Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 31
MORGÖNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
81
Kristjana Bjarna-
dóttir — Minning
Fædd 10. mars 1928
Dáin 3. mars 1990
Af eilífðar ljósi bjarma ber
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir. , D.
(H.B.)
Á skilnaðarstundu koma upp í
hugann minningar um samveru-
stundir, sem ekki gleymast; hlý orð
og óskir á tímamótum, gamanyrði
á gleðistundum og huggunarorð á
erfiðleikastundum.
Kristjana fæddist í Hafnarfirði
10. mars 1928. Foreldrar hennar
voru hjónin Helga Jónasdóttir frá
Hnífsdal og Bjarni Snæbjömsson
læknir í Hafnarfirði og alþingis-
maður um árabil. Börn þeirra eru:
Jónas læknir, Snæbjörn tæknifræð-
ingur, sem er látinn, Málfríður,
húsmóðir á Reykjum í Mosfellssveit
og lyfjafræðingur, Bjarni, við-
skiptafræðingur, forstjóri Stefáns
Thorarensen hf. og Toro, en yngst
var Kristjana, sem nú er kvödd.
Kristjana lauk Kvennaskólaprófi
og starfaði hjá Menningarsjóði og
á skrifstofu forseta íslands þar til
hún giftist eftirlifandi eiginmanni
sínum, Birni Tryggvasyni lögfræð-
ingi, árið 1952. Foreldrar hans
voru: Anna Guðrún Klemensdóttir
og Tryggvi Þórhallssoti, fyrtVerandi
forsætisráðherra, sem bjuggu í
Laufási. Gagnkvæm virðing og ást
einkenndi hjónaband þeirra Krist-
jönu og Björns. Böm þeirra eru:
Anna Guðrún húsmóðir og lögfræð-
ingur, gift Halldóri Gíslasyni arki-
tekt og eiga þau tvö börn, og Bjarni
Þór stærðfræðingur, kvæntur Guð-
rúnu Rögnvaldsdóttur húsmóður og
rafmagnsverkfræðingi og eiga þau
tvö börn.
Kristjana tók alla tíð mikinn þátt
í störfum eiginmannsins, en hann
hefur starfað um 40 ára skeið að
bankamálum, fyrst við Landsbank-
ann en síðan við Seðlabankann, nú
aðstoðarbankastjóri. Björn var for-
maðurRauða kross íslands 1971-76
og starfaði Kristjana um langt ára-
bil við bókasafn RKÍ, sem sér um
bókaútlán á sjúkrahúsum.
Ég kynntist Kristjönu er hún hóf
störf hjá Fjölritunarstofu Daníels
Halldórssonar. Þar starfaði hún um
10 ára skeið en lét af störfum þar
fyrir 4 árum. Öll hennar störf þar
einkenndust af samviskusemi og
trúmennsku. Er hún hætti þar
störfum annaðist hún m.a. barna-
börn sín af einstakri ástúð og hlýju,
sem verður þeim síðar meir ómetan-
legt í minninganna sjóði.
Kristjana var ákaflega einbeittur
persónuleiki. Hún hafði ákveðnar
skoðanir en virti jafnframt skoðanir
annarra. Vinum sínum var hún ein-
læg og góð.
Gestrisni var henni í blóð borin,
hvort sem um var að ræða veislu-
borð, eða kaffibolli var fram borinn
við eldhúsborðið. Húsmóðurhlut-
verkið var það starf sem Kristjana
helgaði að mestu krafta sína og bar
heimilið vitni um fágaðan smekk
og natni, jafnt utan dyra sem inn-
an. Hún hafði yndi af öllum gróðri
og hlúði að honum, enda bar garð-
urinn hennar vott um næmt fegurð-
arskyn.
Þá hafði hún alla tíð ánægju af
lestri góðra bóka í tómstundum, og
fatasaumur og öll handavinna lék
í höndum hennar.
