanir. Mikill fögnuður Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal blökkumanna er Mandela og kona hans, Winnie, leiddust nokkr- um stundum áður út úr fangelsis íbúð, þar sem hann afplánaði fimm ár af lífstíðardómi fyrir tilraun til að steypa stjórn hvíta minnihlutans. Suður-afríska sjónvarpið sýndi beint frá atburðinum. Þúsundir íbúa Sow- eto, stærstu borgar blökkumanna í Suður-Afríku, söfnuðust saman á Reuter Ibúar Soweto, stærstu borgar blökkumanna í Suður-Afríku, fagna á laugardag er tilkynnt var að Nelson Mandela yrði látinn laus daginn eftir. Reuter F.W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, og Nelson Mandela, leiðtogi Afríska þjóðarráðsins, í skrifstofu forsetans á föstudag, tveimur dög- um áður en blökkumannaleiðtoginn var leystur úr haldi. götum úti þrátt fyrir hellirigningu. „Mandela færði okkur regnið, þetta er ný dagrenning fyrir Suður- Afríku," hrópaði ung kona, sem klædd var í fánalitum Afríska þjóð- arráðsins (ANC). í Afríku er helli- regn talið góðs viti þegar menn efna til hátíðahalda. Frá því F.W. de Klerk, forseti Suður-Áfríku, tilkynnti 2. febrúar að Mandela yrði látinn laus hafa milljónir manna út um allan heim gert sér vonir um að bíökkumanna- leiðtoginn geti haft milligöngu um friðsamlega lausn á vanda landsins. Hann tók þó skýrt fram í ræðu sinni í Höfðaborg að afstaða hans til vald- beitingar hefði ekki breyst og hann vitnaði í ræðu sem hann flutti á sakamannabekknum árið 1964 í lok réttarhalda, sem gerðu hann að þekktasta pólitíska fanga heimsins. „Við hófum vopnaða baráttu árið 1960 vegna þess að við neyddumst til þess, við gerðum það aðeins í varnarskyni vegna valdbeitingar stjórnvalda," sagði hann við mikinn fögnuð viðstaddra. Spá samningaviðræðum Mandela sagði að Afríska þjóðar- ráðið þyrfti að efna til ráðstefnu til að kjósa leiðtoga er fengju það hlut- verk að knýja á stjórnvöld um samn- ingaviðræður. Fréttaskýrendur telja að fátt geti komið í veg fyrir að við- ræðurnar hefjist þegar leiðtogar ráðsins hafa verið kjörnir. Þeir segja að í ræðu sinni hafi Mandela bæði reynt að koma til móts við herskáa ungliða í Þjóðarráðinu og F.W. de Klerk. Þótt blökkumannaleiðtoginn hefði neitað að hafna skæruhernaði gaf hann í skyn að hann væri reiðubúinn að sættast á málamiðlun. „Taka skal fram að De Klerk er sjálfur heiðarlegur maður og veit vel hversu hættulegt það er fyrir stjórnmála- mann að standa ekki við loforð sín,“ sagði hann. Hann kvað útilokað að viðræður gætu hafist fyrr en neyðar- lögum, sem sett voru fyrir þremur árum, yrði aflétt og öllum pólitískum föngum slepþt. De Klerk sagði er hann tilkynnti að Mandela yrði sleppt að neyðarlögunum yrði bráð- lega aflétt og að hann væri reiðubú- inn til viðræðna um pólitísku fang- anna. Mandela hvatti stuðnings- menn sína til að herða baráttuna gegn stjóm hvítra en virtist setja skilmála sem forsetinn ætti að geta fallist á. Nelson Mandela látinn laus: Lifandi tákn fyrir mannréttindabar- áttu svartra manna í Suður-Afríku Höfðaborg. Reuter. BLÖKKUMANNALEIÐTOGINN Nelson Mandela hefur stjórnað bar- áttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku í þijá áratugi, lengst