Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSHPn/JOVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
25
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BALTI —■ Úr sýningarsal tölvudeildar Balta hf. f.v. Ólafur Mýrdal,_ deildarstjóri, Hrefna Magnúsdótt-
ir, skrifstofustúlka, Bárður Halldórsson framkvæmdastjóri og Sigurður Óli Valdimarsson deildarstjóri.
Fyrirtæki
Nýtt fyrirtæki
með einkaumboð
fyrir Compaqtölvur
BALTI hf., Armúla 1, er nýstofiiað fyrirtæki sem hefúr fengið einka-
umboð á íslandi fyrir COMPAQtölvur og hefiir opnað tölvudeild með
COMPAQ sem aðalmerki. Fyrirtækið skiptíst nú í tvær deildir, véla-
deild og tölvudeild, en innan hennar eru söludeild og þjónustudeild.
Að sögn Ólafs Mýrdal sölusljóra verður þó sérstök áhersla lögð á
þjónustudeildina og er væntanlegur í vor til starfa hjá fyrirækinu
sérmenntaður maður í COMPAQ tölvubúnaði, Karl Mýrdal, sem mun
taka við þeirri deild. Framkvæmdastjóri Balta hf. er Bárður Halldórs-
son.
Hlutabréf
UmsvifHlutabréfamarkaðar-
ins hafa margfaldast frá ’85
AFGREIÐSLUR Hlutabréfa-
markaðarins hf. hafa margfald-
ast á undanförnum árum og voru
alls 1527 á liðnu ári. Þetta kom
fram í erindi Baldurs Guðlaugs-
sonar, hrl, sljórnarformanns
Hlutabréfamarkaðarins hf. á
fúndi iðnaðarnefndar Sjálfstæðis-
flokksins í síðustu viku um al-
menningshlutafélög.
Umsvif Hlutabréfamarkaðarins
hf. sem kaupir og selur hlutabréf á
skráðu gengi auk þess sem hann
tekur hlutabréf í umboðssölu, hafa
aukist jafnt og þétt frá því að félag-
ið var stofnað síðarihluta 1985.
„Til fróðleiks vil ég upplýsa að af-
greiðslur Hlutabréfamarkaðarins
þá tæpu 3 mánuði sem hann starf-
aði á árinu 1985, urðu alls 48, á
árinu 1986 var afgreiðslufjöldinn
134, á árinu 1987, en þá hafði
annar viðskiptavaki bætst við, var
fjöldi afgreiðslna hjá Hlutabréfa-
markaðnum hf. 209, á árinu 1988
379, en hvorki meira né minna en
1527 á nýliðnu ári, þótt viðskipta-
vakarnir hafi þá verið orðnir 4,“
sagði Baldur Guðlaugsson í erindi
sínu. Hann tók fram að í tölunum
fyrir árin 1988 og 1989 væru um-
boðsviðskipti með hlutabréf.
í erindi Baldurs kom einnig fram
að hluthöfum í Hlutabréfasjóðnum
hf. fjölgaði um 700 á síðasta ári
og voru um áramótin 1100. Kaup-
endur hlutabréfa í sjóðnum njóta
frádráttar frá tekjuskattsstofni,
eins og ríkisskattsstjóri ákveður
hveiju sinni. Hlutabréfasjóðurinn
kaupir hlutabréf í öðrum fyrirtækj,-
um, auk þess sem hann kaupir
skuldabréf traustra fyrirtækja.
Ólafur Myrdal sölustjóri er yfir-
maður tölvudeildar. Hann var við
nám í Þýskalandi og sá þar m.a.
um tölvubúnað eins og Balti hf.
býður upp á, sem er allur hug-
búnaður varðandi COMPAQ og
ELCAD, þar á meðal CAD/CAE-
tækni með Elcad, sem er nýtt kerfi
á íslandi, og hefur hæsta iðnaðar-
staðal í Evrópu, að sögn Ólafs.
Hann segir að til þessa hafi CAD-
kerfi (Computer Aided Design), þ.e.
teikni- og hönnunarkerfi fýrir raf-
magns-, rafeinda- _ og stýritækni
verið fáanlegt á íslandi en hafi
ekki náð útbreiðslu.
Bárður Halldórsson fram-
NY NAMSKEIÐ — Nýlega hófust í Reykjavík á vegum Fjármálaskóla fjölskyldunnar námskeið
í heimilisbókhaldi. Skólinn hefur það hlutverk að miðla einstaklingum þekkingu á fjármálum og fjármála-
stjórn sem nýtist þeim í daglegu lífi. Námskeiðin eru 4 klukkustunda löng og fara fram í húsnæði Stjómun-
arfélags íslands en stefnt er að því að bjóða upp á námskeið Fjármálaskólans á landsbyggðinni. Myndin er
tekin á námskeiði hjá Raggý Guðjónsdóttur, leiðbeinanda.
kvæmdastjóri segir að meðal nýj-
unga sé stefnt að því að setja upp
forrit fýrir tryggingarfélög, sem
unnin séu á þann hátt, að t.d. tjóna-
skýrslur séu skannaðar beint inn á
tölvur, og auki þannig vinnuafköst.
Véladeildin sér um innflutning á
alls kyns vélum fyrir jám- og tréiðn-
aðinn. Sigurður Óli Valdimarsson
er yfirmaður deildarinnar, en hann
er vélfræðingur að mennt og hefur
starfað 16 ár hjá G. Þorsteinsson
og Jónsson.
Þá hefur verið opnaður sýningar-
salur í tengslum við tölvudeildina
og er hann á annarri hæð að Ár-
múla 1.
Dans-
leikfimi,
megrunar-
leikfími,
trimmform.
Ný námskeið
12. feb
Iml
Heilsurœktin Heba
Auðbrekku 14. Kópavogi.
Siml 642209. "
Heba heldur
við
NÚTÍMA UÓS - FRAMTÍÐAR LÝSING
OSRAM
HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F 43 SUNDABORG 13-104 REYKAJVÍK - SÍMI 688588
alls staðar