Morgunblaðið - 13.02.1990, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 1990
-F
38
♦ Kvennadeild Reykjavíkurdeildar
Rauða kross Íslands
Félagskonur
Hádegisverðarfundur verður í Hallargarðinum, Húsi
verslunarinnar, miðvikudaginn 14. febrúar kl. 12.00.
PENTAX
Það er ekki á hverjum degi, sem þú
færð Ijósmyndavél
Á ÚTSÖLU.
Nú rýmum við til fyrir nýjum vörum
og bjóðum eftirfarandi
AÐEINS NÆSTU 3 DAGA!
„COMPACT” Ijósmyndavélar Rétt verð Útsöluverð
PENTAX PC35AF 17.570,- 11.900,-
PENTAX PC333 12.945,- 9.990,-
PENTAX PC333 m/dagsetningu 14.520,- 11.990,-
PENTAX PC555 16.230,- 12.385,-
PENTAX ZOOM-70 24.654,- 17.265,-
PENTAX ZOOM-70S 26.220,- 18.360,-
PENTAX SPORT 16.648,- 11.430,-
PENTAX PINO 4.536,- 2.990,-
PENTAX ZOOM-60 19.250,- 13.499,-
„REFLEX” Ijósmyndavélar:
PENTAX SF7 án llnsu (autofókus) 29.585,- 23.460,-
PENTAX ZOOM-linsa 35-70 mm 16.990,- 10.990,-
ATHUGIÐ!
Aðeins örfáar myndavélar af hverri tegund.
ALDREI ÁÐUR HEFUR SLÍKT VERÐ
VERIÐ í BOÐI Á ÍSLANDI!
SKIPHOLTI31
Vlð auðveldum flelrum að taka betrl myndir
fyrlr mlnnl pening.
NÁMSKEIÐ
QD ÍGERÐ
KVIKMYNDA
HANDRITA
ATRIÐI TIL UMFJÖLLUNAR:
FJÖLMIÐLASKÓLI
ÍSLANDS
BORGARTUNI24
105 REYKJAVlK
SlMI 626655
FAX 624990
■ Kvikmynd sem miðill. ■ Hvar fæðast hug-
myndir að kvikmynd? ■ Saga kvikmyndagerð-
ar. ■ Handrit. Leiktexti. ■ Uppbygging texta.
■ Samspil handritshöfundar, leikstjóra og upp-
tökustjóra.
TÍMI:
Priðjudagskvöld frá 27. febr. -17. apríl.
Aðalleiðbeinandi fylgir nemendum í gegnum
allt námskeiðið.
KENNARAR:
■ Ari Kristinsson, kvikmyndagerðarmaður,
aðalleiðbeinandi.
■ Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarmaður.
■ Sigurður Grímsson, kvikmyndagerðarmaður.
■ Lárus Ýmir Óskarsson, kvikmyndageröarmaður.
■ Þórunn Siguröardóttir, leikstjóri og handrita-
höfundur.
Upplýsingar og skráning í síma 626655
AF INNLENDUM
VETTVANGI
PÉTUR GUNNARSSON
Kurr iiman RLR vegna
breytts starfeskipulags
Rannsóknarlögreglustjóri segir að verið sé að hagræða
í rekstri og að til kjaraskerðingar muni ekki koma
DEILUR hafa risið innanhúss í Rannsóknarlögreglu ríkisins í kjölfar
þess að yfirstjórn stofnunarinnar hefur ákveðið að gera breytingar á
starfsskipulagi, sem taka eiga gildi 1. maí næstkomandi. Að sögn Boga
Nilssonar rannsóknarlögreglustjóra eru breytingarnar gerðar í sam-
ráði við nánustu samstarfsmenn hans í því skyni að ná fram bættri
nýtingu á þeim aukavinnustundum sem embættið hefur úr að spila á
fjárlöguin. Hér sé á ferðinni breyting á áherslum en ekki skerðing á
kjörum. Bjarnþór Aðalsteinsson, trúnaðarmaður lögreglumanna hjá
RLR, segir að verið sé að breyta, án nokkurs samráðs við starfsmenn,
rótgrónu skipulagi sem tekið hafi gildi 1982 og hafi þá þróast í sam-
vinnu starfsmanna og stjórnenda. Hann segir að hið nýja skipulag
muni leiða til 15% skerðingar á heildaryfirvinnu starfsmanna sem komi
ofan á 25% skerðingu sem orðið hafi hjá embættinu siðustu þrjú ár.
