Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990
17
Líkast siglingu á úthafsskipi að horfa yfir Ríó af þaki Rio Atlantica-
hótelsins með fjöllin á báðar hendur.
fólkið í Brasilíu er á norðaustur-
horninu, því að þangað voru þræl-
arnir fyrst fluttir frá Afríku til að
I vinna á sykurekrunum, en áhrifa
evrópskra innflytjenda gætir mest
syðst í landinu. Brasilíumenn eru
I núna um 140 milljónir, en þeir búa
í fímmta stærsta ríki heimsins, sem
er nærri jafnstórt Bandaríkjum
|. Norður-Ameríku.
Ég er búinn að reika um stéttina
fyrir framan Mandego góða stund
í leit að borði, þegar þjónn kemur
og býður mér borð inni. N6i,
obrigado, en ég vil heldur sitja úti
í góða veðrinu. Þá spyr hann hvort
ég vilji fá mér sæti hjá fullorðnum
manni, sem situr einn við borð.
„Bemvindo!, velkominn, segir
Carlo Grímaldi frá Sao Paulo bros-
andi og tekur á móti mér einsog
við_ hefðum þekkst alla ævi. „Ég
er ítali í báðar ættir. Forfeður mínir
komu frá Torínó á Ítalíu fyrir tæp-
um hundrað árum og settust að í
Sao Paulo að vinna í kaffiverk-
smiðju. Það er fullt af ítölum í Sao
Paulo, meira en tvær milljónir. Það
búa hvergi í heiminum jafnmargir
ítalir og í Sao Paulo nema í Róm
og Mílanó. Ég vann í 35 ár hjá
Brasilíska olíufélaginu. Hjá því
vinna um 50 þúsund manns, en nú
er ég hættur. Sjáðu til, það er í Sao
Paulo, sem peningamir verða til,
gífurlegir peningar í iðnaði og versl-
un. En pólitíkusarnir eyðileggja allt.
Sao Paulo er stór, 13 milljónir,
helmingi stærri en Ríó, stærri en
New York. En mér leiðist í Sao
Paulo, síðan ég hætti að vinna. Þar
er allt stórt í sniðum og ópersónu-
legt. í Ríó er allt svo fijálslegt. Hér
er sjórinn, sandurinn, ‘ fjöllin og
gróðurinn, og þú finnur náttúruna
anda allt í kringum þig. Karíókarn-
ir eru líka miklu skemmtilegri en
Paulistarnir. Þess vegna kem ég
oft hingað, þegar ég verð leiður á
lífinu heima. Mér finnst ég sem nýr
maður í hvert sinn sem ég kem
hingað.
Hann var enn að borða. Það eru
smásteikarbitar eftir á fatinu, og
hann býður mér að smakka með
sér á Filet Mignon aperitivo með
glasi af Chateau Duvalier-rauðvíni.
Hvort tveggja bragðast vel. Það
voru Frakkar, sem námu hér fyrst-
ir land hvítra manna á 16. öldinni
og frönsku áhrifin eru enn greinileg
í matarkúnstinni og vínmenning-
unni.
Signor Grimaldi er alúðlegur
maður, opinskár og nýtur þess að
tala og segja frá. Þegar hann heyr-
ir að ég sé heiðursborgari á Ítalíu
og þekki landið vel, tekst hann all-
ur á loft og pantar kaffi og amo-
retto handa okkur báðum. „Mig
hefur alltaf langað til Ítalíu, en hef
aldrei ferðast út fyrir Brasilíu. Land
okkar er líka stærra en öll Evrópa,
og ekkert land getur jafnast á við
Brasilíu," segir hann með hrifning-
arglampa í augunum. „Hér vex allt,
sem grær á jörðinni. Við eigum
mestu frumskóga heimsins við
Amazon, mesta fljót veraldar, mikla
nytjaskóga með kjörviði eins og
mahogní, tekki, palisander- og rósa-
viði. Hér vaxa allar tegundir ávaxta
og heimsins bestu vín. Og jörðin
er full af góðmálmum og dýrum
steinum. Veistu, að héðan kemur
næstum helmingur af öllum eðal-
steinum heimsins. Þú þarft ekki
annað en líta í glugga skartgripa-
verslananna, þær glæsilegustu í
heimi, Stern, Roditi, Amsterdam
Sauer á hveiju götuhorni hér.“
Höfundur er söngsljóri og
ferðamálafrömuður.
V
p
I
h
Vökumenn tóku við stjórn Félags-
stofnunar stúdenta. Þrátt fyrir stutt-
an tíma hefur mikið gerst síðan þá.
