Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 10
ib5 -MÖRGUyBlIðÍð -FÖSTUDÁGUá 'iílMfez í $Ó ‘ Guðmundur Elín Ósk Erna Emilsson Óskarsdóttir Guðmundsdóttir Elísabet Siguröur Jóhanna Eiriksdóttir Bragason Þórhallsdóttir DIDO OG ENEAS Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Ýmislegt varðandi uppruna og gerð óperunnar um Dido og En- enas, eftir Purcell, hefur verið sagnfræðingum nokkur ráðgáta og þó verkið væri tvívegis endur- flutt á 18. öldinni, árið 1700 og 1704, var það í raun ekki upp- götvað fyrr en 1895, þegar minnst var tveggja alda dánarpf- mælis Purcells. Upp frá því tóku Englendingar til við að endur- flytja verk þessa meistara og njóta verk hans mikilla vinsælda í dag. Greinilegt er að gerð óperunn- ar ber merki þess að Purcell lærði mikið af Lully og til að nefna dæmi, þá er forleikurinn franskur að gerð og tónlistin í þjónustu textans, sem gerir hana stemmn- ingsríkari og leikrænni gengur og gerist .í barokkóperum yfir- leitt. Flutningur þessa meistara- verks er mikill viðburður og það sem telja verður þó þýðingar- mest, er að öll uppfærslan var mjög góð. Einsöngvarar, kór og hljómsveit undir stjórn Hiífar Svavarsdóttur lögðu sitt af mörk- um til að auka á þokka sýningar- innar. Leikstjórn Sigurðar Páls- sonar var stílhrein, svo og leik- mynd og búningar hjá Helgu Stefánsdóttur og lýsingin hjá Sveini Benediktssyni og Birni Þorgeirss_yni. Elín Osk Óskarsdóttir söng Dido mjög vel og sérstaklega lokaaríuna, sorgarsönginn, er hún syngur til Belindu, sem Ema Guðmundsdóttir uppfærði mjög fallega. Söngur Belindu (Ema) í upphafí ópemnnar var vel sungin svo og dúett hennar og stallkon- unnar, sem Elísabet F. Eiríks- dóttir söng, þar sem þær reyna að gleðja Dido. Frá leikrænu sjónarmiði var niðurlag ópemnn- ar frekar veikt. Belinda hefði mátt vera nærri Dido, er hún bað Belindu bæði að fyrirgefa sér og muna sig og jafnvel að fá að hvílast í kjöltu hennar, eins og stendur í textanum, í stað þess lætur leikstjórinn Belindu yfir- gefa drottningu sína á dauða- stundinni. Eneas var ágætlega sunginn af Sigurði Bragasyni en nomir voru sungnar af Elísabetu F. Eiríksdóttur og Hrafnhildi Guð- mundsdóttur og seiðkonan af Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Nornaícaflinn var mjög áhrifa- mikill og vel fluttur. Órstuttur sjómannasöngur var prýðilega sunginn af Júlíusi V. Ingvars- syni. Kórþættirnir vom einhver áhrifamestu atriði sýningarinnar en flutningur þeirra var verk Hljómeykis. Þá var hljómsveitin mjög góð og sýningin í heild áhrifamikil og stílhrein. Flutn- ingurinn á Dido og Eneas er líklega hápunkturinn í starfí Is- lensku hljómsveitarinnar og um leið og þakkað er fyrir góða kvöldvöku, er viðeigandi að óska flytjendum til hamingju og sér- staklega hljómsveitarstjóranum, Guðmundi Emilssyni, fyrir eftir- minnilegan flutning. Álftamýri Falleg og björt 110 fm endaíbúð á 4. hæð ásamt mjög góðum bílskúr. Parket á gólfum. Austursvalir frá hjóna- herbergi og suðursvalir frá stofu. Magnað útsýni. 2 millj. áhv. frá veðdeild. Góð eign á frábærum stað. Bein og ákv. sala. Verð 7,8 millj. 28444 húseignir ™ " VPLTUSUNDI 1 &SKIP VELTUSUNDI 1 SIMI 28444 Daníel Amason, lögg. fast., Helgi Steingrímsson, sölustjóri. if Opnar í dag með vandaöa skó af heildsölulager frá Axel Ó. Einnig er mikið úrval af verksmiðjulager beint frá Portúgal smmmtr BLOSSAHÚSIÐ ÁRMÚLA15 NÆG BÍLASTÆÐI (bak viö húsiö) Opið virka daga frá kl. 12:00 til 19:00 og laugardag frá kl. 10:00 til 18:00 Stendur aðeins í örfáa daga. ^HST heildverslun og Sportvörur hf Við veðursæld og fíallasýn Bókmenntir Erlendur Jónsson Böðvar Guðmundsson: HEIM- SÓKN Á HEIMASLÓÐ. 