Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBtAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 15 Yfirheyrslur skipbrots- manna tóku ekki óeðlilega langan tíma - segir rannsóknarlögreglumaður á Isafirði Bókagjafir til Háskólabókasaftis Háskólabókasafni hafa fyrr og síðar borist ágætar bókagjafir frá ýmsum aðilum, innlendum og erlendum, stofnunum, fyrirtækjum, forlögum og — síðast en ekki síst — einstaklingum. Bókum úr eigu hinna síðast nefndu hefur ýmist verið ráðstafað til safnsins af eigendunum sjálfum eða erfingjum þeirra. Lesendur munu kannast við marga þessara gefenda, en hér verða nokkrir þeirra nefndir, og þá í þeirri röð sem bækur þeirra bárust safninu: • Finnur Jónsson prófessor • Benedikt S. Þórarinsson kaupmaður • Einar Benediktsson skáld • Sigfús Blöndal bókavörður • Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsali • Þorsteinn Konráðsson bóndi í Vatnsdal • Skúli Hansen tannlæknir (hljómplötusafn) • Stefán Einarsson prófessor • Jón Steffensen prófessor (bókasafn og húseign) • Ásgeir Bl. Magnússon orðabókarstjóri Nú á afmælisárinu og næstliðnum árum hafa safninu borist ágætar bókagjafir. Þeirra verður minnst síðar á árinu en nokkurra skal þó getið stuttlega hér: • Hinn danskættaði forstjóri Blackwell-útgáfunnar í Oxford, Per Saugman, ákvað að minnast heimsóknar forseta íslands til Oxford 1982 með því að gefa Háskólabókasafni útgáfurit forlagsins það ár og hin næstu. Gjöfin nemur nú orðið nokkrum þúsundum binda og tímarita. Þessarar gjafar verður minnst með sérstakri sýningu á ritunum í júní nk. • Erfíngjar Gunnars Böðvarssonar, jarðeðlisfræðings, sem um áratuga skeið var háskólakennari í Bandarikjunum, hafa gefið Háskólabókasafni eftirlátin rit hans og verða þau formlega afhent síðar á árinu. • Háskólaforlagið í Ósló minnist 50 ára afmælis Háskóla Islands 1961 með veglegri gjöf útgáfurita sinna og hét framhaldi gjafar næstu tíu árin. Úr því gjafatímabili hefur þó teygst svo, að því lýkur fyrst nú á þessu 50 ára afmælisári Háskólabókasafns. • Dr. Robert Cook, sem kunnur er fyrir rannóknir sínar á norrænum fombókmenntum, tók við prófessorsembætti í ensku við Háskóla íslands í byrjun þessa árs. I þakklætisskyni við háskólann og tii að minnast afmælis Háskólabókasafns hefur hann ákveðið að gefa safninu um 500 bindi ágætra rita á fræðisviðum sínum. séð fyrir hver þörfin á þessari þjón- ustu verður í framtíðinni, til þess að hægt sé að gera ráðstafanir fyrir- fram, ef veigamiklar breytingar eru í vændum. Undanfarin ár hafa elliglöp mikið verið rannsökuð, m.a. hér á landi. Fjöldi sjúklinga með þennan sjúkdóm er mjög mismunandi eftir aldri eins og línurit 1 ber með sér. Líkurnar á því að fá sjúkdóminn aukast hratt með aldrinum. A grundvelli margra rannsókna víða um lönd hefur vísindamönnum í Ástralíu nú tekist að fínna aðferð til að spá fyrir um fjölda sjúklinga með elliglöp. Þegar þessi aðferð er notuð til að segja fyrir um fjöldann á íslandi (sjá línurit 2), kemur í ljós að öldruðum (65 ára og eldri) mun fjölga mikið á næstu áratugum og sjúklingum með elliglöp mun fjölga nokkurn veginn samhliða. Línurit 2 er vísbending um það hvernig haga