Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Skíðaferð Ungir sem aldnir stunda nú orðið skíðaíþróttir af kappi, enda öll aðstaða til þess orðin mjög góð hér á landi. Þótt hvergi vanti snjó hér núna, hefur vantað snjó í skíðalöndum íslendinga í Austurríki. En fleira þarf en snjó. Það virðist ekki vera hægt að fara á skíði nema eiga fínar græjur og fínan skíðagalla, og síðan þarf námskeið til þess að stíllinn sé réttur. Ég ólst upp úti á landi, þar sem oft var mikill snjór og brekkurnar við húsið. Við vorum 7 systkinin og áttum öll skíði. Ekki var þó útbúnaðir og bindingar eins og nú er, og þurftum við yngri börnin oft á hjálp að halda við að festa á okkur bindingarn- ar. Mamma spennti á okkur skíðin inni í eldhúsi og bar okkur síðan út í snjóinn. Ekki fengum við skíðakennslu, en þó var skíðafélag starfandi í bænum. En gaman var að renna sér í hreinum snjóhvítum snjó, þegar allar girðingar voru komnar á kaf og brekkumar langar og aflíðandi. Um síðustu helgi fórum við hjónin á skíði í skóglendi sem við eigum í nágrenni Reykjavíkur og höfðum bamabörnin með. Þarna em litlar brekkur en nægur snjór, sem hafði fokið af holtinu í kring inn í trén og kringum þau. Þar voru fallegar gönguleiðir, grenitrén með fallegri hvítri snjókápu, en áhyggjur höfðum við af snjóþyngslunum sem sliga tijágreinarnar og slíta þær stundum af. Maður þarf ekki alltaf að fara langt til að njóta útivistar og gengum við á skíðum um þennan unaðsreit okkar. Þegar við vomm orðin þreytt á göngunni, fómm við inn í kofann okkar og ég setti matinn í bakaraofninn, en hann hafði ég kvöldið áður sett í skálar og form, en það á maður einmitt að gera fyrir skíðaferð. Maturinn bakast í ofninum meðan við skolum af okkur svitann og göngum frá skíðum og hengjum upp föt að aflokinni skíðaferð. Aðalréttinn og ábætisréttinn má baka samtímis í ofninum. Grænmetis/kj ötbakstur 500 g nautahakk 240 g svínahakk 1 tsk. fínt salt nýmalaður pipar 1 msk. soyasósa 1 msk. matarolía 2 tsk. smjör 2 tsk. karrý 1 meðalstór laukur 1 hálfdós grænar baunir 1 hálfdós sveppir 1 hálfdós maís 2 msk. hveiti soðið af sveppunum, 2-3 dl 2 egg 2 meðalstórir tómatar 'Adl 'rifinn mjólkurostur 1. Hitið pönnu þar til rýkur úr henni. Notið enga feiti, allt hakk er nógu feitt. Steikið iyrst helming hakksins, takið þá af pönnunni og steikið hinn helminginn. Setjið í skál, skolið pönnuna með örlitlu Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON vatni og setjið saman við. Setjið salt, pipar og soyasósu saman við. 2. Setjið pönnuna aftur á hell- una, hafið meðalhita, setjið matar- olíu og smjör á hana, stráið karrý yfir, brúnið örlitið. 3. Saxið laukinn og sjóðið í feit- inni í 5 mínútur. Þetta á ekki að brúnast. Setjið síðan saman við hakkið. 4. Síið grænar baunir og maís. Síið sveppi, en setjið soðið af þeim í hristiglas ásamt hveitinu og hrist- ið saman. Hellið í pott og látið sjóða. Kælið örlítið, en hrærið þá eggin út í. 5. Smyijið eldfasta skál, helst glæra. Setjið ’/shluta hakksins á botninn, síðan baunir, þá aftur '/3- hluta hakks, þá maís, síðan hakk og loks sveppi. 6. Hellið sósunni yfir. 7. Skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á. Rífið ostinn og stráið yfir. ) Bakið í heitum bakaraofni, 190°C, í 30 mínútur. Eplakaka 'Akg súr, græn epli 1 dl púðursykur 2 msk. sítrónusafi 100 g smjör 1 dl heilhveiti 1 dl heilhveiti 1 dl hveiti 'Adl flórsykur 50 g heslihnetur eða möndlur 1. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið í báta og setjið á botninn á eldföstu fati. 2. Kreistið safann úr hálfri sítrónu, hrærið saman við púður- sykurinn og setjið yfir eplin. 3. Blandið saman haframjöli, heilhveiti, hveiti og flórsykri. Mylj- ið smjörið út í. Þetta verður kor- nótt deig, sem ekki tollir saman. Stráið því yfir eplin í fatinu. 