Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 23
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Breytt viðhorf
til fíárlagagerðar
Aundanförnum árum hafa
fjárlög verið marklítið
plagg sem fáir taka mark á.
Hvorki einstaklingar eða fyrir-
tæki geta treyst því að fjárlög
haldi. Áætlanir sem byggja á
þeim ramma, sem markaður
er hveiju sinni með fjárlögum,
eru dæmdar til að standast
ekki.
Þingmenn og ríkisstjómir
hafa beitt vinnubrögðum sem
hvorki heimili né fyrirtæki
geta leyft sér. Fyrst eru út-
gjöldin ákveðin og síðan
fundnar leiðir til að afla tekna.
Ef tekjur eru ekki nægilegar
eru tekin lán og skattar aukn-
ir. Það er því sérstakt fagnað-
arefni að þingmenn og ráð-
herrar skuli í fullri alvöru
ræða hvernig rétt sé að breyta
vinnubrögðum og skipulagi við
gerð fjárlaga.
Sighvatur Björgvinsson,
formaður fjárveitinganefndar
Alþingis, mælti í gær fyrir
/rumvarpi nefndarinnar um
fjárgreiðslur úr ríkissjóði. Til-
gangur fmmvarpsins er að
stemma stigu við heimildar-
lausum greiðslum úr ríkissjóði
í formi aukafjárveitinga. Sig-
hvatur benti á að fram-
kvæmdavaldið hefði tekið fjár-
veitingavaldið til sín að miklu
leyti og nefndi sem dæmi að
fjármálaráðherra hefði sam-
þykkt fjárveitingar sem íjár-
veitinganefnd hefði áður hafn-
að.
í umræðum um frumvarpið
lagði Ólafur Ragnar Grímsson
fram tillögur í íjórtán liðum
um umbætur í fjármálastjórn.
Ráðherra leggur meðal annars
til að vinnubrögðum á Alþingi
verði breytt og að í stað íjár-
veitinganefndar komi fjár-
laganefnd, sem fjalli ekki að-
eins um útgjöld ríkissjóðs
heldur einnig hvernig standa
eigi undir þeim, þ.e. hvernig
og með hvaða hætti afla eigi
tekna.
Hugmyndir fjárveitinga-
nefndar og fjármálaráðherra
byggja á sameiginlegum
grunni. Hvernig hægt sé að
koma meiri aga á ríkisfjármál-
in og hvernig tryggja megi að
íjárlög verði annað og meira
en marklaus pappír. Umræður
á Alþingi bera það með sér
að viðhorfsbreyting hefur átt
sér stað meðal þingmanna
allra stjórnmálaflokkanna og
að þeir hafi fullan skilning á
að íjárlagagerð er komin í
ógöngur.
Tillögur íjármálaráðherra
eru ekki fullmótaðar, en marg-
ar þeirra eru áhugaverðar og
horfa til bóta. Sérstaklega er
athyglisvert að fjármálaráð-
herra skuli leggja til að sér-
stök greinargerð fylgi hveiju
þingmáli, stjórnarfrumvarpi
eða þingmannafrumvarpi, sem
getur leitt til aukinna út-
gjalda, um hvernig fjár skuli
aflað með breytingum á
skattalögum eða niðurskurði á
öðrum útgjöldum ríkissjóðs.
Það er einkum fernt sem
veldur því að fjárlög standast
ekki ár eftir ár og skiptir litlu
hveijir halda um stjórnartau-
mana. í fyrsta lagi er stór
hluti útgjalda ríkisins ákveð-
inn með lögum. í annan stað
hafa þingmenn talið það sér-
stakt verkefni sitt að útvega
fjármuni frá skattgreiðendum
til að standa undir „gæluverk-
efnum“ um land allt og þann-
ig reynt að tryggja stöðu sína
í kjördæmum sínum. í þriðja
lagi hefur óskhyggja fremur
en raunsæi ráðið í verðlags-
forsendum ijárlaga. Og síðast
en ekki síst hafa fjármálaráð-
herrar og ríkisstjórnir farið
fijálslega með heimildir til
aukaíjárveitinga. Nú er það
svo að það kann að vera nauð-
synlegt fyrir ríkisstjórnir á
hveijum tíma að hafa heimild
til fjárveitinga eftir að fjárlög
hafa verið samþykkt. En fyrr
má nú rota en dauðrota. Heim-
ildir til aukafjárveitinga verð-
ur að takmarka og þær eiga
að vera undantekning en ekki
regla.
