Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 8
8 'MÖRGUNBLAÐIÐ DAGBÓK SUNNUDAGUR f*%f laj 25. MARZ 1990 T TT \ er sunnudagur 25. marz. Miðfasta. 84. dagur 1 UA\J ársins 1989. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 5.23 og síðdegisflóð kl. 17.42. Sólarupprás í Rvík kl. 7.11 og sólarlag kl. 19.58. Myrkur kl. 20.46. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.34 ogtunglið er í suðri kl. 12.24. (Almanak Háskóla íslands.) Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur rétt- iæti, friður og íognuður í heilðgum anda. (Róm. 14,17.) ARIMAÐ HEILLA Q /T ára afinæli. Á morgun, OU 26. marz, er áttræður Páll Guðjónsson trésmiður, Laugateigi 19 hér í Rvík. Kona hans er frú Jónína Guð- jónsdóttir. Þau verða að heim- an á afmælisdaginn. Q A ára afinæli. Næstkom- OU andi þriðjudag, 27. þ.m., er áttræð frú Ragn- heiður Hóseasdóttir; Skóla- vörðustíg 40 hér í Rvík. Hún tekur á móti gestum í Holta- gerði 59 í Kópavogi á af- mælisdaginn eftir kl. 17. T"7/T ára afmæli. í dag, 25. I U marz, er sjötug G. Larsína Einarsdóttir, heim- ilismaður á 7. deild Kópa- vogshælis. f* ára afinæli. Næstkom- OU andi þriðjudag, 27. þ.m., er sextug frú Guðbjörg Gunnarsdóttir, Háaleitis- braut 143 hér í Rvík. Maður hennar er Haraldur Ágústs- son skipstjóri. Þau taka á móti gestum á heimili sínu á Háaleitisbrautinni á afmælis- daginn, nk. þriðjudag, eftir kl. 16. f* ára afmæli. í dag, 25. OU marz, er sextugur Sverrir Tryggvason verk- stjóri, Fífuhvammsvegi 27, Kópavogi. Kona hans er frú Sigríður Þ. Þorsteinsdóttir. Þau eru að heiman. FRÉTTIR/ MANNAMÓT í DAG er miðfasta, þ.e.a.s. fjórði sunnudagur í sjöviknaföstu. Þá er í dag Maríumessa á föstu, sem er önnur í röðinni af árlegum sjö Maríumessum. Þetta er líka boðunardagur Maríu. Messu- dagur er til minningar um það, að Gabríel engill vitraðist Maríu mey og boðaði fæðingu Krists, segir í Stjömu- fræði/Rímfræði. LANDSPITALINN. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið tilkynnir i Lögbirtingi að það hafi skipað Egil Á. Jacobsen iækni, til þess að vera yfirlæknir í þvagfæraskurðlækningnm við handlækningadeild Landspítalans og tók hann við því starfi 1. febrúar. MÁLSTOFA í guðfræði. Næstkomandi þriðjudag verð- ur haldin málstofa í guð- fræði. Þá flytur prófessor Þorsteinn Gylfason fyrir- lestur sem hann nefnir: Trú og sannleikur. Málstofan er haldin í Skólabæ, Suðurgötu 26, og hefst kl. 16. Gleöileg teikn á lofti í íslenskum efnahagsmálum: - "iiimi Míí'' r&MU/VJD Við verðum að passa okkur á að fá ekki góðærisblindu. Ljóminn er kominn yfir Þjóðhagsstofn- un ... SAMHJÁLP kvenna. Þetta er einn stuðningshópur Krabbameinsfélagsins. Er hann skipaður konum sem hafa gengið undir bijóstaað- gerð. Hópurinn ætlar að hafa opið hús í Skógarhlíð 8 (húsi Krabbameinsfél.) mánudags- kvöldið kl. 20.30. Dr. Snorri Ingimarsson læknir mun fjalla um uppbyggingu og endurhæfingu krabbameins- sjúklinga. Umræður og kaffi- veitingar. Þessi samvem- stund hópsins er öllum opin, körlum jafnt sem konum. SAMTÖK um sorg og sorg- arviðbrögð. Opið hús í safn- aðarheimili Laugameskirkju n.k. þriðjudagskvöld kl. 20.30. Uppl. og ráðgjöf á sama tíma í s. 34516. KROSSGATAN œ 9 3 13 ■u n _ ____ 122 23 24 LÁRÉTT: — 1 óþokka, 5 stíga, 8 sýður, 9 fleyg ófreskja, 11 halda föstu, 14 mjó, 15 hundmð ára, 16 ákveð, 17 for, 19 andvari, 21 flyt sönglag, 22 blómunum, 25 sefi, 26 erfiði, 27 peningur. LÓÐRÉTT: — 2 ástfólgin, 3 óþett, 4 klífa, 5 vísar frá, 6 heiður, 7 smábýli, 9 svallar, 10 eldspýtur, 12 renna, 13 ríkur, 18 sæla, 20 kyrrð, 21 einkennisstafir, 23 leit, 24 óþekktur. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: — 1 óhæfa, 5 ólæst, 8 áræði, 9 hæpið, 11 ang- an, 14 ill, 15 vanin, 16 ilina, 17 náð, 19 rann, 21 munn, 22^gýgurinn, 25 kýs, 26 ára, 27 ger. LÓÐRÉTT: — 2 hræ, 3 fái, 4 arðinn, 5 óðalinu, 6 lin, 7 sóa, 9 hæversk, 10 penings, 12 griðung, 13 nóamir, 18 áður, 20 ný, 21 mi, 23 gá, 24 Ra. ÁRBÆJARKIRKJA. í kvöld kl. 20 er æskulýðs- fundur. FÉLAG matarfræðinga og Félag matartækna heldur félagsfund í húsi BSRB ann- aðkvöld. Gestur fundarins verður Heiðar Jónsson snyrtir. SKÓLAKÓR Hvassa- leitisskóla við Stóragerði heldur tónleika í íþróttasal skólans í dag kl. 15, fyrir nemendur, aðstandendur þeirra og velunnara skólans. Söngstjóri er Þóra V. Guð- mundsdóttir. Samtímis fer fram í skólanum kaffisala og hlutavelta. SELJAKIRKJA. Bama- og æskulýðsstarf. Yngri KFUK stúlkur halda fund mánudag kl. 17.30 og eldri stúlkur kl. 18.30. Æskulýðs- félagið Seli heldur fund um kvöldið kl. 20. FÉLAG farstöðvaeig- enda — deild 4, hér í bæn- um, efnir til páskabingós fyr- ir félagsmenn og gesti þeirra kl. 13.30 í Borgartúni 32, Risinu, í húsi því sem Klúb- burinn var til húsa. FELLA- og Hólakirkja. Annaðkvöld er æskulýðs- fundur kl. 20.30. ITC-deildin Kvistur heldur fund annað kvöld kl. 20 í Holiday-Inn hótelinu. FÉLAG eldri borgara. í dag er opið hús í Goðheimum kl. 14. Frjálst spil og tafl. Dansað verður kl. 20. SELTJARNARNES- KIRKJA. Mánudagskvöld kl. 20 er æskulýðsfundur. AGLOW — kristileg samtök kvenna — heldur al- mennan fund sem opinn er öllum konum annaðkvöld í Kristalsal Loftleiðahótels kl. 20-22. Gestur fundarins verð- ur Helga Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Hún mun þjónusta með söng og prédik- un. HALLGRÍMSKIRKJA. í dag verða tónleikar Listvina- félags kirkjunnar kl. 17. Daði Kolbeinsson leikur á óbó og Hörður Áskelsson organisti leikur á orgel kirkjunnar. Annaðkvöld eru kvöldbænir með Passíusmálmalestri kl. 18. RÆÐISMAÐUR. í tilk. frá utanríkisráðuneytinu í Lögbirtingi segir að skipaður hafí verið ræðismaður íslands í Tel Aviv, með aðalræðis- mannsstign. Ræðismaðurinn er Peter G. Naschitz. Heim- ilisfang ræðismannsskrifstof- unnar er þar í borg 13 6 Rotsc- hild Blvd. AFLAGRANDI 40. Þjón- ustumiðstöð aldraðra. Opið hús á morgun kl. 13-16.30. Fijáls spilamennska og kaffi- veitingar. Vinnustofan verður opin á sama tíma. Er svo alla mánudaga, fimmtudaga og föstudaga. Almenn handa- vinna er á mánudögum, fimmtudögum og föstudög- um. Föndur á þriðjudögum. Á miðvikudögum er silki- og taumálun. Nánari uppl. í s. 622571. LITLA-HRAUN. For- stjóri fangelsins á Litla- Hrauni auglýsir í Lögbirtingi lausa stöðu aðstoðarvarð- stjóra við fangelsið. Setur hann umsóknarfrest um starfið til 10. apríi nk. NESKIRKJA. Barna- og æskulýðsstarf á morgun kl. 16 fyrir 12 ára og fyrir 13 ára og eldri kl. 19.30. Mömmustund, opið hús, fyrir mæður með börn sín er kl. 10-12 á þriðjudögum. B ARÐSTRENDIN G A- FEL. Spilafundur er í dag kl. 14 í Skipholti 70. Kaffi- veitingar. GARÐASÓKN. Aðalsafn- aðarfundur verður annað- kvöld í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli og hefst hann kl. 20. Kaffi verður borið fram að loknum fundarstörfum. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag komu þessi nóta- skip inn: Húnaröst, Helga II, Svanur og Jón Finnsson. Þá fóru til veiða Freyja og Jón Baldvinsson. Togarinn Elín Þorbjarnardóttir for að lokinni viðgerð. í gær var rannsóknarskipið Bjarni Sæ- mundsson væntanlegt. í dag er Hekla væntanleg úr strandferð. Á morgun er Brú- arfoss væntanlegur að utan og franskur togari á morgun. ÞETTA GERÐIST 25. mars ERLENDIS: 1826: Brazilía fær stjórnar- skrá og þingbundna konungs- stjórn. 1918: Claude Debussy tón- skáld látinn. 1957: Rómarsáttmálinn um stofnun Efnahagsbandalags- ins og Euratom undirritaður. 1966: Fimm fjallgöngumenn klífa Eigertind, Sviss, fyrstir manna. 1976: Feisal konungur Saudi-Arabíu ráðinn af dög- um og Khaled konungur tek- inn við. 1979: Sadat forseti og Begin forsætisráðherra ná sam- komulagi um friðarsamning í Washington. HÉRLENDIS: 1542: Kristján III. boðar bisk- upana Jón Arason og Gizur Einarsson á sinn fund. 1919: Þjóðræknisfélagið stofnað. 1941: Þjóðveijar stækka hafnbannssvæðið og segja að ísland sé „komið á ófriðar- svæðið". 1956: Selfosskirkja vígð. 1968: Bandarísk herþota hrapar við Fellsmúla. 1972: Skeiðarárhlaup sjatna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.