4. Saxið hnetur eða möndiur gróft og stráið yfir. 5. Hitið bakaraofn í 190°C, bak- ið í 30 mínútur. Meðiæti: Þeyttur ijómi eða ís. ■ KRISTNIBOÐSVIKA verður í Reykjavík dagana 11,—18. mars á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Sunnudaginn 11. mars verður samkoma í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b, mánudaginn 12. mars í Selja- kirkju, þriðjudaginn 13. mars í Grensáskirkju, miðvikudaginn 14. mars í Seltjarnarneskirkju, fimmtudaginn 15. mars í Hallgrímskirkju og síðustu þijár samkomurnar verða svo á Amt- mannsstíb 2b. Samþand íslenskra kristniboðsfélaga (SÍK) varð 60 ára á síðasta ári. Það starfar nú í tveim- ur löndum, Eþíópiu og Kenya. Nýjasta verkefnið er í Voitódal í Eþíópíu, þar sem unnið er að því að koma upp kristniboðs- og heilsu- gæslustöð. Hjálparstofnun þjóð- kirkjunnar tekur þátt í verkefninu með SÍK og er áætlað að ljúka uppbyggingu fyrir 12 milljónir íslenskra króna á þremur árum. Heildarfjárhagsáætlun SÍK í ár er tæpar 20 milljónir. Samkomurnar heflast kl. 20.30 hvert kvöld. Allir eru velkomnir. (Fréttatilkynning) ■ UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ heldur upplýsingafund um viðræður - EFTA og EB um myndun Evrópska efnahagssvæðisins, EES, á Hótel Stykkishólmi, laugardaginn 10. mars næstkomandi kl. 16. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkis- ráðherra, hefur framsögu og svarar fyrirspumum. Hveragerði: Lukkuriddar- inn á kafi í snjó Hveragerði. Erfiðlega hefiir gengið með sýn- ingarhald á Lukkuriddaranum hjá Leikfélagi Hveragerðis vegna óveðurs og varð að aflýsa sýningu á þriðjudag. Ekki hefur Leikfélag Hveragerð- is látið deigan síga því boðað er til sýningar í kvöld, föstudagskvöld í von um betri tíð. _ Sigrún Braddock bjargar börnunum Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Braddock. Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Aaron Norris. Aðal- hlutverk: Chuck Norris. Chuck Norris lætur engar tísku- sveiflur hafa áhrif á sig. Á meðan bræður hans í B-myndunum, Sly Stallone og Arnold Schwarzenegg- er, breyta um stíl stendur Norris enn í baráttunni við vonda Víet- nama og dritar niður óvininn eins og hann sé að fara úr tísku, sem er raunar hárrétt. í „Braddock: Missing in Action 111“ heldur hann enn inní Víetnam að bjarga amerískum fórnarlömb- um stríðsins í þetta sinn börnum bandarísku hermannanna. Breyt- ingamar á milli mynda eru engar: Enn sem fyrr liggja innfæddir flat- ir fyrir Braddock, CIA er á móti honum, hann er píndur, sleppur, frelsar og drepur, skotbardagarnir eru allir þeir sömu og fangabúðirn- ar eru mjög kunnuglegar. Handrit- ið rétt nær að bera hann þegjanda- legan úr einni skotstöðunni í aðra og í ofurmannlegu raunirnar í lok- in. Og þeir sem á annað borð hafa gaman af þessum úreltu myndum fá öll fáránlegu atriðin sín. Norris með sína litlu vélbyssu fæst við þungvopnaða þyrlu og þyrlan á aldrei séns. í gamla daga brá fyrir vondum Rússum í þessum myndum. Nú em þeir bannvara í samræmi við tíðar- andann. Annars hefur tíðarandinn lítil áhrif á Norris. Hann lítur ekki út fyrir að ætla að breyta um stíl á næstunni hvað sem hver segir enda spuming hvar hann getur borið niður. Maður hefur á tilfinn- ingunni að gaman- og fjölskyldu- myndir séu ekki alveg hans spínat. FÉLAGSVIST kl.9.00 GÖMLU DANSARNIR kl.10.30 X np ÍtHljómsveitin Tíglar S.G.T. < w Templarahöllin ? «0 ♦ Miðasala opnar kl. 8.30. * Góft kvöldverftlaun. * Staður allra sem vilja É 3 *Stuft og stemning á Gúttógleði. * skemmta sér án áfengis BALL í íkvUd Jappy hour“ milli kl. 22-23 TJöföar til Xxfólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.