Það er auðvitað ekki nægi-
legt að skerða fjárveitingavald
fjármálaráðherra, það verður
einnig að setja þingmönnum
ákveðinn ramma bæði hvað
útgjöld og tekjur varðar., Það
verður að marka ríkinu ákveð-
ið verksvið — ákveða hvaða
verkefnum ríkið á að gegna
og hvaða verkefni eru betur
komin í höndum sveitarfélaga
og einstaklinga. Verði þetta
gert jafnhliða því sem þing-
menn og ríkisstjórn tileinka
sér ný og betri vinnubrögð er
von til þess að takast megi
að semja fjárlög sem standast.
Davíð Oddsson um ríkisstjórnina og sveitarfélögin:
Munum minna á slæm
samskipti í kosningunum
RÍKISSTJÓRNIN hótaði að hverfa frá samkomulagi um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga sem staðfest var í lögum þaraðlútandi,
samþykktu forystumenn sveitarfélaganna ekki breytingu á þeim hluta
samkomulagsins sem varðaði skiptingu kostnaðar við heilsugæslu og
tannlæknaþjónustu. Þetta kom m.a. fram í ræðu Davíðs Oddssonar
borgarstjóra á opnum fundi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem
haldinn var í Keflavík fyrir nokkru.
Vilhjálmur taldi það vera í stíl
við allt annað að leggja virðisauka-
skatt á sveitarfélögin, en það væri
tóm vitleysa að einn opinber aðili
greiddi skatt til annars. Virðisauka-
skatturinn leggst á ýmsa þjónustu
sveitarfélaga eins og gatnagerð,
garðyrkju, snjómokstur og fleira,
en þó ekki á félagslega þjónustu,
að því undanskyldu að innskattur
væri lagður á aðföng. Vilhjálmur
benti á að Reykjavík greiddi sem
næmi 400 milljónum í skatt og út
frá 40% þumalputtareglunni væri
ljóst að heildarútgjöld sveitarfélag-
anna væru einn milljarður.
Orkuskattur: 30% hækkun
almenns orkuverðs
Halldór Blöndal alþingismaður
flutti því næst erindi um orkuskatt-
inn svokallaða. Samkvæmt fram-
lögðu frumvarpi ríkisstjómarinnar
væri gert ráð fyrir því að leggja
tekjuskatt á orkuveiturnar. Hins
vegar er sá vandi að sögn Halldórs
vegna samninga í erlendri mynt
sýndi fyrirtæki eins og Landsvirkj-
un pappírsgróða þannig að ekki
væri unnt að beita skattalögunum
til að sjá afkomu fyrirtækjanna.
Halldór ræddi nokkuð um fram-
kvæmd þessara mála á Norðurlönd-
um. Kom fram hjá honum að víðast
væri ekkiiagður skattur á fyrirtæki
í eigu sveitarfélaga. Sums staðar
væri lagður skattur á orkufyrirtæki
sem væru hlutafélög, en hann væri
hverfandi miðað við áformin í orku-
skattsfrumvarpi ríkisstjómarinnar.
Halldór sagði að Jón Sigurðsson
iðnaðaráðherra hefði fengið fram-
varpið í núverandi mynd til yfir-
lestrar í október en samt hefði hann
gefíð sig út fyrir að vera á móti
því. Halldór .benti einnig á það að
fjármálaráðherra hefði sagt fram-
varpið fram lagt að kröfu Alþýðu-
flokksins. „Segir Jón Sigurðsson
mig ósannindamann fyrir það að
benda á þau ummæli.“ Halldór
greindi frá því að endurskoðendur
Landsvirkjunar hefðu komist að
þeirri niðurstöðu að fyrirtækið
þyrfti að borga 1,8 milljarð ef fram-
varpið yrði að lögum og að það
myndi leiða til 46% hækkunar orku-
verðs til almenningsveitna og 30%
hækkunar á verði þeirra til almenn-
ings. „Iðnaðarráðherra segir mig
ósannindamann þegar ég bendi á
þetta en segir samt sjálfur að finna
verði aðrar leiðir sem leiði til minni
lækkunar.“ Halldór vakti athygli á
því að Landsvirkjun stefndi að því
að lækka verði til orkuveitna um
50% frá 1984 til ársins 2000, enn
fremur benti hann annars vegar á
það að í greinargerð með fram-
varpinu væri ráð fyrir því gert að
leggja síðar eignaskatt á orkufyrir-
tækin og hins vegar þau ummæli
iðnaðarráðherra að rétt væri að
leggja skatt á vatnsveitur.
