Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9..MARZ 1990 Reuter Atök íráðhúsi Southampton Borgarstjómarmenn breska íhaldsflokksins í Southampton og lögreglumaður eiga hér í átökum við mótmæ- landa í ráðhúsi borgarinnar í gær. Maðurinn var að mótmæla nýjum nefskatti sem koma skal í stað nef- skatts og leggst á alla sem náð hafa átján ára aldri án tillits til eigna eða tekna. Reuter Perrier-vatnið teygað írinn Stephen Roche, sem er fyrstur í París-Nice hjólreiðakeppninni í FYakklandi, þambar hér franska ölkelduvatnið Perrier, sem er nú til sölu á ný í frönskum verslunum. Vatnið var afturkallað úr verslun- um víða um heim fyrir um mánuði eftir að krabbameinsvaldandi efni hafði fundist í þvi. Ráðstefha um Norðursjó: Austur-Þýskaland: KGB tekur við af „Stasi“ Bonn. Reuter. SOVÉSKA leyniþjónustan, KGB, er þessa dagana að taka við hlut- verki öryggislögreglunnar, „Stasi“, í Austur-Þýskalandi. Að sögn vestur-þýskra heimildarmanna er stefiit að því að verki þessu verði lokið fyrir þann 18. þessa mánaðar er frjálsar kosningar fara fram í Austur-Þýskalandi. Heimildarmenn Éeuters-frétta- stofunnar sögðu að þessa dagana væri verið að afhenda útsendurum KGB í Austur-Þýskalandi skjöl og tækjabúnað öryggislögreglunnar illræmdu, „Stasi“. Líklegt væri að a-þýskir sérfræðingar á sviði dul- málssendinga og hlerana tækju að starfa í herstöðvum Sovétmann í landinu. Foringjar í KGB myndu að öllum líkindum taka við yfir- stjórn þeirrar víðtæku starfsemi sem fram hefði farið á vegum „Stasi“ en Austur-Þjóðverjar hafa fram til þessa gegnt lykilhlutverki í njósnum aðildarríkja Varsjár- bandalagsins í Vestur-Þýskalandi. Erlendir sendimenn í Austur- Þýskalandi segja að njósnum og gagnnjósnum á vegum Austur- Þjóðverja hafi verið haldið áfram þó svo að öryggislögreglan hafi að nafninu til verið leyst upp. Marcus Wolf, sem stjómaði njósnum Aust- ur-Þjóðveija í 30 ár en settist í helgan stein 1987, er þessa dagana í Moskvu og sögðu viðmælendur Reutere-fréttastofunnar að svo virt- ist sem hann væri milligöngumað- urinn í umskiptum þessum. Hart deilt um losun geislavirks úrgangs Mikill ágreiningur var á ráðstefiiu umhverfisráðherra frá átta ríkjum við Norðursjó sem lauk í gær. Spannst hann einkum um losun geislavirks úrgangs og skiluðu Bretar séráliti um það mál. Július Sólnes umhverfisráðherra sem sat ráðsteftiuna fyrir íslands hönd sem áheyrnarfulltrúi afhenti Christopher Patten umhverfis- málaráðherra Breta mótmælabréf vegna fyrirhugaðrar kjarnorku- endurvinnslustöðvar í Dounreay í Skotlandi. „Bretar eru eina þjóðin sem losar úrgang úr skolphreinsistöðvum í Norðursjó og sömuleiðis eru þeir eina þjóðin sem er með sorp- brennslu á skipum úti á Norð- ursjó,“ sagði Júlíus Sólnes í gær. „Eftir mikið jaml, japl og fuður féllust Bretar á að hætta sorp- brennslu á hafi á þessu ári. Síðan lofa þeir að hætta losun á úrgangi úr skolphreinsistöðvum á næstu átta árum. Það var mikil óánægja yfir því á ráðstefnunni en þeir sögð- ust ekki treysta sér til að ná lengra. Bretar vildu ekki fallast á bann við losun geislavirks úrgangs í Norð- ursjó. Þeir segjast þó ekki vera með nein slík áform næsta áratug- inn en maður hefur grun um að þeir ætli sér slíkt í framtíðinni og sjálfír tala þeir alltaf um að slíkt verði ef tæknin leyfi það í frarhtí- ðinni. Þar fyrir utan náðist samkomu- lag um mörg merkileg mál. Ákveð- ið var að tryggja það að allt PCB- efni verði eyðilagt fyrir árslok 1998. Hvert land fyri sig verður að ábyrgjast eyðileggingu á því efni sem er í hveiju landi fyrir sig. Síðan voru sett mjög ströng mörk á losun ákveðinna efna eins og blýs, cadmíums og díoxíns. Gert er ráð fyrir 70% minnkun á næstu tveim- ur árum. Það er einnig gerð mikil og ákveðin krafa um að allt skolp verði hreinsað í gegnum líffræðilega hreinsun. Við erum að tala heima á íslandi um fyrstu hreinsun en í henni felst að allt flotefni er hreins- að burt. Við höfum alltaf talið að það væri það lengsta sem við gæt- um náð og síðan yrðum við