Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 39
 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 39 I VELAAKANDI SVARiR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ NÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS y\p i/wii gw BRIDS AÐ KVELJA DYR - svar til Gísla Konráðssonar Til Velvakanda. Ekki hélt ég að ég ætti eftir að sjá nokkurn íslending réttlæta undir nafni og því síður á prenti notkun lásboga við veiðar á dýrum hérlendis, eða bara hvar sem er. En svo er ekki annað að sjá hér í Velvakanda 24. febrúar sl. en að slíkt hjartakrumpað fólk sé til. Því þar sendir Gísli nokkur Konráðsson mér tóninn á sinn alkunna hógværa og lítilláta hátt. Helst var á honum að skilja að veiða ætti frekar mig í lásboga ef eitthvað væri vegna þessa nöldurs míns. Slíkt meindýr væri ég fyrir skoðanir mínar. Hér á myndunum má sjá ná- kvæmlega hvernig þessir bogar eru hannaðir og hversu smekklega í reynd þeir veiða þessi skynlausu grey sem óvart á þá stíga. Mér er alveg sama þótt þú Gísli eða ein- hverjir aðrir eigið eitthvað sökótt við refi eða minka. Þessi framkoma er samt á engan hátt réttlætanleg. Ekki með nokkru móti. Eða vildir þú kæri Gísli verða veiddur í svona gildru og vera kraminn fastur í henni uns hungurdauði biði þín hægt og sígandi? Æði eru það annars fátækleg rök í réttlætingu þinni á notkun lásboganna að ég sé meðlimur í Sea Shepherd-samtökunum góðu. Eg sé alls ekki hvað það kemur málinu við. Ekki stendur á mér hins vegar að ræða það. Öðru nær. En ég hafði ekki hugsað mér að eyða mengandi prentsvertu og dýru plássi hér í Blaðinu hjá skáldinu og húmanistanum Matthíasi Jo- hannessen, ritstjóra Málgagnsins, undir slíkar augljósar staðreyndir um vin minn Paul Watson og sam- tökin okkar góðu Sea Shepherd. Enda eru þær röksemdir marg- tuggnar af minni hálfú. Fátt hefur hins vegar glatt mig meira síðustu árin en að til skuli vera í þessum harða og miskunnar- lausa heimi okkar fólk sem gefur skít í ráðstefnur á ráðstefnur ofan og bjargar smælingjum heimsins milliliðalaust og orðalaust. Ég veit vel að það er erfitt að koma þessu heim og saman við friðhelgi eignar- réttarins gagnvart þolendunum. En einhvers staðar verða mörk lífs og dauða og útrýmingar að liggja. Mér fmnst líka að frelsa eigi refí og minka út úr þessum andstyggð- ar búrum sem þeir eru ræktaðir í eins og hveijar aðrar plöntur. Fyrst skal samt reyna allar aðrar leiðir til hins ýtrasta til að uppræta þenn- an óþverra. Gangi það ekki þá skal líka hver sem betur getur bretta upp ermarnar og láta verkin og mannúðina tala. Láta guðlegu taug- ina í sér ráða ferðinni fremur en að hafa þessa bænafroðu á vörun- um sýknt og heilagt og meina svo nákvæmlega ekkert með henni Heba heldur við heilsunni Dans- leikfimi, megrunar- leikfimi, Trimmform. Ný námskeið 12. mars Heilsurœktin Heba Auðbrckku 14. Kópavogl. Simi 642209. þegar neyð annarra hrópar á mann. En varðandi lásbogana sem þú kýst að sveipa sakleysisdulu með því að kalla dýraboga (sem er reyndar aðalatriði gagnrýni þinnar á mig svo undarlegt sem það ann- ars er) þá skiptir það bara alls engu máli í umræðunni um virðingu fyrir dýrunum hvað þessi kvalatæki þín og annarra eru kölluð, né hvaða Arnór Ragnarsson Bridsfélag kvenna SI. mánudag hófst parakeppni fé- lagsins. 36 pör mættu til leiks. Spilað er í þremur 12 para riðlum. Urslit fyrsta kvöldið: A-riðill: Sigrún Pétursdóttir - Sveinn Sigurgeirsson 203 GuðrúnHinriksd.-HaukurHannesson 203 Sæbjörg Jónasd. - Þorsteinn Erlingsson 183 lovísa Eyþórsdóttir — Óskar Karlsson 177 B-riðill: Guðný Guðjónsdóttir - Jón Hjaltason 202 Véný Viðarsdóttir Jónas Elíasson 200 DúaÓlafsdóttir-JörundurÞórðarson 188 Júlíanaísebam-Ömísebam 179 C-riðill: María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundars. 209 Þorgerður Þórarinsdóttir — Steinþór 200 Halla Bergþórsdóttir - Hannes Jónsson 182 Gunnþórunn Erlingsd. - Sigmundur Stefánss. 