Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 40
40
íttémR
FOLK
H UMFÍ hefur_ samþykkt að
Landsmót UFMÍ 1996 verði í
Borgarnesi. Einnig hefur verið
ákveðið að mótið 1999 fari fram á
Egilsstöðum. 20. Landsmót UMFÍ
verðu haldið í Mosfellsbæ í júlí í
sumar. Landsmótið 1993 verður
haldið að Laugarvatni.
U DAGMAR Viðarsdóttir úr
Reykjavík fer til Svíþjóðar í sum-
ar á vegum UMFÍ, sem skiptinemi.
''Hún mun dvelja í Svíþjóð í þijá
mánuði við leik og ýmis störf.
■ TERRY Yorath, þjálfari Brad-
ford City, var rekinn frá félaginu
í gær. Bradford á í hinu mesta
basli í 2. deild og er nú í bullandi
miHHH fallhættu. Ekki hef-
Frá ur verið ráðið í hans
Bob stað. Yorath þjálf-
Hennessy aði Swansea í fyrra,
i ngan i en fór til Bradford
í sumar. Hann er einnig landsliðs-
þjálfari Walesveija.
■ TONY Cascarino er efstu á
óskalistanum hjá Aston Villa um
þessar mundir. Graham Taylor,
framkvæmdastjóri Aston Villa,
-•’hefur boðið 1,5 milljónir punda í
kappann, en Millwall hefur ekki
enn gefið grænt ljós á söluna. Tayl-
or leggur nú allt kapp á að fá
Cascarino því liðið hefur tapað
síðustu tveimur leikjum og má ekki
við fleiri töpum í lokabaráttunni um
enska meistaratitilinn. Ekki er
hægt að kaupa og selja leikmenn í
Englandi eftir 22. mars, svo það
fer hver að verða síðastur.
■ ALAN Kennedy, fyrrum leik-
maður Liverpool, gekk til liðs við
VWrexham sem er í neðsta sæti 4.
deildar. Kennedy lék með utan-
deildarliði og nú að bjargaWrex-
ham frá því að falla úr ensku deild-
inni.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
Úrslit leikja í NBA-deildinni í vikunni:
Mánudagur:
New Jersey - Sacramento.......128:111
Philadelphia - LA Clippers....128:105
Miami Heat - Utah Jazz........105:104
Houston - San Antonio.........109:105
- 'i Golden State - Chariotte...138:117
Þriðjudagur:
Portland - New York ..:.......112:100
Utah Jazz - Orlando...........111:101
Phoenix - Atlanta.............113:111
Detroit - Sacramento..........101: 91
Indiana-Washington............113: 98
Chicago - Milwaukee...........114:105
Houston - LA Lakers...........112: 95
Denver - Charlotte............122: 96
Seattle - Cleveland........... 95: 90
Miðvikudagur:
Portiand - Boston Celtics.....130:117
LA Clippers - New Jersey......119:115
Philadelphia-NewYork..........110: 93
Phoenix - Washington..........113:111
Miami Heat - Orlando..........122:105
Denver - Minnesota............ 86: 73
LA Lakers - Dallas............103: 91
Knattspyrna
UEF A-kcppnin:
--FC Liege - Werder Bremen.........1:4
ENGLAND 2. DEILD:
Brighton - Plymouth...............2:1
Leeds-Port Vale...................0:0
Middlesborough - Watford..........1:2
Newcastie- Hull...................2:0
Skíði
Heimsbikarinn í alpagreinum:
Úrslit í svigi karla, sem fram fór Geilo í
Noregi í gær.
