Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.03.1990, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUPAGUR 25. MARZ 1990 IPPU I W aidAJaK'JDflOK 9<> TlNNIinAfíTIR MAR7, 1990 ----------------------------------------------- MORGUNBLAÐIÐ -SUNNUDAGUR -25. MARZ 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Batnandi horfiir A Ymislegt bendir nú til þess, að við höfum náð botni í þeim öldudal í efnahags- og at- vinnumálum, sem við höfum verið í á þriðja ár. Samkvæmt endur- skoðaðri þjóðhagsspá, sem Þjóð- hagsstofnun hefur sent frá sér, er talið að um einhverja aukningu þjóðartekna verði að ræða á þessu ári, minni viðskiptahalla en áður hafði verið búizt við og að kaup- máttur minnki ekki jafnmikið og áður hafði verið áætlað. Ástæðan fyrir þessum breyt- ingum er annars vegar hækkandi verð á sjávarafurðum okkar er- lendis. Þessi hækkun kom fyrst fram á saltfiski en síðan hefur verð á öðrum fisktegundum hækkað, a.m.k. í Evrópu, sem verður stöðugt þýðingarmeiri markaður fyrir fiskafurðir okkar. Hins vegar eru svo kjarasamning- amir, sem gerðir voru fyrir nokkr- um vikum, sem leiða til þess að betri horfur em nú í efnahagsmál- um okkar en áður. Er nú jafnvel búizt við, að verðbólgan geti komizt niður á svipað stig og hún var við lok viðreisnartímabilsins, sem væri auðvitað stórkostlegur árangur. Þetta eru enn þá spádómar en ekki raunveruleiki, nema að tak- mörkuðu leyti, svo að það er fullt tilefni til að ganga hægt um gleð- innar dyr. Engu að síður hljóta þessi tíðindi að auka mönnum kjark og bjartsýni en á hvom tveggja hefur skort á undanföm- um misseram. Við höfum á hinn bóginn langa reynslu af því, að okkur hættir til að misnota uppsveiflu í efna- hagsmálum. Þess vegna er full ástæða til að taka undir varnaðar- orð, bæði forsætisráðherra og. annarra, sem hafa bent á nauðsyn þess að sporna við nýrri þenslu. Það er svo aftur annað mál, hvernig það verður bezt gert. Einar Oddur Kristjánsson, for- maður Vinnuveitendasambands íslands, segir í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að nú skipti öllu máli, að framleiðslufyrirtækin nái að hagnast og að sá hagnaður verði notaður til þess að greiða niður skuldir fyrirtækjanna. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, lýsti svipuðum skoðunum í Morgunblaðinu í gær er hann sagði: „Útgerðarfyrir- tækjum og fiskvinnslu veitir sannarlega ekki af að fá að lepja dálítinn rjóma, þau hafa verið í harki undanfarin ár og ákjósan- legast væri, að þau fengju tekjur til að greiða af skuldum sínum.“ Báðir telja þeir umræður um gengishækkun ekki tímabærar en Einar Oddur telur, að verði vart nýrrar þenslu hljóti menn að beita ströngum aðgerðum í peninga- málum til þess að vinna gegn henni. Umtalsverð vaxtahækkun er að sjálfsögðu einn helzti þátt- urinn í ströngum aðgerðum í pen- ingamálum, en nú hafa lánastofn- anir skuldbundið sig til þess að halda ákveðnu vaxtastigi í tengsl- um við nýgerða kjarasamninga; þannig að tæpast á formaður VSI við slíkar aðgerðir. Þjóðin hefur tekið gífurlegri kjaraskerðingu af ótrúlegri þolin- mæði undanfarin misseri. Þetta er sagt vegna þess, að kjaraskerð- ingin er orðin mun meiri en hún hefði þurft að verða og ástæðan fyrir því er sú, að stjórnmála- mennirnir hafa ekki haft bolmagn og þrek til þess að takast á við ríkisfjármálin á þann veg, sem