Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Stúdentaráð Háskóla íslands: Nafli alheimsins eða venjulegt nemendafélag eftir Guðna Niels Aðalsteinsson Þann 13. mars næstkomandi fara fram kosningar til Stúdenta- og háskólaráðs. Síðastliðin tvö ár hafa tvær fylkingar boðið fram, Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, og Röskva, samtök félagshyggjufólks. Vökumenn hafa haldið um stjómar- taumana í Stúdentaráði þessi tvö ár. Menn gætu haldið að stúdentar væru nú sammála um sín mál og því skipti engu máli hveijir sæu um stjórn Stúdentaráðs. Þeir • hinir sömu benda á að markmiðin sem stefna beri að séu hin sömu hjá fylkingunum svo sem hækkun námslána, öflug húsnæðismiðlun og þar fram eftir götum. Þetta má til sanns vegar færa, en það sem grein- ir fylkingamar aðallega í sundur em leiðimar að þessum markmiðum og þá sérstaklega mismunandi af- staða til Stúdentaráðs, og þar ber mikið á milli. Ólík viðhorf Það er stefna Röskvu að í Stúd- entaráði sé „lifandi umræða" og það láti sig varða þau mál sem era að gerast í þjóðfélaginu og úti í þjóð- félaginu og úti í hinum stóra heimi. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, hefur hins vegar lengi haft þá afstöðu að Stúdentaráð sinni einvörðungu hagsmunamálum stúdenta og sé ekki vettvangur slíkrar almennrar pólitískrar um- ræðu. Stúdentaráð er þannig nokk- urs konar stéttar- og nemendafélag stúdenta þar sem pólitísk þrætumál eiga ekki heima. I ljósi þessa hafa Vökumenn hafnað hugmyndum Röskvu að stúdentar taki afstöðu í vinnudeilum og verkföllum, álykti um ástandið i Suður-Afríku eða fagni lýðræðisþróun í Tékkóslóv- akíu svo nýlegt dæmi um tillögu Röskvu sé nefnt. Ópólitískt stúdentaráð Ástæður þess að Vaka leggur á það þunga áherslu að Stúdentaráð láti landsmálin vera, eru í raun fjöl- margar. Fyrst ber að geta að það er skylduaðild að Stúdentaráði fyrir stúdenta í Háskólanum. Þegar Stúdentaráð er að vasast í al- mennri stjórnmálaumræðu og er sífellt að taka afstöðu til pólitískra mála, þá verður ráðið auðvitað ekk- ert annað en pólitískt félag. Að skylda svo stúdenta að vera í pólitísku félagi er argasta óvirðing við skoðanafrelsi þeirra. Heims- og þjóðmálin snerta auð- vitað stúdenta eins og alla aðra en Vökuliðar teija Stúdentaráð ekki hafa umboð til að álykta um þau fyrir hönd allra stúdenta. Stúdentar geta haft jafnmargar skoðanir á heims- og þjóðmálunum og þeir eru margir, því telja Vökumenn það óeðlilegt að Stúdentaráð sé álykt- andi holt og bolt í pólitískum dæg- U.rmálum. Það hefur komið á daginn að stúdentar eru sammála Vöku og vilja að Stúdentaráð fyalli ekki um pólitísk málefni, heldur helgi sig óskipt að hagsmunamálum nem- enda. Könnun sem gerð var í fyrra af SKÁÍS leiddi þetta bersýnilega í ljós, en niðurstaðan varð sú að 81% stúdenta lögðust gegn því að utanríkismálum og þjóðmálum yrði blandað inn í stjórn Stúdentaráðs. Önnur rök og ekki síður mikilvæg era þau að Stúdentaráði er ætlað að vera sameiningartákn allra stúd- enta. Til þess að svo megi verða verður að ríkja eining um ráðið meðal stúdentanna, þ.e.a.s. sjálfra félagsmannanna. Því meira sem Stúdentaráð víkur frá hinum eigin- legu hagsmuna- og félagsmálum stúdenta, því meiri líkur era á sundrungu og óánægju meðal stúd- enta. Ein sterkasta stoðin undir hug- myndir Vöku er sú reynsla sem hefur fengist í gegnum árin í Stúd- entaráði af pólitískri umræðu. Þar tók dægurþras stjórnmálanna lung- an af tíma ráðsins, t.d. fóru tveir heilir fundir í þras um útvarpsstöð- ina Rót, áður en það kom í Ijós að Guðni Niels Aðalsteinsson „Það hefur komið á daginn að stúdentar eru sammála Vöku og vilja að Stúdentaráð fjalli ekki um pólitísk málefiii, heldur helgi sig óskipt hagsmuna- málum nemenda." meira en helmingur stúdenta hafði aldrei hlustað á útvarpsstöðina. Með þessu féllu mikilvæg mál, s.s. lánamálin, menntamálin og hús- næðismál, í skuggann fyrir pólitískri hagsmunagæslu. Þegar Vökuliðar komust