af úr fangaklefa sínum. Hann hefur fyllt kynbræður sína, bæði heima og erlendis, eldmóði og baráttuþreki. Sú ákvörðun F.W. de Klerks for- seta að leysa leiðtoga Afríska þjóð- arráðsins (ANC) úr haldi markar tímamót í sögu Suður-Afríku. Frægasti fangi í heimi getur nú aftur starfað á meðal stuðnings- manna sinna. Þegar de Klerk hafði sett sér það mark að afnema kyn- þáttaaðskilnaðarstefnuna og semja um nýja stjórnarskrá sem gæfi svörtum íbúum Suður-Afríku hlut- deild í stjórn ríkisins var ljóst að enginn annar en Mandela hefði nægilegan styrk á bak við sig til að geta komið fram sem fulltrúi allra ættbálka Iandsins. Mandela var handtekinn árið 1962 og flutti síðustu opinberu ræðu sína fyrir rétti um það bil tveimur árum seinna, þegar hann var ákærður fyrir þátttöku í sam- særi um að velta minnihlutastjórn hvítra manna. Hann sagðist vera þjóðernissinni, en ekki kommúnisti, og kvað ANC ekki eiga annarra kosta völ en beita ofbeldi í barátt- unni gegn ofbeldi aðskilnaðarstefn- unnar. „Ég hefu barist gegn yfir- drottnun hvítra manna,“ sagði Mandela fyrir réttinum, „ég hef barist gegn yfirdrottnun svartra manna og átt mér hugsjón um lýð- ræðislegt og fjálst þjóðfélag þar sem allir þegnamir gætu búið sam- an í sátt og notið sömu tækifæra. Það er sú hugsjón sem ég vil lifa fyrir og beijast fyrir. Og ég er reiðu- búinn að deyja fyrir hana ef þörf krefur." Mandela var dæmdur í lífstíðar- fangelsi ásamt sjö félögum sínum árið 1964 og hafður í haldi á Robb- en-eyju fyrir utan Höfðaborg, þar sem hann vann við steinhögg í tólf ár, eða þar til hann var fluttur í fangelsi uppi á landi. Hann margneitaði að semja um lausn sína úr fangelsi, hafnaði til- Nelson og Winnie Mandela á brúðkaupsmynd í maí 1958. boðum um að fara í útlegð og fyllti kynbræður sína utan fangelsis- múranna eldmóði. Hann varð hetja uppreistarfólks á götum blökku- mannahverfanna, hófsamra blökkumannaleiðtoga og dæmdra útlaga. Og hófsamir meðal hvítra sáu í honum einu vonina um að unnt yrði að komast hjá blóðugu borgarastríði. Nelson Roliblahla Mandela fædd- ist í leirkofa í Transkei í Höfðahér- aði 18. júlí 1918. Hann var sonur höfðingja af Xhosa-ættbálkinum, hlaut menntun sína í Fort Hare og hlaut gráðu í listasögu. Því næst hélt hann til Johannesarborgar til að nema lög og vann fyrir sér sem öryggisvörður í gullnámu. Hann giftist hjúkrunarkonunni Evelyn Nomathamsanga sem stóð straum af kostnaði hans við laganámið, en setti sig upp á móti þátttöku hans í starfsemi ANC. Þau eignuðust tvö börn saman, en slitu samvistum. Árið T952 var Mandela hand- tekinn ásamt yfir 200 félögum sínum og varpað í fangelsi fyrir landráð. Eftir fjögra ára réttarhöld var Mandela sýknaður ásamt fjölda annarra blökkumannaleiðtoga. Meðan á réttarhöldunum stóð gift- ist hann núverandi eiginkonu sinni Nomzamo Winnie Madikizela. Árið 1960 voru ANC-samtökin bönnuð og Mandela fór huldu höfði þar til sagt var til hans og hann náðist 1962. Hann varð að skilja Winnie og dæturnar tvær, Zenani og Zindzi, eftir í blökkumannahverfinu Sow- eto í Jóhannesarborg. Winnie varð milligöngumaður milli hans og um- heimsins. Hún var handtekin og send