Ríkið svíkur samninga
Síðasta erindið flutti Katrín
Fjeldsted læknir'og borgarfulltrúi.
Hún gerði í upphafi nokkra grein
fyrir samkomulagi ríkisins og sveit-
arfélaganna um breytta verkaskipt-
ingu, sem fram í kæmi í verka-
skiptalögunum. Heilsugæslumál
hefðu. verið færð til ríkisins, en
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Davíð Oddsson ræðir um sam-
skipti ríkisstjórnar Steingríms
Hermannssonar og sveitarfélag-
anna á fundi Sambands ungra
sjálfstæðismanna í Keflavík.
dagvistarmál, grunnskólar og tón-
listarskólar meðal annars fært til
sveitarfélaganna. Þetta hafi átt að
vera til að bæta hag sveitarfélag-
anna og markmiðin hafí verið
þrenns konar: Sveitarfélögin sinntu
staðbundnum verkefnum, saman-
í framsögu Davíðs Oddssonar á
fundinum kom fram að í stjórnar-
sáttmála hverrar ríkisstjórnar kæmi
fram að færa skyldi meira vald til
sveitarfélaganna og auka tekjur
þeirra. Það hefði hins vegar ekki
gengið eftir. Ætti þetta ekki síður
við um Sjálfstæðisflokkinn en aðra
flokka.
Davíð gerði grein fyrir þeim lög-
um sem samþykkt vora í fyrra á
þingi um breytta verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga; þar sem gert
var ráð fyrir því að ábyrgð færðist
í auknum mæli til sveitarfélaganna.
„Þróunin hefur gengið í þveröfuga
átt og verkefnin frekar gengið til
ríkisins.“
„Samskiptin era ekki bara í formi
laga,“ sagði Davíð og gagnrýndi
harðlega framkomu einstakra ráð-
herra og þá sérstaklega fjármála-
ráðherra. Gat hann þess að við frá-
gang ijárlagafrumvarpsins í haust
hefði ijármálaráðherra fundið út að
sveitarfélögin hefðu hagnast of
mikið á nýju verkaskiptingunni.
Hefðu forystumenn sveitarfélaga
verið kallaðir á fund þriggja ráð-
herra og þar sagt að ef þeir féllust
ekki á að hluti samkomulagsins um
verkaskiptinguna breyttist, félli
samkomulagið niður í heild sinni.
„Þetta er að sjálfsögðu valdníðsla
af verstu tegund, en sveitarfélögin
treystu sér ekki til þess að standa
í átökum og tóku á sig 300 milljóna
útgjaldaauka."
Um virðisaukaskattinn sagði
Davíð að í viðræðum við sveitarfé-
lögin hefði ríkisstjórnin fullvissað
þau um að upptaka virðisauka-
skattsins myndi ekki leiða til út-
gjaldauka og að sama fyrirkomulag
yrði haft á og í Danmörku, en þar
væri ekki lagður virðisaukaskattur
á sveitarfélögin. „Það er ljóst að
virðisaukaskatturinn mun kosta
sveitarfélögin einn milljarð króna i
aukaútgjöld, en þar af greiðir
Reykjavík íjögurhundurð milljónir.“
Sagði Davíð að verið væri að fara
aftan að sveitarfélögunum með
þessu.
í lok ræðu sinnar sagði Davíð
að Sjálfstæðisflokkurinn myndi
vekja athygli á þessu í bæjar- og
sveitarstjórnarkosningunum. „Orð
ráðherra A-flokkanna vora innan-
tóm. Verkin sína allt aðra niður-
stöðu.“
Virðisaukaskattskerfið of
flókið
Vilhjálmur Egilsson fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands ræddi um virðisaukaskattinn.
