Morgunblaðið - 13.02.1990, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
AUGLYSINOAR
Atvinna óskast
til lands eða sjós
27 ára gamall maður óskar eftir mjög vel
launaðri vinnu strax.
Vanur flestum veiðarfærum, er með véla-
varðarréttindi og vanur á frystitogara. Hef
einnig meirapróf, rútupróf og þungavinnu-
vélaréttindi. Hef reynslu.
Upplýsingar í síma 43627, Ásmundur.
Bókhald - hlutastarf
Lítið fyrirtæki á Ártúnshöfða vill ráða vanan
starfskraft til að hafa umsjón með bókhaldi
fyrirtækisins. Vinnutími 9-13. Góð laun í boði.
Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar.
QjðniTónsson
RAÐCJOF & RAÐNl NCARNONUSTA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI
Aðstaða sérfræð-
ings við barnadeild
Landakotsspítala
er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1.
júní 1990. Umsóknarfrestur er til 10. apríl.
Umsóknum með upplýsingum um fræðistörf
og önnur störf sendist til yfirlæknis barna-
deildar spítalans.
St. Jósefsspítali,
Landakoti.
Sölumaður/
tölvubúnaður
Vegna aukinna umsvifa óskum við nú eftir
að ráða duglegan starfskraft í söludeild okkar.
Þú þarft að:
- Hafa mikinn áhuga á tölvum og tölvubúnaði.
- Almenn þekking og notkun á tölvum er
skilyrði.
- Hafa áhuga á sölumennsku.
- Geta unnið sjálfstætt og skipulega.
- Vera á aldrinum 25 til 40 ára.
- Hafa góða framkomu og eiga auðvelt með
að umgangast annað fólk.
Eingöngu er um að ræða framtíðarstarf.
Við bjóðum:
- Vinnu við það nýjasta á tölvusviðinu.
- Líflegt og krefjandi starf.
- Góðan starfsanda.
- Framtíðarstarf í ört vaxandi fyrirtæki.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skila skriflega til Tækni-
vals hf., Skeifunni 17, 128 Reykjavík, póst-
hólf 8294, fyrir fimmtudaginn 15. febrúar
1990. Farið verður með allar umsóknir sem
trúnaðarmál.
KiTÆKNIVAL
Skeifunni 17.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Verslunarmannafélag
Hafnarfjarðar
heldur félagsfund í félagsheimili íþróttahúss-
ins, Strandgötu 50, miðvikudaginn 14. febrú-
ar kl. 20.30.
Dagskrá:
Nýgerður kjarasamningur.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Félagsfundur
Félagsfundur í Félagi matreiðslumanna verð-
ur haldinn í Bjargi, Óðingsgötu 7, þriðjudag-
inn 13. febrúar kl. 15.00.
Fundarefni: Samningarnir og önnur mál.
Stjórnin.
Allsherjar-
atkvæðagreiðsla
um nýjan kjara-
samning
Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjara-
samning, sem gerður var 1. febrúar sl., verð-
ur þriðjudag og miðvikudag 13. og 14. febrú-
ar 1990. Kjörfundur stendur frá kl. 9.00-
21.00 báða dagana á skrifstofu V.R. í Húsi
verslunarinnar, 9. hæð, Kringlunni 7.
Félagsmenn V.R. eru hvattir til að taka þátt
í atkvæðagreiðslunni.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu V.R. í
Húsi verslunarinnar, sími 687100.
Kjörstjórn.
Tillögur uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs
Verkamannafélagsins Hlífar um stjórn og
aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1990
liggja frammi á skrifstofu Hlífar frá og með
þriðjudeginum 13. febrúar. Öðrum tillögum
ber að skila á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkur-
vegi 64, fyrir kl. 16.00, föstudaginn 16. febrú-
ar og er þá framboðsfresturinn útrunninn.
Kjörstjórn
Verkamannafélagsins Hlífar.
TIL SÖLU
Gullsmíðaverslun
Af sérstökum ástæðum er til sölu skartgripa-
verslun vel staðsett í Austurbænum. Versl-
unin er nýlega stofnsett í nýju húsnæði. Nýr
og góður lager.
Þeir sem hafa áhuga vinsamlega leggi inn
tilboð á auglýsingadéild Mbl. merkt: „Gott
tækifæri - 3939" fyrir föstudaginn 16. febrú-
ar.
YMISLEGT
Frá menntamálaráðuneytinu
Styrkirtil háskóla-
náms í Noregi
Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði
fram í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráð-
inu fimm styrki til framhaldsnáms við há-
skóla í Noregi skólaárið 1990-91. Ekki er
vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja
muni koma í hlut íslendinga.
Umsóknir skulu sendar til: Norges allmenn-
vitenskapelige forskningsrád, Sandakervei-
en 99, N-0483 Oslo 4, fyrir 1. mars nk., og
lætur sú stofnun í té umsóknareyðublöð og
frekari upplýsingar.
Menntamálaráðuneytið,
5. febrúar 1990.
TILKYNNINGAR
Auglýsing
um styrki Evrópuráðsins á sviði
læknisfræði og heilbrigðisþjónustu
fyrir árið 1991
Evrópuráðið mun á árinu 1991 veita starfs-
fólki í heilbrigðisþjónustu styrki til námsferða
í þeim tilgangi að styrkþegar kynni sér nýjung-
ar í starfsgreinum sínum í löndum Evrópu-
ráðsins og Finnlandi.
Styrktímabil hefst 1. janúar 1991 og lýkur
1. des. 1991. Um er að ræða greiðslu ferða-
kostnaðar og dagpeninga skv. nánari reglum.
Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né
ferðakostnaðar af hálfu ríkisins. Umsækjend-
ur skulu ekki vera eldri en 55 ára, hafa gott
vald á tungumáli þess lands, sem sótt er
um, og ekki vera í launaðri vinnu í því landi.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu.
Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir
15. mars nk.
Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í
Evrópuráðinu í byrjun desember 1990.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
8. febrúar 1990.
HFrá Bæjarskipulagi Kópavogs
_____Kársneshöfn, Kóp.
Tillaga að deiliskipulagi
Tillaga að deiliskipulagi athafnasvæðis Kárs-
neshafnar auglýsist hér með skv. gr. 4.4. í
skipulagsreglugerð nr. 318/1985.
Tillagan nær til svæðisins vestan Hafnar-
brautar að sjó.
í tillögunni er meðal annars gert ráð fyrir
stækkun sportbátahafnar, aðstöðu fyrir út-
gerð og fiskvinnslu og flutningahöfn.
Þá er í tillögunni gert ráð fyrir allnokkrum
nýbyggingum á svæðinu.
Skipulagsuppdráttur, skýringamyndir og
greinargerð verða til sýnis hjá Bæjarskipu-
lagi Kópavogs, Fannborg 2, 3. hæð, frá kl.
9.00-15.00 alla virka daga frá 13. febrúar
til 13. mars 1990.
Athugasemdum eða ábendingum ef ein-
hverjar eru skal skila skriflegum til Bæjar-
skipulags innan auglýsts kynningartíma.
Bæjarskipulag Kópavogs.