Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARZ 1990 Mótmæli í Riga: Umhverfismengun veldur áhyggjum. Litháen og Pólland voru sameinuð 1569 og yfirstéttin varð hálfpólsk. Rússar innlimuðu allt Litháen þegar Póllandi var skipt á árunum 1772-1795. Þeir bönnuðu útgáfu bóka á litháísku 1863 og það bann stóð í 40 ár. Þýzku riddararnir Lettar eru náskyldir Litháum, en flestir lútherstrúar eins og Eistlend- ingar, sem eru hins vegar skyldir Finnum og Ungverjum. Eistland og norðurhluti Lettlands voru hluti af Líflandi (Lívóníu) fyrr á öldum. Það land var kennt við finnska þjóð, sem þýzk riddara- og stríðsmunkaregla, Líflenzku ríddararnir eða Sverðrídd- ararnir, hnepptu í ánauð á 13. öld. Líflenzku riddararnir kristnuðu og undirokuðu heiðna ættflokka með- fram norðausturlandamærum Þýzk- alands ásamt Tevtónsku ríddur- unum. Þýzku riddaramir dreifðust um allt Eystrasaltssvæðið pg komust yfir miklar jarðeignir. Líflenzku ridd- ararnir gerðu Lífland að öflugu ríki og lögðu undir sig Kúrland (nú suð- ur- og vesturhluti-Lettlands), en biðu algeran ósigur fyrir Litháum við Siauliai (1236). Þess vegna mynduðu þeir bandalag með Tevtónsku ríddur- unum, sem stóð til 1525. Þýzk menning dafnaði í Tallinn (Reval) - sem Danir stofnuðu 1219 - Riga, Tartu (Dorpat) og fleiri Hansabæjum á ströndinni. Siðaskipt- in og árásir Rússa úr austri drógu úr mætti Lífienzku ríddaranna og reglan var lögð niður (1561). Stór- meistari þeirra varð fyrsti hertoginn af Kúrlandi, en laut Póllandskon- ungi. Við tók togstreita milli Pól- veija, Rússa og Svía um yfirráð í Eystrasaltshéruðunum. Latgale í Líflandi (nú Norðaust- ur-Lettlandi) lenti undir yfirráðum Pólvetja og síðan Rússa (1772) og íbúarnir urðu rómversk-kaþólskir. Svíar náðu yfirráðum yfir Eistlandi (1561). Seinna virtust margir Eist- lendingar líta með söknuði til valda- ára Svia og töluðu um „gömlu góðu dagana". Vidzeme í Líflandi (nú Norðvestur-Lettland) lenti fyrst undir yfirráð Pólvetja og síðan Svía (1629). Rússnesk kúgun í bytjun 18. aldar beindist athygli Péturs mikla að strönd Eystrasalts, því að hann vildi tryggja Rússum aðgang að sjó í norðri. Eftir lang- vinna stytjöld við Karl XII hrifsaði hann bæði Vidzeme og Eistland af Svíum 1710. Rússar náðu síðan yfir- ráðum yfir öllu Lettlandi við þriðju- skiptingu Póllands 1795. Seinna fór mestöll verzlun Rússa við Vestur- Evrópu um hafnarborgirnar Riga, Libau (Liepaja) og Windau (Vent- spils) í Lettlandi. Trúareldmóður þýzku riddararanna hvarf og þeir gleymdu gömlum hugsjónum, en þeir héldu landareignum sínum. Yfir- stétt voldugra, þýzkra landeigenda réð lögum og lofum í Eystrasaltshér- uðum Rússa til 1914 og þeir gegndu helztu embættum. Flestir þeirra voru afkomendur riddaranna og þeir voru kallaðir „baltnesku barónamir“. Flestir Eistlendingar og Lettar voru leiguliðar og þjónar á stórbýlum þýzkra og rússneskra landeigenda, en tilraunir Rússa til að gera þá grísk-kaþólska voru unnar fyrir gíg. Uppreisnir voru ekki óþekktar. Eystrasaltsþjóðirnar stóðu með Bandamönnum í heimsstyijöldinni 1914-1918, þar sern þær lutu Rúss- um. Eystrasaltssvæðið varð blóðugur vígvöllur Rússa og Þjóðveija og eyðileggingin var gífurleg. Þjóðveij- ar hertóku Litháen, Kúrland og Pól- landshémð Rússlands 1915. Þýzk leppstjórn var mynduð í Litháen með stuðningi pólskra íbúa þar og önnur í Kúrlandi með stuðningi þýzkra Balta. Sjálfstæði Eistlendingar fengu sjálfstjórn skömmu eftir að stjóm Rússakeisara var steypt 16. marz 1917. Landa- mæri voru ákveðin og þjóðarráð myndað (12. apríl), en rauðliðar trufluðu starf þess. Þjóðveijar hmndu lokasókn Rússa um sumarið og komust til