179 Meðalskor 165. Bridsfélag Akureyrar Ilafin er fjögurra kvölda sveita- keppni, Halldórsmótið. Tólf sveitir taka þátt í keppninni sem er spiiuð með Board-A-Match fyrirkomulagi. Spilaðir eru þrír 8 spila leikir á kvöldi. Staðarí eftir fyrsta kvöld: Hermann Tómasson 72 Stefán Vilhjálmsson 55 Ragnhildur Gunnarsdóttir 51 Grettir Frímannsson 49 Öm Einarsson 48 GissurJónasson 46 Sigfús Hreiðarsson 42 dýr eru veidd í þau; refír, minkar, eða bara fólk, eins og er víst all algengt erlendis þar sem þessum óþverra er dreift sem mest. Sak- lausir vegfarendur hafa ósjaldan stigið í þessa lásboga, bæði tennta og ótennta, einkum þó börn að því hermt er t.d. í Bretlandi. í öðru lagi nær það ekki nokk- urri átt að kvelja dýr (eða menn) hér í heimi i þessum mæli sem þessi verkfæri eða önnur svipuð gera. Og það þrátt fyrir að við köllum einhvern tiltekinn flokk dýra „meindýr" vegna samkeppni eða annarra hagsmuna okkar gagnvart þeim og líferni þeirra. Það sem menn verða að fara að gera sér ljóst er að fólk er víðast um hinn menntaða heim farið að hafna þessari helstefnu Gísla allra landa og því hætt að neyta dýra- afurða eða klæðast þeim, þar með töldum loðfeldunum illa fengnu úr loðdýraiðnaðinum andstyggilega, þar sem lágkúra menningarinnar er hvað mest. Ég tel að besta lífsregla hvers manns og boðorð allra boðorða sé að gera öðrum aldrei það sem maður sjálfur vill ekki að sér sé gert. Og á það við allar lífverur sem minnsti lífsneisti er í. Þeir sem halda öðru fram eru a.m.k. ekki sannkristnir, en það snertir þig kannski lítið. En sem heiðvirðan einstakling með þroskaða siðgæðis- vitund hlýtur hún samt að gera það. Ég skora á þig Gísli að svara því heiðarlega og í einlægni hvort þú gætir hugsað þér hlutskipti títtnefpdu blárefslæðunnar sem 01- afur bóndi Jónsson á Fjöllum í Kelduhverfi var sem stoltastur af að hafa veitt í lásbogann sinn í lok janúar sl. og þú varðir hér af kappi. Ef svo er þá tel ég að þú þyrftir að fara á alllangt eintal við Guð þinn um málið og lífssýn þína í heild. Magnús H. Skarphéðinsson Meðalárangur 42 Næstu þijár umferðir verða spilaðar í Félagsborg nk. þriðjudagskvöld kl. 19,30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 5. marz sl. hófst Butl- er-tvímenningur félagsins og er spilað í tveimur 10 para riðlum. Urslit kvölds- ins urðu eftirfarandi: A-riðill: Ólafurlngimundarson-SverrirJónsson 43 ÞórarinnZófusson-HalldórEinarsson 37 Ólafur Torfason - Daníel Hálfdanarson 35 Karl Bjamason - Sigurberg Elentínusson 32 Guðlaugur Ellertsson - Guðmundur Hansson 32 B-riðill: Guðbrandur Sigurbergss. - Kristófer Magnúss. 50 Ólafur Gíslason - Sigurður Aðalsteinsson 49 Albert Þorsteinsson - Sigurður Emilsson 45 Erla Sigurjónsdóttir - Þorfinnur Karlsson 38 Norsku Stil ullarnærfötin Híý og notaleg hvenær sem er. Dæmi um verð: Buxur elnf. fóðr.* Bolir einf. fóðr.* 1698- 1785- 2122- 2298- Stuttermabolir kr. 1857- * fóðruð með mjúku Dacron efni. aickaaosaa Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 S? REYKVIKINGAR! Ásgeir Hannes Eiriksson, þingmaður Borgaraflokksins og fulltrúi Reykvíkinga í fjárveitinganefnd Alþingis, veröur á Café Hressó í Austur- stræti í dag, föstudaginn 9. mars, kl. 12.00—14.00. UR HUGARHEIMI Sýning á verkum fatlaðra verður opnuð í Listasafni ASÍ laugardaginn 10. mars kl. 15.00. Dagskrá opnunar: ★ Inngangsorð: Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. ★ Ávarp: Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. ★ Setning: Ólöf Ríkarðsdóttir, varaformaður Öryrkjabandalags íslands. ★ Einsöngur: Dúfa Sylvía Einarsdóttir við undirleik Guðbjargar Sigurjónsdóttur. ★ Leikhópurinn Perlan. &BÍ Öryrkjabandalag íslands Hátúni 10, 105 Reykjavík Sími 91-26700 JLioskahjálp Landssamtökin Þroskahjálp Nóatúni 17, 105 Reykjavík Sími 91-29901 Opið frá kl. 16.00-20.00 virka daga og frá kl. 14.00-20.00 um helgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.