í október 1988 veiktist Kristjana
af þeim sjúkdómi sem leiddi hana
til dauða. Á þessum erfiðu tímum
sýndi hún styrk og æðruleysi og lét
ekki bugast þó hún vissi að hveiju
stefndi.
Þitt bros og blíðlyndi lifír
og bjarma á sporin slær
það vermir kvöldgöngu veginn,
þú varst okkur stjarna skær.
Þitt hús var sem helgur staður,
hvar hamingjan vonir ól.
Þín ástúð til okkar streymir
sem ylur frá bjartri sól.
Síðustu sporin - (F.H.)
Við söknum hennar öll.
Ég votta eiginmanni, börnum og
fjölskyldum þeirra dýpstu samúð.
Megi bjartar minningar ylja ykkur
um ókomna framtíð.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir
Þegar við tengdumst Seðlabank-
anum fýrir meira en tuttugu árum
var Bjöm Tryggíason einn fyrsti
starfsmaður bankans, sem við
kynntumst. Hann hafði starfað í
bönkum allt frá unglingsárunum
og í Seðlabankanum frá því hann
var stofnaður og var sjór af fróð-
leik um allt, sem snerti starfsemi
slíkra stofnana. Var það auðvitað
ómetanlegt þeim, sem var að koma
til starfa í fyrsta sinn í banka.
Skömmu síðar kynntumst við svo
konu Björns, Kristjönu Bjarnadótt-
ur, en tilefni þesara kveðjuorða er
sú sorgarfregn, sem barst okkur
fyrir fáum dögum, að Kristjana
hefði andast eftir erfiða sjúkdóms-
legu. Það syrtir yfir við slíka harma-
fregn, en jafnframt koma upp í
hugann bjartar minningar um ynd-
islega, góða konu. Þessar minning-
ar okkar tengjast henni þegar
Seðlabankamenn komu saman í
glöðum hópi annaðhvort hér í borg-
inni eða til ijalla. Þá var gott að
hafa Kristjönu með í hópnum því
hún var gleðigjafi en átti einnig
gott með að hlusta, vera hluttak-
andi.
Kristjönu var það vafalaust vel
Ijóst, að starf Bjöms var mjög
krefjandi og hún hafði á því góðan
skilning. Hún helgaði sig því alger-
lega heimilis- og uppeldisstörfunum
á meðan börnin tvö þurftu á því
að halda. Þegar þeim þætti var lok-
ið fór hún út á vinnumarkaðinn,
eins og það er nú kallað, og starf-
aði þar um árabil. Kunni hún því
einnig vel, en þegar því tímabili
lauk var kominn tími til að sinna
barnabörnunum, og mátti heyra á
henni, að hún hafði af því mikla
ánægju og kunni vel að meta
ömmuhlutverkið.
En eitt sinn skal hver deyja og
nú er hún ekki lengur á meðal okk-
ar. Við vinir og samstarfsmenn
Björns eigum bjartar endurminn-
ingar um samverustundirnar með
Kristjönu, en fátækleg orð megna
lítið að bæta þá sorg, sem nú sæk-
ir heim fjölskyldu hennar. En við
erum þess fullviss, að sá, sem öllu
ræður mun leggja þeim líkn með
þraut.
Ágústa og Davíð
Nokkur orð til minningar um
frænku mína, Kristjönu Bjarnadótt-
ur, Jönu, sem lést síðastliðinn laug-
ardag eftir fremur skammvinna, en
harða sjúkdómsbaráttu.
Jana var svo ríkulega búin þeim
kostum sem einkenna sterka per-
sónuleika; yfirvegun og stöðug-
lyndi. Öllu fólki, ekki síst börnum
og unglingum, líður vel í návist
slíkra persóna. Þeim fylgir stöðug-
leiki og festa, og trúnaðartraust
myndast svo auðveldlega. Jana var
engin undantekning að þessu leyti.
Hjá henni var alltaf gott að vera.
