Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 27
ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR Sendikennari í Kiel Auglýst er staða sendikennara (lektors) í íslensku við háskólann í Kiel í Vestur-Þýskalandi. Staðan er laus 1. október næstkomandi og er veitt til 3-4 ára. Kennarum er ætlað að kenna íslenskt mál á öllum stigum, en auk þess getur verjð um valfijálsa bókmenntakennslu að ræða. Nokkur kunnátta í þýsku er nauðsynleg. Áhöfti til Namibíu Þróunarsamvinnustofnun Islands auglýsir eftir skip- stjóra, tveimur stýrimönnum og tveimur vélstjórum á hafrannsóknarskip fyrir stjórnvöld í Namibíu. Þróunars- amvinnustofnun áformar að taka að sér rekstur skipsins. Umsækjendur þurfa að hafa full alþjóðleg réttindi og reynslu af fiskveiðum á stærri fiskiskipum. Sérfræðingar Krabbameinsdeild Landsspítalans auglýsir eftir tveimur sérfræðingum frá og með 1. ágúst næstkomandi. Þá er staða aðstoðarlæknins við svæfinga- og gjörgæsludeild laus til umsókna. Einnig leitar Landsspítalinn eftir líffræð- ingi til starfa á taugalækningadeild. Framkvæmdasljóri Nýstofnað útgerðarfyrirtæki út á landi leitar eftir manni í stöðu framkvæmdastjóra. Leitað er eftir einstaklingi sem hefui; menntun og starfsreynslu í þessari atvinnu- grein. Góð laun er sögð í boði. FramleiðsluslJ óri Iðnfyrirtæki í Reykjavík leitar að framleiðslustjóra, sem á að hafa yfirumsjón með allri framleiðslu og framleiðslu- tækjum fyrirtækisins, þ.m.t. áætlanagerð, eftirlit, vöru- þróun og starfsmannahald. Óskað er eftir menntun í matvælafræði, efnafræði, verkfræði, tæknifræði eða öðr- um fræðum á sviði matvæla- og/eða framleiðslu. Landakot leitar eftir hjúkrunaríræðingi Staða hjúkrunarfræðings við lyflæ'.ningadeild St. Jó- sefsspítala, Landakoti, er laus til umsóknar. Þá er óskar sjúkrahúsið einnig eftir sjúkraliða á sömu deild. Einnig er laus staða röntgentæknis. Útboð í Blönduvirkjun Landsvirkjun leitar eftir tilboðum í byggingu starfs- mannahúsa við Blönduvirkjun. Um er að ræða smíði húss með herbergjum fyrir starfsfólk, mötuneyti, tóm- stundaaðstöðu og geymslum svo og smíði húss fyrir stöðv- arstjóra auk annars. Þroskaþjálfaskólinn Umsóknarfrestur fyrir skólavist í Þroskaþjálfaskóla íslands er til 30. apríl næstkomandi. Verðandi nemendur verða að hafa lokið stúdentsprófi eða stundað hliðstætt nám. Útboð fyrir Perluna Innkaupastofnun Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í lampabúnað, ljósgjafa og annan fylgibúnað í útsýnishús Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð. Tilboð verða opnúð á skrifstofu Innkaupastofnunar þriðjudaginn 24. apríl nk. Ferðir um landið Ferðafélag íslands auglýsir nokkrar ferðir um landið, þar á meðal árshátíðarferð í Viðey. Auk þess gengst félagið fyrir kvöldvöku næstkomandi miðvikudag í Sókn- arsalnum. Útivist auglýsir meðal annars afmælisgöngu á Keili. Morgunblaðið/Þorkell Einar Páll Svavarsson hjá Ábendi, en hann ásamt Ágústu Gunnarsdóttur hefur gefið út handbók til leiðbeiningar þeim sem hyggjast sækja um vinnu. Atvinnuumsóknin geturskipt sköpum Ábendi gefur út handbók fyrir þá sem eru í atvinnuleit RÁÐNINGASTOFAN Ábendi sf. hefur gefið út handbók fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum, til dæmis námsfólk sem er á leið út á vinnumarkaðinn, fólk sem er atvinnulaust og þá sem vilja skipta um starf. Höfimdar bókarinnar eru eigendur Ábendis Ágústa Gunnarsdóttir og Einar Páll Svavarsson. Einar Páll segir að hugmyndin hafi kviknað þegar þeim varð ljóst, hversu misjafnlega almenningi gengur að útbúa at- vinnuumsóknir. Fólk skili þeim inn á alls kyns blöðum, jafnvel sneplum. Áberandi sé að þeir sem hafi verið í námi í Bandaríkjunum séu meðvitaðri um að senda frá sér vandaðar umsóknir. Bókin skiptist í fimm kafla. í fyrsta kafla er vísir að prófí, sem hjálpar fólki til að taka ákvörð- un um hvaða framtíðarstarf henti hveijum fyrir sig. Annar kafli fj'all- ar um að setja saman góða atvinnu- umsókn, sá þriðji um hvernig vinnu- stað sóst er eftir t.d. fámennum eða fjölmennum, ríkisstofnun, einka- rekstri o.s.fi’v. Fjórði kaflinn