Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Hjónaminning: Kristín H, Nielsen og Erling Nielsen Kristín Helgadóttir Nielsen fædd- ist 13. júlí 1898 í Andrésfjósum í Skeiðahreppi, Ámessýslu. Hún lést 28. janúar 1990 í Osló í Noregi og fór útför hennar fram þar 5. febrúar sl. Foreldrar Kristínar voru Helgi Helgason bóndi, f. 30. júní 1858 í Hvammi í Landsveit, Rangárvalla- sýslu, d. 16. október 1915 í Reykjavík, og kona hans Sólveig Magnúsdóttir, f. 17. október 1861 á Votumýri í Skeiðahreppi, Ámessýslu, d. 1. desember 1957 í Reykjavík. Þau Sólveig og Helgi bjuggu fyrst í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi, síðan í Vesturkoti í Skeiðahreppi og síðast í Reykjavík. Kristín var yngst fjögurra systk- ina, er upp komust. Elst var Guðrún, f. 1890, d. 1977, næst var Amdís, f. 1893, d. 1986 og Jón, f. 1895, er enn á lífi, vistmaður á Grund, 95 ára. Eiginmanni sínum, Erling Nielsen, bryta, giftist Kristín 15. júlí 1939. Hann fæddist 17. september 1908, sonur Antons Nielsen, f. 15. ágúst 1876, og konu hans, Berthu Nielsen, f. 1. október 1878, en þau bjuggu í Hönefoss í Noregi. Erling Nielsen andaðist í Osló 4. ágúst 1988 og fór útför hans fram þar 12. ágúst. Utþráin hefur fylgt manninum frá örófi alda. Þrá íslendinga til ferða- laga og ævintýra hefur ekki breyst. Margir fara enn til fjarlægra landa að leita sér fjár og frama. Það, sem breyst hefur stórkóstlega á þessari öld, er ferðamátinn. Ferð milli landa, sem áður tók tvær til þrjár vikur á skipi, er nú farin í flugvél á tveim til þremur klukkustundum. Þetta kemur í huga minn, þegar minnast skal Kristínar Helgadóttur Nielsen og eiginmanns hennar, Erl- ings Nielsen. Kristín fór tvítug að aldri árið 1919 í atvinnuleit til Berg- en í Noregi. Á þeim tíma áttu ungar stúlkur hér á landi ekki margra kostá völ um atvinnu. Það voru aðallega tveir kostir í boði: vinnukonustörf í Reykjavík eða kaupakonustörf í sveit. Kristín hafði kynnst íslenskri stúlku, sem taldi sig geta útvegað henni atvinnu í Noregi, og í þeirri von ákvað hún að taka sér far með skipi til Bergen. Það hlýtur að hafa þurft kjark og áræði fyrir tvítuga stúlku að fara svo langa ferð í at- vinnuleit á þessum tíma með fáeinar krónur í vasanum. Eins og oft vill verða reyndist vonin um atvinnu tál eitt. Kristín varð því að bjarga sér á eigin spýtur fyrsta árið í nýjum heim- kynnum. Með þrautseigju og hjálp góðs fólks komst hún þó vel af og vann ýmis störf. Kristín sagði oft að börnin, sem hún gætti og umg- ekkst, hefðu reynst sér bestu kennar- amir í norsku tungumáli, þau voru þolinmóðir áheyrendur og hleypidó- malausir leiðbeinendur. Eftir ársdvöl í Bergen fékk Kristín það starf, sem varð atvinna hennar um. nær tveggja áratuga skeið. Það var starf skipsþernu á stórum far- þegaskipum, sem voru í förum milli meginlands Evrópu og hafna á Bret- landseyjum. Síðast starfaði Kristín lengi á farþegaskipinu Ms. Biarrits. Eins og nærri má geta var margs að minnast frá þessum langa starfs- ferli Kristínar til sjós. Um borð í þessum stóru farþegaskipum ríkti stéttaskipting og strangur agi meðai áhafnarinnar og þá einnig ekki síður voru farþegamir flokkaðir niður. Kristín sagði stundum í léttum dúr frá spaugilegum atvikum, sem bám fyrir augu eða eyru um borð eða í landgönguleyfum. Þáttaskil verða í lífi Kristínar Helgadóttur árið 1939,er hún kynnt- ist eiginmanni sínum Erling Nielsen bryta, en þau giftust 15. júlí það ár, eins og áður er sagt. Kristín hafði sagt starfi sínu lausu, enda í nógu að snúast við að