Riga eftir mikla gagn- sókn. 1 októberbyltingunni urðu lett- neskir skotliðar Lenín að miklu liði og urðu lífverðir hans. Nokkrir þeirra náðu æðstu metorðum í Rauða hernum. SJA BLS. 21 19 Í HEIMSÓKN Í EISTLANDI Frelsið má kosta fátækt Texti og myndir: Jón Ólafsson TALLINN, höfuðborg Eistlands, er ákaflega falleg borg, aðkomumaðurinn heillast af henni við fyrstu sýn, einkum ef hann er svo heppinn að koma til borgarinnar á björtum degi. Miðborgin er gömul, þar vitna virðulegar byggingar um forna frægð. Hún stendur býsna glæsilega á hamri; þaðan er útsýni vítt til allra átta. Þegar gerð er stuttleg úttekt á vöruúrvali í búðum kemst maður fljótt að því að það er meira en í Moskvu. Hinn alræmdi sovéski vöruskortur virðist ekki heija jafn grimmilega á Eistlendinga og ýmsar aðrar Sovétþjóðir. Biðraðirnar eru styttri og enginn æsingur eða asi. Enda er það mál manna að Eistland sé það rólegasta af Sovétlýðveldunum. En engu að síður er hér sjálfstæðisbarátta háð af kappi. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun Gallup-fyrir- tækisins vilja 90% Eistlendinga að landið losi sig úr Sovétríkjunum sem fyrst og verði sjálfstætt og full- valda ríki. í könnuninni kom raunar líka fram að á milli 40% og 50% Rússa sem búsettir eru í Eistlandi eru einnig þessarar skoðunar sem kom mörgum á óvart. Skoðanakönnunin sýndi jafnframt að sárafáir telja tillögur Gorbatsjovs um Sovétríkin sem laustengt bandalag nánast sjálfstæðra ríkja raunhæfar eða að Eistlendingar geti bundið einhveijar vonir við slíkt fyrirkomulag. Málstaður Estlendinga er auðvitað hveijum manni auðskilinn, menn vilja líta svo á að landið hafi í raun verið hersetið í hálfa öld. Meira að segja Æðsta ráð Eistlands gaf nýlega út yfirlýsingu þess efnis að opin- berlega litlu eistnesk yfirvöld svo á. Hinsvegar er erfitt að fá nákvæm svör við því hjá fólki sem maður tekur tali, hvers vegna landið þurfi endilega að vera sjálfstætt ríki. „Við viljum frelsi, jafnvel þótt það kosti meiri fátækt,“ segir fólk. En þegar reynt er að grafast fyrir um. það, hvað þetta frelsi merki og hvers vegna það geti ekki samræmst áformum um nýsköpun Sovétríkjanna verður fátt um svör. En ein ástæða er raunar augljós. Um hana fær maður ábendingu eftir að farið er að kvölda og eftir áhugaverðan og ánægjulegan dag í borginni langar mann að setjast inn í veitingahús eða bar. Þá er heldur komið annað hljóð í strokkinn. Hvergi er hægt að komast inn nema með því að veifa dollurum eða öðrum „hörðum“ gjaldeyri. Rúblurnar eru allt í einu einskis virði, ekki einu sinni hægt að borga fyrir leigubíl með þeim. A meðan Eistlendingar nota sama gjaldmiðil og Sovétríkin eru þeir á kafi í sama feni og þau, haugum af verðlausum peningum. „Milljarðar, sem ekkert er hægt að kaupa fyrir“ einsog sagði einhversstaðar, standa öllum efnahagsframförum fyrir þrifum. Eist- lendingar sjá möguleika sína í því að losa sig út úr þessu efnahagskerfi og byggja upp sitt eigið sem lítil en sjálfstæð þjóð. Og jafnvel þótt það virðist erfitt er fyrirtækið kannski ekki jafn geigvænlegt og viðreisn sovésks efnahagskerfis. Tallinn hefur svipaðar andstæður að geyma og svo margar sovéskar borgir á þessum breytingatímum: Ljúf og vinaleg að degi til en hörð og kuldaleg á kvöldum og nóttum. „Umskipti heimta hjörtu okkar, umskipti heimta augu okkar, umskipti! Við ætlumst til umskipta“ sungu popparar í Leningrad fyrir nokkr- um árum og máttu fyrir vikið þola allskyns kárínur af hálfu yfirvaldanna. Nú eru umskiptin komin, en hafa líklega meiri erfiðleika í för með sér en flesta grunaði. Tallinn — borgarar og hermenn á helstu verslunar- götunni. KOMMÚNISTINN