Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 2$ og fluttu þau þá til okkar í Garðabæ. Beinteinn lést árið 1981, en Díu fengum við að hafa hjá okkur þar til hún varð bráðkvödd- á heimili okkar þ. 1. mars sl. Og nú ríkir mikill söknuður hjá fjöl- skyldu okkar. Día var einstaklega skemmtileg kona, glaðlynd, glettin og stundum stutt í stríðnina. Hún var mjög nægjusöm, hógvær og hlédræg, svo okkur þótti stundum nóg um. Aldrei sá ég hana reiðast þessi þrettán sambýlisár. Nú á skilnaðarstund bið ég Guð að blessa minningu þeirra heiðurs- hjóna Sigríðar og Beinteins, sem ég vona og trúi að hafi hist á ný. Erlingur Helgason Ég var sex ára þegar amma og afi fluttu til okkar og ég man enn, hvað mér fannst skemmtilegt að ganga að þeim vísum í stofunni þeirra þegar ég kom fram á morgn- ana og alltaf átti ég frátekið horn í sófanum hjá afa. Hann var alltaf tilbúinn að lesa, leika og syngja. Fjórum árum seinna dó hann, 83 ára. Og núna þegar amma mín góða er dáin myndast aftur tómarúm. Hún vildi allt fyrir alla gera. Ég naut góðs af því að við vorum oft ein heima. Hún var alltaf tilbúin að útbúa fyrir mig eitthvað gott að borða þótt ekki væri endilega matartími. Og aldrei kom ég að ' tómum kofunum hjá henni ef mig vantaði orð í enska, danska eða þýska stíla. Ég mun aldrei gleyma ömmu og afa og öllum góðu stundunum, sem við áttum saman. Deyr fé, deyja fi'ændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Gunnar Orn Sú harmafregn barst okkur til eyrna að amma Día væri látin. Rifj- aðist þá ýmislegt upp frá þeim 3 vetrum sem við fjölskyldan bjugg- um í Garðabænum hjá tengdafor- eldrum mínum og Díu. Þarna bjuggu saman 4 ættliðir í sátt og samlyndi, og þar bar aldrei skugga á. Það var mikils virði fyrir Tinnu litlu dóttur okkar að vera í svo nánu sambandi við langömmu sína, oft voru þær einar saman hálfu dagana. Ég kynntist Díu ekki fyrr en hún var orðin áttræð, en hún var eins og ung kona að tala við, glettin, skemmtileg en hæglát og einhver tíguleiki yfir henni. Þótt hún væri orðin 86 ára fannst okkur hún aldrei gömul. Yndislegar minn- ingar um hana munu verða okkur huggun í söknuði okkar. Óskar Svavarsson Maríanna Valtýs- dóttír - Minning Fædd 8. október 1920 Dáin 2. mars 1990 Mig langar með nokkrum orðum að minnast mágkonu minnar, Marí- önnu eða Mæju eins og hún var oftast kölluð. Hún andaðist í sjúkra- húsi Akureyrar 2. mars sl. eftir langt sjúkdómsstríð. Maríanna fæddist á Stærra Árskógi, Árskógs- strönd, 8. október 1920. Foreldrar hennar voru Rakel Jóhanna Jó- hannsdóttir og Valtýr Jónsson, sem síðar fluttust að Selárbakka í sömu sveit og þar ólst hún upp. Hún var elst fjögurra systkina en þau eru Óskar Kató, Katrín og Margrét. Maríanna giftist 13. júlí 1941 Ármanni Tryggva Magnússyni, húsgagnasmið frá Akureyri, mikl- um ágætis manni. Hann lést 25. apríl 1963, aðeins 43 ára gamall. Þá reyndi mikið á Maríönnu. Hún var aðeins 42 ára gömul en hún var dugleg og lét ekki bugast. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru Sigur- björg sem gift er Þórarni Hrólfs- syni, múrarameistara, og eiga þau þijá syni. Þeir heita Tryggvi, Hrólf- ur og Sigþór. Ragnar Valtýr sem kvæntur var Maríu Guðmundsdótt- ur og eignuðust þau eina dóttur sem Maríanna heitir. Ragnar fetaði í fótspor föður síns og lærði hús- gagnasmíði. Ragnar lést 1978, að- eins 28 ára gamall, og var það mikið áfali fyrir fjölskylduna alla. Rétt eftir fæðingu Ragnars kom í ljós að hann var með alvarlegan hjartasjúkdóm og að sjálfsögðu voru þetta miklir erfiðleikar fyrir foreldrana. Á þeim árum þurfti að leita út fyrir iandsteinana eftir læknishjálp. Maríanna var ákaflega dugleg og drífandi kona. Það sýndi sig best þegar hún fór ein með son- inn 9 ára gamlan til Kaupmanna- hafnar til að leita lækninga. Leiðir okkar Mæju lágu fyrst saman fyrir rúmum fjórum áratug- um. Þá voru þau hjónin nýbúin að byggja sér stórt og myndarlegt tveggja hæða íbúðarhús við Norður- götu 51, Akureyri, í félagi við elsta bróður hans. Áttu þau efri hæðina. Á heimili þeirra var oft gestkvæmt og öllum tekið vel. Við og fjölskylda okkar vorum alltaf kærkomnir gest- ir þar. Maríanna giftist aftur 28. maí 1978 eftirlifandi manni