Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 21
MORGtJNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 21 Sovétríkin: Stefiian er sjálf- stæð Ukraína Kiev. Reuter. ÚKRAÍNSKIR þjóðernissinnar, sem unnu mikla sigra í kosningun- um um síðustu helgi, skýrðu frá því á þriðjudag, að þeir ætluðu að stofha sérstakan stjórnmálaflokk til að berjast fyrir sjálfstæði . landsins. Rúkh-hreyfingin, eins og sam- tökin hafa kallast, fékk um fjórð- ung þingmanna samkvæmt fyrstu úrslitum og formaður hennar, ívan Drach, sagði að stofnaður yrði formlegur stjórnmálaflokkur til að vinna að þjóðlegri, félagslegri og andlegri endurreisn Úkraínu. „Við munum beijast fyrir sjálfstæði landsins og það öðlumst við ekki nema með því að yfirgefa Sov- étríkin," sagði hann. Eystrasaltsríkin beijast fyrir sjálfstæði eins og kunnugt er en fyrir Sovétríkin yrði það miklu alvarlegra ef Úkraína, eitt mesta iðnaðar- og landbúnaðarsvæði í ríkjasambandinu, færi sína leið. í kosningunum sl. sunnudag fóru margir frammámenn kommúni- staflokksins miklar hrakfarir en að áliti Drachs er þó ekki tíma- bært að segja, að flokkurinn sé að hrynja. Evrópubandalagið: Samræmdar regl- ur um hópferðir Brussel. Frá Kristófér M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT reglugerð, sem náðst hefiir samstaða um innan Evrópubandalagsins (EB), ber ferðaskrifstofum skylda til að standa við fyrirheit í bæklingum sínum. Þetta varðar m.a. verð og aðbúnað á dvalarstað. Reglu- gerðin sem á fyrst og fremst við svokallaðar „pakkaferðir", tekur gildi 1. janúar 1993 í öll- um aðildarrikjum EB. Reglugerðinni er ætlað að jafna samkeppnismöguleika ferðaskrif- stofa í aðildarríkjum Evrópu- bandalagsins og stuðla að einum markaði í ferðaþjónustu innan þess. Mikilvægasti þáttur hennar fjallar um réttindi ferðamanna og skyldur ferðasala gagnvart þeim. Gert er ráð fyrir því að gerður sé samningur um ferðir sem kveði á um þá þjónustu sem ferðaskrif- stofan býður í ferðinni. Samkvæmt reglugerðinni er verð það er ferða- skrifstofan gefur upp bindandi nema sérstakar aðstæður komi til en allar slíkar undantekningar verða að vera í samræmi við und- anþágur sem taldar eru upp í reglugerðinni. Ferðaskrifstofum verður með öllu óheimilt að breyta umsömdu verði innan 20 daga frá brottför. Ferðaskrifstofan er ábyrg gagn- vart ferðamanninum um ákvæði samningsins vegna allrar þjónustu sem hún veitir eða kaupir með samningum við aðra. Samkvæmt þessu ber ferðaskrifstofan ábyrgð á því t.d. að hótel standi við þau fyrirheit sem gefin hafa verið. Þeir sem standa að samningum við ferðamenn verða að leggja fram tryggingu fyrir því að þeir geti endurgreitt viðskiptavininum beri nauðsyn til þess og bætt hon- um hugsanlegt tjón vegna samn- ingsbrots. ERLENT Noregur: Hrefiiuveiðar hefjist á ný á næsta ári Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. NORÐMENN ætla að leggja til á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í sumar að leyft verði að veiða 1500 hrefiiur á næsta ári. Kvóti þessi nemur þremur hundr- aðshlutum af hrefnustofninum sem norskir fiskifræðingar könnuðu í umfangsmiklum talningarleiðangri í fyrra. Mörg skip tóku þátt í leið- angrinum og stóð talningin í 34 daga. þars Wailoe prófessor segir að norsku vísindamennirnir séu þess fullvissir að hrefnustofninn sé nú kominn upp í 68.000 dýr og full- komlega réttlætanlegt sé að hefja veiðamar á ný. Mikil íjöldi hrefna fannst bæði í Norðursjó og sunnanverðu Noregs- hafi og olli það vísindamönnunum furðu. Ef hvalveiðiráðið samþykkir fyrr- nefndan 1500 dýra kvóta verða veiðarnar svipaðar og þær voru þegar samdráttarskeiðið hófst 1983. FERÐAMENN! FERÐAMENN! Farið vel búnir í ferðalög innanlands. Skyndihjálp getur bjargað lífi! Námskeið í skyndihjálp fyrir ferðamenn hefst 19. mars nk. kl. 20.00. Upplýsingar og skráning í síma 91 -26722. RanAi Krosslslands J Electrolux Oe rð* éó Seljum útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 Duni dúkarúllur kalla fram réttu stemmninguna við veisluborðið. Fallegir litir sem fara vel við borðbúnaðinn geta skapað þetta litla sem þarf til að veislan verði fullkomin. Duni dúkarúllurnar eru 50m á lengd og l,25m á breidd og passa því á öll borð. Og þú þarft ekki að þvo dúkinn á eftir. Fannir hf. - Krókhálsi 3 Sími 672511 Te ik n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.