Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 9. MARZ 1990
1
RÓSIR í RÍO
eftirlngólf
Guðbrandsson
FYRRIHLUTI
Sú árstíð fer í hönd, þegar nóttin
sofnar ekki á daginn og dagurinn
vakir allar nætur. Loftið titrar og
syngur af lostafullri spennu lífsins
á götunni, læsir sig eins og sælu-
kenndur hrollur um allt, húsin, trén,
fólkið, inn í hvem krók og kima.
Ungur maður gengur milli borð-
anna og býður rósir, bleikar, gular,
rauðar rósir, búntið með tólf á
sextíu krónur. Fáir kaupa, en rósa-
ilmurinn blandast söltu sjávarloft-
inu og angan af krydduðum churr-
asco-réttum. Andardráttur úthafs-
ins berst með þungum sogum frá
Copacabana-ströndinni inn á
mósaíkglaða marmarastétt Avenida
Atlantica eins og dimmt undirspil
við tal fólks á mörgum tungum.
Fyrir föstuinngang er Karnival í
Ríó mesta skrautsýning í heimi. En
hún er meira. Karnivai í Ríó er
árshátíð heimsins í jarðneskum
lystisemdum, hinnar hömlulausu
lífsnautnar og lífsgleði, ástríðufullr-
ar dýrkunar holdsins með öllum
þeim djörfu uppátækjum og gáska
sem léttúðug íund finnur upp til að
njóta andartaksins en storka vel-
sæminu. Öldur karnivalsins lægir
eftir fímm sólarhringa æði, en þær
deyja aldrei. Karnival bergmálar í
fjöllum og gangstéttum Ríó árið um
kring, af því að karnival er lífsstíll
fólksins sem býr þar.
Kristallar undir gullmána
Fáklæddir múlattar og svertingj-
ar hópast saman og hefja að beija
bongótrumbur, stórbumbur og
tamborínur undir laufguðum grein-
um akasíutijánna og með öldu-
hreyfingu loftsins smitar hljóðfallið
frá sér, krómatísk lífssinfónían tek-
ur á sig eggjandi, seiðmagnaðan
takt - sömbunnar. Er lífið hér
kannski dans á rósum? Tólf ferskar
rósir á 40 cruzeiros, kallar blóma-
salinn. Víst lætur veröidin blítt,
flestir brosa af einskærri lífsgleði,
án sérstaks tilefnis að séð verður,
það er gott að vera til.
Laugardagskvöld í Ríó í febrúar
og næstum dagljóst af björtu skini
tungls í fyllingu, er stráir geisla-
flóði lóðrétt niður Sætabrauðstind-
inn, eitt þessara sérkennilegu fjalla
við Guanabaraflóann, sem gerir Ríó
ólíka öilum öðrum borgum, eins og
gimstein greyptan í ramma af safí-
rum, emeröldum og tópözum.
I gær fór ég upp á Kroppinbak
(Corcovado), sem er næstum eins
hár og Esjan, og horfði eins og
Kristur á dýrð heimsins ofan af
ijallinu. Svo undurfögur er Ríó að
sjá frá þessum stað, að Satan hefði
ekki getað fundið annan fegurri að
sýna af heimsins dýrð. Sagan af
freistingu Jesú stendur ljóslifandi
fyrir hugskoti þínu: „Allt þetta skal
ég gefa þér, ef þú fellur fram og
tilbiður mig.“
Eitt kvöldið starði ég bergnum-
inn á glerlistaverk, sem ■ ég kom
auga á óvænt, rétt við breiðstræti
Vorrar Frúar af Copacabana. Það
var flóðlýst mynd af Fjallræðunni
í fögrum litum. Mér hafa alltaf
fundist fjöllin í Gyðingalandi fremur
lágkúruleg fyrir svo háleitan boð-
skap. Hér er Jesú settur inn í svip-
mikið landslagið við Ríó að boða
heiminum fögnuð. Fyrir utan kvöld-
máltíðina eftir Leonardo da Vinci í
kirkju í Mílanó hafa ekki önnur
myndverk um ævi Jesú fests mér
betur í minni en þessi Fjallræða.