nauðsynlegt hefði verið. Þegar og ef sú uppsveifla, sem menn sjá nú fyrir sér, 'fer að skila ein- hveiju í þjóðarbúið má ekki gleyma því fólki, sem hefur orðið verst úti á þessu samdráttar- skeiði, en það eru hinir lægstlaun- uðu. Og enn segir Kjarval: „Islendingar hafa sín próf úr náttúrunni, engu síður en aðrar þjóðir þó á sinn sjerstæða hátt. í þetta skiptið einkennir það samtíð vora, að við höfum ennþá nóg að borða, og gætum við því okkur að meinalausu tekið dálítið af eðli okk- ar undir smásjána, athugað gírug- heitin, grimmdina, vanahvatirnar og framfærsluhugsun vora og gjörvan hag okkar við náttúruna, og við ættum að gera þetta að okk- ar vísindagrein, að friða eitthvað það fyrir sjálfum oss, sem er okkur annars mikils virði. Eftirtektarvert er það, eftir því sem hvalaveiðara- hugsunin fullkomnast og finnur sinn hag nær settu marki, eftir því grípur stríðsæsingamöguleikinn víðtækara um sig í heiminum, og þó er þetta í sjálfu sjer engin furða, þar sem tilgangurinn er að veiða hið stóra hjarta, sem auðvitað tekur á móti hinni grimmúðlegu, mann- legu hyggjuhugsun og endurgeislar henni. Hið stóra hjarta heimssálar- innar, hvalanna, sortjerar undirtón- bylgjum, sem mundu glatast þess- um hnetti ef við högum okkur verr en óvitar. I þessu máli, sem er stórmál, ber að líta á það listræna í því tign- lega, tígulega lífi hvalanna, og það ósannanlega en þó í tilgátu, að hvalir hafi verið fyrr á öldum tamd- ir, og hafi haft viðskipti við landver- ur. Þar sem getið er um í Þúsund og einni nótt, Abdullah á landi og Abdullah í sjó, lengra eða skírar er þetta ekki orðað þar.. En í Biblíunni er lauslega getið um, að hvalir hafi verið farartæki milli landa. Því þá ekki á milli heims- álfa. Gæti það átt sjer möguleika, að hvalirnir yrðu í framtíðinni nokk- urskonar stórsport, til að viðhalda gleði hnattabúa hjer. Það yrði ein- ungis ef mönnum færi að skiljast hið lífræna sem hvalirnir gætu átt sem sameign með mönnum.“ M. (meira næsta sunnudag.) HVALIR ERU • dýrlegar skepnur. Mér er til efs ég hafi séð eftirminni- legri sýningu en þá sem háhyrningafjöl- skyldan stendur að í Sea World í Flórída. Hvflík veizla af undursamlegri tign og marg- breytileika náttúmnnar(l) Ég ætla ekki að fara nánar útí þá sálma, enda minnir mig það hafi verið fjall- að um þessar skepnur í Reykjavík- urbréfi á sínum tíma. En mig langar að drepa á annað, ekki óskylt efni. Kvæðaflokk Heathcotes Williams, Hvalaþjóðin (Whale Nation), sem út kom sumar- ið 1988. Það er athyglisvert prósa- ljóð. í því er þó meira af merkileg- um upplýsingum en óvæntum, frumlegum eða innlifuðum skáld- skap. Saga hvalsins, þessarar stærstu og tignarlegustu skepnu jarðar, er orðin 50 milljón ára göm- ul. Með þó nokkru flugi lýsir Will- iams því hvernig óþekkt spendýr gekk í sjóinn í leit að fæðu og skjóli. Útlimir hennar breyttust hægt og sígandi í vatnsvængi. Hvalir eru sparneytnir einsog búddamunkar og eyða mestum hluta sinnar löngu ævi í leiki. Þeir geta verið heila átta mánuði án fæðu. Þeir eru músíkalskir og syngja að máltíð lokinni. Og tónlist þeirra berst langar leiðir í þögulum undirdjúpum. Eyru þeirra em 20 sinnum næmari en eyru mannsins. Hvalir búa yfir minningu 50 milljón ára, svoað litningar þeirra hljóta að vera þær tölvur sem geyma hvað mesta þekkingu um líf jarðar og náttúru. OG NÚ SNARA