Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 19 Karólína Lárusdótt- ir sýnir í Nýhöfn KARÓLÍNA Lárusdóttir opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Haftiarstræti 18, laugardaginn 10. mars kl. 14-16. A sýningunni verða vatnslitamyndir og dúk- ristur. Karólína fæddist í Reykjavík árið 1944. Hún nam við Ruskin School of Art í Oxford 1965-67 og Barking College of Art 1980 undir hand- leiðslu Harry Eccleston. Hún kenndi myndlist um fimm ára skeið en vinnur nú alfarið að list sinni. Kar- ólínu var boðin aðild að Royal Soci- ety of Painter-Etchers and Engrav- ers árið 1980 og kosin meðlimur 1984. í september 1989 fékk hún Dicks and Greenburyverðlaunin fyr- ir mynd sína „Bið“ á haustsýningu Painter-Etchers í Bankside Gallery í London. Þetta er þrettánda einkasýning Karólínu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga erlendis. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýk- ur 28. mars. (Fréttatilkynning) Nonaginta í Hafinarborg LAUGARDAGINN 3. mars síðastliðinn var opnuð í Haftiar- borg, menningar- og listastoftiun Hafnarfjarðar, sýningin Nonag- inta. Þátttakendur eru: Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Kjartan Guðjónsson og Ómar Stef- ánsson. Sýningin er opin frá kl. 14—19 alla daga nema þriðjudaga og stendur yfir til 19. mars næstkom- andi. Þ.ÞORGRlMSSON&CO mm RUTLAND mm ÞÉTTIEFNI Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Karólina Lárusdóttir opnar sýn- ingu á verkum sinum í Nýhöfti á laugardag. aquadrive METALAStljC ® Vissir þú að bátur með innanborðsvél þarf ekki að titra meira en bíll með samsvarandi vél? AQUADRIVE losar skrúfuöxulinn frá vélinni og kemur þannig í veg fyrir að hann leiði hávaða og titring í bátskrokkinn. METALASTIK mótorpúðarnir losa vélina frá bátskrokknum, svo titringur hennar verður í lágmarki. Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar. VELASALAN H.F. ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122 Uwe G. Eschner gítarleikari Gítartónleikar í Hallgrímskirkju LISTVINAFÉLAG Hallgríms- kirkju heldur aukatónleika i kap- ellu kirkjunnar laugardaginn 10. mars, og heQast þeir kl. 17. Þar leikur Uwe G. Eschner, gítarleik- ari, verk eftir Narvaes, Dowland, Giuliani, Sor, Castelnuovo- Tedesco og Britten. Verkin eru öll tilbrigði en þó mjög ólík að gerð. Uwe G. Eschner fæddist í Ham- borg í Vestur-Þýskalandi. Hann stundaði nám í Hamburger Konser- vatorium og í tónlistarháskólanum í Freiburg, hjá próf. Sonju Prunn- bauer. Auk þess hefur hann sótt námskeið hjá D. Russel, E. Fisk, R. Aussel og fleirum. Uwe kennir nú við tónlistarskól- ann í Garði á Suðurnesjum. Hann hefur haldið nokkra tónleika á ís- landi áður, síðast lék hann á Há- skólatónleikum nú í vetur. Kjarob ó taveisla í Veitingahöllinni Við í Veitingahöllinrti höldum áfram að starfa í anda kjarasamninganna og leggjum okkar lóð á vogarskálarnar með því aó bjóða glæsilegan helgarmatseðíl á stórlækkuðu verói í hádegi og á kvöldin. Okkar vinsæla fiskgrafín...........kr. 690 Lambapiparsteik m/koníakspiparsosu.kr. 1.090 Djúpsteikt ýsuflök Orly m/tartarsósu...........kr. 610 Reyktur lax m/eggjahræru..............kr. 450 Pönnusteikt raudsprettuflök m/hnetusmjörssósu Skelfisksalat m/hvítlauksbrauði ...............kr. 450 og léttsoðnum blaðlauk.........................kr. 790 Fylltar tartalettur m/grænmeti og sveppum Karrý- og hvítlauksristaður steinbítur m/hrísgrjónum .kr. 790 og rækjuni ....................kr. 450 Gufusoðnar fylltar fiskirúllur m/bernaissósu.kr. 710 Hamborgarar eða samlokur fyrir börnin.kr. 150 Grisasnitzel m/skinku, osti og rjómasósu.......kr. 980 Rjómalöguð súpa og eftirréttur fylgir með öllum réttum. Kaffihlaðborðið á sunnudögum er girnilegra og Qölbreyttara en nokkru sinni fyrr með hnallþórum og brauðtertum. Kaffihlaðborð sem seint gleymist. Veitingohollarveisla fyrir allo fjoískylduna er Ijúf og ódýr tilbreyting. C^itii Húsi verslunarmiiar - símar: 33272-30400 Metsölublað á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.