sínum, Magnúsi Sumarliðasyni. Það var henni mikil gæfa því hann hefur reynst henni afburðavel. Eftir að þau Magnús kynntust seldi hún eign sína í Norðurgötu og keyptu sér íbúð að Víðilundi 2 hér í bæ. Þar hafa þau búið æ síðan. Nú að leiðarlokum viljum við hjónin og fjölskylda okkar þakka Mæju vináttu hennar öll þessi ár. Við biðjum góðan guð að styrkja Magnús og fjölskyldu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðbjörn Guðjónsson t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og sonur, SÆMUNDUR ÁGÚSTSSON, Túngötu 8, Reyðarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 7. mars. Lúvisa Kristinsdóttir, Sigrún Sæmundsdóttir, Björgvin Pálsson, Ágúst Sæmundsson, Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Kristinn Sæmundsson, Anna Þ. Sæmundsdóttir. 'AUGL YSINGAR ÝMISLEGT Tilkynning frá Tölvunefnd Hér með vill Tölvunefnd vekja athygli á ákvæðum 21. og 22. gr. laga um skráningu og meðferð persónuupplýsinga nr. 121/1989 varðandi áritanir nafna og heimilisfanga á útsent efni. Samkvæmt þessum ákvæðum mega aðeins þeir, sem hafa fengið starfs- leyfi frá Tölvunefnd afhenda nöfn og heimilis- föng úr skrám til að nota til áritunar á efni sem dreifa á. Sömuleiðis skulu þeir, sem annast fyrir aðra áritun nafna og heimilis- fanga (svo sem með límmiðaáritun), hafa starfsleyfi frá nefndinni. Þá skal það efni, sem sent er út samkvæmt skrám yfir tiltekna hópa einstaklinga, stofn- ana, fyrirtækja eða félaga, bera með sér á áberandi stað nafn þess aðila, sem hefur skrá þá, sem áritað er eftir. Ennfremur skal koma fram í útsendu efni, að þeir, sem óska eftir því að losna undan slíkum sendingum framvegis, geti skrifað eða hringt til þess aðila og fengið nöfn sín afmáð af útsending- arskránni. Er þá skylt að verða þegar við þeirri beiðni. Reykjavík, 7. mars 1990. Tölvunefnd. Starfsfólkí veitingahúsum Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs hjá Félagi starfsfólks í veitinga- húsum fyrir næsta starfsár. Listum, ásamt meðmælendum, ber að skila á skrifstofu FSV, Ingólfsstræti 5, fyrir kl. 12.00 á hádegi, 16. mars 1990. Kjörstjórn. TILKYNNINGAR Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið EES Utanríkisráðuneytið heldur upplýsingafund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á Hótel Stykkishólmi laugardaginn 10. mars nk. kl. 16.00. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, hefur framsögu og svarar fyrirspurnum. HÚSNÆÐI í BOÐI Til leigu mjög skemmtilegt einbýlishús á einni hæð ca 150 mz og tvöfaldur bílskúr í Mosfellsbæ. Allt á einni hæð: Stór stofa, fjögur svefn- herbergi og setustofa. Gluggatjöld, ísskápur, sjónvarp og þvottavél fylgja með. Möguleiki á að húsgögn leigist einnig með. Skemmti- legur, sólríkur garður. Leigutími 1-2 ár. Reglusemi áskilin. Leigist frá 1. júní nk. vegna brottflutnings af landi. Tilboð merkt: „Paradís - 7652“ sendist aug- lýsingadeild Mbl. F É L A G S S T A R F Egilsstaðir Fundur hjá sjálfstæðisfélagi Egilsstaða verður i Valaskjálf föstudag- inn 9. mars kl. 21.00. Fundarefni: Framboðsmál. Stjórnin. Stefnismenn, Hafnarfirði Laugardaginn 10. mars kl. 9.00 ætla sjálfstæðismenn að fjölmenna upp í vélsmiðjuna Klett við Helluhraun í tiltektir og undirbúning fyrir smiðjuballið sem hefst kl. 21.00 laugardaginn 10. mars. Stefnismenn sem geta 6éð af smá tíma eru hvattir til þess að mæta í undirbún- inginn og svo auðvitað á ballið. Sjáumst! Stjórn Stefnis. Grindavík Sjálfstæðisfélag Grindavikur heldur al- mennan félagsfund sunnudaginn 11. mars kl. 15.00 í Festi. Dagskrá: Tekin ákvörðun um framboðslista. Önnur mál. Gestur fundarins: Ólafur G. Einarsson, al- þingismaður. Kaffiveitingar. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Hafnfirðingar - Smiðjuball Smiðjuball verður haldið i Vélsmiðjunni Kletti, Helluhrauni 18, laugar- daginn 10. mars kl. 21.00. Skemmtiatriöi verða í höndum sjálfstæðis- félaganna Fram, Stefnis, Vorboðans og Þórs. Lúðrasveit Hafnarfjarð- ar og hljómsveitin Gömlu brýnin leika fyrir dansi. Miðasala í Sjálfstæð- ishúsinu við Strandgötu og við innganginn. Ps. Geymið góðu fötin heima. Sjálfstæðisfélögin i Hafnarfiröi. fHitorip ja Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.