Stórátak hefur verið gert í því að
bæta rekstur einstakra deilda fyrir-
tækisins; með þeim árangri að nokk-
urra milljóna tap hefur snúist sam-
kvæmt bráðabirgðatölum í lítilshátt-
ar hagnað. Samhliða aðhaldsaðgerð-
um hefur verið unnið að skipulags-
breytingum í fyrirtækinu til að bæta
stjórnun þess. Aukinheldur hefur
verið hafið stærsta verkefni sem
Félagsstofnun hefur ráðist í. Skipu-
lagt hefur verið nýtt stúdentahverfi
við hlið núverandi hjónagarða, þar
sem gert er ráð fyrir að rísi um
250-300 íbúðareiningar, auk dag-
heimilis, verslunarþjónustu og fé-
lagsaðstöðu. Hönnun lýkur á þessu
ári og er þá ekkert að vanbúnaði að
hefja framkvæmdir.
Lánamálabarátta sem
skilar árangri
Um svipað leyti og Vökumenn
tóku fyrst við stjórn Stúdentaráðs
tók við nýr menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson. í ljósi mikiila lof-
orða um afnám frystingar námslána,
hófu Vökumenn mikla áróðursher-
ferð til að knýja ráðherra til efnda.
Röskvumenn þögðu meðan á þessu
stóð af einhverjum ástæðum, en af-
raksturinn var samkomulag við ráð-
herra um afnám frystingarinnar í
þremur skrefum, en sá böggull fylgdi
skammrifi að tekjutilliti var aukið
úr 35% í 50%. Það var síðan núver-
andi meirihluti sem fylgt hefur eftir
að samkomulagið sé haldið. Er nú
mikill þrýstingur í gangi til að knýja
á um síðasta skrefið. Reyndar er það
svo að með samstilltu átaki náms-
mannasamtakanna tókst að hindra
skerðingarhugmyndir nýrrar stjórn-
ar LÍN.
Líflega umræðu eða
faglega hagsmunabaráttu?
Þrátt fyrir þessi mörgu framfara-
mál, hefur Röskva ekki verið sátt.
Telur hún að ekki fari fram nógu
lífleg umræða í ráðinu. Hafa fulltrú-
ar Röskvu í því skyni að lífga upp á
umræðuna meðal annars lagt fram
ályktunartillögu um stuðning við lýð-
ræðisþróunina í Tékkóslóvakíu. Virð-
ist Röskva líða áfram í rósrauðum
draumi um róttæka stúdenta í al-
þjóðlegri stéttabaráttu. Vaka heldur
hins vegar fast við þá stefnu sína
að kjósa fremur „vinnu“ við hags-
munamálin, þó lífleg umræða um
heimsins gagn og nauðsynjar geti
verið skemmtileg. Þessi stefna hefur
skilað árangri og hljóta stúdentar
að kjósa þann veruleika í stað rós-
rauðrar martraðar.
Höfundur er nemi í
sijórnmálafræði ogá sæti ístjórn
Stúdentaráðs fyrir hönd Vöku.
Orösending frá
Lífeyiissjöði verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi í febrúar yfirlit til allra
sjóðfélaga um greiðslur til sjóðsins þeirra vegna á síðasta
ári, 1989.
Yfirlit þessi voru send á heimilisföng, sem sjóðfélagar höfðu
1. desember 1989 samkvæmt þjóðskrá.
Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa athuga-
semdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig
hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent
yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnu-
veitanda eða skrifstofu sjóðsins.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna.
PHILIPS
FYRIR AUGAÐ
- FYRIR FRAMTÍÐINA
NYTT UTASJÓNVARP FRÁ PHIUPS
Philips hefur þróað nýtt sjónvarpstæki. Það gildir einu frá hvaða
sjónarhorni þú skoðar þetta tæki; listrænu eða tæknilegu. Hugboðið, sem
útlitið vekur, staðfesta einstakir eiginleikar þess við nánari kynni.
Hvað skal nefna ?: Sannfærandi litaskil eða skýrleika myndarinnar, jafnvel
við dagsbirtu. Philips er brautryðjandi NICAM kerfisins á norðurlöndum. -
Með NICAM nálgast hljómgæðin diskaspilara. Næm og fjölþætt móttökutækni
og stafrænt stýrikerfi frá Philips annast öll mynd- lit- og hljómskil með þeim
hætti að unun er að horfa á og hlýða. Endahnúturinn er hér bundinn með
svokallaðri DTI-tækni. (Digital Transient Improvement).
DC2070 er 28 tommu tvímyndatæki (mynd í mynd). Hægt er að hafa litla mynd
í skjáhorninu af annarri útsendingu en verið er að fylgjast með, eða skoða
þannig myndband. Ennfremur er tækið búið „Super VHS“ inngangi til að skila
einstaklega vel vídeóupptökum sem gerðar eru með nýjustu tökuvélunum fyrir
almenning.
SSS Heimilistæki hf 555
mn Sætúni 8 SÍMl 69 15 15 • Knnglunni SÍMI69 15 20
MHHBBfflB HHBHI
I Htirigitm1 ¥
Áskriftarsíminn er 83033