ÉG LITL- • um kafla, lauslega: Blá- hveli er nærri 34urra metra langt. Það vegur 170 tonn. Jafngildir þyngd tvö þúsund og sjö hundruð manna. Tunga þess er þriggja metra þykk, þyngri en fíll. Það hefur sjö maga. Æðar sem maður gæti synt í. Hjarta sem er hálft tonn á þyngd og átta tonn af blóði. Það hefur sjötonna eistu. Það étur milljón hitaeiningar á dag. Það hefur jafnmargar lifandi frum- ur í líkamanum og fólkið er margt á jörðinni. Það lifir í hundrað og tuttugu ár . . . EKKI TALDI KJARVAL •við hæfi að stunda hernað gegn slíku náttúruundri; þessum félaga mannsins á jörðinni; þessu alheimseyra undirdjúpanna; þessari goðsögulegu skepnu í flókinni trú- fræði mannsins. Kjarval segir svo í hvalagrein í Morgunblaðinu 14. marz ’48: „Síðan íslendingar urðu einn þátturinn í þjóðabandalaginu, er augljóst að við verðum að vera eftir- tektarsamir um gjörðir vorar á hinn náttúrlegasta hátt og gera okkur dálítið merkilega á alþjóðavísu. Þurfum við þá að hafa mótiv, svo að máÞþað er við tölum skiljist, og verði lifandi mál. Það sem við getum gert í þessu efni, er að byggja hvala- friðunarskip - á sama tíma er hyggja annarra útgerðarfjelaga stefnir til þess að veiða hið stóra hjarta.“ Og Kjarval heldur áfram: „Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins. Hvalafriðunarskip mundi miklu ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin. Verið gæti að hlegið yrði að slíkri skipshöfn, slíku skipi, jafnvel dregið háðsflagg við hún, en hvað gerði það til. Hlátur sá væri hollur, vel undir byggður, þjóðir vissu á hvaða rótum sá væri runninn. Samþjóðir mundu skilja þetta mál vort, og fá tiltrú til þess, af fagurfræðilegum ástæðum, og trúa því að við byggj- um fagurt land við fagran himin.“ HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF FRUMVARP til út- varpslaga liggur nú fyrir Alþingi. Frumvarpið vek- ur spurningar um mörg atriði, sem nauðsynlegt er að ræða ítarlega, áður en það verður að lögum. í upphafi greinargerðar þess stendur til dæmis: „Ein meginbreyting [á þessu frum- varpi ýrá frumvarpi sem nefnd undir for- ystu Ögmundar Jónassonar samdi] er fólg- in í að ákvæði um fjölmiðlasjóð eru felld niður enda er gert ráð fyrir því að flytja síðar frumvarp um Menningar- og fjöl- miðlasjóð, sem leysi af hólmi gildandi lög um Menningarsjóð og menntamálaráð og Menningarsjóð útvarpsstöðva. Fyrirhugað er að hinn nýi sjóður hafi svipuð verkefni og gert er ráð fyrir í framvarpsdrögunum um Fjölmiðlasjóð eins og þau lágu fyrir sl. vor.“ Hér í Reykjavíkurbréfi var hinn 2. apríl 1989 farið gagnrýnisorðum um tillögur nefndar Ögmundar Jónassonar, meðal annars um þau ákvæði sem lutu að fjölmiðlasjóðnum. Nefndin gerði ráð fyrir því, að 12% af auglýsingatekjum allra miðla yrðu lögð í þennan sjóð, auk þess rynnu þangað 12% af aðflutningsgjöldum sjónvarps- og hljóðvarpstækja annars veg- ar og 6% af innflutningsverði móttökubún- aðar fyrir gervihnattasjónvarp hins vegar. Áætlaði nefndin, að í sjóðinn rynnu a.m.k. 300 milljónir króna. Síðan sagði í áliti hennar: „Telur nefndin að það gæti verið eins konar vinnuregla að þriðjungur þessa fjár renni til ljósvakamiðla til þess að efla innlenda dagskrárgerð ekki hvað síst fyrir börn og unglinga, um þriðjungur til prent- miðla og um einn þriðji til sjálfstæðra aðila sem gætu sótt um í samráði við tiltek- inn