Með tímanum sóttu systurbörnin
úr Mosfellssveitinni skóla til
Reykjavíkur. Samgöngur voru
stirðari en nú og aðstæður því oft
erfiðar. Þá stóð heimili þeirra Jönu
og Björns í Sporðagrunninu okkur
opið hvenær sem var, og hversu
lengi sem á þurfti að halda hveiju
sinni. Það var ekki svo lítils vert
að finna stuðninginn þegar fyrstu
sporin voru tekin á nýjum náms-
brautum i nýju umhverfi. Aldrei var
um það talað öðruvísi en sem sjálf-
sagðan hlut. Alltaf velkominn, ekki
sem gestur, heldur sem heimilis-
maður, hluti af fjölskyldunni, með
þeim réttindum og skyldum sem
fylgdi.
Eins og gengur fækkaði sam-
verustundum nokkuð með árunum.
Jana hafði þó ætíð sama brennandi
áhugann á högum okkar og gengi.
Alltaf auðsýnd ánægja yfir sam-
fundum hverju sinni og jákvæð
fróðleiksfýsn um hvaðeina sem á
döfínni var. Svo algerlega laus við
að vera upptekin af sjálfri sér.
Þannig fylgdi henni alla tíð þessi
þægilega tilfinning fyrir návist
hennar, öryggi og festa, og síðar
athygli og áhugi.
Jana fæddist 10. mars 1928, og
því tæplega 62 ára að aldri þegar
hún féll frá. Svo ótímabært fráfall
finnst manni, en við því fær enginn
gert. Hennar er sárt saknað, en í
minningunni lifir svo skýrt allt það
jákvæða sem einkenndi hana. Fyrir-
mynd af því sem getur svo mikið
bætt persónu hvers og eins. Þannig
sjóð mun ég geyma og nýta til
góðra verka.
Ég bið góðan Guð að blessa
minningu Kristjönu Bjarnadóttur,
og styrkja ástvini hennar í söknuði
þeirra og sársauka.
Bjarni Snæbjörn Jónsson
Okkar kæra vinkona, Kristjana
Bjarnadóttir, Jana eins og hún var
kölluð, er látin og langar okkur í
spilaklúbbnum hennar að þakka
yndislega samfylgd sem staðið hef-
ur í rúm fjörutíu ár.
Jana var hljóðlát gæfumann-
eskja, átti dásamlegt æskuheimili,
þar sem hún fékk mikla ástúð og
aga sem öllum er nauðsyn, eignað-
ist góðan mann og yndisleg börn.
Nú að leiðarlokum þökkum við
allar liðnar samverustundir og góða
vináttu og sendum eiginmanni,
börnum og tengdabörnum einlægar
samúðarkveðjur.
Bubba, Stella, Rúrý.
Nú er skarð fyrir skildi er Krist-
jana Bjarnadóttir mágkona lést sl.
laugardag, 3. mars, eftir stutta legu
á sjúkrahúsi. Góð systir og vinur
knýr nú ekki lengur dyra eins og
hún gerði svo oft er eiginmaðurinn
vildi ganga á fjöll. Með andláti Jönu
er enn höggvið skarð í systkinahóp-
inn á Kirkjuvegi 5 í Hafnarfirði,- en
Snæbjörn Bjarnason féll frá fyrir
aldur fram fyrir 9 árum.
Kristjana var yngst af 5 mann-
vænlegum systkinum. Hún fæddist
í Hafnarfirði og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum, Helgu Jónasdótt-
ur frá Hnífsdal og Bjarna lækni
Snæbjörnssyni. í þeirri fjölskyldu
ríkti mikil samheldni og gagn-
kvæmt traust og búa fjölskyldur
næstu kynslóða að því. Jana var
yngst barna læknishjónanna, en
eftir lifa þau Jónas læknir, Málfríð-
ur lyfjafræðingur og Bjarni löggilt-
ur endurskoðandi. Jana valdi
Kvennaskólann til framhaldsnáms,
en að því loknu tók hún að sér
ýmiss konar skrifstofustörf þar til
hún giftist Bimi Tryggvasyni lög-
fræðingi frá Laufási í Reykjavík,
þann 22. nóvember 1952. Þegar ég
kynntist Málfríði konu minni varð
Jana litla systir fljótlega á vegi
mínum, enda þær systur mjög sam-
rýndar, og þá eignaðist ég góðan
og traustan vin sem aldrei brást,
og entist vináttan þar til yfir lauk.