til afskekkts staðar. Árið 1986 var henni leyft að flytjast aftur til fyrri heimkynna, en skömmu seinna féll skuggi á nafn hennar þegar lífverðir hennar voru bendlaðir við rannsókn á nokkrum morð- og árás- armálum. Meiri stuðningur við Atiantshafsbandalagið austantjalds en hér! eftir EyjóífKonráð Jónsson Atlantshafsbandalagið er mikil- vægasta bandalag mannkyns- sögunnar og viss er ég um að víða austantjalds býr sama hugsun í brjóstum fjöldans og jafnvel meiri stuðningur við NATO en hér! Sum- ir íslendingar hafa því miður ekk- ert lært og engu gleymt, önnur stjómmálasamtök beina bara bláu augunum sínum útí loftið og segja: „Samt...“. . Nú lítur út fyrir að fomsta a.m.k. fjögurra stjómmálaflokka sé sammála um að vinna að því að hér verði gerður varaflugvöllur ef hann yrði liður í nauðsynlegu eftirlitskerfi með afvopnun á Norð- urhöfum. Um þetta var fjallað á Alþingi sl. fimmtudag þegar rætt var um forkönnun varaflugvallar. Utanríkisráðherra sagði þar að hann hefði dregið að taka ákvörð- un um könnunina vegna mikilla breytinga í heimsmálunum. I umræðunum sagðist ég taka undir þau sjónarmið ráðherrans að „yfirgnæfandi líkur bendi til að ekki verði fallið frá þessum áform- um einmitt með vísan til framtíðar- hlutverks íslands að verða miðstöð fyrir eftirlit með framkvæmd af- vopnunarsamninga á ókomnum árum.“ En einmitt það teldi ég eiga að leiða til þeirrar rökréttu niðurstöðu að ákvörðun yrði strax tekin en málið ekki dregið á lang- inn. Sú spurning hlýtur að verða áleitnari með hverjum degi sem líður hve lengi utanríkisráðherra ætli að hika. En á þingi bætti ég við: „Við ætlum ekkert að bíða til 1994 eftir því að það verði af- vopnun á höfunum eins og á landi. Og ég sagði held ég við ráðherrann hér fýrir meira en ári að hann ætti að „ákveða það í dag“ og ég segi það aftur: Hann ætti að heim- ila það í dag að þessi forkönnun hæfist því að við ætlum ekkert að bíða eftir árinu 1994. Við þorum ekki að bíða svo lengi. Og ég held að þjóðir í Austur-Evrópu þori heldur ekki að bíða svo lengi. Það gæti verið um seinan þá og þess vegna á að halda þeirri stefnu áfram, þeirri öryggis- og varnar- Eyjólfúr Konráð Jónsson „Nú lítur út fyrir að forusta a.m.k. fjögurra stjórnmálaflokka sé sammála um að vinna að því að hér verði gerður varaflugvöllur ef hann yrði liður í nauðsynlegu eftirlits- kerfi með afvopnun á Norðurhöfum.“ stefnu sem Atlantshafsbandalagið hefur tryggt. Það á að afvopnast og það á að vernda þessi svæði og fylgjast með framþróun. Það er enginn kominn til með að segja í dag hvort svona varaflugvöllur yrði undir stjórn Islendinga einna, Samein- uðu þjóðanna eða einhverra ann- arra. En hann ætti að vera fyrir hendi ef afvopnun á að takast á skömmum tíma af hálfu hernaðar- bandalaganna og standa undir ótvíræðu ákvörðunarvaldi okkar.“ Er ekki hugsanlegt að Alþliigi gæti orðið sammála um þessa stefnu líkt og gerðist 23. maí 1985 þegar raunsæ ályktun á afvopnun- ar- og kjarnorkumálum, sem stendur óhögguð enn í dag, var samþykkt einróma. Þá varð m.a. til hugtak sem bæði hemaðar- bandalögin gerðu síðar að sínu að því er landsvæði varðar frá Atl- antshafi til Úralfjalla. Formanni utanríkismálanefndar var í fram- sögu falið að flytja fyrir hönd nefndarinnar allrar eftirfarandi: 1. Sá landfræðilegi skilningur væri réttur að Norður-Evrópa næði a.m.k. yfir Norðurlönd, eyjar á norðanverðu Atlantshafi og Norður-Þýskaland, þ.e. Norður-Evrópusléttuna, og allt frá Grænlandi til Úralfjalla. 