Rússar viðurkenni hernám Eistlands GEORG SOOTLA er starfsmaður miðstjórnar einstneska komm- únistaflokksins, nánar tiltekið hugmyndafræðideildar hennar, og hefur sem slíkur aðsetur í gríðarstórri byggingu miðstjórn- arinnar í miðborg Tallinn. Hann er heimspekingur að mennt, kandidat frá Moskvuháskóla og hefur skrifað nokkrar bækur um heimspekileg efiii auk þess að kenna heimspeki. Georg er einn þeirra sem fyrir tíð Gorbatsjovs voru víðsfjarri sovéskum stjórn- málum einsog þau gerðust í þá daga en hafa í kjölfar perestrojk- unnar hellt sér útí póiitík. Hann telur að von bráðar muni eistneski kommúnistaflokkur- inn klofna í tvær eða þijár fylkingar og það verði raunar fyrr eða síðar örlög sovéska kommúni- staflokksins. Því gerir hann ekki ráð fyrir því að starf hans í hug- myndafræðideild miðstjórnarinnar verði til frambúðar, það eru breytin- gatímar og erfitt að sjá fyrir hvern- Georg Sootla: „Gorbatsjov er eina vonin . . ig mál munu þróast. En eins og allur þorri Eistlendinga telur Georg að fullt sjálfstæði sé mikilvægasta keppikeflið sem stendur. „Það er auðvitað klárt mál að Gorbatsjov er okkar eina von í þeim efnum. Ég held að langviturlegast væri fyrir hann og sovésk yfirvöld að viðurkenna þá staðreynd að innganga Eistlands í Sovétríkin 1940 var í raun hernám. Það var engin tilviljun að sovéskar hersveit- ir skyldu halda innreið sína í landið 16. júní 1940, daginn eftir að Þjóð- veijar tóku París. Það er óhjákvæm- ilegt að Eistlendingar lýsi yfir sjálf- stæði sínu en ef Rússar viðurkenna að landið hafi verið hernumið 1940 jafngildir sjálfstæði Eistlands ekki úrsögn úr Sovétríkjunum heldur því, að hernáminu hafi verið aflétt. Þetta mundi valda því að önnur Sovétlýðveldi gætu ekki krafist sjálfstæðis á sömu forsendum og Eistland. Aðalmálið er að samkom- ulagið sem gert var 1920 á milli Sovétrússlands og Eistlands um fullt sjálfstæði Eistlands verði lagt til grundvallar í samningaviðræðum á milli Sovétríkjanna og Eistlands um það hvernig staðið skuli að sjálf- stæði landsins. Við viljum einfald- lega að Tartu-friðurinn svokallaði verði virtur." — En óttast fólk ekki að ólga í Rússlandi og þjóðernisdeilur í Mið- Asíu og Kákasuslýðveldunum geti sett strik í reikninginn í Eistlandi? „Jú, auðvitað. Eins og ég sagði bindum við ailar okkar vonir við Gorbatsjov. Fari hann frá völdum er ég ekki bjartsýnn á framhaldið. Og innanlandsdeilur í Sovétríkjun- um gætu leitt til falls hans. Hins- vegar má kannski hugsa sér að verði allt vitlaust í sjálfu Rússlandi muni enginn taka eftir því þótt Eistland smeygi sér hljóðlega burtu. Ekki frekar en nokkur tekur eftir því þótt hljóðlátur gestur hafi sig á brott úr fjölmennri og fjörugri veislu.“ — Hvernig sérð þú framtíð Eist- lands sem sjálfstæðs ríkis? Hvernig geta Eistlendingar komið undir sig fótunum efnahagslega? „Það er enginn efi á því að ferða- mannaiðnaður og víðtæk þjónustu- starfsemi mun verða mikilvægasta atvinnugreinin í nýsköpun efna- hagslífsins hér. Eistland getur til dæmis orðið einskonar gluggi Sov- étríkjanna til vesturs. Hér er mikill áhugi fyrir því að byggja upp versl- unar- og viðskiptamiðstöð. Þess vegna er líka mikilvægt að ríkið hafi eigin gjaldmiðil, óháðan rúbl- unni. I Eistlandi væri líka hægt að koma upp ferðamannaþjónustu sem næði til allra Sovétríkjanna. Nú er einmitt verið að vinna að því að koma slíkri þjónustu á laggirnar. Við viljum geta notfært okkur það að við höfum yfirgripsmikla þekk- ingu á aðstæðum alls staðar í Sovétríkjunum, það er sú færni sem við höfum helst uppá að bjóða eins og sakir standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.