Að lifa og láta flakka
Það er heitt í Ríó í dag og næst-
um maður við mann á ströndinni.
Strax í birtingu byijar heilsurækt-
arfólkið að skokka í fjöruborðinu.
Skömmu síðr koma strákarnir með
brettin sín. Þeir eru flínkir á brim-
brettunum, drengirnir í 'Ríó. Engu
er líkara en þeir séu uppaldir á öldu-
faldinum, kunna lagið á að stíga
brettið fremst í öldunni um leið og
hún rís, eins og samvaxnir henni
og láta hana bera sig langa leið,
sveiflast upp og niður án þess að
missa jafnvægið. Svona er lífið í
Ríó, með sveiflu. Eftir hádegið
koma fegurðardísirnar, stúlkurnar
sem eru eins og kaffi eða súkkulaði
á litinn, í næstum engu. Mjóir lind-
ar halda saman smápjötlum til að
hylja djásnin. Che lindo!
Hvar annars staðar í veröldinni
geta milljónir íbúa í heimsborg velt
sér út í sandinn í matarhléinu eða
eftir vinnu með fegurstu strendur
heimsins við húsdymar?
Ingólfúr Guðbrandsson
Á síðustu stundum dagsins fær-
ist lífið í aukana á götunum við
Copacabana. Sölumenn eru alls
staðar að falbjóða varning, blóm,
hnetur, sundföt, hatta og húfur,
boli, hringa, úr, maska og minja-
gripi, allt sem nöfnum tjáir að
nefna. En þeir eru hvorki háværir
né ágengir eins og sölufólk í Aust-
urlöndum, sem lætur þig hvergi í
friði. Portúgalska er mjúkt mál,
einkum í Brasilíu. Hér heyrist eng-
inn hækka róminn nema erlendir
ferðamenn, sem eru að rífast hver
við annan, eins og kanadíski for-
Ljósmyndir/Ingólfur Guðbrandsson
Copacabana-ströndin I Ríó, séð frá Rio Palace-hótelinu. „Sætabrauðstindurinn“ sést í fjarska, eitt af
kennileitum Ríó.
stjórinnsem var að skamma konuna
sína fyrir að vera of sein í leik-
húsið. ítalirnir eru háværastir. Þeir
eru fljótir að átta sig og finna nýj-
ustu lúxusstaðina, hvar sem er í
heiminum. ítalir búa allt í kringum
mig í Rio Atlantica, nýjasta fimm
stjörnu gististaðnum í Ríó á miðri
Capacabana, og hafa allt á hornum
sér af því að þeim leyfist ekki að *
taka kaffibrúnu innfæddu stúlkurn- ™
ar með sér upp á herbergin. Á efstu
hæðinni er falleg sundlaug, sólbaðs- a
svæði, þrekæfingasalur, nuddstofa "
og sauna, bar og veitingastaður og
sér út yfir alla strönd og til ftjalla,
Kroppinbakur, Sætabrauðstindur
og Tveir bræður ofan við Leblon-
ströndina, en Ipanema á milli. Uppi
á þessu þaki, þar sem allt er hvítt
nema blá sundlaugin og gul hand-
klæði baðgesta, getur þér fundist
þú vera á siglingu á úthafsskipi
milli þessara fagurmynduðu fjalla,
rétt eins og Portúgalinn Gonsalo
Coelho, sem sagt er að hafi fyrstur
siglt hér inn fagurbláan flóann, en
hélt vera árminni og skírði Rio de
Janeiro, þ.e. Janúarfljót, því að svo
vildi til að það var 1. janúar árið
1502. |
í gærkvöldi borðaði ég Rossini-
nautasteik á Maxims í Ríó. Það er
dýrara á Maxims í París. Hér kost- -
ar steikin 200 krónur og kúvertinn
var innifalinn með gæsalifursneið, *
velkryddaðri, lostætri saltfiskbollu, *
ristuðu brauði og bestu óllfum, sem
ég hef smakkað. Hálfflaska af
Chateau Chandon-rauðvíni til að
renna þessu betur niður kostar 150
krónur. í kvöld ætla ég ekkert að
borða, nema í mesta lagi forrétt
með glasi af einhveiju. Hvert borð
er setið á Mandego-stéttinni um
ellefuleytið. Fólk etur og drekkur,
masar saman og hlær. Andrúms-
loftið er létt, laust við þvingun eða
hömlur, allir láta eins og þeim þókn-
ast. Kynslóðabil er ekki sjáanlegt.
