Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 fclk í fréttum TONLIST Sykurmolarnir í Time Sykurmolarnir íslensku eru nú á tónleikaferð um þver Bandaríkin og leika þar í 23 borgum fyrir um 60—70.000 manns. Uppselt er á alla tónleika hljómsveitarinnar og gengur ferðin að óskum, utan leiðindaatviks í Tmie Myndin sem birtist Denver fyrir stuttu, sem sagt var frá í Morgunblaðinu fyrir skemmstu. I nýjasta hefti vikuritsins Time er sagt frá tónleikaferð hljómsveitar- innar í dálki sem kallast People, eða einfaldlega Fólk, oger Sykurmolarnir þar í samfloti með Syl- vester Stallone, Orson Welles heitnum og Jean Paul Belmondo meðal annarra. í stuttu spjalli segjast hljómsveitar- mcðiimir hafa valið nafnið Sykurmolarnir vegna þess að það var „kjánalegasta nafn sem okkur datt í hug“. Þeir segjast einnig véra fulltrúar íslands „með því einfaldlega að vera við“. í lok greinar- stúfsins kvartar sá sem hann skrifar yfir því hvað hljómsveitar- meðlimir heiti óþjálum nöfn- um. STYKKISHOLMUR • • Oskudagur í sól og 10 stiga frosti Stykkishólmi. ÞAÐ fór ekki á milli mála hvaða dagur var á öskudag. Skólinn ' kenndi til hádegis og strax eftir hádegi mætti stór hópur nem- enda og kennara tilbúinn að hefja göngu í alls konar búningum. Gangan fór um götur bæjarins, heimsótti verslanir og sjúkrahú- sið, bæði á hestum og hestum postulanna. Hestamennirnir létu ekki á sér standa að mæta og ef þeir yngstu gáfust upp í göngunni var þeim leyft að koma á hestbak og var það mikil gleði. Búningar voru eins og alltaf áður margvíslegir og allt frá Suðurlöndum að Grænlands köldu klettum. Var ótrúleg hug- myndaauðgi nemendanna og auð- vitað lögðu mæðurnar sitt til. Já, flestir þjóðflokkar voru mættir og jafnvel álfar og þess konar lýður. Hópurinn fékk alls staðar mikla athygli og góðar móttökur. Veður var hið besta, sól í heiði og aldan gjálfraði við fjörusteina, lægjandi vindur en mikið frost. Komst á tímabili nær 10 stigum en það þykir mikið miðað við það sem af er vetrinum. Svo var annar hópur sem var að koma sér upp útvarpsstöð í skólanum því nú er þemavikan framundan og dagskráin út vikuna fest upp I skólanum og var hún eins og hjá útvarpinu mjög fjöl- breytt en um næturútvarp er ekki að ræða á þeim bæ. — Arni Morgunblaðið/Árni Helgason Börnin skemmtu sér vel á öskudaginn í Stykkishólmi í miklu frosti. -- COSPER --- Svo fáið þið frímiða á frumsýninguna COSPER ^ ^ Moi-gunblaðið/Pétur Þorsteinsson „Landshðið" lék á einhleypingakvöldinu. SKEMMTUN Kristnir einhleyp- ingar á kvöldsamveru SÍÐUSTU helgina í febrúar komu rúmlega 60 manns saman í hús- næði Vegarins í Mjódd í Breiðholti. Voru það einhleypingar úr nokkrum kristnum samfélögum á Reykjavík-. ursvæðinu, sem korriu til samfélag- seflingar. Var byijað með pottrétti, farið í leiki og endað aftur með áti á rjómatertum og randabrauði, sem náði fram á rauða nótt. Hefur oft verið rætt um nauðsyn þess, að hinir ógiftu í kristnu sam- trúarhópunum kæmu saman til þess að kynnast gerr og eiga samfélag saman, en ekkert verið gert, þar til þessi hátíð var haldin. Sumir voru vantrúaðir á, að þetta gengi upp og fannst tilgangurinn vera hálf asnalegur, þar sem þetta væri eins og tilhleypingar um fengitím- ann hjá kindum, og komu þess vegna ekki, vildu ekki fá á sig ein- hvern örvæntingarstimpil með því að mæta. Þeir sem mættu, töldu þetta hafa verið ágætis tilraun, og vænta þess, að eitthvert framhald verði á kvöld- um sem þessum, hvort sem það verður í þessu formi eður ei. Hefur verið rætt um að fara helgarferð í Landmannalaugar í júlímánuði í sumar. Megin markmiðið hjá þeim, sem stóðu fýrir samfélagsæfingunni var ekki það, að menn myndu gifta sig á næstu dögum eftir þetta kvöld, heldur aðeins það, að skapa aðstöðu og tækifæri fyrir þetta fólk til að hittast og kynnast. Sum sé engin hjónabandsmiðlun. Þar sem þetta voru kristnir ein- hleypingar, þá hefur stundum verið sagt, að lítið gengi hjá þeim að ná sér í maka, og er það ekki sérstak- lega nýtt innan kristinna samfé- laga, þar sem nafnið guðsgeldingur hefur oft fest við suma þar. Segir orðabók Menningarsjóðs að merk- ing orðsins „guðsgeldingur" sé rola. Það má því með sanni segja, að hinir réttu guðsgeldingar í þessu tilviki hafi verið þeir, sem voru það miklar rolur, að þeir þorðu ekki að mæta og sátu heima. - pþ Sameinast gegn alnæmi Listamenn í Bandaríkjunum hafa hleypt af stokkunum herferð sem miðar að því að draga úr útbreiðslu alnæmis þar í landi. Myndin var tekin er herferðin hófst formlega í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Leikkonan fræga, Elizabeth Taylor, er formaður framkvæmdanefndar herferð- arinnar en maðurinn sem kyss- ir hönd hennar af sýnilegri áfergju heitir Robert Rausc- henberg, formaður samtaka bandarískra listamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.