að koma þessu nógu langt út á haf en löndin hér setja það núna sem skilyrði að allt skólp verði látið fara í gegnum líffræðilega síun,“ sagði Júlíus Sólnes. Júlíus Sólnes afhenti breska umhverfismálaráðherranum mót- mælabréf í gær vegna fyrirhugaðr- ar endurvinnslustöðvar í Dounreay á Skotlandi. Á miðvikudag afhentu ráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur breska ráðherranum mótmælabréf fyrir hönd Norður- landa. „Þeir töldu að það væri sterkara að þeir einir skrifuðu und- ir af því að þau lönd eiga beina aðild að Norðursjávarsamtökunum. Ég er nú ekki sammála því og mótmælti því en fyrir vikið gat ég einn skrifað miklu harðorðari mót- mæli og ákveðnari og kannski var það bara til bóta því það var ansi máttiaust sem Norðurlandaráð- herrarnir sendu frá sér,“ sagði Jú- líus. Júlíus segir að það hafi komið fram hjá breska umhverfismálaráð- herranum að það muni ekkert ger- ast í Dounreay næstu sex árin. Og áður en nokkuð gerist muni þurfa að sækja um formiegt byggingar- leyfi og Bretar hafi fallist á að þeim beri að hafa samráð við þau lönd sem þetta varðar áður en byggingarleyfi er veitt. Yfírlýsing vestur-þýska þingsins: Sameinað Þýskaland mun aldrei ógua vesturlandamærum Póllands Bonn. dpa. VESTUR-þýska þingið gaf í gær út formlega yfirlýsingu um að samein- að Þýskaland myndi aldrei ógna landamærum Póllands. í umræðum í þinginu sætti Helmut Kohl kanslari harðri gagnrýni fyrir afstöðu sína í þessu máli. Sjálfur varði hann ummæli sín frá siðastliðnum föstudegi er hann sagði að tengja bæri viðurkenningu vesturlandamæra Póllands við það að Pólverjar afsöluðu sér kröfurn um stríðsskaðabætur á hend- ur Þjóðverjum. Kjaminn í ályktuninni sem vest- ur-þýska þingið samþykkti í gær er svohljóðandi: „Pólsku þjóðinni má vera ljóst að við Þjóðveijar munum hvorki nú né í framtíðinni með land- akröfum draga í efa rétt hennar til að búa innan öruggra landamæra." I ályktuninni eru þing beggja þýsku ríkjanna hvött til að sam- þykkja samskonar ályktun að lokn- um kosningum í Austur-Þýskalandi 18. mars næstkomandi. Gert er ráð fyrir að sú yfirlýsing yrði grunnurinn sem samningur sameinaðs Þýska- lands og Póllands byggðist á. Reuter Heiniut Kohl, kanslari V-Þýskalands (t.h.), og Hans-Dietrich Gensc- her utanríkisráðherra í vestur-þýska þinginu í gær. Snarpar umræður voru í þinginu í Bonn áður en ályktunin var sam- þykkt. Jafnaðarmenn réðust harka- lega á Helmut Kohl kanslara fyrir hans hlut í málinu. „Með hegðun þinni í sambandi við vesturlanda- mæri Póllands hefur þú stefnt sam- einingunni í hættu,“ sagði Hans- Jochen Vogel, formaður jafnaðar- manna. „Ef nú verður farið að tala einu sinni enn um vondu Þjóðveij- ana, ef tafir'verða og ráðstefnur og samningaviðræður um [sameiningu] verða erfiðari.. þá er það þér að kenna.“ Vogel sagði að Kohl væri „pólitískur áhættuþáttur" og „í sam- anburði við afrek kanslarans i ut- anríkismálum er hinn frægi fíll í postulínsversluninni eins og ballet- dansari". Kohl varði hina umdeildu ákvörð- un sína að fara fram á að um leið og Þjóðveijar viðurkenndu vestur- landamæri Póllands myndu Pólveijar staðfesta að þeir gerðu ekki skaðabó- takröfur á hendur sameinuðu Þýska- landi. „Það er óumdeilt að í Póllandi og víðar er verið að ræða skaðabó- takröfur. Þetta er ekki tilbúið vanda- mál og þess vegna ætti að ræða það.“ „Það er engum í hag ef kröfur eru ennþá uppi og gefið er til kynna að í framtíðinni verði ófyrirsjáanlegar byrðar lagðar á herðar Þjóðvetjum," sagði Kohl. „Þama er alls ekki um það að ræða að verið sé að binda viðurkenningu landamæranna skil- yrðurn." Kohl sagði ennfremur að sam- þykkt vestur-þýska þingsins væri skýr pólitísk viljayfirlýsing um að landamæradeilan yrði leyst með bindandi samningi við Pólveija þegar Þýskaland hefði verið sameinað. Tom King, varnarmálaráðherra Bretlands, sag-ði í gær að ályktun vestur-þýska þingins væri mjög mik- ilvæg sem allir vinir Þýsklands myndu fagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.