Stóríjölskylda situr saman að borði
og hefur safnað miklu fleiri stólum
en komast að borðinu. Allir eru létt-
klæddir, enda er hitinn ennþá 24°C. (§
Ungbarn sefur vært í kerru meðan
foreldrarnir matast, óvitandi um
freistingar og spillingu heimsins. |f
Engin þjóð er jafnblönduð og
Brasilíumenn, sem rekja uppruna g
sinn til þriggja stofna mannkynsins "
í jafnmörgum heimsálfum, hvítra
innflytjenda frá Evrópu, svartra
þræla frá Afríku, auk frumbyggja
Ameríku, rauðskinnanna, indíána,
sem hafa búið í frumskógunum í
þúsundir ára. Þessi blanda er
óvenjufalleg, fólkið hávaxnara og
spengilegra en Andinos-þjóðirnar,
sem búa í löndum Andesfjalla, þar
sem fólkið er fiest stuttfætt,
þunglamalegt og samanrekið, líkt
og sprottið út úr alvörugefnum,
massívum fjöllunum. Húðdekksta
Draumur eða veruleiki?
eftirÁshildi
Bragadóttur
Nú eru um tvö ár liðin síðan Félag
vinstrimanna í Háskóla íslands og
Félag umbótasinnaðra stúdenta sam-
einuðust í eitt félag, Röskvu, samtök
félagshyggjufólks, í kosningum til
Stúdenta- og Háskólaráðs gegn
Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta. Vinstrimenn og umbótasinnar
höfðu veturinn áður, 1987-88, verið
í meirihlutasamstarfi í Stúdentaráði.
Vaka vann sigur í kosningum þá og
árið eftir og hafa undanfarin tvö ár
setið við stjórnvölinn. Nú er enn liðið
að kosningum og hljóta menn því
að spyija sig að því hvemig meiri-
hlutinn í Stúdentaráði hafí staðið sig
þessi tvö ár. Borgar sig fyrir stúd-
enta að veita Vöku áfram umboð til
þess að stjóma, eða er þörf að hleypa
þeim aftur að sem stjómuðu
1987-88?
Eftirfarandi er samantekt á því
helsta sem gert hefur verið, en
grundvöllurinn að þessu starfi er sú
stefna Vöku að halda pólitísku dæg-
urþrasi utan ráðsins og einbeita sér
að hagsmunamálum stúdenta á fag-
legum grandvelli, í stað þess að í
Stúdentaráði sé „lifandi umræða um
mál sem brenni á samvisku stúd-
enta“, eins og Röskva myndi orða
það.
Öflugt Stúdentaráð
Húsnæðismiðlun stúdenta var fyr-
ir fáeinum áram kassi með nokkrum
spjöldum í og var þjónusta þar veitt
eftir bestu getu. í tíð Röskvumanna
var þessari miðlun komið yfír á Fé-
lagsstofnun stúdenta, eftir að þjón-
ustan hafði legið niðri sumarlangt,
en starfsmenn þar vildu ekki sinna
henni. Vaka yfírtók miðlunina. Jókst
fjöldi leigjenda á vegum miðlunarinn-
ar úr 35 í 135 fyrra árið og stendur
nú í 235.