fjölmiðil. Úr þessum sjóði væri auk þess eðlilegt að greiddir yrðu styrkir til dagblaða til að jafna aðstöðu þeirra." Varla fara þingmenn að samþykkja frumvarpið, sem nú liggur fyrir um út- varpslög, án þess að sjá að minnsta kosti hvort það vakir fyrir Svavari Gestssyni menntamálaráðherra að breyta Menning- arsjóði og menntamálaráði í slíkan fjöl- miðlasjóð. Vakir það fyrir ráðherranum að láta fjölmiðla sem bera sig fjárhagslega halda hinum uppi? Hvað á þetta allt skylt við störf menntamálaráðs og Menningar- sjóðs? I framvarpinu er lagt til að útvarpsrétt- arnefnd, sem veitt hefur leyfi til útvarps- rekstrar verði lögð niður, en menntamála- ráðherra veiti þessi leyfi. Nefndin var stofnuð, þegar einokun ríkisins á útvarps- rekstri var afnumin. í henni sitja sjö menn kjörnir af Alþingi. Færð eru þessi rök fyr- ir því að leggja útvarpsréttarnefnd niður í greinargerð frumvarpsins: „Það þykir til einföldunar á framkvæmd laganna að menntamálaráðherra taki við hlutverki útvarpsréttarnefndar varðandi leyfisveit- ingar og er byggt á þeirri forsendu að menntamálaráðherra hljóti alla jafna að veita slík leyfi viðstöðulaust.“ Gert er ráð fyrir að menntamálaráðherra skipi þijá menn til setu í nýrri útvarpsnefnd til þriggja ára í senn samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar. Hlutverk nefndarinnar er að vera menntamálaráðuneytinu til ráðuneyt- is um vafaatriði og ágreiningsmál, sem kunna að rísa vegna starfsemi útvarps- stöðva, þ.m.t. Ríkisútvarpsins. Úr því að farið er inn á þá braut að afnema nefnd sem kjörin var af Alþingi til að veita leyfi til útvarps, hvers vegna var ekki skrefið stigið til fulls og látið nægja að skylda Póst og síma til að veita þeim útvarps- og sjónvarpsstöðvum að- gang að bylgjum, sem uppfylla ákveðin almenn skilyrði? Eru afskipti menntamála- ráðherra nauðsynleg? Hér geta menn stofnað fyrirtæki til að gefa út blöð, bæk- ur, hljómplötur og annað án opinbers leyf- is. Hvers vegna þarf menntamálaráðherra að skipta sér af þvi, hvort stofnuð er út- varps- eða sjónvarpsstöð? Er Hæstiréttur betur í stakk búinn til þess en Alþingi að velja menn til að vera stjórnvöldum til ráðuneytis í útvarpsmálum eða taka á móti kvörtunum frá þeim, sem telja út- varps- eða sjónvarpsstöðvar bijóta almenn skilyrði? í FRUMVARPINU til útvarpslaga er að finna ákvæði, sem þannig er skýrt í greinargerð: „Þessi grein skil- greinir verksvið útvarpsráðs. Samkvæmt henni hefur ráðið einkum með höndum fjárhagslegt hlutverk, svo og ákvörðunar- vald um heildardrætti í starfsemi stofnun- arinnar.“ Með þessu er verið að koma orð- um að því, að útvarpsráð eigi ekki að fjalla um dagskrá útvarps og sjónvarps í jafn ríkum mæli og nú er. Útvarpsráð verður áfram kjörið af Alþingi eins og réttmætt er, þannig^að veigamiklu atriði er haldið úr núverandi skipan, en ekki farið að tillögum nefndar Ögmundar Jón- assonar. Ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins á hins vegar ekki lengur að vera í höndum útvarpsráðs. Hún er færð yfir til starfs- manna útvarpsins eða eins og segir í grein- argerð með 12. gi-ein framvarpsins: „Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á rekstri Ríkisútvarpsins og í þessari lagagrein er skipan hennar og valdsvið skilgreint. Full- trúi útvarpsráðs á sæti í framkvæmda- stjórn með málfrelsi og tillögurétti til að sinna fjármálalegu eftirlitshlutverki út- varpsráðs. Rétt er að áhrif starfsmanna í stjórn stofnunarinnar verði efld til þess að stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum, fagmennsku og samábyrgð." (Leturbreyt- ing: Morgunblaðið.) Eins og hin skáletruðu orð gefa til kynna hefur fulitrúi útvarpsráðs í framkvæmda- stjórn Ríkisútvarpsins ekki einu sinni heimild til að ræða um annað en það sem lýtur að „fjármálalegu eftirlitshlutverki“, þegar hann situr fundi framkvæmdastjórn- arinnar. í henni eiga sæti auk fulltrúa útvarpsráðs og útvarpsstjóra fram- kvæmdastjórar fjármáladeildar, hljóð- varps, sjónvarps og tveir fulltrúar starfs- fólks, annar frá sjónvarpi og hinn frá hljóð- varpi, samtals sjö manns. Að sjálfsögðu felst ekki nein trygging í því að þessi skip- an fremur en óskorað vald útvarpsráðs sem kosið er af Alþingi stuðli að „lýðræðisleg- um vinnubrögðum, fagmennsku og sam- ábyrgð". Ríkisútvarpið býr við það öryggi varð- andi fjárhag sinn, að „eigandi viðtækis sem nýta má til móttöku á útsendingum Ríkisútvarpsins skal greiða afnotagjald, útvarpsgjald, af hveiju tæki“ eins og segir í nýja framvarpinu, en aðeins skal greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjöl- skyldu á heimili. Frumvarpið gerir sem sé ráð fyrir óbreyttri skipan að þessu leyti. í því er ekki tekið undir þá tillögu nefndar Ögmundar Jónassonar, að afnotagjaldi af útvarpi verði breytt í einskonar fasteigna- skatt. Þessi háttur tryggir Ríkisútvarpinu þau forréttindi, að menn greiða afnotagjald til þess, þótt þeir færi sér þjónustu þess aldr- ei í nyt. Ríkisútvarpið hagnast á því, ef maður kaupir sér útvarpstæki til að hlusta aðeins á Bylgjuna eða sjónvarpstæki til þess að horfa aðeins á Stöð 2. Skatt- heimta af þessu tagi mælist illa fyrir víðar en hér á landi. ÚTÁVIÐFERÞAÐ orð almennt af breska ríkisútvarp- BBC inu BBC, að það sé hlutlægt_ í dag- skrárgerð og fréttamennsku. í Bretlandi kemur hins vegar oft til deilna um efnis- tök þess og þar segja sumir, að vilji menn hlusta á fréttir án hlutdrægni fréttamanna skuli þeir hlusta á heimsþjónustuna BBC World Service. I hópi hörðustu gagnrýn- enda BBC er Paul Johnson, blaðamaður, sagnfræðingur og rithöfundur. Hann ritar fjölmiðladálk í breska vikuritið The Spect- ator og ræddi þar nýlega um vinstri- mennsku fréttamanna og dagskrármanna BBC. „Það er ekkert óeðlilegt, þótt fólk ræði um rangfærslur BBC og láti í ljós óánægju sína,“ segir Johnson, „almenningur stend- ur ekki aðeins straum af kostnaði við BBC heldur er neyddur til að gera það. Miklu meiri ástæða er til að mótmæla þessum GagTirýni á Starfs- nianiia- útvarp? Laugardagur 24. marz nefskatti en þeim sem á að renna til sveit- arfélaganna; við getum öll ýtt sveitar- stjórnum úr sessi með atkvæðum okkar en við höfum alls ekkert að segja um BBC sem er stjórnað af forréttindahópi sem endurnýjar sjálfan sig og kemur eins og við vitum að mestu úr lesendahópi Guard- ian [þ.e. breska dagblaðsins sem skipar sér vinstra megin við miðju]. Útvarpið er verndað gegn eftirliti almennings með stofnskrá sem er samin í anda gamla Austur-Indíu félagsins. Skipulagið er frá 1920 en tekur mið af sérréttindum frá 16. öld þannig að líklega er meiri þörf á alls- heijaruppstokkun í BBC en nokkurri ann- arri stofnun í landinu. Thatcher hefur ekki þorað að ráðast í hana. Þegar hún hafði verið tvö ár í embætti sakaði ég hana um að vera of lina gagnvart BBC og hún brást við hin versta; en gagnrýnin var réttmæt þá og er það enn, eftir að hún hefur verið 11 ár við völd.