Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 14
14
---MORGUNbLaðÍð
FÖSTUDÁGUR 9. MARZ 1990
„Lífæð Háskólans, afl-
vaki fyrir íslensk vísindi“
Háskólabókasafn minnist hálfrar
aldar afinælis á „Opnu húsi“ háskól-
ans í Þjóðarbókhlöðu 11. mars nk.
eftirEinar
Sigurðsson
Fyrirsögn þessarar greinar er
sótt í lokaorð dr. Alexanders Jó-
hannessonar, háskólarektors, er
hann opnaði hið nýja háskólabóka-
safn með ræðu 1. nóvember 1940
og lýsti þeim vonum sem við það
væru bundnar.
Ný bygging — nýtt bókasafti
Háskólabyggingin nýja hafði ver-
ið vígð fyrr á árinu 1940, nánar
tiltekið 17. júní. Þau umskipti buðu
upp á ýmsa nýsköpun í háskóla-
starfinu. M.a. sáu menn þess kost
að sameina þau smáu deildarbóka-
söfn, sem háskólinn hafði búið við
til þessa. Þau áttu rætur að rekja
til embættismannaskólanna sem
voru undanfari háskólans: Presta-
skólans, Læknaskólans og Laga-
skólans, að viðbættu safni heim-
spekideildar, en sú deild er jafngöm-
ul háskólanum.
Safninu var búinn staður í bak-
álmu nýbyggingarinnar, með inn-
gangi úr forsal andspænis aðaldyr-
um. Þar var safninu komið fyrir á
þremur hæðum, en uppi yfír var
hátíðasalurinn sem nú fyrir fáeinum
árum var lagður safninu til sem
bóka- og lesrými. Það er eitt af
þeim bráðabirgðaúrræðum sem
grípa hefur þurft til meðan þess er
beðið, að safnið flytjist í Þjóðarbók-
hlöðu.
Opið hús í Þjóðarbókhlöðu
Það er orðinn árviss atburður,
að háskóiinn ljúki upp portum
sínum eitt sunnudagssíðdegi í mars-
mánuði og kynni starfsemi sína.
Að þessu sinni munu þær deildir
háskólans, sem eru vestan Suður-
götu, verkfræðideild og raunvís-
indadeild, bjóða gesti velkomna í
húsakynni sín, en aðrar deiidir og
stofnanir háskólans, svo og nokkrir
sérskólar, munu sameinast um sýn-
ingarsvæði í Þjóðarbókhlöðu. Þetta
verður í fyrsta sinn sem líf færist
í það hálfbyggða hús. Um leið og
landsmönnum er boðið til forvitni-
legrar sýningar og kynningar, gefst
þeim kostur á að heimsækja hús
það sem Alþingi hefur margsagt
þeim að þeir væru að gefa sjálfum
sér í afmælisgjöf, en reynst hefur
svo mestan part misskilningur, þeg-
ar á reyndi.
Hátíðasalur háskólans hefúr síðan 1986 verið notaður sem handbóka- og lestrarsalur.
bernsku sinni 280 stúdentum, nú
4500 og árið 1940 voru kennarar
og aðrir starfsmenn um 20, en nú
árið 1990, eru ársverk unnin við
háskólann á sjöunda hundrað, en
einstaklingar á launaskrá um 2500.
Ofangreindar tölur sýna mikinn
vöxt í háskólastarfinu, og er það
mjög á sama veg og annars staðar
á Vesturlöndum. En talnasaman-
burður segir ekki nema hálfa sögu
og getur raunar verið viilandi.
Bókasafn í háskóla er t.a.m. allt
önnur stofnun nú, bæði að gögnum
og gæðum, en var fyrir hálfri öld.