til valda í Stúd- entaráði, tók hagsmunabaráttan kipp og hefur sjaldan eða aldrei verið í annarri eins uppsveiflu. Árangurinn er augljós, bætt ein- kunnaraskil kennara, aukið framlag til félagslífs nemenda, gæðakönnun á kennslu, öflug atvinnu- og hús- næðismiðlun, svo eitthvað sé nefnt. Forsendan fyrir þessum mikla árangri er að pólitíkinni hefur loks- ins verið úthýst úr Stúdentaráði. Þessar breytingar á starfsháttum ráðsins hefur svo skilað sér í aukn- um áhuga stúdenta á starfinu í Stúdentaráði. Til marks um það er hin aukna kjörsókn, en síðastliðin þijú ár hefur kjörsókn aukist um 20%. Verður Stúdentaráð aftur að pólitískum sandkassa? Á meðan Vaka vinnur að auknum stuðningi við deildar- og skorarfé- lög þá hafa Röskvuliðar viljað að Stúdentaráð hverfi aftur upp í fíla- beinstum pólitískrar hagsmuna- gæslu. Greinilegt er að hugur fylg- ir ekki máli þegar Röskva lofar að styðja við félagslíf stúdenta. Þetta kemur bersýnilega í ljós þegar þátt- ur Röskvu í aðstöðumálum deildar- og skorarfélaga er skoðaður. Um leið og Röskva komst í meirihluta í stjórn Félagsstofnunar stúdenta þá breyttu þau forgangsröðinni við úthlutun á leiguhúsnæði til félaga, á þann veg að nú voru „pólitísk félög“ sett fremst í forgangsröðina, á undan deildar- og skorarfélögum. Dæmi nú hver fyrir sig þegar Röskva úttalar sig um að pólitísk hagsmunagæsla skuli hverfa brott úr Stúdentaráði. Hér erum við komin að merg málsins, viljum við leggja hönd á plóginn við að halda pólitíkinni fyr- ir utan Stúdentaráð og sjá ráðið vinna að málum okkar stúdentanna eða viljum við falla aftur í far póli- tískrar hagsmunagæslu? Um þetta snúast kosningarnar. Höfundur er hngfræðinemi og efstur á framboðslista Vöku til Stúdentaráðs. Morgunblaðið/Anders Hansen Silíúrblesa frá Svaðastöðum, sem sigraði á vetrarmóti Geysis um helgina. Knapi er Leifúr Helgason, en eigendur eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. Yetrarmót Geysis: Silfiirblesa vann gnllverðlaunin HRYSSAN Silíúrblesa frá Svaðastöðum sigraði í tölti á öðru vetr- armóti hestamannafélagsins Geysis, sem haldið var á Hellu á laug- ardaginn. Knapi á Silfúrblesu var Leifur Helgason, en eigendur hryssunnar eru Anders og Lars Hansen á Árbakka. I öðru sæti varð Gustur frá Vind- ási, knapi Jón Jónsson, eigandi Jón Þorvarðarson, Vindási. Nasi frá Hala varð þriðji, knapi Kristinn Guðnason, eigandi Markús Ársæls- son, Hákoti. í fjórða sæti varð Sverta frá Stokkhólma. Knapi í forkeppni var Leifur Helgason, en Þórður Stefánsson í úrslitakeppn- inni. Eigendur eru Lars og Anders Hansen á Árbakka. Galsi frá Skarði varð fimmti, knapi Borghildur Kristinsdóttir, eigandi Guðni Krist- insson. Jörp frá Heiðarbæ varð sjötta, eigandi og knapi Guðmund- ur Guðmundsson, Hellu. Sjöundi varð Blakkur frá Varmadal, knapi Kristjón Kristjánsson, eigandi Kristján Jónsson. Áttundi varð Fengur frá Bakkakoti, knapi og eigandi Ársæll Jónsson, Bakkakoti. Gustur frá Skíðbakka varð níundi, knapi Rútur Pálsson, eigandi Guð- björg Albertsdóttir, Skíðbakka. Tíundi í röðinni varð svo Þráinn frá Gunnarsholti, eigandi og knapi Rúna Einarsdóttir, Gunnarsholti. Töltkeppnin á vetrarmótum Geysis er stigakeppni, og eru Silf- urblesa frá Svaðastöðum og Gustur frá Vindási jöfn og efst eftir tvö mót, bæði hrossin með 18 stig, en eigendur stigahæsta hrossins á öll- um fimm vetrarmótum Geysis fá folald af Svaðastaðastofni frá Ár- bakka á Landi í verðlaun. Á Geysismótinu var einnig keppt í tölti bama. Þar sigraði Sigríður Theódóra Kristinsdóttir á Syrpu, Erlendur Ingvarsson varð annar á Stjama og Helgi og Haukur Guð- mundssynir urðu í 3. og 4. sæti á Berki og Hraunari. í 150 m skeiði sigraði Fáni á 15,8 sek., Blakkur varð annar á 16,2 sek. og á sama tíma varð Þjótandi frá Ármóti. Næsta vetrarmót Geysis verður haldið laugardaginn'24. mars. Af staðreyndum eftir Arnar Jónsson Senn ganga stúdentar við Há- skóla íslands inní kjörklefa og gera upp við sig hver