“ Síðan segir Paul Johnson, að það sé ógjörningur að uppræta stjórnmál í starfi BBC. „Stofnunin er þrælpólitísk með vinstri slagsíðu, eins og óhjákvæmilegt er innan veggja þjóðnýtts fyrirtækis, sem er rekið fyrir skattfé almennings. Mér er sama um það, þar sem ég vil fjölbreytni í fjölmiðlun. Hins vegar er rangt, að BBC njóti stöðu og réttinda opinberrar þjóðar- stofnunar og allir þurfi að standa undir rekstrinum. Fyrr en síðar mun einhver þrætuglaður náungi höfða mál fyrir dóm- stólunum út af því, hvort hann skuli neydd- ur til að greiða nefskatt til stofnunar sem yfirleitt boðar skoðanir sem honum býður við ekki aðeins vegna stjórnmálaviðhorfa heldur einnig vegna siðferðissjónarmiða. Áður en til þess kemur ætti BBC að taka til við að búa sig undir að hverfa úr hlut- verki gleðikonunnar og taka upp hætti heiðvfrðrar konu. Sé því í raun annt um sjálfstæði sitt og sætti sig ekki aðeins við mjúku og auðveldu leiðina (eins og flestar gleðikonur) ætti BBC að tileinka sér gamla slagorðið: „Eina vörnin felst í skírlífi." Og „skír“ í þessu tilviki er að afla sér tekna á opnum markaði, eins og við á hinum fjölmiðlunum.“ Fyrir þá sem vilja hugleiða þessi um- mæli um BBC með tilliti til stöðu íslenska Ríkisútvarpsins er rétt að minna á, að engar auglýsingar era leyfðar í breska ríkisútvarpinu eins og í því íslenska, sem keppir á auglýsingamarkaði við aðra fjöl- miðla, þótt það njóti þeirra forréttinda að hafa sjónvarps- og útvarpstæki sem tekju- stofn. Efasemdir Dana um EFTA FÉLAG DANSKRA iðnrekenda sendi nýlega frá sér greinargerð um Evrópubandalagið (EB), Fríverslunar- bandalag Evrópu (EFTA) og danskan iðn að. I niðurstöðum hennar er þess réttilega getið, að þar sé lýst miklum efasemdum um gagnsemi viðræðna EFTA og EB, sem nú standa yfir. Könnunarviðræðum aðil- anna lauk nú á þriðjudaginn og næsta skrefið er að hefja hinar raunverulegu samningaviðræður. í lok dönsku skýrslunnar segir, að efa- semdirnar séu ekki um gagnsemi víðtæk- ari samskipta milli EFTA og EB heldur um hitt, hvaða árangur náist í viðræðum aðilanna. Hann verði vafalaust einhver en sáralítill. Alltof lítill til að fullnægja óskum EFTA-landanna. Þá segir í skýrslunni: „EFTA-ríkin ná aðeins þeim árangri sem þau stefna að með því að gerast aðil- ar að EB. Og EB-ríkin geta hvorki né eiga að veita EFTA-ríkjunum meiri réttindi en eru í samræmi við núverandi jafnvægi á milli réttinda og skyldna aðildarlanda EB. En sætta fyrirtæki, borgarar, stjórn- málamenn og ríkisstjórnir EFTA-landanna sig við að vera án áhrifa á stjórnmál og efnahagsmál Vestur-Evrópu? Þeir hafa nú þegar svarað þessari spurn ingu neitandi. En vilji menn hafa áhrif á þróunina í Evrópu verða EFTA-ríkin að axla nauðsynlega ábyrgð og taka á sig skuldbindingar. Hin nýja Evrópustefna EFTA er tíma- Morgunblaðið/Ámi Sæberg sprengja undir þeirri grannhugsjón EFTA að bjóða minna skuldbindandi kost en EB. Þessi kostur er ekki lengur fyrir hendi og þetta skapar EFTA-löndunum vandræði: Til að öðlast áhrif í Evrópu verða menn að framselja vald - til EFTA, evrópska efnahagssvæðisins (EES) og/eða EB. Svisslendingar og