Sagði hann skattinn kominn á eftir
20 ára langa umræðu. Um væri að
ræða hagsmunamál alls atvinnulífs-
ins, þar sem ekki væri í þessu kerfi
sama uppsöfnun og í söluskatts-
kerfinu. Gerði þetta og fyrirtækjun-
um hagstætt að hafa innan dyra
ýmsa þjónustu sem þau hefðu leitað
til annarra með áður. „Hvernig tóks
svo til? Ólafi Ragnari og félögum
tókst að gera kerfið miklu flóknara
en þurfti og ekki virðast hafa verið
gerðir útreikningum á kostnaði að-
ila við þetta kerfi, eins og til dæm-
is sveitarfélaga." Vilhjálmur taldi
það tómt ragl að geyma kassa-
strimla í sjö ár og hafa sölunótur
í þríriti. „Þetta skilar engu í kass-
ann en hleður bara á kostnaði,"
sagði Vilhjálmur og bætti við að
sjálfsagt myndu stjórnarherrarnir
fá Nóbelsverðlaun ef þeim tækist
að sýna fram á þá fullyrðingu sína
að verð lækkaði með hærri skatt-
lagningu.
færi frumkvæði, framkvæmdir og
fjárhagsleg ábyrgð.
Katrín sat í nefnd sem hafði það
hlutverk að fara ofan í saumana á
heilbrigðismálum og hvernig þau
kæmu út gagnvart ríki og sveitarfé-
lögum. Hefði meginniðurstaða
nefndarinnar verið sú að ótækt
væri að mismunandi kostnaðarhlut-
deild væri eftir því á hvaða sviði
heilbrigðismálanna væri að ræða;
allt frá 50-85%. Einnig væri það
niðurstaða nefndarinnar að færa
ætti heilsugæslumálin til sveitarfé-
laganna og sameina stjómun
sjúkrasamlaganna og heilsugæsl-
unnar.
Katrín gat þess að í samningum
ríkisins og sveitarfélaganna hefði
verið um það samið að breyta ekki
yfírstjórnun sjúkrastofnana. Engu
að síður hefði verið ráð fyrir því
gert í framvarpi stjórnarinnar til
laga um heilbrigðisþjónustu að yfir-
stjórnin færi til ríkisins. Þar með
hefðu allir starfsmenn átt að verða
ríkisstarfsmenn. Taldi Katrín rétt
að það kæmi fram að þessu tilefni
að skuldir ríkisins við Reykjavík
vegna uppbyggingar sjúkrastofn-
ana væri 380 milljónir og væri ekki
rétt að gera upptækar slíkar eignir
án samráðs við eigendur.
Verkfall aðstoðarlækna í gærdag;
Ekki kom til stór-
vægilegra truflana á
starfsemi sjúkrahúsa
Fjármálaráðherra harðlega gagnrýndur
AÐSTOÐARLÆKNAR felldu niður störf sín í gærdag, í mótmæla-
skyni við þá ákvörðun fjármálaráðherra að hækka gjaldskrár fyrir
lækninga- og sérfræðingaleyli um allt að 1.200%. Vegna þessa kom
til truflana á starfsemi sjúkrastofnana í gær. Almenn samstaða ríkir
innan læknastéttarinnar um þá kröfu Félags ungra lækna, að fjármála-
ráðherra dragi hækkunina til baka. Hann heíur hins vegar bent á
að hér sé um leiðréttingu að ræða, og að læknar séu hálaunastétt
sem beiti fyrir sig sjúklingum til að fá meiri peninga í eigin vasa.
Félag ungra lækna hafði í gær-
dag starfandi öryggisnefnd, sem
var í viðbragðsstöðu til að kalla út
lið aðstoðarlækna ef til stórslyss
kæmi. Þá vora aðstoðarlæknar við
störf í neyðarbíl og í þyrlu Land-
helgisgæslunnar.
Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir
slysadeildar Borgarspítalans sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær
að fram undir kvöld hefði ekki kom-
ið til vandræðaástands vegna verk-
fallsins. „Það þarf mjög alvarlegar
ástæður til þess að aðstoðarlæknar
leggi niður störf sín. Mér fínnst
mjög óvenjulegt að fjármálaráð-
herra hafi nokkuð með leyfisveit-
ingar lækna að gera, og hans af-
skipti af þessu máli flnnst mér í
meira lagi óembættismannsleg,“
sagði Gunnar Þór.
Á Barnaspítala Hringsins var í
gær sinnt bráðamóttöku fyrir börn.