Alberto Tomba, Ítalíu ...1:46.19 (53.90/52.29)
Michael Tritscher, Aus. .1:47.38 (54.62/52.76)
Jonas Nilsson, Svíþjóð... 1:47.49 (54.72/52.77)
T. Stangassinger, A....1:47.56(54.98/52.58)
Bernhard Gstrein, Aus. .1:47.72 (55.61/52.11)
Tetsuya Okabe, Japan ...1:47.81 (54.53/53.28)
Tiger Shaw, Bandar....1:47.93 (55.07/52.86)
Ole K. Furuseth, Noregi.1:48.21 (54.95/53.26)
Pirmin Ziirbriggen, Sv... 1:48.23 (54.89/53.34)
Patrice Bianchi, Frakkl..1:48.35 (55.30/53.05)
Staðan í heildarstigakeppninni:
Stig
Pirmin Ziirbriggen.......................319
Ole Kristian Furuseth....................228
Giinther Mader, Austurríki...............203
Armin Bittner............................178
Hubert Strolz............................149
Helmut Höflehner, Austurríki.............139
Atle Skárdal, Noregi.....................122
Lars-Böije Eriksson, Svíþjóð.............112
Accola............................... 109
Franck Piccard, Frakklandi...............101 •
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Létt yfir HM-hóp Morgunblaðsiris:
„Einar lék stærsta hlutverk-
ið í leik liðsheildarinnar“
„STRÁKARNIR byrjuðu leik-
inn vel, en þeir verða að leika
af meiri yfirvegun f seinni
hálfleik, ef þeir ætla sér að
ná fram sigri,“ sagði Karl Jó-
hannsson, fyrrum landsliðs-
maður úr KR, þegar hann
spáði í spilin í leikhléi - þegar
HM-hópurinn kom saman í
Fógetanum í gærkvöldi.
Karl sagði að það hefði verið
rétt að láta Einar Þorvarðar-
son byrja í markinu. „Það slakaði
á vissri spennu. Einar sættir sig
ekki að vera markvörður númer
tvö, en Guðmundur Hrafnkelsson
hefur greinilega ekki þolað spenn-
una að vera markvörður númer
eitt og vita af Einari á bekkn-
um,“ sagði Karl, sem taldi að rétt-
ast hefði verið að láta Einar byija
inni á í öllum leikjunum.
Karl var ekki ánægður með þau
fimm góðu marktækifæri sem
íslensku leikmennirnir náðu ekki
að nýta í fyrri hálefleik. „Það
getur ekkert lið náð fram sigri
ef leikmenn nýta ekki tækifærin
sín.“
Eins og svo mörgum öðrum
kom það Karli á óvart að að Bogd-
an lét Sigurð Sveinsson hvíia nær
allan leikinn á bekknum og það
þrátt fyrir að búið var að reka
Kristján Arason af leikvelli. „Það
er búið að bijóta ákveðna leik-
menn markvisst niður með því að
halda þeim á bekknum.“
Það var eins og leikmenn
íslenska landsliðsins hafi heyrt til
Karls, því að þeir komu ákveðnir
til leiks í seinni hálfleik og sóknar-
leikur þeirra var yfirvegaðri en
áður. Þá fór Einar á kostum i
markinu og skóp sigur íslands
með því að veija mörg skot á
mjög þýðingarmiklum augnablik-
um - hann varði vítakast og einn-
ig glæsilega eftir hraðaupphlaup
A-Þjóðveija.
„Þetta var sigur liðsheildarinn-
ar og Einar Þorvarðarson lék
stærsta hlutverkið. Strákarnir
náðu að rífa sig upp úr logn-
mollunni í seinni hálfleik og það
þrátt fyrir að Austur-Þjóðveijar
höfðu veitt þeim þungt högg í
fyrri hálfleik og verið yfir, 8:12,
í leikhléi. Einar tók á öllu sem
hann átti og það var drápsneisti
í augum hans. Vörnin var þétt
fyrir framan hann á lokasprettin-
um,“ sagði Sigurbergur Sigsteins-
son, fyrrum landsliðsmaður úr
Fram, eftir leikinn og hann bætti
við: „Það var gaman að sjá hvað
Óskar kom sterkur frá leiknum.