Minningin um Jönu er djásn okkar
og lýsir bjarma á farinn veg, og á
slíka málma fellur aldrei.
Það kom fljótt í ljós að hið vax-
andi traust sem Björn Tryggvason
naut í starfi sínu, fyrst í Lands-
bankanum en síðan í Seðlabankan-
um, gerði miklar kröfur til eigin-
konu hans. Þau dvöldu í Washing-
ton DC í um tvö ár, er Björn starf-
aði við Alþjóðabankann, og síðar
annaðist hann ábyrgðarmikil störf
í þankakerfinu; mest er varðaði
samninga í milliríkjaverslun og
meðferð gjaldeyrismála. Jana fylgdi
bónda sínum í hinum miklu umsvif-
um hans af reisn og myndarskap
hvar og hvenær sem með þurfti,
bæði heima og erlendis. Með festu
og jafnaðargeði umgekkst hún alla
jafnt og fór ekki í manngreinarálit.
Tengdafólkið tók Jönu strax vel,
einkum tengdamóðir hennar, frú
Anna Guðrún Klemensdóttir, ekkja
Tryggva Þórhallssonar fyrrv. for-
sætisráðherra. Milli þessara tveggja
kvenna ríkti vinátta og gagnkvæm
virðing, enda báðar gáfaðar og heil-
steyptar manneskjur sem áttu sam-
eiginleg áhugamál, velferð fjöl-
skyldunnar, en að sama skapi ólíkar
af sitt hvorri kynslóð. Jönu þótti
mikið til um tengdamóður sína og
fannst gott til hennar að leita ef
með þurfti. Þau hjónin Jana og
Björn eignuðust tvö börn, þau Önnu
Guðrúnu lögfræðing og Bjarna Þór
stærðfræðing, sem bæði eru nú
uppkomin og hafa stofnað sín heim-
ili með mökum sínum og eiga tvö
börn hvort.
Að leiðarlokum birtast bjartar
minningar um frábærlega ánægju-
legar stundir með þeim ágætu hjón-
um Jönu og Birni og börnunum á
ferðalögum og ekki síður á heimil-
um okkar beggja. Við þáttaskilin
viljum við hjónin senda Jönu hinstu
kveðju og heiðra minningu hennar
með þökk fyrir áratuga vináttu og
tryggð og vottum eiginmanni og
börnum og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur.
Minningin lifir.
Jón M. Guðmundsson
Kristjana mágkona mín fékk
lausnina síðastliðið laugardags-
kvöld, eftir um eins og hálfs árs
vitneskju um krabbamein. Síðustu
mánuði var háð mikil og vonlaus
barátta, bæði heima og í sjúkra-
húsi. Það er mikil raun og reynsla
bæði fyrir sjúkling og vandamenn
að verða áskynja um þvílík átök,
en Kristjana sýndi ótrúlegt æðru-
leysi. Hún sagði við mig snemma í
vetur: „Við höfum verið lánsöm í
lífinu. Það hlaut eitthvað að koma.
Enginn sleppir við erfiðleika. Það
er bara að taka þeim.“
Kristjana var mikil mannkosta
inanneskja, enda átti hún kyn til
þess, dóttir Bjarna læknis Snæ-
björnssonar í Hafnarfirði og konu
hans, Helgu Jónasdóttur, þar naut
hún góðs uppeldis. Hún var yngst
í sínum systkinahópi, sem þegar var
komið skarð í, er Snæbjörn bróðir
hennar varð sama sjúkdómi að bráð.
