Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.03.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 57. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 9. MARZ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins KGB ætlar að halda uppi vöraum fyrir sósíal- ismann Ottast klofning í flokki kommúnista Moskvu. Reuter. SOVÉSKA öryggislögreglan, KGB, hefur varað fulltrúa þá sem sitja í Æðsta ráði Sovétríkj- anna við því að stofnunin hygg- ist verja sósíalismann geri nú- verandi ráðamenn það ekki. Ný og óháð sovésk fréttastofa, Postfactum, skýrði frá þessu í gær. Fréttastofan hafði það eftir Anatolíj Sobtsjak, umbótasinna er situr í Æðsta ráðinu, að KGB hefði dreift orðsendingu til þingfulltrú- anna þess efnis að hart yrði brugð- ist við til að „vernda hagsmuni alþýðunnar“. Að sögn Sobtsjaks var því hald- ið fram í orðsendingunni, að ör- yggis hins sósíalíska kerfis yrði gætt í hvívetna og KGB myndi standa vörð um réttindi og frelsi sérhvers Sovétborgara sem og hið sósíalíska lýðræði. Öryggislög- reglan teldi hættu á því að flokkur sovéskra kommúnista klofnaði og þar með myndu áhrif hans og ítök fara dvínandi. Morgnnblaðið/Júlíus Siguijónsson MÖGULEIKIÁ ÓL. OG HMSÆTI Landsliðsmenn íslands í handknattleik fagna hér sigri á Austur-Þjóðveijum, 19:17, í síðasta leik milliriðils heimsmeistarakeppninnar í Tékkóslóvakíu í gærkvöldi. íslenska liðið leikur um 9. sæti á mótinu í fyrramálið gegn Frökkum og gefur sigur í þeim leik sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og næstu heimsmeistarakeppni, sem fram fer í Svíþjóð 1993. Sjá nánar á íþróttasíðum á bls. 40-43 Orðsendingu þessa túlkaði Æeuters-fréttastofan á þá leið að svo virtist sem harðlínumenn væru ráðandi afl innan KGB. Þeir gætu ekki fellt sig við þær breytingar sem þegar hefðu átt sér stað og væru sýnilega staðráðnir í að koma í veg fyrir frekari röskun á sovésku samfélagi. Orðsendingin virtist einkum beinast gegn tveimur þekktum umbótasinnum, sagnfræðingnum Júrí Afanasjev og Borís Jeltsín. Þeir hafa gengið einna lengst í gagnrýni sinni á valdaeinokun sov- éska kommúnistaflokksins og umbótastefnu Míkhaíls S. Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga. Litháar munu lýsa yfir sjálfstæði um helgina Moskvu. Reuter. MEIRIHLUTI nýkjörins þings Lit- háens hefúr tekið þá ákvörðun að endurvekja sjálfstæðisyfirlýs- ingu lýðveldisins fi-á 1918 nú um helgina en þar með öðlast Litháen sjálfstæði á ný, að sögn Ritu Dapk- us, talsmanns sjálfstæðishreyfing- ar Litháa, Sajudis. Með þeirri samþykkt telja Ieiðtogar samtak- anna að fengnar séu lagalegar forsendur til þess að heQa samn- ingaviðræður við stjórnvöld í Moskvu um framtíð þjóðarinnar. Að sögn Dapkus var ákvörðunin um að lýsa yfir sjálfstæði um helg- ina samþykkt einróma á fundi stjórn- ar Sajudis. Ákveðið var að kalla þingið saman fyrr en ráð hafði verið fyrir gert og lýsa yfir sjálfstæði fyr- ir fund sovéska þingsins, sem kallað Þingið í Bonn lýsir yfír að ekki verði hróflað við landamærum Póllands: Pólveijar ósáttir við yfírlýsinguna Brussel. Frá Kristófer Má Kristóferssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski, forseti Póllands, sagði í gærkvöldi að vestur- þýska þingið hefði ekki stigið skrefið til fulls er það samþykkti að sameinað Þýskalands myndi aldrei ógna landamærum Póllands. Yfirlýsing þingsins væri ófullnægjandi þar sem ekki væri afdráttar- laust tilgreint við hvaða landamæri væri átt og í raun ítrekaður réttur Þjóðverja til landamæra eins og þau hefðu verið á dögum Þriðja ríkisins 1937. Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, heim- sótti í gær höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel og gerði fastafulltrúum aðildarrikjanna grein fyrir afstöðu vestur- þýskra stjórnvalda til sameiningar þýsku ríkjanna. Fastafulltrúarnir lýstu allir yfir stuðningi ríkisstjórna sinna við sameininguna en lögðu áherslu á að hið sameinaða þýska ríki yrði innan NATO. Kohl sagði eftir fund- inn að hann hefði verið sögulegur og stundin áhrifamikil fyrir sig og alla þýsku þjóðina. Hann sagði að atburðina í Þýskalandi yrði að skoða í samhengi við þróunina í Evrópu, taka tillit til hagsmuna þýsku þjóðarinnar jafnt og banda- manna, vina og nágranna hennar í austri og vestri. Enginn þyrfti að óttast að Þjóðverjar vildu fara sínar eigin leiðir. Aðspurður hvort at- burðarásin í Þýskalandi væri ekki of hröð benti Kohl á að í nóvember á síðasta ári hefði hann lagt fram áætlun um sameiningu Þýskalands í tíu liðum. í þeim hefði verið gert ráð fyrir að sameiningin ætti sér stað á nokkrum árum. Á nokkrum vikum hefði þróunin í Austur- Þýskalandi farið langt fram úr þessari áætlun. Ástandið þar versn- aði stöðugt. „Ábyrgðin er ekki mín, sagði Kohl, heldur þeirra sem stjórnuðu landinu á þann hátt að slíkar hörmungar leiddi af.“ Máli sínu til stuðnings minnti Kohl á að frá 1. janúar á þessu ári fram til 28. febrúar hefðu 115-116 þús- und Austur-Þjóðverjar flúið yfir til Vestur-Þýskalands. Ekkert lát væri á flóttanum. „Þetta fólk hefur greitt atkvæði með fótunum," sagði Kohl. Styrkur Austur-Þýskalands sem sjálfstæðs ríkis fjaraði óðum út. Stór hluti þess fólks sem flýði væri sérhæft vinnuafl, einmitt það fólk sem væri þess umkomið að endurreisa Austur-Þýskaland. Á síðasta ári flúðu rúmlega 200 þús- und Austur-Þjóðveijar undir þijátíu ára aldri vestur yfir, að hans sögn. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20. hefur verið saman á mánudag. Leið- togar Sajudis óttuðust að þar yrðu samþykktar stjórnarskrárbreytingar er kynnu að stöðva tilraunir Litháa til að endurheimta sjálfstæði. Líthá- en varð sjálfstætt ríki árið 1918 en 1940 var það innlimað í Sovétríkin ásamt Eistlandi og Lettlandi. Þingið kemur saman síðdegis á morgun, laugardag, en búist er við að forseti, forsætisráðherra og aðrir embættismenn verði kjörnir á sunnu- dag. Óljóst er hvenær sjálfstæðis- ákvörðunin verður tekin fyrir. Dapk- us sagði í gærkvöldi að tæknilega séð yrði ekki lýst yfir sjálfstæði. Öllu heldur yrði sjálfstæðisyfirlýs- ingin frá 1918 endurvakin þar sem lýðveldið hefði lögformlega aldrei afsalað sér sjálfstæði. „Við eigum ekki að þurfa að lýsa sjálfstæði okk- ar tvisvar,“ sagði hún. Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, sagði í fyrradag á fundi með Algirdas Brazauskas, leiðtoga kommúnista i Litháen, að hann sam- þykkti út af fyrir sig sjálfstæði Lit- háens en gaf í skyn að þeim yrðu birtar fjárkröfur vegna mikilla fjár- festinga Sovétstjórnarinnar þar. Heimildir hermdu í gær, að fuíltrúar Bandaríkjastjórnar reyni nú að finna lausn á því hvernig brugðist skuli við sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.