á skilið að fá at- kvæði þeirra. Inn í valið koma ýmsir þættir, þar á meðal tilfinn- ingalegir, ígrandaðir, fyrirfram ákveðnir og svo val byggt á mati á staðreyndum. Erfitt er að segja til um það í hvaða hlutföllum þess- ir þættir ákvarða valið en skynsam- legt er að ætla staðreyndum þar stóran hlut. Við skulum nú setja fram nokkr- ar staðreyndir og vega þær og meta. Sérlegt hlutverk Stúdenta- ráðs samkvæmt lögum þess er að styrkja og efla félagslíf innan há- skólans. Á þeim síðastliðnum tveim árum sem Vaka, félag lýðræðissinn- aðra stúdenta, hefur haldið í stjórn- artaumana þá hafa styrkir til fé- lagslífs tvöfaldast og gott betur. Þetta hefur tekist vegna þess að stjórnirnar hafa gætt aðhalds við rekstur skrifstofu, í útgáfumálum, gert raunhæfar áætlanir og fylgt þeim eftir. Þetta era staðreyndir sem enginn dregur í efa, hvorki Vaka né aðrir. En þá má spyija hvort meiri peningar þýði óhjá- kvæmilega betra félagslíf. Svarið er já, vegna þess að með auknum styrkjum eykst bolmagn félaga til þess að standa að metnaðarfullum verkefnum í útgáfu og skemmtan. Öflug þjónustumiðstöð Önnur staðreynd er, að nú loks- ins er skrifstofa Stúdentaráðs orðin öflug þjónustumiðstöð stúdenta. Og hvað græðum við á því? Jú, þar getum við Ieitað úrlausna ýmissa mála. Stúdentar geta átt viðtal við lánasjóðsfulltrúa sinn, leitað eftir húsnæði, sótt um vinnu, fengið upplýsingar um rétt sinn og skyldur innan Háskólans gagnvart stjórn- sýslu skólans og þar fram eftir götunum. Skrifstofa Stúdentaráðs átti aldrei að vera sem dauðs manns gröf heldur opin þjónustumiðstöð og það hefur tekist. Á síðasta ári fengu tæplega tvöfalt fleiri stúdent- ar atvinnu í gegnum Atvinnumiðl- unina en tveim árum áður. Fjöldi leigusamninga sem náðst hafa í gegnum Húsnæðismiðlunina var fyrir tveim árum 35 en í ár era þeir komnir upp í 230. Það sjá allir að þessi þróun síðastliðinna ára er af hinu góða þó svo að sumir vilji ekki viðurkenna það og kalli skrif- stofuna stirðbusalegt bákn sem engu fær áorkað. Hallalaus útgáfa Það getur verið gaman að gefa út blöð en sumir gleyma oft að það kostar peninga. Þeir sem héldu um stjórnartaumana á undan Vöku skiluðu útgáfunni í rétt tæplega tveggja milljón króna halla í lok marz 1988 (á núvirði). Horfið var frá því að gefa út Stúdentablaðið sem var stopult tímarit og útgáfa Háskólans/stúdentafrétta hafin. Með tíðari útgáfu tókst að skapa virkan miðil sem þjónar stúdentum sem fréttablað og sem vettvangur hagnýtra upplýsinga. Það er ekki bara að stúdentar hafi tekið blaðinu vel heldur gerðu auglýsendur það líka þannig að í stað þess að blaðið sé stúdentum baggi þá bera þeir nú 5 króna kostnað af hveiju ein- taki. Nú þegar 8 blöð af 9 eru kom- in út er hallinn um 200 þúsund krónur, og á því sést að fjármála- hlið útgáfunnar hefur staðist með prýði. Þetta eru staðreyndir sem ekkert fær hnekkt hvað sem mis- vísandi dylgjum líður. Aukinn áhugi stúdenta Frá herbúðum samtaka innan háskólans hefur heyrst að áhugi stúdenta á Stúdentaráði fari minnk- andi í beinu hlutfalli við lengd stjórnarsetu Vökumanna. Samtök þessi telja skýringuna vera þá að þar sem Stúdentaráð sé ekki vett- vangur „lifandi umræðu“ þá hafi stúdentar engan áhuga á sínum málum. Samkvæmt tölum frá kjör- stjórn þá hefur þátttaka stúdenta í kosningum til Stúdenta- og Há- skólaráðs aukist um 18% á síðast- Arnar Jónsson „Viljum við stúdentar framfarir og breytingar þá látum við staðreynd- ir skipa stærstan hluta í ákvörðun okkar um það hverjum ber at- kvæði okkar.“ liðnum fjórum árum. Staðreyndin er því sú að áhugi stúdenta hefur farið vaxandi í beinu hlutfalli við stjórnarsetu Vöku. Litið til þessara og margra ann- arra góðra mála sem nú eru í höfn þá er ljóst að viljum við stúdentar framfarir og -breytingar þá látum við staðreyndir skipa stærstan hluta í ákvörðun okkar um það hveijum ber atkvæði okkar. Höfundur situr ístjórn Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.