verður þjónustu við sjúklinga með elliglöp á næstu ára- tugum. Ef ekkert er gert þýðir það einfaldlega lélega þjónustu við þenn- an fjölmenna sjúklingahóp, eftir því sem árin líða. Höfundur er læknir á Grundarfirði. HLYNUR Snorrason rannsókn- arlögreglumaður á Isafirði hafði sambaud við Morgunblaðið vegna ummæla þess um að skip- brotsmenn af mb. Guðmundi B. Þorlákssyni ÍS 62 hafi verið á lögreglustöðinni á Isafirði í fimm klukkustundir eftir að þeir komu til hafiiar. Hlynur kvað skipbrotsmennina hafa átt samúð hans alla er þeir komu að landi eftir slysið. Þess vegna hafi hann pantað lög- reglubíl, vel upphitaðan, til að fara með þá á sjúkrahús til aðhlynningar þegar þeir komu að. En skipbrots- mennirnir hafi reynst vera búnir að ná sér eftir volkið, að þeirra eig- in sögn. Hann hafi, eins og skyldan bauð, sagt þeim að hann þyrfti að taka af þeim skýrslu um málið en segist hafa sagt þeim að það mætti bíða og þeir gætu því farið heim áður en yfirheyrslur hæfust. Þeir hafi hins vegar óskað eftir að mega ljúka þessu af strax. Skýrslutakan af skipstjóranum hafi tekið tvær klukkustundir, en á meðan hafi hinir skipverjamir beðið á meðan á kaffistofu lögreglustöðv- arinnar, en ekki .á ganginum eins og kom fram í fréttinni, og var þeim borinn matur á meðan. Hafi allt verið gert í fullu samráði og með vilja skipverjanna og að yfir- heyrslur hafi ekki tekið lerigri tíma en ætla mætti við rannsókn á slíkum atburði sem þessum. Þá vildi hann að lokum minna á mikilvægi lögreglurannsóknar varðandi sjó- slys sem þetta sem sé grundvöllur að sjóprófum. Hingað til hefði sam- starf hans við sjómenn við álíka aðstæður verið mjög gott og því mikilvægt að misskilningur yrði ekki til áð rýra það mikilvæga starf sem þannig væri unnið. Timman steinlá með hvítu gegn Karpov Skák Margeir Pétursson ANATOLY Karpov, fyrrum heimsmeistari, gat ekki fengið betri byijun í einvíginu við Hol- lendinginn Jan Timman um ásko- runarréttinn á Kasparov, heims- meistara. Hann vann fýrstu skákina nokkuð auðveldlega með svörtu í 36 leikjum. Karpov, sem er næststigahæsti skákmaður heims, með 2.725 stig, var fyrir- fram talinn sigurstranglegri í einvíginu en Timman, sem er þriðji á alheimsstigalistanum, með 2.680 stig. Timman hefur þó verið í mikilli uppsveiflu ••síðustu mánuði, en Karpov hins vegar ekki teflt nærri eins sann- færandi og oft áður. Þessi óska- byijun Karpovs bendir þó til þess að í haust fari fram fimmta heimsmeistaraeinvígi hans og Kasparovs. Karpov kom alls ekki á óvart í byijuninni, hann beitti afbrigði því af spánska leiknum sem kennt er við hann sjálfan og Zaitsev aðstoðarmann hans, rétt eins og í einvíginu við Jóhann Hjartarson fyrir ári. Timman hefur því haft öll færi á að und- irbúa sig, en eftir að hafa teflt byijunina hratt urðu honum á mistök strax í 18. leik, er hann gaf andstæðingi sínum kost á að vinna peð. Þetta kom Karpov greinilega á óvart, því hann hugsaði sig um í hálftíma áður en hann tók það. Það kom síðan strax í ljós að um handvömm hafði verið að ræða hjá Timman, því hann hafði ekkert svar á reið- um höndum og hugsaði sig um í hálfa klukkustund eftir peðs- ránið. I 26. leik