50 bls. Iðunn. Reykjavík, 1989. Sú var tíð að mikið bar á skáld- inu Böðvari Guðmundssyni. Ríkis- fjölmiðlamir þurftu oft að hafa tal af honum. Hann var þá ungur og róttækur. Og hagmæltur vel — sem honum var fyrirgefið vegna áðurnefndu verðleikanna! Síðan hefur mikið vatn mnnið til sjávar og margt breyst. Til dæmis að taka er Böðvar ekki ungur lengur. Kannski er hann enn róttækur. Um það verður ekki spurt. Hvað hann sagði í fjölmiðlum endur fyr- ir Iöngu kemur ekki málinu við þegar þessari bók er flett. Öðra máli gegnir um skáldskapinn. Skáldskapur er dægurmálum æðri, eða á að minnsta kosti að verá það. í Heimsókn á heimaslóð yrkir Baðvar öðra vísi en áður. Heimur- inn er líka orðinn annar. Goðsögn- um ýmsum sem lengi vora í gangi, til að mynda heimsendaspásögn- inni (gerðu svo vel að velja um heimsendi eða sósíalisma), er minna á loft haldið nú. Ætli Böð- var hafí ekki haft veður af þeim vísdómi eins og fleiri? Við Ijóðstafí og rím bindur hann sig ekki leng- ur. Og þar hefur skáldið stígið nokkuð stórt skref því hefðin markaði forðum svipmót kvæða hans öðru fremur. Þessi ljóð era opin og leyna ekki á sér. Og þau eru, ef ég skil rétt, persónulegri en fyrri ljóð Böðvars; einlægari að ætia má. Heiti bókarinnar má gefa nokkuð glögga hugmynd um efni. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta hálfgerð ferðasaga: Skáldið kemur með skipi frá út- löndum og hverfur á vit æsku- stöðva. Og hvað kemur þá ekki á daginn? »Mér líkar best heima.« Skáldið viil hvorki dveljast norðar né sunnar heldur nákvæmlega þama, á þessum eina bletti — heima. Eftir að hafa hlustað á málæðið á barnum um borð í Noir- öna verður skáldið sýnu næmara fyrir röddum víðáttunnar sem ein- ar tjá þann sannleika sem ósvikinn getur talist og eðlilegur: Sælir veðruðu iurkar og kræklóttu sprek. Órskamma hásumartíð ætla þeir rótlausu að gista hér þar sem enginn spyr tíðinda úr sólheitum dölum. í skauti náttúrannar skynjar skáldið gerst hvernig tíminn líður, hvernig hann byggir upp og eyðir. Og jafnar að lokum yfír hvert geng- ið spor. Það er hin eilífa hringrás sem ekkert fær stöðvað og ekki tjó- ir að spyrna við. Á afþreyttum gangvörum við veðursæld og Qaliasýn ríðum við svo áfram yfir tún gamla bóndans yfir erfiði hans og vonbrigði yfir örlög hans og höfuðsvörð. Lífsþreytti heimsmaðurinn, sem að lokum hverfur heim til átthag- anna í leit að kyrrð og friði, er gamalt yrkisefni, en sígilt eigi að síður. Einfalt form og vafningalaus tjáning má vel hæfa slíkri tilfínn- ingu. Fljótt á litið má form og inni- hald þessarar bókar því teljast vera í samræmi. Samt er vafamál að telja að Böðvar stígi hér feti framar sem skáld. Einfaldleikinn er ekki ailtaf auðveldastur. Hann gerir kröfur sem ekki er allra að upp- fylla. Þó skáldinu líði vel á sínum kæru æskustöðvum er spurning í hvaða skilningi hann er kominn heim? (Raunar er hann aftur horf- inn af landi brott í sögulok.) Kyn- slóð Böðvars, mótmælakynslóðin, kommúnukynslóðin, var lítið fyrir að hverfa á eintal með náttúrunni, vægast sagt, kaus heldur að halda SÝNING á verkum fatlaðra verð- ur opnuð í Listasafni ASÍ, Grens- ásvegi 16, laugardaginn 10. mars kl. 15. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, verður heiðurs- gestur við opnun sýningarinnar og Svavar Gestsson menntamála- ráðherra ávarpar samkomuna. í tengslum við sýninguna verður ljóðadagskrá með söng og upplestri bæði frá hópi fatlaðra og frá Félagi íslenskra leikara. Einnig verða fyr- Böðvar Guðmundsson hópinn og lyfta kröfuspjöldum í fjöl- menni. Ef Heimsókn á heimaslóð á að vera einhvers konar uppgjör sýn- ist mér sem eitthvað vanti, einhvers konar skírskotun til fortíðarinnar og fyrri reynslu. Það er að segja ef manni leyfíst að líta á öll skáld- verk höfundar sem eina heild þar sem hvert verk má þá skoðast með hliðsjón af öðru. Að því slepptu má færa bók þessa í jákvæða dálkinn. Þótt fyrir bregði strákslegu orðalagi (í barfrásögn- unum t.d.) sem hljómar andkanna- lega sem prelúdía á undan sveita- sælunni er líka hreinan tón að finna. Varla leitar maður til æskustöðva nema tilfínning búi undir? Þannig getur Heimsókn á heimaslóð sýnst munu verða áfangi á leið til klárari markmiða. Og ekki má gleyma því að kápu- mynd Tryggva Olafssonar er rétt vel hugnanleg. irlestrar um heimspeki, listfræði, sállækningar og listmeðferð. Landssamtökin Þroskahjálp og Oryrkjabandalag íslands ákváðu að hefja ieit að verkum fatlaðra. Leitað hefur verið til þeirra sem eru mikið hamlaðir og skoðað hvað listsköpun hefur gert fyrir þá, meðal annars sem tjáningarmiðill. Margir fatlaðir nota listræna tjáningu; í máli, mynd eða á annan hátt; til þessa að tjá persónuleikann sem að baki þeim býr. Sýning á verkum fatlaðra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.