útbúa hið nýja heim- ili þeirra. Erling var þá bryti á flutn- ingaskipi, sem sigldi til Banda- ríkjanna og kom ekki í heimahöfn nema á tveggja til þriggja mánaða fresti. Það varð því að ráði með þeim hjónum að Kristín færi í heimsókn til íslands tiþmóður sinnar og skyld- menna, en íslandsferðir hennar til þess tíma höfðu verið fáar og stijál- ar. Kristín dvaldist hér á landi frá október 1939 og þar til seint í mars- mánuði 1940, að hún tók sér far með skipi til Osló, enda átti hún von á manni sínum heim innan tíðar. En aðeins fáum dögum eftir heimkomu Kristínar til Osló var Noregur her- numinn, og sú mikla ógæfa breytti algerlega högum þessara nýgiftu hjóna, Erling Nielsen komst ekki heim til Osló og Kristín kona hans var innilokuð í hemumdum Noregi. Um þau hörmungarár, sem í hönd fóru, verður ekki skrifað hér. Hinn óbugandi dugnaður og kraftur, sem Kristín bjó ætíð yfir, fieytti henni áfram í Osló þessi erfiðu ár. Um Erling er það að segja að hann starf- aði öll stríðsárin sem bryti á flutn- ingaskipum, sem voru í förum milli Bandaríkjanna og Bretlands. Þó Drottinn héldi vemdarhendi yfir þeim fleyum, sem hann flaut með, varð hann oft vitni að því að skip, sem sigldu í lest með þeim, voru skotin niður og sökkt. Sárlega tregaði Erl- ing vini og félaga, sem hann sá hverfa í hafið, og það olli honum andvökum og hugarangri. Þótt hann gæfist ekki upp né hætti sjómenns- kunni fyrr en stríðinu lauk. Öll él birtir upp um síðir og eins var um þetta hörmungarél stríðsins, sem aðskilið hafði Kristínu og Erling svo lengi. Það vom sannir hamingju- dagar, þegar þau hittust í Osló að stríðslokum. Þau keyptu notalega íbúð þar og Erling hætti sjómennsku og hóf störf á Ráðningaskrifstofu sjómanna í Osló. Þar vann hann við góðan orstír fram yfir sjötugsaldur. Góðvild hans og prúðmennska nutu sín vel í þessu starfi, og var hann af félögum sínum á skrifstofunni heiðraður sérstaklega við fleiri en eitt tækifæri. Kristín og Erling voru hamingju- söm og samtaka hjón. Þau bárust ekki mikið á, en nutu þess að ferðast í fríum sínum um Noreg og til ná- grannalandanna, einnig nokkrum sinnum til Islands, ásamt ferð til Bandaríkjanna. Þau voru góð heim að sækja og fögnuðu innilega frænd- fólki Kristínar, sem heimsótti þau frá íslandi og dvaldi hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Erling var mikill íslandsvinur og leit á tengdafólk sitt hér eins og sína nánustu. Kristín var hin dæmigerða heima- vinnandi húsfreyja, sem hlúði að heimilinu og sinnti óskum eigin- mannsins. Erling var heimsmaður, fróðleiksfús og leitandi, hafði yndi af söng og tónlist og m.a. söng hann um mörg ár með þekktum kór í Osló, Sjömandskoret. Þegar vegferð þessara mætu hjóna lauk hér á jörð, voru liðin meira en sjötíu ár frá því Kristín fór fýrst til Noregs full bjartsýni en með lítinn farareyri. Noregur var henni að mörgu leyti gott og gjöfult fóstur- land, en íslendingur var hún fyrst og síðast alla tíð. Þegar henni lá mikið á hjarta gleymdist norskan og íslenskan streymdi af vörum hennar. Þau voru bæði orðin sátt við að kveðja og trúðu á góða heimkomu í faðm Frelsarans Jesú Krists, eins og fram kemur í eftirfarandi erindum úr norska sálminum, sem þau höfðu sjálf valið og sunginn var við útför þeirra beggja: Jeg er en seiler pá livets hav, Pá tidens skiftende bolge. Den Herre Jesus meg kursen gav, Og denne kurs vil jeg fBlge. Jeg stevner frem mot de lyse lande Med livsens trær pá de skjonne strande, Hvor evig sol og sommer er. Lad ankret falle! Jeg er i havn I ly for brenningens vover! Jeg kaster meg i min Frelsers favn, Han som har hjulpet meg over. Og kjente, elskede stemmer kaller, Mens ankret sakte og stille faller I evighetens lyse land. Með virðingu og þakklæti eiu þessi heiðurshjón Kristín og Erling kvödd af fjölda ættingja og vina á Islandi og í Noregi og með innilegri ósk um að þeim verði að trú sinni um fagra og ljúfa heimkomu. E.