Austurríkismenn hafa skilið eðli þessa vanda. Báðar þjóðirnar hafa komist að þeirri niðurstöðu að áhrif og hagræði sameiginlega markaðarins krefjist svo til hinna sömu breytinga á fullveldinu og aðild. Þjóðirnar hafa dregið ólíkar ályktanir af þessu: Austurríkismenn hafa sótt um aðild, en Svisslendingar eru mjög tregir til að samþykkja hugmyndir um að styrkja EFTA, sem tollabandalag o.s.frv. Innan EB hafa umræður um samskipti EB og EFTA tæplega hafist. .. Niðurstaða þessarar skýrslu er sú, að ekki séu fyrir hendi neinar einfaldar, tæknilegar lausnir á þessum vandamálum, sem mundu koma í ljós í víðtækari sam- skiptum EB og EFTA - nema aðild að Evrópubandalaginu.“ FYRIR RÚMUM þremur mánuðum var sagt frá við- ingar horfum Finna til viðræðna EFTA og EB hér í Reykjavíkurbréfi og dregin sú ályktun af samtölum við stjórnmálamenn og embættismenn í Helsinki, að óþarft kynni að vera fyrir EFTA-ríkin að velta fyrir sér aðild að EB, undirbúningsviðræð- ur aðilanna lofuðu svo góðu. Þetta mat stangast algjörlega á við það, sem segir í dönsku skýrslunni hér að framan. Og nú berast þær fréttir frá Finnlandi, að stjórnmálamenn þar séu í fyrsta sinn tekn- ir til við að ræða opinberlega um aðild að EB. • • Orar breyt- Orðaskipti þeirra Uffe Ellemann-Jens- ens utanríkisráðherra Dana og Jóns Bald- vins Hannibalssonar utanríkisráðherra um það hvernig staðið skuli að viðræðum EFTA-landanna við EB hafa vakið at- hygli. Danski ráðherrann er sömu skoðun- ar og fram kemur í skýrslu dönsku iðnrek- endanna, að einstök EFTA-ríki eigi að hefja viðræður við EB um samskipti sín og bandalagsins. Er eðlilegt að utanríkis- ráðherra Dana en ekki einhverrar annarr- ar þjóðar flytji þennan boðskap fyrir hönd ráðherranna í EB, þar sem nú eru það aðeins 4 Norðurlönd, sem skipa hinn raun- verulega EFTA-hóp að mati EB og Dana. Austurríkismenn eru á leið inn í EB og Svisslendingar ætla að skapa sér hefð- bundna sérstöðu í þessu máli. Danir era eðlilegasta tengiþjóðin milli EB og Norður- landanna. Hitt skal ekki dregið í efa sem Jón Baldvin Hannibalsson heldur fram, að embættismannakerfi EB heldur áfram að ræða við fulltrúa EFTA-ríkjanna í sam- ræmi við fyrirmæli leiðtogafundar EB í Strassborg undir lok síðasta árs. Hve lengi gilda þau fyrirmæli? Hvaða ákvarðanir taka EB-ráðamennirnir nú þegar könnun- arviðræðunum er lokið? Viðræður EFTA-ríkjanna við EB hafa borið þess skýr merki til þessa, að fulltrú- ar EFTA hafa sætt sig við flest það, sem EB hefur krafist af þeim. Eftir því sem lengur er talað saman kemur sérstaða ein- stakra ríkja betur í ljós og þau verða að líta í eigin barrn og meta, hve lengi þau eiga samleið með hinum og um hvaða málefni. Einnig hljóta þau að taka mið af hinni öru þróun í Austur-Evrópu, sem hefur valdið því, að í augum EB eru við- ræðurnar við EFTA ekki brýnasta úrlausn- arefnið, þegar horft er á tengslin við ný ríki. Samningsstaða EB hefur styrkst vegna atburðanna í Austur-Evrópu. „Fyrir þá sem vilja hugleiða þessi umniæli um BBC með tilliti til stöðu íslenska Ríkisútvarpsins er rétt að minna á, að engar aug- lýsingar eru leyfðar í breska ríkisútvarpinu eins og í því íslenska, sem keppir á auglýs- ingamarkaði við aðra Qölmiðla, þótt það njóti þeirra forréttinda að hafa sjónvarps- og útvarpstæki sem tekjustofn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.