Það var mikil pressa á honum.“
Karl Jóhannsson.
Það var létt yfir IIM-hóp Morg-
unblaðsins í gærkvöldi. Nú er einn
leikur eftir og hefst hann fyrr en
áður. Þegar hópurinn kemur sam-
an til að sjá síðasta leikinn - leik
íslands og Frakklands, verður
hópurinn á ferðinni á morgun-
verðartíma, eða kl. 8 í fyrramáli.
KÖRFUKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Keflvlk-
ingar áfram
á einu stigi
- sigruðu KR-inga með 10 stiga mun
Morgunblaðið/Einar Falur
Patrick Releford lék mjög vel fyrir Njarðvík gegn Haukum. Hér á hann í
höggi við. Magnús Guðfinnsson Keflvíking í leik liðanna fyrr í vetur. Njarðvík
og Keflavík leika til úrslita um bikarmeistaratitilinn.
KEFLVÍKINGAR sigruðu KR-
inga með 10 stiga mun, 81:71
í síðari leik liðanna í Keflavík í
gærkvöldi. Fyrri leiknum lauk
með 9 stiga sigri KR, 64:55, og
því komust Keflvíkingar áfarm
á einu stigi og leika til úrslita
gegn nágrönnum sínum í
Njarðvík. Leikurinn í gærkvöldi
var æsispennandi frá fyrstu
mínútu til þeirrar síðustu og á
lokasekúndunum var stiginn
mikill darraðadans. Bæði iiðin
fengu tækifæri undir lokin til
að gera út um leikinn og þar
höfðu Keflvíkingar betur.
Geysileg barátta einkeimdi
þennan leik, KR-ingar lentu
fljótlega í villuvandræðum og
Keflvíkingar urðu fyrir áfalli þegar
Magnúsi Guðfinns-
syni var vísað af lei-
kvelli þegar hann lét
skapið hlaupa með
sig. Fyrri hálfleikur
var jafn framan af, en undir lok
hans kom góður kafii hjá Keflvík-
ingum sem náðu 7 stiga forystu í
hálfleik - 45:38.
í síðari hálfleik virtust þeir ætla
að kafkeyra Vesturbæjarliðið og
komust í 60:48, en KR-ingar svör-
uðu með góðum kafla náðu að
minnka muninn í 2 stig, 67:65. En
Keflvíkingar höfðu ekki sagt sitt
síðasta, þeir léku mun betur á lok-
amínútunum og sigur þeirra var
sanngjarn þó litlu hafi munað undir
lok leiksins. Þegar 5 sekúndur voru
til leiksloka náðu KR-ingar boltan-
um og stig hefði tryggt þeim sigur,
en skot þeirra geygaði og Keflvík-
ingar stigu trylltan dans.
Sandy Anderson átti stórleik í
liði ÍBK. Einnig léku þeir Guðjón
Skúlason, N.ikkvi M. Jónsson, Sig-
urður Ingimundarson og Falur
Harðarson vel. Hjá KR var Guðni
Guðnason bestur ásamt Birgi Mika-
elssyni og Anatolji Kovtun.
Stig ÍBK: Sandy Anderson 26, Guðjón Skúla-
son 20, Nökkvi M. Jónsson 17, Sigurður Ingi-
mundarson 13, Falur Harðarson 3, Magnús
Guðfinnsson 2.
Stig KR: Guðni Guðnason 22, Birgir Mikaels-
son 20, Anatolji Kovtun 1É, Axel Nikulásson
7, Páll Kolbeinsson 6, Hörður G. Gunnarsson
3, Matthías Einarsson 1.
„Þakka góðri vörn sigurinn“
að var mikil taugaveiklun í leik
liðanna, en við höfðum það af
og vii ég þakka það góðri vöm. Hauk-
arnir eru með gott lið og það er í
■■■■■■■ raun sorglegt að
Hörður tímabilið sé búið hjá
Magnússon þeim. Þeir eiga heima
skrifar j úrslitakeppninni,"
sagði Árni Lárusson,
þjálfari Njarðvíkinga eftir að lið hans
sigraði Hauka 80:79 í síðari leik lið-
anna í undanúrslitum bikarkeppninn-
ar í Hafnarfírði í gærkvöldi.