Safngögn
Mikið er búið að tala og skrifa á
undanförnum áratugum um hið
pappírslausa samfélag, sem í vænd-
um átti að vera. Eigi að síður hefur
framleiðsla prentmáls á pappír vax-
ið svo á undanförnum áratugum,
að við fátt verður jafnað. Pappír
hefur því ekki vikið fyrir nýjum
miðlum, heldur hafa þeir bæst við,
svo sem örfilmur, geisladiskar,
hljómbönd, myndbönd og margvís-
legir miðlar þeim skyldir, einnig
tölvuvædd gagnasöfn sem sum hver
veita aðgang að óstyttum texta.
Upplýsingaflóðið
Framboð upplýsinga á þessum
fjölþættu miðlum er svo yfirþyrm-
andi, að við ekkert mundi ráðast,
væri ekki kappkostað að hemja flóð-
ið með kerfísbundnum hætti. Slíkt
væri ógerningur, ef ekki hefði kom-
ið til ný tækni, svo sem tölvuvædd
miðlunarkerfi, nettenging þeirra og
fjarskipti.
Hver sá háskóli, sem lætur hjá
líða að kosta því til sem þarf til að
fá ausið af þeirri elfu upplýsinga
og þekícingar, sem kvíslast um hinn
menntaða heim, er dæmdur til
stöðnunar og kyrkings. Sú þekking
sem ekki er aðgangur að, henni
verður ekki miðlað til ungmenn-
anna, sem háskólann sækja, og í
rannsóknarstarfi verður ný þekking
sjaldnast til nema sköpuðirnir gjör-
þekki og hafí greiðan aðgang að
þeirri þekkingu á viðkomandi sviði,
sem fyrr var til orðin. Menn fara
að vísu ýmsar leiðir til að tryggja
sér þennan aðgang: með símtölum,
ritaskiptum, símabréfum, tölvupósti
og þátttöku í ráðstefnum, að
50 ára afinæli
Háskólabókasafn mun að þessu
sinni kynna starfsemi sína nokkru
rækilegar en venja hefur verið á
Opnu húsi og verður það upphaf
þess sem safnið hyggst gera til
hátíðabrigða nú á afmælisárinu.
Þegar stofnanir standa á tíma-
mótum, er þróunin gjarnan metin
með því að líta á stærðir. í Háskóla-
bókasafni voru við stofnun þess
árið 1940 um 30 þús. bindi, nú eru
þau um 285 þús. Lengi framan af
var í safninu einn starfsmaður, nú
18. Lessæti voru 40, öll í aðalbygg-
ingu, nú eru þau 750 og dreifast á
15 byggingar. Safnið þjónaði í
Geisladiskur (CD-ROM) er sá
miðill ritmáls, sem mest nýjung
er að. Einn diskur eins og sést á
myndinni rúmar allt að tíu sinn-
um meira prentmál en er í hillun-
um á bak við diskinn.
Einar Sigurðsson
háskólabókavörður.
ógleymdum eigin ritakaupum. En
það breytir ekki því, að bókasafnið
er það fylgsni og forðabúr sem
enginn vísindamaður getur án ver-
ið, og þá er átt við bókasafn sem
í raun er allt annað en var á fyrri
tíð, þ.e. fjölgagna varðveislu- og
miðlunarstöð, nægilega vel búin
tæknilega til að geta sinnt hlut-
verki sínu á skipulegan hátt.
Meiri leiðsögn —
minni kennsla
Þessu markmiði verður ekki náð
nema miklu sé kostað til, svo miklu
að hætt er við að eitthvað annað
verði undan að láta. Því er það sem
forráðamenn bókasafnsþjónustunn-
ar við háskólann hér hafa bent á, j
að með styrkingu bókasafnsins
megi draga úr hefðbundnu kennslu-
framboði og spara þannig kennslu-
krafta og húsnæði, en beina fræðsl-
unni meira irtn á brautir leiðsagnar
og sjálfsnáms, með stuðningi vel
búins bókasafns. Það er ekki mælt
fyrir öfgum í þessu efni, en áherslu-
brejding sem næmi 10—15 af
hundraði gæti valdið miklu. Slíkt
mundi skila sér í ræktun sjálfs-
bjargar, frumkvæðis og öryggis.
