Morgunblaðið - 13.02.1990, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
Útibú KEA á Grenivík:
Yfír 60 gráðu hiti
í kæliklefanum
Mikið af matvöru eyðilagðist
Ökumenn lentu í miklum vandræðum vegna ófærðar á götum Akureyrar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Erill hjá lögreglu, hjálparsveitar- og flugbjörgnnarsveitarmönnum:
50 útköll á 6 stundum
vegna aðstoðar í óveðrinu
MIKIÐ tjón varð er afhríming i
kæliklefa útibús Kaupfélags Ey-
firðinga á Grenivik sló ekki út
og var því orðið býsna heitt í
Straumur á
skattstofuna
TÖLUVERÐUR straumur fólks
var á skattstofuna á Akureyri
fyrir hádegi í gær. Frestur til að
skila skattframtali rann út um
miðnætti á laugardag, en skatt-
stofan á Akureyri gaf fólki tæki-
færi á að skila inn framtölum til
hádegis í gær.
Gunnar Rafn Einarsson skatt-
stjóri á Norðurlandi eystra sagði
að margir hefðu skilað framtali sínu
á laugardag, en einnig hefðu marg-
ir nýtt sér helgina til að vinna í
skattskýrslunni því töluverður
straumur var á skattstofuna fram
til hádegis í gær.
Gunnar Rafn sagði of snemmt
að segja til um skil, en taldi þó
sennilegt að betri skil væru nú en
oft áður hjá fólki í sveitum.
kælinum er að var komið á
sunnudagsmorgun. í kælinum
var mikið af matvöru sem gjör-
eyðilagðist. Vegna ófærðar kom-
ust viðgerðarmenn ekki til
Grenivíkur fyrr en seinnipart
dags í gær og hafði tjón því ekki
verið metið.
Pétur Axelsson útibússtjóri sagði
að aðkoman hefði verið vægast sagt
leiðinleg. Afhríming í kæliklefanum
sló ekki út á laugardagskvöld eða
aðfaranótt sunnudags og var því
orðið allheitt í kæliklefanum. Er
verslunin var opnuð kl. 10 á sunnu-
dagsmorgun mætti starfsfólki mikil
hitalykt sem rakin var til kæliklef-
ans. Kom þá í ljós að mælar í klefan-
um höfðu sprungið, en það gera
þeir við 60 gráðu hita. Hitinn í klef-
anum var því orðinn töluvert hærri
en 60 gráður.
Kæliklefinn er um 9 fermetrar
að stærð og þar var mikið af mat-
vöru, kjöti, ís, brauði og ýmsu öðru.
Allt sem í klefanum var er gjör-
ónýtt, en Pétur sagði ekki ljóst
hvort klefinn sjálfur hafi sloppið.
Hann sagði Ijóst að tjónið væri
mikið, en það hafði ekki verið met-
ið. I gær var unnið við hreinsun
kæliklefans.
NORÐAN stórhríð geisaði í Eyja-
firði á sunnudag og urðu flestir
vegir ófærir. Hjá lögreglunni á
Akureyri voru skráð yfir 50 út-
köll á tímabilinu frá kl. 18 til 24,
en Hjálparsveit skáta og Flug-
björgunarsveit Akureyrar voru
lögreglu til aðstoðar. BHndbylur
var einnig á Dalvík og í Ólafsflrði
og urðu Ólafsfirðingar mjólkur-
lausir í annað sinn frá áramótum.
Snjómokstur á Akureyri hófst kl.
4 aðfaranótt mánudags. Þá voru
helstu leiðir á þjóðvegum mokað-
aðar í gær, en víða var enn ófært
í sveitum.
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu
að snúast á sunnudaginn, en hún
naut aðstoðar Hjálparsveitar skáta
og Flugbjörgunarsveitarinnar. Að
sögn varðstjóra lögreglunnar var
óvenju mikil umferð um götur bæjar-
ins, en versta veðrið skall á seinni-
part dags og voru þá margir farnir
að heiman og lentu síðan í vandræð-
um við að komast heim. Bílar voru
fastir í sköflum víða^um bæinn og
beindist aðstoð lögreglu, skáta og
björgunarsveitarmanna mjög að því
að losa fasta bíla eða færa til yfir-
gefnar bifreiðir. Þá sáu þessir aðilar
einnig um að koma starfsfólki heil-
brigðisþjónustunnartil og frá vinnu.