ijallar um að koma sér á framfæri og fimmti kaflinn að meta starfstilboð. „Ég veit ekki til að f>að sé neins staðar kennt að sækja um atvinnu og fólk virðist oft ekki gera sér grein fyrir því að umsóknin skiptir máli fyrir fyrstu úrvinnslu. Það kemur fyrir að mjög hæft fólk sæk- ir um starf, en það kann ekki að fylla út umsókn, og dettur því strax út. Oft heyrast þær raddir að fólk vilji ekki setja of mikið um sjálft sig í umsóknirnar, því það fái jafn- vel ekki svar til baka og viti þar af leiðandi ekki hvar upplýsingarn- ar eru niður komnar. En það þarf þekkingu til að setja nógu miklar upplýsingar inn án þess að segja frá sínum einkamálum. Þau koma fram í viðtali síðar,“ segir Einar Páll. Hann segir að þau hafi mikinn áhuga á að koma bókinni inn í skólana og því séu þau að kynna námsráðgjöfum og kennurum hana. Hann sé alveg viss um að bókin nýtist vel krökkum í framhaldsskól- um. Atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur haldið námskeið fyrir at- vinnulaust fólk og segir Einar Páll að bókin sé nú notuð sem kennslu- | efni þar. Akranes: Um 150 manns at- vinnulausir Atvinnuástandið á Akranesi er enn erfitt og eru ekki miklar Hkur á því að það breytist á næstunni. Nú eru um 150 manns á atvinnu- leysisskrá og er það svipuð tala og verið hefur á undaníörnum mánuðum. Atvinnuástandið var til umræðu á bæjarstjómarfundi í síðustu viku. og lýstu bæjarfulltrúar miklum áhyggjum. Einn bæjarfulltrúinn sagði að ástandð væri mun verra en það liti út fyrir við fyrstu sýn, því mörg fyrirtæki héldu að sér höndum við að segja upp fólki, þó lítil atvinna væri. Því væri töluvert dulbúið at- vinnuleysi. Ekki er ástandið þó alslæmt því smábátarnir fiska mjög vel og sömu- leiðis togararnir. Þá hafa loðnubát- arnir veitt vel í vetur og hefur vinna við fiskvinnslu því verið stöðug og góð. Að minnsta kosti þijú fyrirtæki hafa verið lýst gjaldþrota á síðustu vikum í bænum. Gísli Gíslason bæjarstjóri sagði að atvinnuástandið væri mönnum mikið áhyggjuefni. „Við höfum allar klær úti til að finna fleiri atvinnutækifæri fyrir fólk, en því miður virðist ekki vera ástæða til bjartsýni í þeim efn- um,“ sagði Gísli. — jg Raufarhöfii: Góð atvinna ATVINNUÁSTAND á Raufar- höfii hefur verið gott að undan- lornu. Rauðinúpur fer á veiðar eftir helgi og Atlanúpur er að skipta yfir í rækju. Loðnuvertíð er að ljúka og komu 45 þúsund tonn á land. Veiði var lítil fyrir áramót, en úr rættist á nýju ári. Eftir áramót komu nær 43 þúsund tonn á land miðað við 16 þúsund á síðasta ári. Þeir sem voru í verksmiðjunni eru að tygja sig á grásleppuveiðar og síðar hand- færi. Þrír hafa verið á atvinnuleysis- skrá í mars en nú aðeins einn. Fast starfsfólk í frystihúsinu hefur haft vinnu í allan vetur. — Helgi Hjúkrun: Hjúkrunarþjónustan tekur til starfa HJÚKRUNARÞJÓNUSTAN var nýverið sett á stofn, og sérhæfir hún sig í heimahjúkrun. Að henni standa hjúkrunarfræðingar sem starfa sjálfstætt við hjúkrun í heimahúsum, og segja aðstandendur hennar að starfsemin sé stórt skref innan heilbrigðiskerfisins. Starfseminni var komið á fót í framhaldi af útgáfu reglugerð- ar, um starfsemi hjúkrunarfræð- inga sem starfa sjálfstætt að heima- hjúkrun. Ingigerður Jónsdóttir, einn forsvarsmanna Hjúkrunarþjón- ustunnar, segir hana byggða á þeim grundvallai-viðhorfuni að allir eigi -- rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, og að sjúklingar eigi val- kost innan heilbrigðisþjónustunnar. „Þjónusta okkar er alfarið greidd af Tryggingastofnun ríkisins," sagði hún aðspurð um kostnað sjúklinga af þjónustunni. „Við stefnum að því að aðstoða einstakl- inga við að takast á við erfiðleika og verða sem mest sjálfbjarga. Hjúkrunin felst í því að annast sjúkling í samvinnu við ljölskyldu hans, og er reiknað með að fjöl- skyldan sé virkur meðferðaraðili," sagði Ingigerður ennfremur. Hjúkrunarþjónustunni er skipt í eftirfarandi sérsvið: Barnahjúkrun, hand- og lyflæknishjúkrun, heilsu- gæslu, öldrunarhjúkrun og geð- hjúkrun. Hjúkrunarþjónustan er til húsa að Lágmúla 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.