Þeir kandídatar sem háskólinn
brautskráir, væru þannig sjálfstæð-
ari í vinnubrögðum og færari til að
viðhalda þekkingu sinni og auka
við hana að loknu námi.
Hvað verður kynnt?
Á Opnu húsi verður Háskóla-
bókasafn kynnt með tvennum
hætti: Annars vegar verður brugðið
upp svipmyndum frá 50 ára sögu
þess. Hins vegar verður starfsemi
safnsins kynnt í máli og myndum,
ekki síst þeir þættir sem mest nýj
ung er að. Meðal annars gefst gest-
um kostur á að gera sjálfír efnisleit-
ir á geisladiskum.
Opið hús stendur yfír sunnudag-
inn 11. mars kl. 13—18 í Þjóðarbók-
hlöðu. Verið velkomin.
Höfundur er háskólabóka vörður.
Framtíð aldraðra með
hrömunarsjúkdóma
eftir Hallgrím
Magnússon
Undanfarin ár hefur mikið verið
rætt um niðurskurð í heilbrigðis-
kerfínu. Sjúkradeildum hefur verið
iokað og hugmyndir um takmörkun
aðgangs sjúklinga að sérfræðiþjón-
ustu hafa verið ræddar. I mörgum
tilfellum er erfítt að meta hvenær
þjóðfélagið veitir hæfilega mikla heil-
brigðisþjónustu. Slíkt mat er þó
nauðsynlegt vegna þess að ef of lítil
þjónusta er veitt, veldur það þjáning-
um og jafnvel skaða, en ef þjónustan
er „of mikil“ er fjármunum kastað á
glæ.
Eriðleikamir felast m.a.. í því að
ýmislegt bendir til þess að eftirspum
eftir heiibrigðisþjónustu lagi sig
stundum að framboðinu. Ef þetta er
rétt er nokkum veginn sama, a.m.k.
upp að vissu marki, hve mikil þjón-
usta er veitt, eftirspurnin verður allt-
af meiri.
Umönnun aldraðra með elliglöp
er einn af þeim þáttum heilbrigðis-
þjónustunnar sem ofangreindar
vangaveltur eiga við. Með orðinu elli-
glöp er hér átt við hægfara hrömun
á vitrænni starfsemi sjúklingsins svo
áttun, minni eða dómgreind.
sem
Þessir sjúklingar þurfa hjúkrun og
gæslu allan sólarhringinn og auðvit-
að ber að keppa að því að allir eigi
greiðan aðgang að þessari þjónustu
þegar á þarf að halda.
En hvenær þarf á að halda? Það
getur verið mjög teygjanlegt og
markast m.a. af því hve mikla vinnu
sanngjarnt er að fjölskylda sjúklings-
ins. leggi af mörkum áður en opinber
þjónusta kemur til. Þessi mörk eru
dregin af stjórnmálamönnum því það
eru þeir sem ákveða hve miklum
peningum er varið til þessarar starf-
semi.
Það er vel þekkt staðreynd að í
flestum löndum vex fjöldi aldraðra
meira en fjöldi annarra aldurshópa.
Það er því mjög mikilvægt að geta
Línurit 1
Fjöldi sjúklinga meö elliglóp viö 81 og 87 ára aldur
Tölumar sýna íjölda tilfella á hverja 1000
fbúa á sama aldri
Línurit 2
Spá um fjölda sjúklinga meö elliglöp fram til 2020
JJLL
□ Vrg elliglóp
■ ErfíO elliglðp
Fólkjfjðldi
Fjðldi >65 áia
Fjöldi mcö elligiöp
Hallgrímur Magnússon
„Á grundvelli margra
rannsókna víða um lönd
hefiir vísindamönnum í
Ástralíu nú tekist að
finna aðferð til að spá
fyrir um fjölda sjúkl-
inga með elliglöp.“