Að ósk starfsmanna hefur komið til milligöngu dómsmálaráðuneytisins
í málinu. Ráðuneytið hlutaðist til um að rannsóknarlögreglustjóri frest-
aði upphafiegri gildistöku skipulagsins um áramót og síðan hafa starfs-
menn þess haldið tvo viðræðufúndi með aðilum, að sögn Ola Þ. Guð-
bjartssonar, dómsmálaráðherra, þar sem fram hefði komið hjá starfs-
mönnum að ekki hefði verið haft samráð við þá. Ráðherra sagði enga
frekari fúndi á vegum ráðuneytisins á döfinni og að aldrei hefði verið
efast um heimildir rannsóknarlögreglusljóra til að breyta starfsskipu-
lagi.
Hinar umdeildu breytingar fela
það annars vegar í sér að föst
yfirvinna, sem fallið hefur til frá
klukkan 16-19 þá daga sem viðkom-
andi rannsóknarlögreglumaður
sinnir útköllum utan skrifstofutíma
— eða frá klukkan fjögur síðdegis
til átta að morgni, alla virka daga —
fellur niður. Þess í stað eiga hinar
hinar eiginlegu útkallsvaktir að hefj-
ast klukkan 16 og standa til 8 að
morgni. Á þeim tíma verða eins og
áður þrír lögreglumenn á útkallsvakt
á hveijum degi. Þeir verða ekki á
vinnustað en ganga með „friðþjófa"
á sér og þannig næst við þá sam-
band þegar útkall berst. Fyrir þetta
verður greitt bakvaktarálag og að
lágmarki tvær aukavinnustundir fyr-
ir hvert útkall sem sinna þarf. Þess-
ar vaktir hefur hver rai>nsóknarlög-
reglumaður og lögreglufulltrúi staðið
að meðaltali 13-14 sinnum á ári.
Hitt atriðið sem breytingin tekur til
er að yfirvinna fellur niður sem rann-
sóknarlögreglumönnum hefur verið
greidd fyrir að manna síma stofnun-
arinnar frá klukkan 16-22 virka daga
og frá kl. 9-22 um helgar. Þess í
stað er ætlunin að þetta verði unnið
með sama hætti og nú er gert á tíma-
bilinu frá 22-8, það er segja af sér-
stökum vaktmönnum.
Rannsóknarlögreglustjóri til-
kynnti breytingamar í nóvember en
áður höfðu starfsmenn vitað að þær
væru í undirbúningi. Stefnt var að
því að ný tilhögun tæki gildi um
áramót en áður höfðu lögreglumenn
gengið á fund dómsmálaráðherra og
síðasta vinnudag áður en breyting-
arnar áttu að taka gildi barst rann-
sóknarlögreglustjóra bréf þar sem
sagði að gildistöku væri frestað til
fyrsta mars. Á fundi með starfs-
mönnum tilkynnti rannsóknarlög-
reglustjóri að fyrirætluninni hefði
verið frestað til 1. maí. Síðan þá
hafa starfsmenn ráðuneytisins eins
og fyrr sagði átt tvo fundi með Boga
Nilssyni og þremur fulltrúum lög-
reglumanna. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er almenn samstaða
meðal rannsóknarlögreglumanna um
að mótmæla þessum breytingum og
reyna í lengstu lög að hindra gildi-
stöku þeirra.
Hagræðing en ekki
kjaraskerðing
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu-
stjóri segist líta á þessa misklíð sem
innanhúsmál, sem hann hafi ekki
hugsað sér að ræða í fjölmiðlum.