Ág.M. t Elsku litla dóttir okkar og dótturdóttir, VERA LÍF JÓNSDÓTTIR, lést á heimili okkar Sæbólsbraut 6, aðfaranótt 6. mars. María Pétursdóttir, Jón Július Filippusson, Guðbjörg Emilsdóttir, Pétur Karl Sigurbjörnsson og fjölskylda. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA BOGEY FINNBOGADÓTTIR, lést í Gautaborg aðfaranótt 8. mars. Petter A. Tafjord, Halla Jóhannsdóttir, Jóna Valdís Tafjord, Birgir Vilhjálmsson, Guðmundur Jr. Guðmundsson, Sólveig Þórðardóttir, Helga Andrea Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg eiginkona, móðír, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNA JÓNSDÓTTIR, Faxastíg 4, Vestmannaeyjum, sem andaðist í Sjúkrahúsinu 5. þ.m., verður jarðsungin frá Landa- kirkju laugardaginn 10. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið. Einar Hannesson, Örn V. Einarsson, Svana Sigurgrímsdóttir, Gísli V. Einarsson, Björg Guðjónsdóttir, Sigríður M. Einarsdóttir, Guðmundur Kristmundsson, SævarV. Einarsson, Elín Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför fóstru okkar, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Ásbrandsstöðum. Fyrir hönd annarra ættingja, Sigrún Runólfsdóttir, Guðný Runólfsdóttir, Heiðrún Þorsteinsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall eiginmanns míns, sonar og bróður, JÓHANNS HALLDÓRS ELLERTSSONAR. Jan DeBruhl, Þórhildur og Erlingur Ellertsson, Guðjón Ellertsson, Hulda Ellertsson, Guðleifur Ellertsson, Erlingur E. Ellertsson. + Þakka auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður minnar, BJARGAR TÓMASDÓTTUR. Tómas Gunnarsson og fjölskylda. + Ég vil þakka öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu mér og fjöl- skyldu minni samúð og vinarhug við fráfall ástvinar míns, ÓSKARS JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til ykkar sem veittuð mér ómetanlegan stuðn- ing, Hagvirki hf., starfsmenn Hagvirkis, nemendur og kennarar Tækniskóla íslands, starfsfólk Skipadeildar Sambandsins, starfs- fólk Fæðingarheimilis Reykjavíkur og séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Guð blessi ykkur öll. Ester Sveinbjarnardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EINARS JÓNSSONAR frá Ásólfsskála, Háaleitisbraut 117, Reykjavík. Ásta Steingrímsdóttir, Hermann Einarsson, Arnar Einarsson, Sigurborg P. Hermannsdóttir, Steinunn Ásta Hermannsdóttir, Guðbjörg Ósk Jónsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Jóhann Gunnar Arnarsson, Erna Margrét Arnarsdóttir, Elísa Kristín Arnarsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARGAR EINARSDÓTTUR frá Hafranesi. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Guðný Jensdóttir Brennan, Helga Jensdóttir, Rafn Jensson, Einar V. Jensson, Sigurður Jensson, Guðbjörn Jensson, Óskar Halldórsson, Lúísa Bjarnadóttir, Edda Hjaltested, Martyna Jensson, Guðrún Pálsdóttir, Valfríður Jensdóttir Powers, Philip Powers, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað í dag, föstudaginn 9. mars, frá kl. 13.00-14.30 vegna jarðarfarar. Fjölritunarstofa Daníels Hallórssonar, Skeifunni 6 og Ránargötu 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.