„Það var mikill erill hér á sunnu-
daginn. Helsta vandamálið var
hversu margir voru á ferli, umferðin
var ótrúlega mikil miðað við að úti
var iðulaus stórhríð. Það er vissulega
alvarlegt mál þegar fólk fer út í veð-
ur sem þetta á fólksbílum og er jafn-
vel með ung böm,“ sagði varðstjóri
lögreglunnar á Akureyri. Frá því kl.
18 á sunnudag og fram að miðnætti
vom 52 útköll hjá lögreglunni.
Félagar úr Hjálparsveit skáta fóru
á sunnudagsmorgun upp í skálann
Gamla, sem er í eigu skáta á Akur-
eyri, en hann er ofan Kjamaskógar.
Þar vom nokkrir skátar í útilegu um
helgina, en er hjálparsveitarmenn
komu í skálann vora skátarnir komn-
ir til byggða. Hjálparsveit og Flug-
björgunarsveit aðstoðuðu ökumenn
bifreiða til kl. 2 aðfaranótt mánudags
og var í nógu að snúast. Snjóbíll frá
sveitinni hélt af stað til Stómtjarna
í Ljósavatnsskarði á sunnudaginn,
en komst ekki á áfangastað þar sem
margir bílar sátu fastir í sköflum á
Svalbarðsströndinni og veittu hjálp-
arsveitarmenn ökumönnum aðstoð.
Þá fór snjóbíllinn með hóp fólks til
vinnu á Kristnesi og einnig var fólk
sótt á Laugaland á snjóbílnum.
Fáir vora á ferli á Dalvík, að sögn
lögreglunnar þar, en götur bæjarins
urður ófærar í óveðrinu á sunnudag.
Hafíst var handa um hreinsun gatna
í gærmorgun og var færð orðin
þokkaleg um bæinn í gær. Ófært var
hins vegar víða um Svarfaðardal.
Björgunarsveit Slysavarnafélagsins
aðstoðaði fólk úr og í vinnu.
„Það var alveg kolvitlaust veður
Ekki létu allir ofankomuna á sig fá.
hérna og ófært um bæinn,“ sagði
lögreglumaður í Ólafsfirði. Búið var
að hreinsa helstu götur og víða era
raðningar mjög háir og líkjast göt-
umar helst göngum. Um miðnætti á
sunnudag var fólk sem vinnur á dval-
arheimilinu Hornbrekku sótt á snjó-
troðara í vinnuna. Ólafsfjarðarmúli
varð ófær á laugardagskvöld og að
sögn vegaeftirlitsmanns átti ekki að
moka hann í gær. Mjólkurlaust varð
í bænum í annað sinn frá áramótum,
en að sögn lögreglu var búist við að
Mánabergið, sem var inni á Akur-
eyri kæmi með varninginn heim.
Haukur Ingólfsson fréttaritari
Morgunblaðsins á Grenivík sagði að
óvenju mikill snjór væri í þorpinu,
en veðrið hefði ekki verið sérlega
slæmt. Hann sagði að snjórinn væri
erfiður viðureignar þar sem hann
væri blautur og þungur og því gengi
illa að blása hann af götum. Um
helgina fór hópur manna á nokkrum
jeppum út í Fjörður. Þeir lögðu af
stað til Grenivíkur um kl. 8 á sunnu-
dagsmorgun og komu til byggða um
kl. 21.30 um kvöldið, en leiðin er um
15 kflómetrar. Vegurinn til Grenivík-
ur var mokaður í gær og var orðið
fært þangað um hádegi.
Frammi í Eyjafirði var mikill snjór
og vegurinn ófær á köflum, en í gær
var litli hringurinn svokallaði mokað-
ur. „Maður kemst ekki einu sinni um
á traktor hvað þá meir,“ sagði Benj-
amín Baldursson fréttaritari í Eyja-
fírði. Háir ruðningar eru meðfram
öllum vegum í firðinum og víða er-
fitt að komast um. Benjamín sagði
að veðrið hefði verið ansi slæmt
seinnipart sunnudags og átti hann í
erfiðleikum með að komast í fjós.
Ekki sá út úr augum á leið í íjósið
og þó svo stefnan hafi verið tekin
þangað villtist hann af leið og lenti
upp á vegi.
Kerfi 1 Likamsrækt og megrun fyrir konur ó öilum aldri
Kerfi 2 Framhaldsflokkar 1 og 2 - Lokaðir flokkar
Kerfi 3 Róleglr timar Fyrir eldri konur og þær sem þurfa að fara rólega
Kerfi 4 Nýi kúrinn 28 + 7 fyrir þær sem vilja fó aðstoð undir sérstakri stjórn Bóru
Kerfi 5 Fyrir ungar og hrossar - teygja, þrek - eldfjörugir tímar