Hins vegar hafí málið verið afflutt
með þeim hætti opinberlega að hann
sjái sig knúinn til svara. Hann segir
að núgildandi starfsskipulag vinni
gegn því að unnt sé að veija heimil-
um yfirvinnutíma með sem hag-
kvæmustum hætti og segir það einn-
ig bjóða heim óþarfa hættu á að
menn nái ekki þeirri lágmarkshvíld
milli vinnudaga, sem löggjöf og
kjarasamningar kveði á um, og að
það leiði óþarflega oft til þess eftir
útkallsvaktir að menn þurfi að taka
sér lögmælta hvfld á dagvinnutíma.
I því sambandi vísar hann til þess
að fjármálaráðuneytið hafi beint sér-
stökum tilmælum til dómsmálaráðu-
neytisins um að reynt verði að kom-
ast hjá aukagreiðslum vegna þessa
og því að hvfldartími skarist við dag-
vinnu. Bogi Nilsson segir að síma-
vaktir lögreglumanna kosti embættið
3.500-4.000 aukavinnustundir á ári.
Mun hagkvæmara sé að ráða sér-
staka menn til að sinna þessum störf-
um en nota yfirvinnutíma rannsókn-
arlögreglumanna til starfa sem krefj-
ast þjálfunar þeirra; þar séu næg
verkefni.
Aðdraganda þessara skipulags-
breytinga segir Bogi Nilsson hafa
staðið innan yfirstjórnar stofnunar-
innar allt frá 1987. í apríl á liðnu
ári hafi yfirmönnum verið falið. að
gera tillögur að breytingum. Úr til-
lögum þeirra hafi verið unnin sú út-
UdéefcUto!
HIGH-DESERT
BLÓMAFRJÓKORN
high-desebt
BEE ,
OLLEN
fRESH RAW CRANULES
‘Rt WElpHT ’/j UB.-227G .
IHE C C P0U£N C0HPi'N,r,
^ÝSDALE, AHIZONA 852>>' ^
EGGERT KRISTJANSSON H/F SIMI 685300
Garðar sigldi á Þórsnes
Stykkishólmi.
VÉLSKIPIÐ Þórsnes II, eign samnefrids hlutafélags hér í bæ, varð
fyrir því að vélbáturinn Garðar frá Ólafsvík rakst á hlið þess með
þeim afleiðingum, að yfírbygging rifnaði frá á stórum kafla á stjórn-
borðshlið þess miðri og lunningin kengbognaði. Er þetta mjög
mikil skemmd.
Þetta gerðist um kl. 7 þann 10.
febrúar síðastliðinn úti á miðum,
en þar voru Þórsnesmenn að búa
sig undir að draga lóðina eftir að
hún hafði legið sinn venjulega
tíma. Þeir voru að fá sér kaffisopa
áður en byijað var að draga, þegar
þessi ósköp dundu á byrðinginn.
Þeir brugðu hratt við og þegar upp
kom blasti við þeim þessi mikla
skemmd. Það var vont í sjó og
hríðarél þegar þetta gerðist. Ekki
er vitað um orsakir og hafa sjó-
próf enn ekki farið fram.
Strax var ákveðið að halda til
lands og hingað kom svo Þórsnes
rétt upp úr hádegi. Aðrir drógu
svo lóðirnar.
Jónas Sigurðsson er skipstjóri á
Þórsnesi II og alls eru skipveijar
6. Þeir hafa stundað línuveiðar
héðan frá því um áramót og afli
verið mjög sæmilegur þegar á sjó
hefir gefið en tíðin frá áramótum
hefir verið mjög rysjótt.
Hjá Þórsnesi hf. munu vinna í
landi um eða yfir 40 manns. Þórs-
nes hf. rekur héðan 2 skip, Þórs-
nes I og Þórsnes II. Kristinn Ól.
Jónsson er skipstjóri á Þórsnesi I.
Ekki verður hjá því komist að skip-
ið fari sem allra fyrst í viðgerð,
hvort sú viðgerð verður til fullnað-
ar eða bráðabirgða er ekki enn
vitað, en fundur verður haldinn um
það í félaginu nú þegar. Viðgerð
getur tekið langan tíma og jafnvel
mánuð, sem fer eftir mati á
skemmdum en rifan sem mynd-
aðist er á stórum kafla. Hlýtur
þetta að hafa mjög mikil áhrif á
atvinnu þá sem þetta fyrirtæki
veitir.
— Árni
4