Víkingur H. Arnórsson yfirlæknir
sagði að verkfallið hefði ekki haft
alvarlegar afleiðingar í för með sér
fyrir starfsemina þar, fram eftir
degi. „Þetta ástand varir ekki lengi
við, og þegar ljóst var í hvað horfði
afturkölluðum við innkomur sem
áttu að verða í dag. Það er einna
helst að bráðamóttökudeild barna-
spítalans geti orðið fyrir barðinu á
þessum aðgerðum, og þar geti kom-
ið til tafa á afgreiðslu," sagði hann.
Víkingur sagði að verkfallið mætti
skilningi staifsfólks, því hækkunin
væri vissulega illskiljanleg. „Það
era hins vegar skiptar skoðanir um
hvort einmitt þessar aðgerðir hafí
tilætluð áhrif,“ sagði Víkingur H.
Arnórsson.
Á blaðamannafundi sem Félag
ungra lækna gekkst fyrir í gær kom
fram að fjöldi útgefínna lækninga-
leyfa er 30-35 á ári hverju, en sér-
Frá blaðamannafíindi sljórnar Félags ungra lækna í gærmorgun. F.v.: Karl K. Andersen, Þorvaldur Ing-
varsson, Jón Hilmar Friðriksson formaður og Davíð O. Arnar ritari.
Morgunblaðið/Emelía
Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir á
slysadeild Borgarspítaíans. "1“
Morgunblaðið/Keli
Víkingur H. Arnórsson yfirlækn-
ir Barnaspítala Hringsins.
fræðileyfa rúm 40. Samkvæmt því
má ætla að tekjur ríkissjóðs af leyf-
unum verði 3 milljónir kr. á ári
eftir hækkunina.
jón Hilmar Friðriksson formaður
Félags ungra lækna sagðist í sam-
tali við Morgunblaðið vonast til að
verkfallið hefði tilætluð áhrif. „Það
er auðvitað hart að þurfa að grípa
til slíkra aðgerða, en við töldum
ekki aðrar leiðir færar til að mót-
mæla þessu hróplega óréttlæti, því
þarna eru læknar ásamt tannlækn-
um og lögfræðingum teknir út úr
og látnirtgreiða háar íjárhæðir fyr-
ir starfsleyfí sín. Það er undarlegt
að fjármálaráðherra, sem ekki hef-
ur einu sinni hlotið lýðræðislega
þingkosningu, skuli fara þannig
með það vald sem honum er falið.
Við teljum þetta skattlagningu sem
á engan veginn rétt á sér, og verði
ekkert að gert má búast við frekari
aðgerðum af okkar hálfu,“ sagði
Jon Hilmar.-—----------—
Komið með Höfrung til hafhar í Grindavík.
Höfrungur GK strandaði við Grindavík:
Vökustaur um borð
var ekki gangsettur
HOFRUNGUR GK 27, 179 tonna
stálbátur, strandaði við Hástein,
skammt austan innsiglingarinn-
ar í Grindavík, laust eflir klukk-
an 8 í gærmorgun. Tíu manns
voru um borð í Höfrungi og sak-
aði engan, enda veður stillt og
sléttur sjór. Þijú skip komu
Höfrungi til bjargar og fyrir
klukkan 13 drógu þau skipið af
strandstað. Þá hafði Höfrungur
setið fastur í tæpar fimm klukku-
stundir en hætta var aldrei talin
á ferðum. Skipstjórinn vildi í
gær ekki svara spurningum um
ástæður óhappsins. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins var
vökustaur, sem var um borð í
skipinu og er ætlað að vekja
skipstjórnarmenn falli þeir í
svefti, ekki gangsettur í þetta
skiptið, og er talið að áhöfnin
hafi verið í fasta svefni þegar
óhappið varð.
Þijú skip, Víkurberg GK 1,
Vörður ÞH 4 og Sunnuberg GK
199, komu Höfrungi til aðstoðar
skömmu eftir strandið og björgun-
arsveitarmenn úr Þorbirni um borð
björgunarbátnum í Oddi V. Gísla-
syni fóru með taugar á milli Höfr-
ungs og björgunarskipanna.
Aldrei nein hætta á
ferðum
„Báturinn barðist dálítið þarna
á síðunni meðan flæddi að. Hann
var ekki alveg skorðaður í fjörunni
en þama er stórgrýti. Ég vona að
báturinn hafí ekki skemmst mikið,
það kom enginn leki að honum.
