Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 44
Kringlan 5 Sími 692500 SJOVAi M.MENNAR I EINKAREIKNINGUR Þ/NN ILANDSBANKANUM « _________________MÁ FOSTUDAGUR 9. MARZ 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Islenskt vallarfox- ~gras selt í Kanada NÝLEGA var hafin sala á íslensk- um stofni af vallarfoxgrasi hjá fræ- framleiðandanum Oseco í Ontario í Kanada. Er um að ræða svo- nefndan Korpu-stofh, sem dr. Sturla Friðriksson hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins kynbætti og ræktaði. Stofninn er tekinn til sölu í Kanada vegna þess að hann er sérstaklega harðgerður og gef- ur meira fi-æ en ílestir aðrir stofh- ar sem þar eru ræktaðir. ^ Sturla sagði í samtali við Morgun- blaðið að þetta væri glöggt dæmi þess hve tímafrekar plöntukynbætur væru og hve lengi þyrfti að vinna að því að koma vöru á markað, en hann hóf söfnun á vallarfoxgrasi árið 1952 og valdi úr því sérstakan stofn, sem nefndur var Korpa, og er fyrst nú til sölu fyrir ræktendur í Kanada. „Það er ánægjulegt að hafa stuðl- að að umbótum í ræktun sem kemur mörgum að gagni, auk þess sem um getur verið að ræða nokkrar tekjur '-ÍÉi.'rir einkaleyfið verði góð sala á þessu fræi þar vestra,“ sagði Sturla. Flugvél fann ekki Island KANADÍSK Twin Otter-flugvél, á leið frá Evrópu til íslands, lenti i vandræðum í gær þegar siglinga- tæki biluðu. Fann flugmaðurinn ekki ísland og var kominn suðvest- ur fyrir land þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar fann hana. Flugvél Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 17.30 í gær til að aðstoða kanadísku vél- —ina. Eftir að flugvélin fannst var henni snúið við, og náðist þá á rad- ar hjá Fjarskiptastöðinni í Gufunesi sem leiðbeindi henni til Reykjavík- ur. Morgunblaðið/RAX Höfrungur á strandstað við innsiglinguna til Grindavíkur. Á minni myndinni sjást skipin þrjú undirbúa björgun Höfrungs. Höfrungur GK náðist af strandstað við Grindavík: Allt botnstykkið talið ónýtt TALIÐ er að öll áhöfnin á Höfr- ungi GK 27 hafi verið í fasta- svefini þegar skipið strandaði skammt sunnan innsiglingar- innar í Grindavík í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafði svokallaður vökustaur, tæki sem ætlað er að vekja áhöfnina, ekki verið gangsettur. Skemmdir reynd- ust meiri en virtist í fyrstu. Höfrungur, sem er 179 tonna stálbátur, var að koma úr róðri þegar hann strandaði um klukkan 8 í gærmorgun. Tíu manna áhöfn var um borð en engan sakaði. Þijú skip drógu Höfrung á flot laust eftir hádegið í gær og sigldi báturinn fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur þar sem hann var tek- inn í slipp í gærkvöldi. Að sögn Oddbergs Eiríkssonar verkstjóra hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur er Höfrungur talsvert skemmdur. Allt botnstykki skips- ins er talið ónýtt, kjölurinn er mikið skemmdur og skrúfan er skemmd. Sjópróf vegna strandsins hefj- ast hjá bæjarfógetanum í Keflavík í dag klukkan 14. Sjá frétt á miðopnu. Svala Lind KÓ 13 í Sandgerðishöfn í desember sl Maður fórst með trdlu frá Sandgerði VELBATURINN Svala Lind KO, sem gerður var út frá Sandgerði, sökk um klukkan sex í gærkvöldi skammt vestur af Garðskaga. Einn maður var um borð og fórst hann. Svala Lind var handfæra- bátur af gerðinni Sómi 800. Ekki var í gærkvöldi vitað um orsakir slyssins. Neyðarkall heyrðist frá Svölu Lind og síðar var blysi skotið upp. Nærstaddir bátar héldu ’^regar á vettvang og kom Þrándur KE 67, sem einnig er Sómi 800, fyrstur á slysstað. Einn inaður var á Þrándi og þegar honum tókst að ná bátsveija Svölu Lindar um borð var hann meðvitundarlaus. Menn frá björgunarsveitinni Sig- urvon í Sandgerði héldu þegar í átt að slysstað með vélbátnum Skarfa- kletti RE og fór einn þeirra um borð í Þránd til að reyna að lífga mann- inn, en án árangurs. Þegar bátamir fóru af slysstað stóð stefni Svölu Lindar enn upp úr sjónum og voru björgunarsveitarmenn á báti sveitar- innar, Sæbjörgu, að leita flaksins þegar síðast fréttist í gærkvöldi. Englandsbanki setur viðskiptabönkum nýjar reglur: Kjör Landsvirkj- unar gætu versnað LANDSVIRKJUN var með í undirbúningi lánsQárútboð á markaði í London á vegum Scandinavian Bank, að upphæð 55 milljónir Bandaríkjadala, (um 3,3 milljarðar króna) en nýjar bankareglur í Bretlandi gera það hugsanlega að verkum að ábyrgð eigenda Landsvirkjunar verði ekki metin til jains við ríkisábyrgð. Því kunna kjörin á lánsfjárútboðinu að verða lakari en þau lánskjör sem Landsvirkjun hefúr hingað til búið við. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Englandsbanki hefði gefíð viðskiptabönkum fyrirmæli um að meta með öðrum hætti en áður eigendaábyrgð á lántökum. Hann kvað þó ekki útilokað að niðurstaða þessa máls yrði Landsvirkjun í hag, en það myndi ekki skýrast fyrr en síðar. „Það er um ábyrgð ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar sem eigenda Landsvirkjunar sem hér er um ræðir og hvernig eigi að meta hana gagnvart nýjum kröfum sem Englandsbanki gerir til skuldbindinga og lánveitinga breskra viðskiptabanka,“ sagði Halldór. Hann sagði að spurningin væri um það hvort viðkomandi bankar, sem tækju þátt í lánveit- ingunni, þyrftu að meta lánveit- inguna á þann hátt að um meiri áhættu væri að ræða en áður, og þyrftu þar af leiðandi að skerða lánveitingar sínar og áskilja sér hærri vexti. „Lánskjör okkar hingað til hafa nánast jafngilt því að við værum með skilyrðislausa og beina ríkis- ábyrgð. Verði niðurstaðan sú að ábyrgð eigendanna verði ekki metin til jafns við ríkisábyrgð, geta lánskjör okkar versnað,“ sagði Halldór, „en hversu mikið kjörin myndu versna er ekki hægt að segja til um, þar sem engin reynsla er komin á þessar nýju reglur." Dr. Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri og formaður stjórnar Landsvirkjunar, er staddur í Lon- don vegna þessa máls. Hann mun eiga fund með fulltrúum Eng- landsbanka í dag. Hann sagði i samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að upp hefði komið óvissa um í hvaða áhættuflokk svona lán myndi falla, en hann sagði að ómögulegt væri að fullyrða um hver niðurstaða þessa máls yrði. „Það er mjög óheppilegt að ganga frá þessum lánssamningi án þess að niðurstaða liggi fyrir,“ sagði Jóhannes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.