Atvinnumiðlun var einnig í tíð
Röskvu pappaspjöld í kassa en er
nú tölvuvædd miðlun sem býður at-
vinnurekendum og námsmönnum
góða þjónustu. Hlutfall þeirra sem
vinnu fá miðað við framboð á störfum
hefur aukist mikið á þessum tveimur
árum: 36% árið 1987, 45% árið 1988
og 70% árið 1989. Aukinheldur bryd-
duðu Vökumenn upp á þeirri nýjung
að starfrækja hlutastarfamiðlun yfir
vetrarmánuðina og hefur það gefíð
góða raun.
Útgáfustarfsemi hefur tekið mik-
inn fjörkipp frá því að Vaka tók við.
Áður fyrr var gefíð út frekar stopult
Stúdentablaðið. Blaðið var mjög lítið
lesið af stúdentum og halli var á
útgáfunni. Vökumenn hófu útgáfu
reglulegs fréttablaðs „Stúdentaf-
rétta“, sem stendur undir sér að
mestu leyti og er eini raunveralegi
fréttamiðillinn innan Háskólasam-
félagsins. Einnig hefur verið gefin
út handbók stúdenta, sem dreift hef-
ur verið ókeypis til allra stúdenta, í
stað fjölritaðs símnúmeraheftis, sem
selt var stúdentum.
Samstarf SHÍ við félög stúdenta
í deildum og skorum hefur verið með
allt öðru sniði þessi tvö ár en áður
var. Samráðsfundir þessara aðila
voru áður aðeins notaðir fyrir þurra
upptalningu á því sem verið var að
gera innan SHI en nú er þetta lif-
andi samstarfsvettvangur, þar sem
unnið er að sameiginlegum verkefn-
um eins og gæðakönnun, þróunar-
nefnd stúdenta, einkunnaskilum,
íþróttahátíð, 1. des-hátíðarhöldum
og svo framvegis.
Fjárhagslegur stuðningur SHÍ í
við deildarfélögin hefur og stóraukist
á þessum tveimur áram og hefur
þetta virkað sem vítamínspraúta á
félagsstarfíð í HÍ. Styrkirnir undan-
farin ár að núvirði era: 1987-88: 1,4
milljónir, 1988-89: 2,6 milljónir og
1989-90: 3,2 milljónir.
Réttindaskrifstofa stúdenta er
nokkuð sem í ijölda ára var aðeins
til í einni möppu sem aðsend bréf.
Vökumenn ýttu starfsemi skrifstof-
unnar af stað og hófu markvissa
upplýsingaöflun og þjónustu, sem
stúdentar hafa margir nýtt sér.
Framfarir í menntamálum
Vökumenn hafa á undanförnum
misserum unnið mikið að ýmsum
framfaramálum í málefnum Háskól-
ans.
Hörðu aðhaldi hefur verið beitt við
einkunnaskil og komið á kærukerfi
að framkvæði Vökumanna. Hafa ein-
kunnaskil stórbatnað. Gott mál í
höfn!
Vökumenn höfðu framkvæði að
hinu svokallaða gæðamati á kennslu
og námsefni í HI, sem ýtt var af stað
í vetur og á vonandi eftir að stuðla
að stórbættum kennsluháttum. Gott
mál í höfn!
Vökumenn hafa að undanförnu
þrýst á að upp séu tekin desember-
próf. Slíkt er þegar orðið að veru-
leika í einstökum deildum eins og
félagsvísindadeild og læknadeild.
Það gerðist síðan nýlega að Háskóla-
ráð skipaði nefnd til þess að vinna
að því að koma á desemberprófum
í hinum deildunum. Gott mál í höfn!
Bættur rekstur
Félagsstofiiunar
Tæplega eitt ár er liðið síðan
C:
C
I
i
H
Áshildur Bragadóttir