Þórður Pálmarsson, skipstjóri
Höfrungs GK 27.
Við létum draga bátinn inn á höfn-
ina þegar hann losnaði því við vild-
um ekki hreyfa skrúfuna. Stýrið
er hins vegar í góðu lagi,“ sagði
Þórður Pálmarsson, skipstjóri á
Höfrungi GK, skömmu eftir að
báturinn lagðist að bryggju.
„Við vöknuðum upp við ósköpin
um kl. átta í morgun. Við vorum
aldrei neitt kvíðnir, það var gott í
sjó og við vorum nærri landi. Auk
þess var búið að koma taugum út
í skipin svo við vorum aldrei í neinni
hættu,“ sagði Gottskálk Guð-
mundsson, annar stýrimaður.
„Þetta fór betur, en á horfðist
en við reiknuðum alltaf með því
Jón Ragnarsson, skipstjóri Varð-
ar ÞH.
að við gætum losað bátinn á flóð-
inu. Björgunarsveitarmenn skutu
línu yfir til okkar og fóru með
stálvír á milli til hinna bátanna.
Síðan héldum við honum kyrrum
þar til flæddi að,“ sagði Jón Ragn-
arsson, skipstjóri á Verði ÞH, sem
dró Höfrung til hafnar.
Höfrungur GK, sem smíðaður
var í Noregi 1957, dældaðist lítil-
lega á síðunni auk þess sem sá á
skrúfu og var skipið dregið í slipp
skömmu eftir að það lagðist að
bryggju í Grindavík um eittleytið.
Höfrungur hafði verið á veiðum
frá því á miðvikudagskvöld og var
með um 16 tonna afla.
Ummæli danska utanríkisráðherrans í Helsinki:
Ahersla á þátt N orður-
landa í Evrópu-þróuninni
UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, ieggur mikla
áherslu á að Norðurlönd hafi mikilvægu hlutverki að gegna í þróun
mála í Evrópu. Á blaðamannafundi eftir viðræður norrænu utanríkisráð-
herranna í Ábo í Finnlandi sagði hann Dani telja æskilegt að fleiri
Norðurlandaþjóðir, helst allar, sæktu um aðild að Evrópubandalaginu
(EB); á þeim vettvangi myndi framtíð álfunnar ráðast. Hann telur að
margar EB-þjóðir séu að breyta afstöðu sinni vegna umbyltinganna í
Austur-Evrópu og vilji þegar hefja viðræður við Norðurlandaþjóðir ef
þær hafi áhuga á aðild en ekki bíða fram yfir árslok 1992.
Þetta kom fram í símaviðtali
Morgunblaðsins við Friis A. Peter-
sen, ritara Ellemann-Jensens. Jón
Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra hefur haft eftir danska ráð-
herranum að ríki Fríverslunarbanda-
lagsins (EFTA) ættu að ræða hvert
fyrir sig við EB um aðild. Ráðherra-
ritarinn sagði aðspurður um þetta
að öllum væri ljóst að hver þjóð tæki
sjálfstæða afstöðu til þessara mála
þótt danski ráðherrann segði hug
sinn. Ellemann-Jensen hefði ekki
íjallað beinlínis um þær leiðir sem
EFTA' hefði valið; hann teldi víst að
hægt yrði að ná árangri í samninga-
viðræðum bandalaganna. Danir
reyndu að leggja sitt. lóð á vogarskál-
arnar svo að það tækist. Ráðherrann
hefði aðeins viljað tjá starfsbræðrum
sínum hvað Danir teldu farsælast
fyrir Norðurlöndin og hvaða áhrif
harin teldi að breytingarnar í A-
Evrópu hefðu á sameiningarþróun-
ina, hvað væri að gerast undir yfír-
borðinu hjá stóru aðildarþjóðunum í
EB. Norðurlönd gætu ekki látið þró-
un Evrópumála afskiptalausa.
Petersen ráðherraritari taldi ólík-
legt að hægt yrði að koma á fundi
þeirra Jóns Baldvins og Ellemann-
Jensens vegna málsins í þessari viku,
eins og Jón Baldvin hefði farið fram
á, vegna heimsóknar Hans-Dietrichs
Genschers, utanríkisráðherra V-
Þýskalands, til Danmerkur í dag.