Fyrri leik liðanna lauk með sigri
Njarðvíkinga 86:84 og forskotið því
ekki mikið og reyndar voru Haukarn-
ir fljótir að vinna þann mun upp og
komust í 23:12. En gestimir voru
ekki að baki dottnir, unnu þann mun
fijótlega upp og náðu tíu stiga for-
skoti sem hélst út hálfleikinn. Staðan
í leikhléi var 42:49 fyrir Njarðvík.
Síðari hálfleikur einkenndist fyrst
og fremst af mikilli taugaveiklun.
Bæði lið gerðu sig sek um slæm mis-
tök. Mestu munaði að Patrick Rele-
ford átti frábæran leik í liði Njarðvík-
inga. Oft hefur hann skorað meira,
en lék þess í stað stórkostlega vörn
og náði bæði varnar- og sóknarfrá-
köstum á örlagríkum augnabiikum.
Eins til sex stiga munur var á lið-
unum allan síðari hálfleik. Haukarnir
náðu aldrei að yfirstíga þröskuldinn
og komast yfir. Sigur Njarðvíkinga
hékk þó á bláþræði því að fimm sek-
úndum fyrir leikslok náðu Haukar
boltanum eftir slæm mistök gest-
anna. ívar Ásgrímsson reyndi þriggja
stiga skot, sem hefði dugað til fram-
lengingar, en boltinn dansaði á körfu-
hringum og Njarðvíkingar stigu
trylltan sigurdans.
Releford fór á kostum eins og áður
er getið. Þá var Teitur Örlygsson
þokkalegur og Friðrik Ragnarsson
var og dijúgur en nöldur í garð dóm-
ara tók frá honum of mikia orku.
Haukar lögðu allt undir í þessum
leik, en það dugði ekki til. Slæm víta-
hittni og óagaður leikur einstaka leik-
manna á örlagastundu reið bagga-
muninn. Liðið var frekar jafnt að
getu, flestir léku ágætlega en sumir
geta betur. Jonathan Bow dijúgur
og gerði sig þó sekan um slæm mis-
tök. Athygli vakti ágæt frammistaða
nýliða í Haukaliðinu, Péturs Ingvars-
sonar. En hann er eldri bróðir Jóns
Arnar, sem lék þokkalega en var
haldið of lengi á bekknum í síðari
hálfleik.
Stig Hauka: Jonathan Bow 23, ívar Ásgríms-
son 15, Jón Araar Ingvarsson 12, ívar Webst-
er 9, Pétur Ingvarsson 8, Pálmar Sigurðsson
5, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjáns-
son 3.
Stig UMFN: Patrick Releford 24, Teitur Örl-
ygsson 18, Friðrik Ragnarsson 12, Helgi
Rafnsson 10, Isak Tómasson 9, Jóhannes
Kristbjörasson 7.
KNATTSPYRNA
Alexander Högnason
áfram á Skaganum
Alexander Högnason hefur ákveðið að hætta við að ganga til liðs
við íslandsmeistara KA, eins og hann hafði ákveðið. Alexander
verður áfram í herbúðum Skagamanna, sem eru nú byijaðir að æfa
á fullum krafti undir stjórn George Kirby.
Þá hefur Karl Þórðarson, sem lék undir stjórn Kirby fyrir sextán
árum, ákveðið að leika áfram. Sigurður Már Harðarson, sem lék með
Skallagrím sl. keppnistímabil, hefur gengið á ný til liðs við Skaga-
menn og þá er Gísli Sigurðsson, markvörður Tindastóls, mættur á
Skagann.
Björn
Blöndal
skrifar