2. Sá skilningur sem fram komi í eftirfarandi hugmynd um breytingu á upphafi 6. mgr. væri réttur: „Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorkuvopn hvetur það til þess að könnuð verði sam- staða um og grundvöllur fyrir samningum um kjamorkuvopna- laust svæði í Norður-Evrópu, sem nái til aðildarríkja Norður-Átlants- hafsbandalagsins, Varsjárbanda- lagsins og hlutlausra ríkja jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eða í því. Samningur þessi verði liður í samkomulagi til að draga úr vígbúnaði og minnka spennu.“ Þetta gerðist í utanríkisráð- herratíð Geirs Hallgrímssonar. All- ir utanríkisráðherrar síðan hafa fylgt þessari stefnu og kynnt hana. Úm það þarf ekkert að metast. Þess er einnig að gæta að í meira en áratug hefur Alþingi margsinnis ályktað einróma um fullveldisrétt þjóðanna við hin nyrstu höf yfir hafsbotninum allt frá Noregs- og Skotlandsströndum til Kanada. Og væntanlega er þac tímanna tákn að einmitt á þessari stundu er í Kanada haldinn fundur um málefnin sem hér um ræðir. Eigum við ekki að standa sameinuð um þau? Höfundur er einn af alþingismönnum Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Veiðigjald á ekkert skylt við sósíalisma eftir Gylfa Þ. Gíslason Þeir, sem fylgzt hafa með um- ræðunni um fiskveiðistefnuna á síðum Morgunblaðsins undanfar- ið, gera sér eflaust yfirleitt grein fyrir því, að tillagan um veiðigjald eða sölu veiðileyfa á ekkert skylt við sósíalisma. Ef það er sósíalismi að selja veiðileyfi á uppboði eða við ákveðnu verði, einvörðungu vegna þess, að framkvæmdin er í höndum opinbers aðila, sjávarút- vegsráðuneytisins, þá hlýtur það líka að vera sósíalismi að gefa slík leyfi eins og sjávarútvegs- ráðuneytið gerir nú. í raun og veru er sú framkvæmd skyldari þeim sósíalisma, sem nú er að gefa upp öndina í Austur-Evrópu, en sala veiðileyfa á markaðsverði, því að gjöfin leiðir til sóunar á verðmætum. Sala veiðileyfa á auðvitað ekkert skylt við sósíal- isma eða þjóðnýtingu. Þá ráða markaðsöfl því, í höndum hverra veiðileyfin lenda. Það er líklegasta leiðin til þess að þau hafni hjá þeim, sem nýta þau með hag- kvæmustum hætti. Ég er og hef verið jafnaðarmað- ur. Ég aðhyllist jafnframt mark- aðsbúskap, eins og raunar flestir nútímajafnaðarmenn. Fylgi mitt við sölu veiðileyfa styðst við skoð- anir mínar á kostum markaðs- búskapar og er óháð þeim lífsskoðunum, sem gert hafa mig að jafnaðarmanni. Allir vita, að helmingur af helztu formælendum veiðigjalds eru ekki jafnaðar- menn. En við höfum sömu skoðan- ir á því, hvernig smám saman megi stórauka hagkvæmni í íslenzkum sjávarútvegi og tryggja, að lagaákvæðin um, að fískistofnarnir við landið séu sam- Gylfi Þ. Gíslason eign þjóðarinnar, séu ekki orðin tóm. Höfundur er prófessor og fyrrverandi menntnmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.