Það er ef til vill kaldhæðnislegt
að tala um „lausn“, eins og orðað
var í upphafí. En eftir þessa reynslu
— að horfa upp á aðra eins baráttu
um líkama mannsins gegn þessum
ógnvekjandi sjúkdómi, sem hijáir
mannkynið og má ef til vill telja
að komi næst kjarnorkuvá, — setur
að manni efa, hvort það sé rétt að
beita þessum sterku lyfjum til þess
að reyna að sigrast á vonlausum
sjúkdómi, en þau bijóta svo niður
mannslíkamann í þessari svokölluðu
meðferð, sem notuð er, að þau allt
að því afskræma hann. Skal illt
með illu út reka? Mannskepnan
æðir til tunglsins, en þekkir lítt sinn
eigin líkama. Enginn efast um að
læknavísindin telji sig gera allt sem-
í mannlegu valdi stendur. — Og svo
er það vonin, sem maður á víst allt-
af að halda í. Fyrir allmörgum árum
heyrði ég sérfræðing í krabba-
meinslækningum segja, að þegar
menn hefðu komist fyrir upptök
krabbameins, þá væri ráðin sjálf
lífsgátan.
Fjölskylda okkar telur, að Björn,
yngsti bt'óðir okkar, hafí verið mik-
ill lánsmaður að fá Kristjönu sem
förunaut í lífínu. Þau eignuðust tvö
mannvænleg börn, Önnu Guðrúnu
og Bjarna Þór, vel gift, og fjögur
indæl barnabörn.
Valgerður Tryggvadóttir
Með örfáum orðum viljum við
konur, sem störfum á sjúklinga-
bókasafni Landspítalans votta
Kristjönu þakkir okkar fyrir sam-
veruna á bókasafninu.
Árið 1968 setti Kvennadeild
Reykjavíkurdeildar Rauða kross ís-
lands á stofn sjúklingabókasafn á
Landspítalanum. Skömmu eftir að
safnið tók til starfa hóf Kristjana
störf þar og starfaði þar alla tíð
síðan. Síðastliðið ár, þegar Kristv
jana var orðin veik, skilaði hún
fullri vinnu fyrir safnið, má það
með ólíkinum teljast, þar sem líðan
hennar hefur áreiðanlega oft verið
mjög slæm. Þetta lýsir einmitt
Kristjönu mjög vel. Starfið á bóka-
safninu er sjálfboðastarf og má því
segja að þar hafi eiginleikar Krist-
jönu notið sín vel. Hún var alla tíð
ósérhlífin, samviskusöm, prúð og
stillt kona, en umfram allt var hún
góð kona. Við samstarfskonur
hennar söknum hennar sárt og
skarð hennar verður vandfyllt.
Að lokum viljum við votta fjöl-
skyldu hennar okkar dýpstu samúð.
Kristjönu þökkum við samstarfið
og samveruna og biðjum henni
Guðs blessunar.
Sjúkravinir á sjúklinga-
bókasafni Landspítalans.
Ársæll Jónasson
kafari - Kveðjuorð
Kveðja frá Slysavarnafélagi
Islands
I dag verður til moldar borinn
Ársæll Jónasson, kafari. Hann var
um langa hríð virkur og áhugasam-
ur félagi Slysavarnafélags Islands.
Var hann m.a. fyrsti formaður
björgunarsveitar félagsins í
Reykjavík, sat lengi í stjórn slysa-
varnadeildarinnar Ingólfs og einnig
í aðalstjórn SVFÍ.
Ársæll lét sig öryggismál á sjó
mjög varða og ekki síst voru honum
hugleikin fræðslumál sjómanna.
Vildi hann einkum stuðla að verk-
legri fræðslu og þjálfun og skrifaði
ásamt öðrum mikið og merkt rit,
er nefnist Verkleg sjóvinna og lengi
hefur verið notuð í kennslu í Sjó-
mannaskólanum. Kenndi Ársæll og
um árabil við Stýrimannaskólann í
Reykjavík.
Slysavarnafélag Islands kveður
þennan merka og minnisstæða fé-
laga sinn með þökk og virðingu.
Aðstandendum hans er vottuð
innileg samúð.
F.h. Slysavarnafélags íslands,
Haraldur Henrysson