lék Hollendingurinn aftur af sér og eftir það átti hann sér ekki viðreisnar von. Hann gafst síðan upp eftir að hafa misst annað peð. Það kom nokkuð á óvart að Timman skyldi beita kóngspeðs- byijun, því það gafst Jóhanni Hjartarsyni heldur ekki sérlega vel gegn Karpov í fyrra. Heims- meistarinn fyrrverandi heldur sig við hinn trausta spánska leik í einvígjum, sem hann gjörþekkir. Artur Jusupov gekk betur gegn Karpov með drottningarpeðs- byijunum í London í haust og það kæmi ekki á óvart þótt Timman söðli um í næstu skák- urn. Alls verða tefldar tólf skákir og sigrar sá sem fyrr hlýtur 6 'A v. Önnur skákin verður tefld í dag, föstudag, en vegna mikils tímamismunar er úrslita vart að vænta fyrr en á morgun. Aðal- dómari einvígisins, sem fram fer í Kuala Lumpur í Malasíu, er Guðmundur Amlaugsson og er honum og íslenskri skákhreyf- ingu sýndur mikill sómi með því. Hvítt: Jan Timman Svart: Anatoly Karpov Spánski leikurinn 1. e4 — e5 2. Rf3 — Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - RfB 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 11. Rbd2 - Bf8 12. a4 - h6 13. Bc2 — exd4 14. cxd4 - Rb4 15. Bbl - bxa4 16. Hxa4 - a5 17. Ha3 - Ha6 18. Rh4? Ótrúlega slakur undirbúningur hjá Timman, því hann hefði fram- ar öllu öðru mátt gera ráð fyrir þessari stöðu. Jóhann Hjartarson lék hér 18. Rh2 gegn Karpov í fimmtu einvígisskákinni í Seattle og Ivanchuk fetaði í fótspor hans í Linares skömmu síðar. Timman og aðstoðarmenn hans hafa greinilega misreiknað næsta leik Karpovs í mánaðalöngum rann- sóknum sínum. Svo virðist sem Ulf Andersson væri betur kominn hér heima hjá félögum sínum í Norðurlandaúrvalinu en sem hjálparkokkur Timmans! 18. - Rxe4! 19. Rxe4 - Bxe4 20. Bxe4 - d5 21. Hae3 21. Bxd5 dugði ekki vegna 21. — Hxel+ 22. Dxel — Rxd5 og svo óheppilega vill til fyrir hvít að bæði Ha3 og Rh4 standa í uppnámi. 21. - Hae6! 22. Bg6!? - Dxh4 23. Hxe6 - Hxe6 24. Hxe6 - lxe6 25. Be3 - DfB 26. Dg4?! Sérfræðingar á staðnum töldu þetta mistök, betra hefði verið 26. Bbl. Það er þó ljóst að í bisk- upapari hvíts felast engan veginn nægar bætur fyrir peðsmissinn. 26. - Bd6 27. h4 - Rc6 28. Be8 - Re7 29. Bd7 - Rf5 30. h5 - Kf7 31. Bc8 - Ke7 32. b3? Flýtir fyrir uppgjöfinni. Nú fellur annað mikilvægt peð. 32. - c5 33. De2 - cxd4 34. Bd2 - d3! 35. Ddl - Dh4 36. g3 — Rxg3 og hvítur gafst upp. HINN EINIOG SANNI STÓRÚTSÖLUMARKAÐUR BÍLDSHÖFÐA 10 6?«i\ Opnunartími Föstudaga kl. 13-19 Laugardaga .... ....kl. 10-16 Aðra daga kl. 13-18 Fjöldi fyrirtaekja - gifurlegt vöruúrval STEINAR- Hljómplötur - kassettur ★ SAUMALIST Alls konor efni ★KARNABÆR - Tískufotnoður herro og dömu ★ SKÆÐI - Skófatnaður ★ BOGART/GARBO - Tískufatnoður ★ BLÓMALIST Blóm og gjafovörur ★ HUMMEL Sportvörur alls konor ★ STÚDÍÓ Fatnoður ★ SAMBANDIÐ Fatnaður ó alla fjölskylduna ★ MÆRA- Snyrtivörur - skartgripir ★ VINNUFATABÚÐIN - Fatnaður ★THEÓDÓRA Kventískufatnaður ★ PARTÝ - Tískuvörur ★ SPARTA- íþróttavörur ★ BOMBEY Barnafatnaður ★ Verzl. KAREN- Barnafatnaður, undirföt o. fl. ★ SMÁSKÓR- Barnaskór ★ XOGZ - Barnaföt Þú hef ur sko ekki ef ni á að tapa af þessum marlcaði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.